Tíminn - 02.02.1996, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.02.1996, Blaðsíða 13
Föstudagur 2. febrúar 1996 13 Brad Pitt og Morgan Freeman virba fyrir sér seinustu handaverk rabmorb- ingjans ógurlega. Raðmorðingi í refsihug Dau&asyndirnar sjö (Seven) ★★★ 1/2 Handrit: Andrew Kevin Walker Leikstjóri: David Fincher A&alhlutverk: Morgan Freeman, Brad Pitt, Cwyneth Paltrow, Kevin Spacey, R. Lee Ermey og John C. McGinley Laugarásbíó Bönnuö innan 16 ára. Þrátt fyrir að ofbeldi og morð séu meginþema Dauðasynd- anna sjö, er lítið af slíku sjáan- legt í henni. Engu að síður er óhugnaðurinn slíkur að auðvelt er að verða vansvefta eftir að hafa séð hana. Með góðri leik- stjórn, kvikmyndatöku og lýs- ingu tekst að koma óhugnaði, morðum og fantaskap til skila án þess að farið sé auðveldu leiðina með tilheyrandi blób- slettum og ógeði. Áhersla er lögð á að skapa hughrif hjá áhorfandanum fremur en að láta hann snúa sér undan þegar einhver er drepinn á „raunsæj- an" hátt. Morgan Freeman og Brad Pitt leika lögreglumennina William Somerset og David Mills. Þetta eru hefbbundnar persónur, sá fyrrnefndi eldri, reyndari og við það að komast á eftirlaun, en sá síðarnefndi er ungur og kapps- mikill. Að sjálfsögbu líkar þeim ekkert alltof vel við hvorn ann- an í byrjun, en þeir verða að leggja alla misklíð til hliðar þeg- ar geðsjúkur en bráðklár rab- morðingi fer á stúfana. Hvert fórnarlamb hefur að hans áliti brotið gegn einni af dauðasynd- unum sjö og vísbendingarnar KVIKMYNDIR ÖRN MARKÚSSON eru fáar fyrir þá Somerset og Mills að vinna úr. Smátt og smátt komast þeir þó á sporið, en tíminn er naumur, því fórn- arlömbunum fjölgar og synd- irnar eru aðeins sjö. Persónusköpunin er í ætt við flestar aðrar lögreglumyndir, en þó má nefna að þeir félagar eru meira í líkingu við venjulegt fólk en einhverjar ofurhetjur. Uppbyggingin og stígandin í frásögninni er nokkuð jöfn og spennandi þangað til endalokin nálgast, en þá eykst hraðinn og spennan verður næsta óbærileg. Endirinn er síðan sérkapítuli út af fyrir sig, þar sem frábær flétta og skelfing sameinast. Eins og áður sagði tekst David Fincher (Alien 3) að skapa ógnvekjandi hughrif án þess að sýna ofbeldið beint, en umgjörðin er öll hin skuggalegasta, hvort sem um er ab ræða yfirheyrsluherbergin eða öngstrætin í hellirigningu. Morgan Freeman er einn af bestu leikurum Bandaríkja- manna í dag og sýnir það hér enn einu sinni. Brad Pitt er hins vegar nokkuð mistækur leikari, en sem betur fer er hann í góðu formi í Dauðasyndunúm sjö, spennumynd í hæsta gæða- flokki. ■ Á EFTIR BOLTA KEMUR BARN... •'BORCIN OKKAR OG BÖRNIN f UMFERÐINNI” JC VÍK HEILBRIGÐISEFTIRLIT REYKjAVÍKUR Til eigenda óskráðra hunda í Reykjavík Ný gjaldskrá fyrir hundahald í Reykjavík á árinu 1996 hef- ur öblast gildi. Samkvæmt gildandi hundasamþykkt eru hundar skráningarskyldir þriggja mánaba gamlir. Athygli eigenda óskrábra hunda er vakin á eftirfarandi: Heilbrigbiseftirlitib vill gefa þeim hundaeigend- um, sem hafa látib hjá líba ab skrá hunda sína á lögbobnum tíma, tækifæri til ab skrá þá og greiða kr. 8.400 í leyfisgjald fram ab 1. aprfl nk. Ab þeim tíma liðnum mun leyfisgjaldið samkvæmt gjaldskránni hækka um 50% eba í kr. 12.600. Umsóknareybublöb fást á skrifstofu Heilbrigbiseftirlitsins, Drápuhlíb 14, 2. hæb alla virka daga frá kl. 8.20 til 16.15. Þegar líba fór ab heimferb til gamla, gráa Bretlands, sagbist Fergie afskaplega sœl meb ab hafa fundib þjób sem hreinlega andabi frá sér „joie de vivre" eba lífsglebi. Skuldarinn skreppur Komin í dulúbugan kiæbnab meb arab- ískan fola sér vib hlib. til Qatar í SPEGLI TÍIVIANS Síbasta ferbin sem hertoga- ynjan af York, Sarah Fergu- son, fór áður en uppvíst var hversu óábyrg eyðslukló hún væri, var til Qatar. Hún var reyndar boðin þangað af mótshöldurum Tennis Open og ríkisstjórn landsins, en meginmarkmið ferðarinnar var að safna peningum fyrir umkomulaus börn. Eins og sést á myndunum tókst henni einnig að skoða sig eitthvað um og fór jafnvel í reiðtúr út í eyðimörkina í boði emírsins. Ekki alls fyrir löngu bárust fregnir af skuldastöðu Fergie, sem hefur fyrir sér og tveim- ur dætrum sínum að sjá, en skuldir hennar slaga í 300 milljónir íslenskar og geri aðrir betur. í ágúst 1994 gerði Sarah að nokkru leyti grein fyrir útgjöldum heimilis- rekstursins: „Ég þarf að borga öllu því fólki sem vinnur fyr- ir mig. í hvert sinn sem ég fer eitthvert innan Bretlands eða Evrópu í tengslum við góð- gerðarstarfsemi mína, þá borga ég mín fargjöld. Ég tek þá peninga ekki af söfnunar- fénu, enda er þeim pening- um betur varið til ab hjálpa fólki heldur en að borga dýr flugfargjöld." Auk þess hafa barnabækur hennar og sjónvarpsþættir byggðir á þeim ekki gefið af sér þær milljónir sem búist var við. Því stendur Sarah í sinni skuldasúpu og tengda- mamma neitar að veita meiri hjálp. Þab hefur sjálfsagt verib freistandi fyrir stórskulduga hertogaynjuna ab komast ab einhverju samkomulagi vib eig■ anda þessara perlna. X

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.