Tíminn - 02.02.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.02.1996, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 2. febrúar 1996 Vaxandi erfiöleikar í efnahagsmálum Þýskalands og mót- þrói í ESB-ríkjum viö sparnaöarráöstafan- ir ríkisstjórna draga úr líkum á samein- ingu ríkjanna í gjaldeyrismálum s Iforystugrein í Corriera della Sera, mest lesna dag- blaði Ítalíu, var nýlega komist svo aö orbi: „Jesús Kristur er dáinn, Karl Marx er dáinn og jafnvel Þýskalandi líöur ekki sem best." Orö þessi endurspegla æva- gamla latneska öfund, blandaöa meinfýsi, gagnvart Noröur-Evr- ópu og Þýskalandi sérstaklega. En jafnframt er vikiö aö mjög svo raunverulegum erfiöleikum í efnahagsmálum Þýskalands, dráttarhests Evrópu í efnahags- málum. Ljóst er aö þaö er eink- um og sér í lagi undir Þýska- landi komiö, hvort eitthvaö veröur af fyrirhugaöri samein- ingu mynta Evrópusambands- ríkja eöa ekki. ✓ Aætlun frá tíma kalda stríðs Ekki blæs byrlega fyrir fyrir- hugaöri Evrópumynt, „evró", eins og fariö er aö kalla iiana. Þaö sem einkum gerir aö verk- um aö „evróinu" hefur ekki þegar veriö slegiö á frest um ótiltekinn tíma er líklega að stjórnmálamenn ESB-ríkja hafa svo oft fullyrt aö hvergi verði hvikað frá þeirri fyrirætlun aö þeir eru orðnir pólitískar fangar þeirra yfirlýsinga. Þeir óttast álitshnekki og valdamissi ef þeir slaki á í því efni. Meðal ástæöna til þess aö bág- lega horfir nú fyrir „evró" er að samþykktin um aö innleiða það var gerö meðan Evrópa og Þýskaland voru enn klofin milli austur- og vesturblokkar kalda stríðs. Jacques Delors og fleiri hvatamenn aö þessu geröu ráö fyrir að eftir aö sameining gjald- miöla Evrópubandalagsríkja væri komin í kring, kæmi pólit- ísk sameining þeirra í Bandaríki Evrópu nánast af sjálfu sér. Fyrsta skrefið aö því marki skyldi verða Innri markaðurinn, sem aðildarríkin samþykktu 1986 aö komið yröi á. Næsta skref yröi svo sameiginlega myntin, og var þaö samþykkt á leiðtogaráðstefnu í Hannover 1988. Engan leiðtoganna, sem þá komu saman í þessari noröur- þýsku borg, mun hafa óraö fyrir umskiptum þeim er þá fóru í hönd í Evrópu. Og nú sitja þeir uppi meö áætlanir, sem geröar voru meö hliösjón af Evrópu sem var í þýðingarmiklum at- riöum mjög á annan veg en sú Evrópa er þeir nú hafa fyrir aug- um. Generalprufa Almennt álit er aö ein helsta eöa jafnvel helsta ástæöan til vaxandi erfiðleika Þýskalands í efnahagsmálum sé endursam- eining landsins. Sameining mynta Austur- og Vestur-Þýska- lands, sem framkvæmd var á undan pólitísku sameiningunni — gegn vilja þýska sambands- Óspektir íParís: Sparnaöarráöstafanir ríkisstjórna meö „evró" íhuga auka mótþróa vib gjaldeyrissamrunann. „Evró" á undanhaldi Kohl: grunabur um ab láta pólitísk sjónarmib ganga fyrir efnahagslegum. BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON bankans — hefur í raun oröiö einskonar generalprufa fyrir „evróið". í aðlögun Austur- Þýskalands aö þýska sambands- lýðveldinu fólust m.a. miklar yfirfærslur fjármagns til austur- hlutans og þetta hafði í för meö sér mikið álag á efnahag Þýska- lands sem heildar. Nú er svo komið að fjárlagahalli Þýska- lands er 3,6% af heildarþjóöar- framleiðslu og þar með fullnæg- ir þaö ekki lengur skilyrðum Maastricht-sáttmála fyrir aöild aö „evró". Nú er Lúxemborg eina ríkiö sem fullnægir þeim skilyrðum í einu og öllu. Einn draumurinn á bak viö evró- áætlunina er aö sameigin- lega myntin verði álíka traust og þýska markið, sem lengi hef- ur veriö einn af sterkustu gjald- miölum heims. Sterkur gjald- miöill byggist á sterkum og stöðugum efnahag. Meiningin er sem sé aö Þýskaland dragi önnur ESB-ríki upp í álíka stöö- ugleika og það sjálft hefur not- iö, hliöstætt því sem það und- anfarin ár hefur verið aö inn- lima fyrrverandi þýska alþýöu- lýöveldiö í stööugleika sinn. Margir munu mæla aö ekki sé ofmælt aö kalla þaö ofurbjart- sýni að ganga út frá því aö t.d. Grikkland og Ítalía nái slíkum stöðugleika í efnahags- og gjald- eyrismálum um fyrirsjáanlega framtíð. Eftirtektarvert er að sam- kvæmt niðurstöðum skoöana- kannana er evró- áætlunin nú vinsælli meöal almennings í Suöur- en Noröur- Evrópu. A bak viö þaö munu vera vonir um aö með sameiningu ESB- ríkja í gjaldeyrismálum muni þau efnahagslega styrkari af ríkjum þessum hífa hin upp í efnahags- og kjaramálum. í Þýskalandi er hins vegar ekki einungis mikill meirihluti al- mennings á móti „evró", heldur og verður sú andstaöa stööugt breiðari meöal áhrifamanna í stjórn- og efnahagsmálum. í fylkingunni þar gegn „evró" skipa sér saman jafn ólíkir aðilar og „nýja hægriö" og margir af forystumönnum jafnaöar- nranna. Markib: ný undir- staða sjálfsímyndar í Þýskalandi óttast margir aö „evró" muni frekar draga Þýska- land niður á við í efnahags- og gjaldeyrisstööugleika en önnur ESB- ríki upp á viö. Kohl sam- bandskanslari er líklega grunað- ur um að láta pólitísk sjónarmiö ráða feröinni hjá sér í máli þessu fremur en efnahagsleg, eins og hann geröi þegar hann ákvaö gjaldeyrissamruna Aust- ur- og Vestur-Þýskalands. Veru- legur uggur er enn í mörgum ESB- löndum, ekki síst Frakk- landi og á Niðurlöndum, gagn- vart Þýskalandi og sá uggur hef- ur á tilfinningasviöinu tengst þýska markinu. Meö því að leggja rnarkiö niöur og láta þaö ásamt öörum myntum ESB-ríkja renna inn í „evró" vilja þýskir stjórnmálamenn gefa til kynna aö Þýskaland sé að veröa „evr- ópskt" frenrur en aö Evrópa sé aö veröa „þýsk". Vonir unr aö meö „evró" veröi hægt aö „hemja" Þýskaland hafa stuölaö að fylgi franskra stjórnmála- manna viö „evró". Hins vegar geta veriö takmörk fyrir því hvað Þjóðverjar vilja mikið til vinna aö hætta aö vera óhugnanlegu Þjóöverjarnir í augum annarra Evrópuþjóöa. Með hógværö í utanríkismálum frá stofnun sambandslýöveldis síns finnst þeim líklega mörg- um aö þeir hafi þegar mikið gert til að ná því takmarki. Þeim er sárt um markið, og inn í þaö koma ásamt með öðru tilfinn- ingar. Þýskur fræöimaður, dr. Anke Peters frá Köln, sagöi ný- lega á ráöstefnu um „evró" í Brussel: „Við Þjóöverjar viljum ekki tala um söguna vegna nas- istatímans. Þar af leiðir að grundvöllur sjálfsímyndar okk- ar er fyrst og fremst orðinn þýska markið og styrkur efna- hagur Þýskalands. Og ef markið hverfur, hvaö eigum viö þá eft- ir?" Franski frankinn, hollenska gylliniö o.s.frv. eiga og áreiðan- lega einhvern þátt í sjálfsímynd hlutaðeigandi þjóöa. Og sparn- aöarráöstafanir ríkisstjórna í Frakklandi, Belgíu og víðar í því skyni að undirbúa evróaöild hafa ekki aukið vinsældir evró- áætlunarinnar þar, hvorki meö- al almennings né áhrifamanna í stjórn- og efnahagsmálum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.