Tíminn - 03.02.1996, Qupperneq 7

Tíminn - 03.02.1996, Qupperneq 7
Laugardagur 3. febrúar 1996 WWtftm 7 Samningur 7 6 aöila um Ráögjafarstofu um fjármál heimilanna undirritaöur i gœr: Aöstoö viö einstaklinga sem komnir eru í þrot Rábgjafarstofa um fjármál heim- ilanna, tilraunaverkefni, tekur til starfa föstudaginn 23. febrúar næstkomandi ab Lækjargötu 4 í Reykjavík. Breib samsta&a náb- ist um stofnun skrifstofunnar, en félagsmálaráöuneytib hefur haft veg og vanda af stofnun hennar. Meginvibfangsefni hennar er aöstoö vib fólk í veru- legum greibsluerfiöleikum, fólk sem nánast er komiö í þrot og þarfnast aöstoöar til aö fá yfir- sýn yfir fjármál sín. „Eg held að stofan eigi eftir að veita mörgum aðstoð og úrlausn vandamála sinna. Markmiöið er að foröa fólki frá þeirri hræöilegu reynslu sem þaö er að ganga í gegnum gjaldþrot," sagöi Páll Pét- ursson, félagsmálaráðherra í gær, þegar 16 aöilar sem að ráðgjafar- stofunni standa, undirrituðu sam- komulag um starfrækslu stofunn- ar. Páll greindi frá því að ríkis- stjórnin kæmi senn fram með tvö eða þrjú frumvörp til laga sem öll koma að greiðsluvanda einstak- linga í þjóðfélaginu en þau fjalla um greiðslur barnsmeölaga til Inn- heimtustofnunar sveitarfélaga og greiðsluerfiðleika sem snúa aö húsnæðislánakerfinu. Undirbúningshópur undir stjórn Inga Vals Jóhannssonar deildarstjóra í félagsmálaráðuneyt- inu hóf að starfa síðastliðið haust að stofnun ráðgjafarstofunnar. Ingi Valur sagði í gær aö innan hópsins hefði ríkt góður andi og afar gott samstarf. Bankar, Húsnæðisstofnun, Reykjavíkurborg, Þjóðkirkjan, Neytendasamtökin og fleiri hafa innt af hendi rábgjöf á tilteknum sviðum við viðskiptavini sína. Ráðgjafarstofunni er ekki ætlað að leysa slíka þjónustu af hólmi. Stof- an á að vera eins konar samnefn- ari og veita alhliba ráðgjöf. Þar verða m.a. veitt ráð til að létta greiðslubyrði og koma í veg fyrir frekari skuldasöfnun, til dæmis með sölu eigna, markvissum sparnaði og breyttu neyslu- mynstri. „Erfibleikar í fjármálum geta átt rætur í margs konar vandamálum og aöstæðum sem fólk býr vib. Vandamálin geta verið flókin, samtvinnub ólíkum þáttum og leitt af sér félagslega eymd og sál- arháska. Algengt er ab fólk þekki ekki þau úrræbi sem til eru eða komi of seint. Mikiö af því fólki sem lendir í greiðsluerfiðleikum á í miklum erfiðleikum með að öðl- ast yfirsýn yfir stöðu mála og margir treysta sér ekki til þess að leita lausna. Fólk í fjárhagsörðug- » leikum kvartar einnig oft yfir því aö koma víða að lokuðum dyrum þegar 'leitaö er eftir hjálp eða því er vísað á næsta aðila. Gangan eft- ir aðstoö við ab leysa málin er oft löng. Vandamálin eiga sér fortíð og framtíö sem þarf að skipu- leggja. Því er gagnlegt að koma á samstarfi margra aðila til ab reyna að leysa erfiöustu vandamálin," segir í fréttatilkynningu um opn- un ráðgjafarstofunnar. Jafnframt undirritun samnings um rábgjafarstofuna var í gær undirritaður samningur félags- málaráöuneytis, viðskiptabank- anna þriggja, sparisjóðanna og Húsnæðisstofnunar, sem fjallar um aögeröir til að leysa greibslu- vanda fólks sem á í erfiðleikum með að standa í skilum meb lán til íbúðarkaupa. Það samkomulag innifelur samræmdar aðgeröir sem geta falið í sér skuldbreytingu van- skila og/eöa frestun greiðslna. Aðilar að Ráðgjafarstofu um fjár- mál heimilanna eru: Félagsmála- ráðuneytið, Húsnæðisstofnun rík- isins, Landsbanki íslands, Reykja- víkurborg, Búnaöarbanki ísiands, íslandsbanki, Samband ísl. spari- sjóða, Þjóökirkjan, Stofnlánadeild landbúnaðarins, Samband ísl. sveitarfélaga, Landssamband líf- eyrissjóða, Samband almennra líf- eyrissjóba, BSRB, Alþýðusamband íslands, Neytendasamtökin og Bændasamtök íslands. -]BP Ofsögum sagt af meintri stefnubreytingu Alþýöubandalagsins í sjáv- arútvegsmálum. Steingrímur J. Sigfússon: Ekkert samþykki fyrir veiðileyfagjaldi í AB „Það hefur ekkert komið í þingflokkinn og við erum ekkert farnir að ræða þetta þar á neinum þeim nótum að um einhverja tillögu, stefnu- mótun eða ákvörðunartöku væri að ræða. Enda Iiggur það fyrir að Alþýðubandalagið hefur aldrei skrifaö uppá neitt sem heitir veiöileyfa- gjald," segir Steingrímur J. Sigfússon þingmaöur Alþýðu- bandalagsins og formaður sjávarútvegsnefndar aðspurð- ur hvort flokkurinn sé að ræða um veiðileyfagjald eða eitthvað í þá veru í sjávarút- vegi. Hann segir frétt þess efnis sem birtist í Mogga fyrir skömmu, hefbi gefiö meira til kynna en efni standa til hvað þetta varðar. Steingrímur segir að á síðasta landsfundi Alþýðubandalagsins hefði verið samþykkt, einu sinni sem oftar, að fara í ein- hverja vinnu í sjávarútvegsmál- um. í framhaldi af því hefði verið skipaður þriggja manna hópur til að undirbúa það eitt- hvað frekar á vegum fram- kvæmdastjórnar flokksins. í þessum hópi munu vera þau Svavar Gestsson, Jóhann Ár- sælsson og Margrét Erímanns- dóttir. Húsafribunarnefnd gerir úttekt á Mibbœjarskólanum: Friöað aö ytra byröi Húsafriðunarnefnd hefur, að eigin frumkvæbi, ákveðið að gera úttekt á Mibbæjarskólan- um, Fríkirkjuvegi 1 í Reykjavík. Úttektin verbur gerð með tilliti til þess hvab er varðveisluvert af innvibum hússins. Hús Miðbæjarskólans var frið- að að beiðni borgarstjórnar árið 1978. Þab er, það sem kallað er, B-friðaö sem þýðir að það er frið- að að ytra byrði. Allar breytingar Cuömundur Rafn Geirdal í forsetaframbob: Hugsjón um frib á jörb Guðmundur Rafn Geirdal, nuddari í Reykjavík, hefur ákveðib að bjóða sig fram til forseta íslands. Hann segir meginástæðu frambobsins þá að koma á framfæri hugsjón sinni um frið á jörð og að mannnkynið lifi í friði og sátt um ókomin ár. -BÞ á innri gerð þess eru hins vegar tilkynningaskyldar til Húsafrið- unarnefndar ríkisins eins og á við um öll hús sem voru byggð fyrir aldamót, að sögn Magnúsar Skúlasonar, framkvæmdastjóra nefndarinnar. Magnús segir að tilkynninga- skyldan þýði að Húsafriðunar- nefnd fái þrjár vikur til að bregð- ast við og friða húsiö eða ákveð- inn byggingarhluta þess, ef ástæða þykir til. Hart var deilt um þá tillögu verkefnisstjórnar um yfirtöku grunnskólans að Fræðslumiðstöö Reykjavíkur verði staðsett í Mið- bæjarskólanum, á fundi borgar- stjórnar í fyrrakvöld. Sjálfstæðis- menn eru mótfallnir tillögunni og kom meöal annars fram hjá Jónu Gróu Sigurðardóttur að leita þurfi samþykkis Húsafriðun- arnefndar áður en breytingar verða gerðar á húsinu. Tillagan er enn til meðferðar í borgarkerf- inu. -GBK Steingrímur J. segir að þau þrjú hafi lagt fram einhvern „pappír" þ.e. eitthvert yfirlit yf- ir stöðu mála til að undirbúa frekari vinnu í þessum efnum. Hann telur varla að þarna séu á ferðinni einhverjar tillögur heldur fyrst og fremst lið í und- irbúningi að ráðstefnu eða fundi sem haldinn veröur síöar á árinu um málefni sjávarút- vegsins. Þingmaöurinn segir hinsveg- ar að ýmsar hugmyndir hafi verið uppi innan flokksins í þessum málum og m.a. var Jó- hann Ársælsson, fyrrverandi þingmaöur AB á Vesturlandi, með hugmyndir um gjaldtöku af lönduðum afla. Meðflutn- ingsmaöur Jóhanns að þessu aflagjaldi á sínum tíma var m.a. Guðjón A. Kristjánsson, þáver- andi fyrsti varaþingmaður sjálf- stæðismanna á Vestfjörðum og forseti Farmanna- og fiski- mannasambandsins. Þar fyrir utan hafa menn innan Alþýðu- bandalagsins viðrað hugmyndir um kvótaleigu. -grh Tónleikaröb Leikfélags Reykjavíkur: Strengir, blástur og slagverk Kabaretthljómsveit Péturs verður á stóra sviði Borgarleikhússins Hérabsdómur Reykjavíkur: Vitnaleibslur í Mótvægismálinu Vitnaleiðslur hófust í gær í máli sem tveir hluthafa í Mótvægi, fyrrum útgáfufyrirtæki Tímans, höfðuðu gegn þrotabúi Mótvægis fyrir héraðsdómi Reykjavíkur. Tvímenningarnir vilja fá skulda- bréf sem þeir gáfu út fyrir hlut sín- um í fyrirtækinu niðurfelld á þeim forsendum ab þeir hafi gerst hlut- hafar á röngum forsendum, ab staða fyrirtækisins hafi ekki verið sú sem þeim hafi veriö tjáð. Mótvægi starfaði aðeins í nokkra mánuði og var fyrirtækib tekið til gjaldþrotaskipta um áramótin 1993- 94, en þeim er ekki enn lok- ib. Það er skiptastjóri Mótvægis, Brynjólfur Kjartansson, sem ver málið fyrir þrotabúið. -PS nk. þriðjudagskvöld í tónleika- röð LR. Tónlistin á tónleikunum hefur orðið til við ýmis tækifæri og verð- ur m.a á dagskránni Spíral, 3 Dans- ar, L'oops fyrir trompet og slag- verkskvintett, smásvítur og örlög sem Pétur hefur fengist við undan- farin ár. Kabaretthljómsveitin varð til þegar I.R setti upp samnefndan söngleik og kemur nú saman aftur, aukin og endurbætt: Eyjólfur B. Al- frebsson, víólu, Hilmar Jensson, gítar, Þórbur Högnason, kontra- bassa, Eiríkur Örn Pálsson, tromp- et, Óskar Guðjónsson, tenórsax- ófónn, Kjartan Valdemarsson, harmonikku, Matthías MD Hem- stock, Eggert Pálsson, Steef Van Oosterhout, Kjartan Guðnason og Pétur Grétarsson á slagverki. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.