Tíminn - 02.02.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.02.1996, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 2. febrúar 1996 Heilbrigöisþjónusta fyrir ellilífeyrisþega: Stór hluti borgar áfram lægri gjöld fyrir heilbrigöisþjónustu Ellilífeyrisþegar yngri en 70 ára, sem hafa almennar tekjur undir rúmum 820.000 krón- um á ári, svo og ellilífeyris- þegar sem á&ur nutu örorku- lífeyris, munu áfram greiba lægra gjald fyrir læknisþjón- ustu og heilsugæslu eftir 1. febrúar, samkvæmt upplýs- ingum frá Tryggingastofnun ríkisins. Undanþágur í nýrri reglugerð heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins tryggja stórum hópi ellilífeyrisþega áfram læknisþjónustu og heilsugæslu á lægra verði. Með reglugerð- inni, sem tók gildi 1. febrúar, hækka aldursmörk í 70 ár til aö eiga rétt á þessari þjónustu gegn lægra gjaldi, en veittar eru tvær undanþágur frá þéirri reglu. Ellilífeyrisþegar, sem nutu ör- orkulífeyris fram til 67 ára ald- urs, og ellilífeyrisþegar, sem fá greiddan fullan grunnlífeyri, eiga áfram rétt á læknisþjónustu og heilsugæslu gegn lægra gjaldi. Þessir hópar njóta sama réttar og áður til afsláttarkorta, þannig að hámarksgreiðsla fyrir hvern einstakling gegn fullu gjaldi er áfram 3.000 krónur. Þeir ellilífeyrisþegar yngri en 70 ára, sem ekki voru öryrkjar og hafa atvinnu-, leigu- eða fjár- magnstekjur umfram 68.519 krónur á mánuði, eða 822.227 krónur á ári, greiða híns vegar fullt gjald fyrir læknisþjónustu og heilsugæslu frá og með 1. febrúar. Allir ellilífeyrisþegar á aldrin- um 67-70 ára, sem fengu greiddan örorkulífeyri fram til 67 ára aldurs, eru þessa daga að fá send skírteini því til staðfest- ingar frá Tryggingastofnun. Skírteininu þarf að framvísa við hverja komu til læknis eða á heilsugæslustöð. Gerð sambæri- legra skírteina fyrir ellilífeyris- þega yngri en 70 ára, sem fá full- an grunnlífeyri, er í undirbún- ingi. Lífeyrisþegi sem á rétt á lægra gjaldi, en hefur ekki skírteini og greiðir því fullt gjald fyrir lækn- isþjónustu eða heilsugæslu, get- ur fengið mismuninn endur- greiddan gegn framvísun kvitt- ana hjá sjúkratryggingadeild Tryggingastofnunar, Tryggva- götu 28, og umboðum hennar um land allt. Þann 1. janúar árið 1895 fær Jóhann T. Eg- ilsson snikkari úthlutað lóð, 25 x 46 álnir, við Bergstaðastræti. Hann fær leyfi 21. des- ember fyrir að reisa hús á lóðinni, 9x11 álnir, og skal byggingin standa 5 álnir frá götu. Líkur benda til að Jóhanni hafi þótt leyfið hafa verið fyrir of litlu húsi, því að hann byggir ekki fyrr en hann hefur fengið leyfi fyrir stærra húsi, 10 x 12 álnir, og var það leyfi veitt 21. desember sama ár. Fyrsta brunavirðingin á húsi þessu er gerð 14. október 1896. Þar er sagt að Jó- hann T. Egilsson hafi byggt viö Bergstaða- stræti hús af steini með járnþaki á lang- böndum og pappa í milli. A 1. hæð hússins eru 4 herbergi auk eldhúss. Herbergin eru öll þiljuð og máluð og með tvöföldum loft- um. Þarna eru 2 ofnar og 1 eldavél. Þá var ekki búið að innrétta uppi. Þann 13. maí 1897 var húsið fullbyggt. Þá komu aftur á staðinn hinir kjörnu virð- ingarmenn. Herbergjaskipan og búnaöur niðri er eins og frá fyrsta mati, en búið að innrétta þakhæðina. Þar eru 3 herbergi máluð og eitt ómálað, auk eldhúss og gangs. í þeim eru 2 ofnar og 2 eldavélar. í júní 1897 fær Jóhann leyfi fyrir að byggja geymsluskúr á lóðinni fyrir austan húsið, að stærð 7x10 álnir. Hann byggir síðan annan skúr á lóðinni árið 1899, að stærð 3x3 1/2 álnir. Ekki er vitaö með vissu hvenær fariö var að búa í stærri skúrnum og veröur nánar sagt frá þessu hér að neðan. Árið 1903, í maí, selur Jóhann T. Egils- son eignina Árna Árnasyni. í nóvember 1905 selur Árni hálfa eignina manni að nafni Einar Sigurðsson, en í október árið á eftir er eignin öll seld og kaupir þá Jörgen Benediktsson. Jörgen veðsetur sama ár og hann kaupir með 1100 ferálna lóð. Árið 1910, í desember,. kaupir Lands- bankinn eignina. Árið 1898 búa í húsinu 12 manns: Jó- hann T. Egilsson snikkari, kona hans Guð- rún Sigurðardóttir og börn þeirra, Guðrún 10 ára, Haraldur 4 ára og Hrefna 2 ára. Þar búa einnig Páll Guðmundsson 23 ára námsmaður, Ólafur Bjarnason 20 ára námsmaður, Þórunn Melósdóttir 52 ára vinnukona, Þorkell Bergsveinsson 34 ára húsmaður, Halldóra Halldórsdóttir 36 ára og Guðrún Halldórsdóttir, báðar lausakon- ur. Á aldamótaárinu og næstu tveimur ár- um þar á eftir verða nokkur íbúaskipti í húsinu. Áfram búa þar Jóhann T. Egilsson og Guðrún Sigurðardóttir og börnin Guð- rún, Haraldur og Hrefna. Þá eru þar einnig Þorkell Bergsveinsson og Halldóra Hall- dórsdóttir, sennilega í sambúð; Magnús Er- lingsson 42 ára, ekki tekið fram hvað hann starfar; Guðrún Jónsdóttir 37 ára verka- kona, Ólafur Bjarnason 22 ára nemi, Guð- mundur Gíslason 18 ára trésmíöanemi. Ársgamall drengur, Egill Ágúst, er á heimil- inu, en ekki getið um á hvers vegum hann er þar. Gubmundur Magnússon skósmiður bjó um árabil í húsinu. Hann var fæddur 1. ág- úst 1880 í Selvogi. í manntali frá árinu 1911 er hann skráður húsrábandi og líklega Bergstaöastræti 21 húseigandinn. í kirkjubókum frá árinu 1912 losar íbúa- fjöldi hússins tvo tugi. Líklegt verður að teljast að þá hafi veriö búið í öðrum eöa báðum skúrunum á lóbinni. Þá er efstur á blaði Guðmundur Magnússon skósmiður og með honum í heimili námsmaðurinn Benjamín Halldórsson og eru ekki fleiri en þeir taldir á sama heimili. Magnús Magnús- son verkamaður, f. 9. nóvember 1868 í Miðhúsum, Biskupstungum, og kona hans Guðlaug Steingrímsdóttir, f. 24. apríl 1865 á Hvoli, Kleifum; börn þeirra tvö: Steingrímur, f. 1895, og Guðrún, f. 1897, eru saman á heimili. Á þribja heimil- inu em þau hjónin Lýöur Bjarnason tré- smiður, f. 7. september 1874, og Guðrún Nikulásdóttir, f. 28. maí 1871, og börn þeirra fjögur: Þorbjörg, Margrét Nikolína, Siguröur Sverrir og Kristján Öskar. Þau eru öll fædd á tímabilinu frá 1902 til 1909. Á fjórða heimilinu býr ein kona, Herdís Sigríður Guðjónsdóttir, f. 28. júlí 1862 í Rvík. Herdís bjó í einu herbergi á efri hæb hússins og var þar allt til dauöadags. Hún var oft á ferðinni í Þingholtunum. Dísa, eins og hún var oftast kölluð, var yfirleitt meb mórautt prjónasjal, sem hún braut í hyrnu og lagði yfir herðarnar í kross á brjóstinu og batt saman ab aftan. Hún flutti ekki í burtu, þó að skipti um eigendur að húsinu. Björn Stefán Bjartmarz, sonur Óskars Bjartmarz sem síðar eignaðist húsið, segir að þessi kona sé sér minnisstæð frá því ab hann var lítið barn. Á fimmta heimilinu vom hjónin Gunn- ar Jónsson verkamaöur, f. 24. júlí 1872 á Uxahrygg í Hvolhreppi, og kona hans Valdimaría Helga Jónsdóttir, f. 3. mars 1882 í Grindavík. Börn þeirra þrjú, fædd frá 1907 til 1912: Gunnar Marinó, Elín María og Gróa Dagmar. Hjá þessari fjölskyldu bjó ein húskona, Gróa Rögnvaldsdóttir, f. 22. ágúst 1844. Á sjötta heimilinu bjuggu ung hjón: Jó- hann Barðason, f. 29. ágúst 1880 í Kleifa- hreppi, og Kristín Jónsdóttir, f. 10. ágúst 1879 á Sólheimum í Mýrdal. Á þessari upptalningu á íbúum Berg- staðastrætis 21 sést að fólk bjó þröngt á þessum tíma. Guðmundur Magnússon skó- smiður býr síban í húsinu til 1929 eða þar til að Óskar Bjart- marz kaupir eignina. Guðmundur giftist Lyngnýju Siguröardóttur, f. 29. september 1879 á Þorvaldsstöðum .í Hvítársíðu. Þau eignuðust eina dóttur, Þóru, f. 12. júlí 1907. í 'manntali 1920 eru þau hjónin og dóttirin Þóra ásamt Guðlaugu Erlingsdótt- ur vinnukonu og námsmanninum Krist- jáni Jens Bjarnasyni frá ísafiröi ein í heim- ili. Þá er Herdís áfram í sínu herbergi á efri hæð hússins. Þegar Óskar Bjartmarz kaupir, voru ein- hverjir leigjendur uppi á loftinu, en þeir fara fljótlega nema Herdís sem fær að vera áfram. Árið 1934 byggir Óskar Bjartmarz vib húsið meö því að stækka inngöngu- skúr. Stigi sem áður var upp á loft, brattur og mjór, er tekinn niður og gerbur breiðari stigi með palli. í mati frá 2. janúar 1943 er lýsing húss- ins þannig: „íbúðarhús, einlyft með risi, byggt út grásteini, múrhúðab að utan. Þak HÚSIN í BÆNUM FREYjA JÓNSDÓTTIR er úr borðsúb, pappa og járni. Á aðalhæb hússins eru 3 íbúöarherbergi, eldhús og gangur. Á rishæb eru 2 íbúðarherbergi, eld- hús, babherbergi m/ v.s. og gangur. Allt er þiljað innan, strigalágt og ýmist veggfóðr- að eða málað. Inngönguskúr úr bindingi, klæddur utan borðum, pappa, listum og járni á veggjum og þaki. Allur er skúrinn þiljaður innan með panel og málaður. Á neðri hæðinni er geymsluherbergi og stiga- gangur, en á þeirri efri íbúbarherbergi og gangur." Óskar Bjartmarz fæddist 15. ágúst 1891 á Nebri-Brunná í Saurbæjarhreppi. Kona hans, Guðrún Bjarfmarz, fæddist 4. sept- ember 1901 á Sauðafelli í Miðdölum. Þau eignuðust fjóra mannvænlega syni, sem ól- ust upp í húsinu nr. 21 á Bergstaðastræti í notalegu umhverfi Þingholtanna. Synir þeirra eru Björn Stefán, Gunnar, Hilmar og Freyr, og nota þeir allir nafnið Bjartmarz. Um tíma var hjá þeim hjónum ungur frændi frú Guðrúnar, Baldur Bjarnarson. Óskar Bjartmarz starfaði á Löggildingar- stofunni, sem var til húsa á Skólavörbustíg 3. Þá var Veðurstofan deild frá henni. Eftir að þessar tvær stofnanir voru skildar ab og Veburstofan flutti í Landssímahúsib, en Löggildingarstofan á Skólavörðustíg 23, varð Óskar forstöðumaður hennar og gegndi því starfi um árabil. Óskar var einn af stofnendum Breiðfirð- ingafélagsins og Breiöfirðingaheimilis. Af þessu mikla starfi húsbóndans má ráða að mikið hefur verið ab gera á heimiiinu og gestkvæmt. Guðrún þótti myndarleg í verkum sínum og heimilið var stolt þeirra hjóna. Árið 1978 er húsið selt og þá kaupa það þau hjónin Páll Gunnólfsson frá Þórshöfn á Langanesi og kona hans Ásta Einarsdóttir frá Siglufirði. Páll Gunnólfsson stundaði bæði útgerð og verslun, en er farinn að draga saman seglin. Ásta kona hans vinnur núna hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Þau hjón hafa gert mjög mikið fyrir húsib og má segja að búiö sé að endurnýja það allt að innan. Unniö var ab endurbótum utanhúss í fyrrasumar og er þeim að mestu lokið, nema ekki vannst tími til að mála áð- ur en vetur konungur gekk í garð. Þau segja þetta gott og merkilegt hús og í því sé ljúft aö búa. Hér að ofan var minnst á nr. 21 B. Þab hús var ábur byggt sem geymsluhús vib nr. 21 og austast á þeirri lób. Þetta er timbur- hús, hæb, ris og steyptur kjallari. 1899 var byggður skúr við húsið, sem var síðan tengdur því 1929. Þab mun Stefán Björns- son, þáverandi eigandi 21 B, hafa gert. Áriö 1936 var skúrinn hækkaður, en þá átti 21 B Sigurður Jónsson. Tveir eigendur eru frá ár- inu 1948 og til 1978, þeir Jón Guðmunds- son sem seldi Emil Jónssyni 1956. Hann selur núverandi eiganda, Ásrúnu Hauks- dóttur hjúkrunarfræöingi, árib 1978. Hún býr í húsinu núna ásamt dóttur sinni. Nú er þetta hús með plastklæðningu. Hár gluggi er á stafni hússins og snýr að Bjarg- arstíg. Gefur hann húsinu skemmtilegan svip. Þetta litla, fallega hús er vel um geng- ið og í því er góður andi. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.