Tíminn - 03.02.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.02.1996, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 3. febrúar 1996 Félag um átjándu aldar frœöi: Gaman og alvara í 18. aldar ljóblist Félag um átjándu aldar fræöi heldur málþing í dag, Iaugar- daginn 3. febrúar, um Ijóölist á átjándu öld. Fimm erindi veröa flutt á málþinginu. Kári Bjarnason, handritavörö- ur í Þjóöarbókhlöðu, heldur er- indi undir nafninu Hljóð hand- rit — þögul skáld. Margrét Egg- ertsdóttir, sérfræöingur viö Stofnun Árna Magnússonar, fjallar um kveöskap Þorvalds Magnússonar undir yfirskriftinni Aukvisi í ætt, en feröugt skáld. Matthías Viöar Sæmundsson, dósent í íslenskum bókmennt- um viö Háskóla íslands, heldur erindi um gleöiskáldskap á 18. öld. Guörún Ingólfsdóttir bók- menntafræðingur ræðir um Bún- aðarbálk Eggerts Ólafssonar í er- indinu „o! aö eg lifði í soddan sælu", og aö lokum heldur Sveinn Yngvi Egilsson bók- menntafræöingur erindi um Gaman og alvöru í kvæöum Egg- erts Ólafssonar. Hvert erindi tekur um 20 mín- útur í flutningi og að þeim lokn- um veröa umræöur um efni mál- þingsins. Málþingið verður í fyr- irlestrasal á 2. hæö Þjóöarbók- hlööu og hefst kl. 14. Öllum er heimill ókeypis aögangur. ■ Endurskipaö var í karlanefnd Jafnréttisráös fyrir skömmu, én hún átti upphaflega ab starfa í tvö ár. í byrjun ársins þótti rétt aö slík nefnd héldi áfram störfum, þar sem al- menn ánægja hefbi verið meö störf hennar og áhrif á jafn- réttisumræðu. Tíminn hafbi samband vib Ingólf V. Gísla- son, ritara karlanefndar, til ab grennslast fyrir um þær áherslur sem lagöar verba á málin hjá nýju nefndinni. Ætlunin er aö taka saman upplýsingar um möguleika karla til m.a. fullrar þátttöku í fjölskyldulífi. Ingólfur sagði mögulegt að kanna slíkt með því aö taka saman laga- og samningsákvæöi, sem takmarka eða auka möguleika manna til þess svo sem meö fæðingaror- lofi, skoöa vinnutíma karla, möguleika þeirra á að taka frí vegna veikinda barna og fleira í þeim dúr. Formlegur réttur ekki alltaf virtur „Ég held aö þaö sé óhætt að segja að formlegi rétturinn hvaö varöar þessi atriöi sé sá sami. En eitt af því, sem nefndin ætlar aö gera þarna, er að fara í saumana á því hvort formlegi rétturinn sé líka fyrir hendi í reynd. Það hef- ur sýnt sig t.d. erlendis aö karl- ar, sem vilja fara í fæöingaror- lof, hafa verið undir mjög mikl- um þrýstingi frá bæöi atvinnu- rekendum og vinnufélögunum aö gera slíkt ekki. Þaö er eitt af því sem nefndin hefur hug á aö skoða. Því eins og viö þekkjum frá kvenréttindabaráttunni, þá dugir lagalegi rétturinn ekki einn og sér." í Svíþjóð og Noregi er ákveö- inn hluti fæðingarorlofs ætlaö- ur feðrum sérstaklega og hann fellur niður ef þeir nýta hann ekki. íslenska karlanefndin gerði svipaðar tillögur í sam- bandi viö endurskoðun á lögum um fæöingarorlof, þar sem lagt var til aö fæbingarorlofið yröi lengt í 12 mánuði, fjórir mán- uðir bundnir konunni, fjórir karlinum og fjórum gætu for- eldrarnir rábstafaö aö vild. Ný- skipuö karlanefnd ætlar aö halda þessu starfi áfram, en Ing- ólfur reyndist þó lítt bjartsýnn á aö þessar hugmyndir næðu fram aö ganga, enda ætti karla- nefnd ekki fulltrúa í þeirri nefnd sem vinnur að endur- skoðun laganna. „Nefndin get- ur bara reynt aö hafa áhrif á nefndarmennina og á skoöana- myndun í þjóöfélaginu og hún kemur hiklaust til með aö gera þaö." Hann sagðist ákaflega svartsýnn á aö tekiö yröi upp 12 mánaöa fæðingarorlof. Ástæöan fyrir því aö menn heföu sett markið svo hátt í tillögunum væri hins vegar sú, aö nefndin vildi ná breiðri samstööu um þaö hvert ætti aö stefna, hvern- ig menn vildu haga þessum málum ef til væri nóg af pen- ingum. „Síðan kæmu þeir sér saman um hver væri fyrsti áfangi, annar áfangi o.s.frv. Ef menn hins vegar byrja að gefa sér aö íslendingar séu svo fátæk- ir og smáir aö þeir hafi ekki efni á einu eöa neinu, þá held ég aö við komum þessu aldrei neitt áfram. Þaö væri náttúrlega strax í áttina þó aö þetta lengdist ekki nema um einn eöa tvo mánuöi og feður fengju þennan eina mánuö." „Hitt held ég að myndi aidrei koma til greina aö skeröa þessa sex mánuöi á einhvern þann hátt að körlum væri afmarkaður einhver ákveðinn hluti af þeim, þetta er svo andskoti stutt." Ingólfur segir rannsóknir frá Nóröurlöndum og Evrópu sýna þaö aö karlar taka sáralítiö orlof fyrstu sex mánuðina. „Þaö er í rauninni ekki fyrr en brjóstagjöf lýkur sem þeim finnst aö þeir geti verið alveg heima og konan alveg burtu." Á íslandi hafa bæöi kynin formlega séö rétt á 6 mánaða fæðingarorlofi. „En ef þú ert á almennum vinnumarkaöi, þá greiöir Tryggingastofnun og aö mati hennar þá er réttur fööur afleiddur af rétti móöur. Þ.a.l. verbur móöirin aö byrja aö taka fyrsta mánuðinn og síðan getur hún heimilaö aö faðirinn taki þá fimm mánuöi sem eftir eru, eöa einhvern hluta af því. Ef þú ert hins vegar kvæntur konu í opinberri þjónustu, þá getur Pallíettur og píanó Pallíetturnar Anna Hinriksdóttir, Elísabet Vala Gubmundsdóttir og Kristín Erna Blöndal munu flytja vib píanóund- irleik Brynhildar Ásgeirsdóttur, klassíska dœgurtónlist frá millistríbsárunum fram á sjöunda áratuginn í dag kl. 16 í Rábhúsi Reykjavíkur. Á efnisskránni má m.a. annars finna lög eftir George og Ira Gershwin, Henry Mancini, Ir- ving Berlin og Duke Ellington. Abgangur er ókeypis. Fjölgum karlkennurum — hækkum launin! Máli sínu til stuðnings vísar Ingólfur til þess aö sams konar flótti á sér staö úr rööum kenn- ara á Noröurlöndunum. „Þar eru þó launagreiðslur þessara hópa ekkert sérlega slæmar." Hann segir þó hugsanlegt aö kennarastéttin á Norðurlönd- unum sé hlutfallslega lágt laun- uö miðað við aðrar stéttir í þeim löndum. „En ef það kemur í ljós að þetta hefur fyrst og fremst haldist í hendur viö launahrap hjá kennurum, þá alltjent höf- um við þaö í höndunum og vit- um þá aö nokkru leyti hvernig viö eigum aö fara aö því aö breyta þessu." „Þá myndum viö auðvitað benda yfirvöldum menntamála á þab aö þetta væri mikið áhyggjuefni. Þaö má t.d. leiða að því nokkur rök aö hversu lít- iö karlar eru í uppeldi og um- önnun ungra barna, og kannski fyrst og fremst ungra stráka, sé þáttur í þeirri ógæfuþróun sem viö þykjumst hafa upplifaö í sambandi við ofbeldis- og eitur- lyfjamál." LÓA Ingólfur Gíslason, stjórnmálafrœbingur á skrifstofu jafnréttisrábs. hún haldið sínum launum í fæöingarorlofi, fullum launum í þrjá mánuöi og grunnlaunum í næstu þrjá. Karlar hafa þar hins vegar engan rétt." Þegar konan hefur rétt á orlofi frá hinu opin- bera, þá hefur hún engan rétt hjá Tryggingastofnun, en af því leiðir aö karlinn fær heldur ekk- ert frá stofnuninni, þar sem rétt- ur hans er aðeins afleiddur af rétti konunnar. Karlanefnd gerði tillögu um aö karlar hefðu í þessu máli sjálfstæðan rétt, líkt og konur. „Og þá jafnframt aö tekjuskerðing í fæöingarorlofi sé ekki slík að hún sé hindrun í vegi fyrir töku fæöingarorlofs. Vegna þess að ef þetta yrði þannig aö rétturinn yrði jafnað- ur niöur á viö og allir fengju einhverja svipaöa upphæö og konur á láglaunamarkaöi, eins og er hjá Tryggingastofnun í dag, þá værum við náttúrlega engu nær. Það eru ákaflega fáar fjölskyldur sem þola þaö aö karlmenn fari niöur í 40.000 krónur í mánaðartekjur." Annað áhyggjuefni karla- nefndar er flótti karlkennara úr grunnskólanum og staða drengja í námi. „Þetta er farið að valda verulegum áhyggjum hvaö karlar eru lítiö í lífi barna fyrr en kemur í framhaldsskól- ana. í fyrsta lagi taka þeir ekki fæðingarorlof, þeir vinna miklu lengur en konur og eru þ.a.l. lít- iö heima meö börnunum sín- um. Þegar kemur á leikskólana þá er þar náttúrlega ekki nokkur einasti karlmaöur og hlutfall karlkennara í grunnskólunum er núna komið niöur í u.þ.b. 20%." Ætlunin er aö kanna hvort það sé einungis launaþróunin sem hefur hrakiö karlkennara úr grunnskólunum, —=en karla- nefndin efast um aö svo sé. Ing- ólfur segir að sú staðreynd aö konur séu orönar þetta ráðandi í grunnskólunum geti valdib því aö karlmenn flýi kvennaveldið. „Þ.e.a.s. að þetta sé álíka óþægi- legt og þegar konur hafa verið að reyna ab brjóta sér leið inn í starfsgeira þar sem karlar hafa verið allsráðandi." Karlanefnd Jafnréttisrábs endurskipuÖ og cetlar ab kanna rétt karla til fceöingarorlofs og stöbu karla í skólakerfinu: Karlmenn flýja kvennaveldið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.