Tíminn - 03.02.1996, Page 4

Tíminn - 03.02.1996, Page 4
4 Laugardagur 3. febrúar 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb ílausasölu 150 kr. m/vsk. Reykingar eru sjúklegt ástand Þab er hrópandi mótsögn í vestrænum, sibubum samfélögum. Annars vegar er talib sjálfsagt, eblilegt og skylt ab grípa inní daglegt líf þegnanna meb valdbobi, ef hætta er talin á ab menn séu ab fara sér ab voba. í öbrum tilfellum hins vegar er það látið vibgangast sem löglegt mál að stórir hópar ástundi slíka hegðun að vitab mál sé ab þeir fari sér nánast vísvitandi að voða, með óheyrilegum kostnaði fyrir þjóðfélagib í heild. Þannig eru fyrir hendi hvers kyns reglur um vinnuaöstæöur og heilsuspillandi húsnæði, sem framfylgt er af Vinnueftirliti og fleiri stofnunum. Heilbrigðiseftirlit bannar að tiltekin aukaefni megi vera í mat vegna þess að hugsanlega geti þau valdið krabbameini, ef einhver innbyrðir þau og ekkert annað í tuttugu ár. Lögreglan telur fulla ástæðu til að ganga hart eft- ir því að fólk noti öryggisbelti við akstur, og svo mætti lengi telja. Allt eru þetta sjálfsagðir hlutir og réttmætir, enda er þaö ekki einkamál hvers og eins hvort hann spillir heilsu sinni eða stofnar henni í óþarfa hættu. Kostnaöur vegna spítalavistar fórnarlambs umferðarslyss lendir ekki eingöngu á viökomandi fórnarlambi, heldur þjóðfélaginu í heild. Einn stærsti einstaki áhættuþáttur og óvinur helbrigðis á ís- landi — eins og víðar í heiminum — eru reykingar. Reykingar eru þó ekki bannaðar og sala vindlinga og annars tóbaks er meira að segja dágóö tekjulind fyrir ríkissjóð. Þær tekjur duga þó skammt upp í þann herkostnaö, sem hlýst af reykingum fyrir heilbrigðiskerfi þjóöarinnar. Allt eru þetta í raun gömul sannindi, sem þó viröast ekki vera almennt meðtekin, eins og aukning reykinga meðal ung- linga ber ótvírætt með sér. í vikunni skilaði nefnd um reykingavarnir, sem heilbrigbis- rábherra skipaði í haust, athyglisverðri skýrslu þar sem lagðar eru til ýmsar leiðir í baráttunni gegn reykingum. Tillögur þess- ar miðast við þrjú atriði, sem þó eru nátengd: í fyrsta lagi að bæta heilsu landsmanna almennt; í öbru lagi að draga úr kostnaði við heilbrigðiskerfið; og í þribja og síðasta lagi að ráðst gegn fíkn reykingafólksins sjálfs og bæta um leið fjár- hagsstöðu þess. Augljóslega vinna þessi markmið saman og í raun má segja að þetta séu einungis þrjár hliðar á sama markmiði. Abalatrið- ið er að tekist sé á við málið af festu, og vissulega felur þessi skýrslæ og tillögurnar, sem hugmyndir eru um að hrinda í framkvæmd á grundvelli hennar, gefa fyrirheit um að reyk- ingavarnir fái aukið vægi í heilbrigðiskerfinu. Eitt af því, sem til mestra nýmæla telst í þessum tillögum, er ab boðið verði upp á nikótínfíklameðferð á Heilsuhælinu í Hveragerði. Þetta er djörf hugmynd, sem fær mjög misjafnar viðtökur svo ekki sé meira sagt. Fjöldi manns, ekki síst reyk- ingamenn, telja svona nokkuð út í hött, og tala þá um óþarfa bruðl út af smámunum. Sannleikurinn er hins vegar sá, aö hér er hvorki um bruðl né smámuni ab ræða. Fyrir það fyrsta er gert ráð fyrir aö reykingamenn sjálfir eba sjúkrasjóðir verka- lýösfélaga þeirra standi straum af kostnaði viö námskeiöin. Og reykingamálin eru hreint engir smámunir, eins og rakið var hér að ofan. Þab sem hins vegar hugmyndin um sérstaka stofnanameðferö fyrir reykingamenn gerir, er að hún dregur fram að reykingar eru í raun sjúklegt ástand. Það er þetta sjúk- lega ástand sem reykingamenn og fleiri hafa svo lengi neitað að horfast í augu vib. Séu þeir hins vegar lagðir inn vegna reykinga sinna, rétt eins og menn eru lagðir inn vegna drykkjusýki eöa botnlangabólgu, þá öðlast menn nýja sýn á vandann. Það er fagnaðarefni ef reykingavandinn verður tekinn fast- ari tökum en veriö hefur, ekki síst ef menn ætla aö reyna fyrir sér með nýjum aðferðum. Ekki veitir af. Oddur Ólafsson: Siðrænn vandi og því óleysandi Nokkurra vikna hysteríiskast sem gengið hefur yfir þjóbina er að fjara út. Hvab kom útbólginni um- ræðu um eiturefnaneyslu unglinga af stab man eng- inn lengur og það sem eftir stendur er helst þab að alsæla og e- pilla er eitt og hib sama og hugtakið jafnaldrafræðsla hefur unniö sér sess í málinu, að minnsta kosti um skeið. Sýruhausar hippatímans eru gleymdir og fólk sem glataði æsku sinni í hassvímu hefur enga hugmynd um hvers vegna börnin þeirra bryðja amfetamín og sprauta sig meb því og og gleypa alls kyns ólyfj- an til að komast í vímu og slíta öll tengsl vib leiðindi og siðgæði samfélagsins. Öll umræðan um ung- linga- og vímuvandamál- in hefur verið ótrúlega eintóna og tyggur hver upp úr öðrum sömu staö- hæfingarnar og stungið er upp á sömu lausnunum. Allt í strand Yfirvöldin eiga að gera eitthvað í málinu. Það á að veita fé í fræðslu og endurhæfingu og öllu er kennt um landlæga og sí- aukna fíkniefnaneyslu nema því umhverfi sem börn og unglingar alast upp í. Leitað er sökudólga en fæstir gera minnstu tilraun til að kynna sér þann lífsstíl sem unga fólkið tileinkar sér. Af sjálfu leiöir að vandamálin eru hulin og eiturlyfjasalar eiga greiðan aðgang að þeim markabi sem aðrir hafa skapað fyrir þá. Þegar umfjöllunin um fíkniefnaneyslu ungmenna var að komast í harðastrand vegna þess að hver tuggði upp eftir öðrum sömu klisjurnar, sem varla voru annab en útvötnuð fáfræði um efni, tók Stefán Jón að sér að leiða þjóðina í allan sannleika um mál- in. í þættinum Almannarómi á Stöð 2. voru tugir ungmenna kölluð saman og átti nú að komast ab kjarna málsins. Þab er skammt frá að segja ab ungmennin, sem sum eru komin undir fertugt, ^— höföu ekki annað til mála að leggja en sömu orðaleppana sem búið var að hafa fyrir þeim í umræbunni. Þó var þar undantekning. Ung ■ stúlka sem kvaðst hafa verið djúpt I sokkin í fíkniefnaneyslu upplýsti aö bókin Dýragarösbörn hafi verið m*"»*BB* sér opinberun þegar hún um þýsku |» »|C eiturfíklana, sem þar er fjallað um. -Þetta var eins og uppskrift að tæ- landi lífsmáta- sagbi stúlkan. Vel meinandi fólk, ungt og fullorðið, telur ab lesning eins og Dýragarðsbömin, heyri til fyrirbygg- andi aögerðum, eins og þab er kallað. í þessu tilviki og hver veit hve mörgum örðum virkar boðskapur- inn öfugt á óþroskaðar sálir gelgjuskeiðsins. Stúlkan sem frá þessu skýrði fór út fyrir viður- kenndan ramma umræðunar og því var þaggað nið- ur í henni til að klisjubullararnir kæmust ab. Kynslóðir eiturfíkla Mebal ungmenna er það töff að neyta eiturlyfja. Miðaldara blómabörn og fyrrverandi hippar og kyn- slóðir sem ólu sjálfar sig upp í sefjandi dýrkun á gaddavírsmúsík og flytjendum hennar og textahöf- undum sem lofuðu dóp og ofbeldi, geta ekki og vilja ekki skilja af hverju kynslóð barnanna þeirra þykir töff aö svæla sig og sprauta inn í hömlulausa veröld eiturfíknarinnar. í Helgarpóstinum 22. jan. s.l. er viðtal við tvíbura sem voru á kafi í eiturlyfjum í nokkur ár. Þeir eru hreinskilnir og skýra frá reynslu sinni og ömurlegri ævi. Þeir Arnar Már og Borgar Þór Þórissynir útskýra hvers vegna það er töff ab neyta fíkniefna: „Þegar við byrjuðum ab fikta við eiturlyf fyrir nokkrum árum var nýbúib ab sýna kvikmyndina Doors um samnefnda hljómsveit. Þá þótti mörgum flott að reykja hass og komast í þennan grasfíling sem var vib lýbi hár á árum áður. Þab má segja ab myndin hafi ýtt undir eiturlyfjaneyslu unglinga. í dag lofsamar rapphljómsveitin Cypress Hill hass- neyslu. Þessa tónlistamenn taka unglingarnir sér til fynrmyndar og er ekki nema von að neyslan sé orö- in meiri hjá yngri aldurshópum." Vitrænt innlegg Foreldravandinn er fyrirsögn á grein sem Magnús Árni Magnússon skrifaði og birtist í Alþýbu- blaðinu 1. febr. Hann minnist á alþekkta kröfugerð á hendur öllum þeim opinberu þar sem heimtuð eru fjárframlög og óskilgreindar forvarnir. Magnús Árni er einn hinna örfáu sem reyna að gera grein fyrir orsökum vandans. Uppeldishlut- verki heimilana er lokib og ábyrgbinni varpab á stofnanir. Síðan kemst hann nær kjarna málsins en allir lýð- skrumararnir og mannkynsfrelsararnir sem lagt hafa í orðabelginn samanlagðir: „Skólarnir eru ekki í stakk búnir til að taka á sig siðferðilegt uppeldi barna, vegna þess að hlutverk þeirra er fyrst og fremst menntunarlegs eðlis og þannig á það að vera. Sið- ferðilegar fyrirmyndir barnanna verba því rapp- og rokkstörnur sem marg- ar hverjar eru djúpt sokkn- ar í eiturlyfjaneyslu og djöfladýrkun og skjóta af sér hausana í sundurtætt- um hótelherbergjum. Svo þegar börnin fylgja for- dæmi fyrirmyndanna er kallað á hefnd og ábyrgð dauðra ríkisstofnana." Hömluleysi Það er sárt að hlusta á forráðamenn unglinga sem orbið hafa eiturfíkninni að bráð lýsa því að þeir hafi ekkert vitað um ofneysluna í lengri eða skemmri tíma þótt ungmennin hafi dvalið á heimilunum löngu eftir að allt var komið í óefni fyrir þeim. Maður hlýtur að spyrja hvers konar samband er á milli uppalenda og barnanna þegar foreldrarnir sjá ekki ab unglingarnir eru orbnir forfallnir drykkju- sjúklingar eða eiturfíklar nema hvorutveggja sé eins og algengt er. Þegar margauglýstur lífsstíll fyrirmynda ungra manna og kvenna eru eiturefnanautn og hömlulaus hegðan með dúndrandi undirleik rokks og rapps og hvað þetta nú allt heitir sem undirsátar Heimis —•—— Steinssonar og menntamálaráð- herra eru ólatir að mata ungdóminn á, væri kraftaverk ef markaðurinn fyrir fíkniefni dalaði. En gömlu hipparnir passa að aldr- ei sé stungið á eiturkýlinu né kafað í undirheima dægurlagafársins, sem er uppspretta mikils auðs og mikill- ar niðurlægingar. Utangarðsbörn Sagt er að þeir sem stunda íþróttir noti síöur fíkni- efni en þeir sem ekki æfa í sölum og á völlum. Nóg brúka þeir nú samt eins og dæmin sýna og virðast glansnúmerin ekkert setja ofan þótt upp um þau komist. En hvað skyldu margir hrekjast úr íþróttafélögum og virkri þáttöku þar vegna þess að þeir eru ekki efni í afreksmennina sem allir þjálfarar og íþróttaforkólf- ar eru sífellt á höttunum eftir. Hvar lenda allir þeir fjölmörgu einstaklignar sem úthýst er úr íþróttum nútímans vegna þess að þeir hafa ekki vaxtarlag eða færni til að njóta náð og komast í úrvaliö. Röksemdin um að íþróttir og heilbrigt líferni þeirra vegna fellur um sjálfa sig sé þessa gætt. En þeir sem stjórna spurningaleikjum og keppnisíþrótt- um nútímans vilja ekkert af öllum þessum utan- garðsbörnum vita. Skömm Fíkniefnavandinn verður aldrei lýstur með því ab fólk hafi staölausa stafi hvert yfir öðru og heimti op- inberar aðgerðir í ráöleysi sínu. Ef þab er óæskilegt að þeir sem landið erfa séu aö þamba landa og innbyröa önnur og síst skárri fíkni- efni er tími til kominn aö hætta að bulla og snúa sér að því af alvöru að athuga hvar rætur vandamál- anna liggja. Þá fyrst er einhver von til að hægt verði ab leysa þau. Og hafi þeir skömm fyrir sem einatt beina athygl- inni frá glæpahyskinu sem mótar lífsmáta þeirra óhörðnubu unglinga sem taka fyrirmyndir sínar al- varlega. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.