Tíminn - 03.02.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.02.1996, Blaðsíða 5
Laugardagur 3. febrúar 1996 Mál dagsins — fíkniefnavandinn í litlu þjóðfélagi eins og hér kemur alltaf upp af og til umræða sem yfirgnæfir aðra þjóðfélagsumræðu og svo helst um ein- hvern tíma þar til bylgjan hnígur aftur. Slík bylgja hefur nú risið um fíkniefnamál. Stjórnmálaflokkarnir halda fundi um mál- ið og fjölmiðlaumræða er afar mikil. Ég er síður en svo að gera lítið úr nauð- syn þess að slík umræða fari fram. Hér er mjög alvarlegt mál á ferðinni og má með sanni segja að hér sé um þá meinsemd að ræða sem hættulegust er í nútímaþjóðfé- lagi. Hins vegar verður að gjalda varhug við að draga of algildar ályktanir af umræðum sem blossa upp í fjölmiðlum í tengslum við afmörkuð mál. Raunveruleikinn er flóknari en það. Innflutningur — einangrun Fyrr á öldinni mátti greina þá von í kvæðum skáldanna að einangrun okkar héldi ýmsum ódyggðum frá íslands strönd- um. Þessa skoðun mátti greina langt fram á þessa öld. í þjóðhátíðarljóðum mátti lesa setningu á borð við þá að við værum „langt frá heimsins vígaslóð" og „frjáls við ysta haf" svo tilvitnanir séu notaöar. Einangrun okkar er löngu liðin tíð, og samskiptin við umheiminn eru margvísleg og leiðir til innflutnings greiðar. Jafnframt því fjölgar leiðum til ólöglegs innflutnings vara á borð við fíkniefni, enda hafa þær verib notaðar í verulegum mæli á undanförnum árum. Allir sem þekkja fíkniefnamálin best eru sammála um að það sé óraunhæft mark- mið að ísland verði fíkniefnalaust land. Hægt sé að stemma stigu við útbreiðslunni með efldu eftirliti, en þrátt fyrir landfræði- lega legu íslands sem eylands í miöju Atl- antshafi séu samgöngur með þeim hætti að ekki sé hægt að girða fyrir innflutning efna sem þar ab auki eru ekki mikil fyrirferbar, ekki síst þau hættulegustu. Tilvist fíkniefna hér er því staðreynd og þess vegna þarf að heyja baráttuna á öllum vígstöbvum, ekki aðeins á þeim stöðum sem umferö kemur inn í landið erlendis frá. Öllum ber saman um þab ab leitarhund- ar hafi mikla þýbingu þegar tollurinn leitar ab fíkniefnum. Þá starfsemi þarf ab efla, þótt vissulega geti hundarnir haft sín tak- mörk. Fræðslustarfsemi Það er alveg ljóst að fræðslustarfsemi um skaðsemi fíkniefna er ekki næg. Vandamál- ib er hvernig sú fræðsla nær til þeirra sem á henni þurfa að halda. Það skiptir máli ef unglingar og börn eru á _____________ viðkvæmum aldri að þeir aðilar sem með fræbslu fara í þessum efnum nálgist þau á réttan hátt. Þab verður mjög fróblegt að fylgjast meb hvaða ár- angur framtak fram- haldsskólanema um jafningjafræðslu hefur í för með sér. Þetta fram- tak er afar áhugavert og er sjálfsprottið framtak í skólunum. Þab er vissulega vel. Það er hvorki rétt né sanngjarnt að bendla alla framhaldsskólanema við fíkniefna- neyslu, og alltaf er hætta á því þegar um- ræðan rís sem hæst að ýmsir þjóðfélags- hópar séu hafðir fyrir rangri sök og alhæft um hlutina. Jafningjafræðslan er áhugaverð hug- mynd og jákvætt framtak sem sýnir ab ungu fólki er ekki sama um framvinduna í þessu alvarlega máli. Hins vegar verður að huga að því á fleiri sviðum hvaða aðgerðir eru árangursríkastar í fræðslumálum. sem neysla á sér stab og neytendur eru saman komnir. Ekki hefur fundist stór- vægilegt magn í þessum áhlaupum, en þau hafa það gildi ef þróunin verður þessi að þeir sem hópast saman til neyslu fíkniefna geta ekki verið öruggir um að fá að stunda iðju sína í fribi. Þetta getur haft fyrirbyggj- andi áhrif, þótt þessi vegur sé ávallt vand- rataður og gráa svæðið um friðhelgi einka- lífsins sé skammt undan. Góð stjórn og skýrar vinnureglur þurfa að vera um slíka starfsemi. Ab öðru leyti þurfa samskiptaleiðir milli ________________ allra abila sem vinna að þessum málum á sviði löggæslu að vera skýrar. Menn °9 málefni Löggæslan Þess sjást merki nú að aðferðir lögreglu til þess að stemma stigu við fíkniefna- neyslu og ná til hópa sem stunda dreifingu hafa tekið breytingum. Allir hafa heyrt fréttir af skyndiáhlaupum lögreglu og fíkniefnalögreglu í Reykjavík á staði þar Dómar og refslvist Af og til heyrast þær raddir að refsingar við fíkniefnabrotum séu ekki nægilega harðar, og hertar refsingar geti haft fyrirbyggjandi áhrif. Ég hef nýlega setib fund þar sem fjöl- margir aðilar sem vinna að fíkniefnamál- um á ýmsum stigum létu í ljós álit sitt á þessu atriði og voru sammála um að lausn- arinnar væri ekki að leita í hertum refsing- um. Miklu fremur væri fræðslustarf og auk- in virkni lögreglu á vettvangi árangursrík- ari aðferbir. Tölur sýna einnig að nú líöur miklu skemmri tími en ábur þar til dómar eru kveönir upp í fíkniefnamálum og er það vel og getur haft áhrif. Abgerðir opinberra abila Nú hefur verið skipuð samstarfsnefnd dómsmála-, félagsmála-, heilbrigðis- og menntamálaráðuneytis sem á að samræma aðgerðir í fíkniefnamáium, og tengja sam- an þau ráðuneyti sem þessi mál falla undir á einhvern hátt. Dómsmálaráðuneytið fer með löggæsluna, heilbrigbisráðuneytið með þau mál sem snerta heilsufar og þær afleiðingar sem neyslan hefur. Undir fé- lagsmálaráðuneytið heyra ýmsar félagsleg- ar afleiðingar og einstök meðferðarúrræði og undir menntamálaráðuneytið fræðslu- mál. Sú spurning vaknar hvers vegna fjár- málaráðuneytið sem fer með fjárhagsmál og þar að auki tollgæsluna á ekki einnig hlut ab þessu samstarfi, sem getur ef vel til tekst verið afar þýðingarmikið og gert bar- áttuna gegn þessum vágesti markvissari en ella. Fólkib sjálft Hins vegar fer mikilvægasti þáttur barátt- unnar fram hjá fólkinu sjálfu. Það þarf ab huga að því hvort þjóðfélagsástandið býb- ur upp á aukningu á neyslu hvers konar meðala sem hjálpa fólki til þess að komast í falska vellíðan. Gott samband foreldra og barna og eðlilegt aðhald er áreiðanlega' mikilvægt. Frelsi til athafna er ungum og gömlum nauðsynlegt en frelsið er afstætt hugtak. Eðlilegar umgengnisreglur og að- hald á heimilum og talsamband milli for- eldra og barna og ekki síður unglinga er mikil undirstaða þess að hinir síðarnefndu leggi ekki á flótta frá heimilum sínum og flýi á náðir götunnar. Að öllum þessum þáttum þarf að huga. Langur og óregluleg- ur vinnutími og harðnandi samkeppni og lífsbarátta á öllum sviðum hefur áreiban- lega sín áhrif á þá sem eru veikir fyrir. Skyndilausnir Sú mikla umræða sem er um þessi mál nú er góbra gjalda verð. Hins vegar má hún ekki leiöa til þess að flanað verði að van- hugsuðum skyndilausnum. Heildarsýn er nauðsynleg í þessum efnum, og allir þurfa að leggjast á eitt um úrbætur. Samstarf ráðuneyta að þessum málum vekur vonir um að þau sjónarmið eigi að hafa í heiðri að þessu sinni. Jón Kristjánsson: Tannverndardagurinn var ígœr og Karíus og Baktus voru meö sýnikennslu í Kringlunni og áttu í höggi viö Stellu Margréti tannírœöing. Tímamynd: BC

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.