Tíminn - 03.02.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.02.1996, Blaðsíða 3
Laugardagur 3. febrúar 1996 Nýi Rgss-stofninn er ab veröa hreinn í kjúklingabúunum. Logijóns- son í ísfugli hf. Sænski risinná eftir aö lækka kjúklingaverð Kjúklingar eru bobnir á lágu verbi þessa dagana í stórmörk- ubum, allt nibur í 378 krónur kílóib, 398 krónur var tilbob KÁ á Selfossi í gær. Kjúklinga- framleibendur segja þetta of lág verb, en málib sé ab um leib og eitthvab safnast fyrir sé efnt til útsölu til ab losna vib birgb- irnar. Fyrir kjúklingaframleib- endur sé ekki um annab ab ræba en ab láta birgbirnar fara, þótt lítib fáist fyrir þær, ella sé hætta á ab reksturinn stöbvist. Verblækkunin nú stendur ekki í beinu sambandi vib nýjan og hagkvæman kjúklingastofn í all- flestum kjúklingabúum landsins, en hann er kenndur vib Ross- matvælakebjuna í Bretlandi, en fenginn hingab frá Svíþjóð. „Eg hef trú á ab nýi stofninn komi til meb að lækka verðlag á kjúklingakjöti á íslandi. Upþeld- istíminn hefur styst mikið und- anfarin 3 ár. Núna er byrjað ab slátra kjúklingum sem eru 5-6 vikna en áður voru sláturkjúk- lingar 7-8 vikna. Þetta munar miklu. Auk þess er þetta skemmtilegri vara, holdmeiri fugl," sagði Logi Jónsson. Einmitt um þessar mundir er stofninn að verða hreinn. í>að tekur langan tíma að endurnýja allar hænurnar. „Flestir þeir sem slátra hjá okkur eru með Ross- stofninn sem fenginn er frá Sví- þjóð," sagði Logi Jónsson fram- kvæmdastjóri ísfugls hf. í samtali við Tímann í gær. Ross-fuglarnir komu úr ein- angrun á Hvanneyri á síðasta ári og íslenskir kjúklingar eru að þyngjast og verða kjötmeiri en áður. Fóðurverð hefur hækkað um í það minnsta 10% á örfáum vik- um, vegna hækkunar á heims- markaði, að sögn Loga Jónssonar en tveir heildsalar ráða markaðn- um, Fóðurblandan og Mjólkurfé- lag Reykjavíkur. Kjúklingafóðrið vegur • afar þungt í framleiðsl- unni. Kjúklingaát landsmenna nem- ur nú um 1.500 tonnum á ári, svínið vegur enn þyngra í mat- seldinni, salan er um 2.500 tonn, en lambið um 7.000 tonn. -JBP Michael Rimmer, Bretinn sem sýknabur var í Hœstarétti. Tímomynd: CVA Rannsóknarlögreglustjóri segir brýnt ab fá fullkomna rannsóknarabstöbu til DNA-grein- ingar hérlendis: Myndi spara mjög ________________________mikinn tíma viö Formabur Sérfrœbingafélags íslands um kröfur heilsugœslulœkna: **Ck fl fl C ^ k Tl Q £1 \z 9k tTI Í\\'A Vænlegra að draga úr afskiptum ríkisins Formabur Sérfræbingafélags íslands segir ab uppsagnir heilsugæslulækna komi sér mjög á óvart. Hann er ekki sammála þeirri kröfu heilsu- gæslulækna ab fjölga eigi stöbum lækna á heilsugæslu- stöbvum en telur þab réttlæt- ismál ab heimilislæknar geti opnab eigin stofur án tak- markana af hálfu ríkisvalds- ins. Siguröur Björnsson segist ósammála þeirri staðhæfingu heimilislækna að skipulagsleysi ríki í heilbrigðiskerfinu. Hann segist líta svo á að íslenska heil- brigðiskerfið sé eitt hið besta í heiminum hvað varði almenn- ing. Það beri því ekki ab líta til nágrannalandanna eins og heilsugæslulæknar geri, þar sem kerfið þar sé lakara en það sem við búum við. Sigurður segist skilja mál- flutning heilsugæslulækna svo að þeir vilji auka afskipti ríkis-1 valdsins af þeirra starfsvett- vangi. Hann telur hins vegar vænlegra ab fara gagnstæba leið. „Heilsugæslulæknar vilja harbara skipulag, fleiri heilsu- gæslustöðvar og meiri stýringu ríkisvaldsins á því hvert fólkið fer. Afstaða okkar sérfræðinga er frekar sú að ríkið eigi ab draga sig út úr þessari stýringu. Við þurfum að hafa gott al- mannatryggingakerfi þannig að allir eigi jafnan rétt á góbri læknisþjónustu. Það er hins vegar spurning hvort ríkið eigi að vasast í því hvert fólkið fer." Sigurður segist telja það eðli- legt ab fólk leiti fyrst til heimil- islækna, þ.e. ef það þekkir hann og treystir honum. Hins vegar eigi almannatrygginga- kerfið ekki að mismuna þeim sem frekar vilja leita annab. Heilsugæslulæknar hafa óskab eftir svörum frá stjórn- völdum um hvaba skipulag þau vilja hafa á heilbrigbis- þjónustunni. Þeir segja ab sé það ekki vilji stjórnvalda að efla fyrsta stig heilbrigbisþjón- ustunnar, þ.e. heilsugæsluna, þá sé eblilegt að heimilislækn- um verði gert kleift að keppa um sjúklinga vib sérfræðinga á jafnréttisgrundvelli. Til að svo verði þurfi heimilislæknum að vera heimilt að opna eigin stof- ur og stunda sjálfstæðan rekst- ur. Sigurður Björnsson tekur undir þetta sjónarmið og segist telja það mikið réttlætismál. Hins vegar sé hann ekki sann- færður um að ríkið eigi að byggja fleiri heilsugæslustöbv- ar í Reykjavík fyrir þessa þjón- ustu. „Ég hef alltaf verib hlynntur því að heimilislæknar, sem eru sérfræðingar á sínu sviði, geti opnað sjálfstæðan atvinnu- rekstur eins og aðrir sérfræð- ingar. Málið er hins vegar að Félag íslenskra heimilislækna hefur verið andvígt þeirri þró- un. Mér heyrist hins vegar á þeim núna að þeir séu jafnvel tilbúnir til að breyta þessu." -GBK „Þab er framtíbarmál ab fá rannsóknarstofu inn í landib sem gæti séb um DNA-grein- ingar. Slíkt myndi stórflýta rannsóknum og þab verba lögregla og ákæruvald ab hafa í huga. Vib hinu.er ekk- ert ab gera sem stendur, ab þab tekur langan tíma ab fá niburstöbur úr sýnum sem nú eru send erlendis/' sagbi Hörbur Jóhannesson, lög- reglustjóri hjá RLR, í samtali vib Tímann í gær. Hörður ber fullt traust til innlendra abila og segir ótíma- bært að segja til um hvers sök- in sé hvað varbar DNA-sýnið í nauðgunarmáli frá október. 26 ára gamall Breti hefur setið í haldi síðan þá, grunaður um nauðgun um borb í skipi, en hann var sýknaður af ákærum í Hæstarétti í fyrradag og hyggst jafnvel fara í skaða- bótamál. DNA-rannsókn sem gerð var hérlendis vísaði til sektar mannsins en reyndist á skjön við rannsókn sem fram- kvæmd var á sama sýni í Nor- egi og veikti það mjög sókn ákæruvaldsins. Fram til þessa hefur niður- staða úr DNA-greiningu verið talin meðal fullkomnustu sönnunargagna og Hörður Jó- hannesson segir enga ástæðu til að vefengja það, þrátt fyrir að þetta mál hafi komið upp nú. Það sé hins vegar dómar- ans að skera endanlega úr um sekt eða sýknu og DNA-rann- sókn ein og sér komi aldrei í staðinn fyrir hefðbundna lög- regluvinnu. DNA-rannsóknin íslenska var sú fyrsta sem stuðst er við í opinberu máli hérlendis en FBI-lögreglan er nú með sýnið til skoðunar. -BÞ Samkeppnistofnun: Verbmerkingum ábótavant í 57% búba vib Laugaveg og Kringlu: Ástandiö í verðmerkingum nú algerlega óviðunandi Könnun á verbmerkingum í sýningargluggum verslana vib Laugaveg og í Kringlu í desem- ber s.I. leiddi í Ijós ab í 57% þeirra var verbmerkingum ábótavant, á þessum abalversl- unartíma ársins. „Þessi útkoma er verri en úr könnuninni frá því í apríl 1995 og má segja ab ástandib sé nú algjörlega óvib- unandi", segir í Samkeppni, fréttabréfi Samkeppnisstofn- unar. Stofnunin segir ekki vitab til að kannanir á afstöðu neytenda til verðmerkinga hafi farið fram hérlendis. En víða erlendis þar sem frjáls verðlagning hefur tíðk- ast mun lengur en hér séu neyt- endur meðvitaðir um mikilvægi góðra verðmerkinga. í einni slíkri könnun hafi t.d. 92% sagt þaö mjög mikilvægt að vörur í sýn- ingargluggum væru verðmerktar. Og 64% aðspurðra sögðust oft/stundum hætta við ab fara inn í búbir þar sem verðmerking- ar vantaöi í gluggum. „Ef marka má þessa niðurstöbu má e.t.v. segja að kaupmenn tapi á því að verðmerkja ekki", segir Sam- keppnisstofnun. A útsölum þeim sem nú standa yfir reyndist ástandið þó mun betra. Könnunin náði til 113 verslana á höfuðborgarsvæbinu og kom í ljós ab verbmerkingar voru í lagi í 105 búbum (93%) og einungis þurfti ab gera athuga- semd vib verbmerkingar í 8 versl- unum, oftast vegna þess ab vör- urnar voru einungis merktar meb útsöluverbinu en ekki verbi ábur. Ibja á Akureyri: Hækkunum mótmælt Stjórn Ibju, félags verk- smibjufólks á Akureyri mót- mælir því harblega ab ríkis- stjórnin skuli „enn einu sinni" rábast á þá sem hafa lægstu tekjurnar. I samþykkt stjórnarinnar er mótmælt bobabri hækkun heil- brigbisrábherra á komugjaldi til sérfræbinga og heimilslækna, skerbingu á bifreibarstyrk til ör- yrkja og hækkun lyf jakostnaðar meir en gert hefur verib á síð- ustu misserum. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.