Tíminn - 03.02.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.02.1996, Blaðsíða 9
Laugardagur 3. febrúar 1996 9 Wímmn Prestar ekki kall- aðir án auglýsing- ar presta- kalla Sighvatur Björgvinsson, þing- mabur Vestfiröinga, vill aö rík- iö haldi áfram aö greiöa laun presta en launin veröi greidd til safnaöa sem síöan ráöi sér prest. Hann kvaöst byggja þessa skoöun á því aö komiö hafi upp ítrekuö dæmi um aö trúnaöarbrestur hafi oröiö á milli starfandi presta og sókn- arbarna sem sé óviöunandi og veröi ekki leyst úr nema aö söfnuöirnir hafi yfir ráöningu presta aö segja. Sighvatur tók fram ab þessar hugmyndir sín- ar væru ekki konar fram vegna deilnanna í Langholtssókn heldur hafi hann frétt aö deilur presta og safnaba hafi komi víbar upp og vitnaöi til blaba- vibtals vib Gunnlaug Finnsson, kirkjuráösmann, í því sam- bandi. Sighvatur sagbi ab prest- ar eigi aö vera andlegir leiötog- ar safnaöanna sem |>eir geti ekki sinnt ef þeir standi í deil- um vib sóknarbörn 'sín. Sig- hvatur sagöi slæmt ef mál þró- ubust á þann veg aö kirkju- stjórnir gætu meb valdbobi rábib sóknarpresta til starfa sem söfnubur hefbu engan áhuga á. Nokkrar umræður urðu um frumvarp dóms- og kirkjumála- ráðherra um breytingar á lögum um veitingu prestakalla. Kristján Pálsson, þingmaður Reyknes- inga, sagði við sömu umræðu að aldrei hafi reynst vel að hafa tvo skipstjóra á sama skipi. Slíkt geti heldur ekki gerst í kirkjunni og deilur í söfnuðum að undan- förnu hafi sannað að nú ráði einn hluta kirkjunnar en annar öðrum hluta. Svo óljóst sé hver eigi að ráða tilteknum málum innan kirkjunnar að biskup verði að leita lögfræðilegs álits á til- teknum þáttum eins og komið hafi fram í yfirstandandi deiiu í Langholtssókn. Hjálmar Jónsson, þingmaöur Norðurlands vestra, kvaðst fagna framkomnu frumvarpi dóms- og kirkjumálaráðherra sem hann sagbi til bóta en þær grundvallar- breytingar á ráðningu presta sem þingmenn ræði um: að færa rábninguna til safnaða, væri stærra mál sem fjalla þyrfti mun nánar um þegar fram kæmi fmm- varp um stjórn og starfshætti kirkjunnar. Hjálmar sem einnig er prestur sagði hryggilegt að mál á borð við Langholtsdeilurnar skuli hafi komiö upp og kvaðst vona að dær deilur yrðu leiddar til lykta. Hann sagði að þjóðkirkj- an hryndi ekki þótt nokkrir deildu og að Kristur myndi leggja til í þessum deilum eins og forð- um að sættast beri vib bróbur sinn. Sturla Böðvarsson, þingmað- ur Veturlands, kvabst fagna til- komu stöðunefndar sem meta eigi hæfni presta út frá faglegum forsendum. Hann sagði starfs- mannamál ætíð viðkvæm og ráðningar presta ekki síður mikil- vægar en ráðningar til annarra starfa. Því sé mikilvægí að hafa skýrar reglur um hvernig stabið skuli að ráöningum þeirra. Sturla kvað deilur í söfnuðum ekki efni til þess að rjúka til og breyta lög- um. Víða væri deilt í samfélaginu og menn eigi að læra af þeim átökum sem nú ættu sér stað inn- an safnaða. Sturla kvaðst geta hugsað sér að prestar yrðu ráðnir til ákvebins tíma í senn — til dæmis til fimm ára þannig ab bæbi pestar og söfnuðir ættu bærilega útgönguleið hvorir frá öðrum. Þorsteinn Pálsson, dóms- og kirkjumálaráðherra, sagði að þessu frumvarpi væri aðeins ætl- að ab taka á tveimur afmörkuð- um þáttum um veitingu presta- kalla. Hann sagði að rætt hafi verið um nauðsyn þess að auka áhrif kirkjunnar sjálfrar á sín innri mál og til standi að leggja fram annað frumvarp um stjórn og starfshætti kirkjunnar sem ná muni meðal annars til starfs- skyldna presta. Hvort af því geti orðið á þessu þingi sé ekki ljóst og í tengslum við slíkt frumvarp verði naubsynlegt að ræða mál kirkjunnar mun nánar en þetta frumvarp gefi tilefni til. Engu að síður sé ekki óeðlilegt ab þing- menn vilji ræba málefni kirkj- unnar í ljósi þeirra atburða er orðið hafi að undanförnu. -ÞI í frumvarpi til laga um veitingu prestakalla, sem lagt hefur veriö fram á Alþingi, er kvebið á um ab undartekninga- laust skuli aug- lýsa prestakall laust meö fjög- urra vikna um- sóknarfresti. Hafi enginn prestur sótt um ab |>eim tíma liðnum veröur kjörmönnum heimilt ab kalla prest til starfa í prestakallinu. Óski meirihluti kjörmanna þess skriflega vib pró- fast að kalla tiltekinn prest eba gubfræbikandídat skal hann til- kynna það biskupi sem þá felur prófasti ab boba kjörmenn presta- kallsins á sameiginlegan fund inna viku tíma. Meb frumvarpinu verbur afnumin umdeildur réttur kjörmanna til þess að kalla presta til starfa án þess ab auglýsa prestaköll laus til umsóknar. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að biskup sendi prófasti hiutabeigandi prófastdæmis skýrslu um þá presta og guðfræðikandídata sem sækjast eftir prestakalli auk umsagnar um þá sem byggb skuli á niðurstöbum stöðunefndar. Stöðunefnd er skipub af kirkjumálaráðherra til þriggja ára í senn og í henni eiga sæti fulltrúi Prestafélags íslands, Guðfræðideild- ar Háskóla íslands og fullrúi biskups. Nefndinni er ætlað að meta hæfni umsækjenda um prestsembætti út frá menntun þeirra og starfsferli. Kjörmenn eru sóknarnefndar- menn, safnaðarfulltrúar og vara- menn þeirra. Berist skrifleg ósk frá minnst 25% atkvæðisbærra sóknar- bama, innan sjö daga frá því ab nið- urstöður prestkosninga hafa verið kynntar, um ab fram fari almennar prestkosningar er skylt að verða við því á sama hátt og núgildandi lög gera ráb fyrir. -ÞI Kemur sterklega til greina aö leigja hugsanlegan viöbótarkvóta á yf- irstandandi fiskveiöiári. Hjálmar Arnason: Viðbótarkvóti til jöfnunar Hjálmar Árnason þingmabur Framsóknarflokksins í Reykjanes- kjördæmi telur ab ef kvótinn verbur aukinn á yfirstandandi fiskveibiári, þá komi það sterk- lega til greina að ríkib leigi þá vib- bót til útgerba. Á þann mundi fást nokkur reynsla á þessa útfærslu, ábur en nýtt fiskveibiár gengur i garb n.k. haust. Hann segir ab framkomnar hugmyndir hans og Magnúsar Stefánssonar þing- manns flokksins í Vesturlands- kjördæmi um kvótaleigu séu ekki einu sinni komnar á „tölvustig í útreikningum," og því ekki hægt ab segja til um þab hvab kvóta- Ieiga mundi gefa ríkissjóbi miklar tekjur. Hugmyndir um hugsanlega kvótaleigu virbast ekki eingöngu vera ofarlega í hugum einstakra þingmanna innan Framsóknar- flokksins heldur einnig meðal ann- arra flokksmanna. í grein sem Leó E. Löve ritaöi í Tímann ekki alls fyrir löngu, „Góðæri og kvótaleiga", varpaði hann m.a. fram þeirri hug- mynd að auknar veibiheimildir „verði leigðar hæstbjóðendum skammtímaleigu ab undangengum útboðum — þar sem allir íslenskir bjóbendur standi jafnir." Hjálmar Ámason leggur hinsveg- ar áherslu á að ef sjávarútvegsráb- herra nýtir sér heimild í lögum til að gera breytingar á kvóta einstakra fisktegunda innan fiskveibiársins, en rábherra hefur frest til 15. apríl n.k. til að gera það upp viö sig, þá veröur að hafa í huga þá bátaflokka sem hafa fariö einna verst út úr kvótaskerðingum liðinna missera, krókabáta og ekki síst hefðbundna vertíðarbáta, en þeir síðastnefndu hafa oft á tíðum viljað gleymast í umræðunni. Hann segir að það sé ekki síður veigamikiö ab bæta þessum flokki skipa skerðingu liðanna ára í Ijósi atvinnuástandsins. Hann segir að þessi floti skapi mikiö af störfum og því sé ekki óeðlilegt ab gert sé vel viö þennan hluta flotans þegar og ef ákveðið verður að auka við kvótann á yfirstandandi fiskveiðiári. Þessu til viðbótar minnir þingmaðurinn á að ísfisktogarar séu ekkert of vel haldn- ir. Þannig að ef kvótinn verður auk- inn, þá verði tækifærið notað til jöfnunar gagnvart þeim sem verst hafa orðið úti í Iiðnum kvótaskerð- ingum. -grh Um 60% af fram- kvæmdafé til sjó- varnagarða til Suöur- og Subvesturlands Allt ab 60% þess fjármagns sem ætlað er til byggingu sjóvarnargarba á þessu ári fer til framkvæmda á Subur- og Subvesturlandi. Er þab byggt á mati nefndar um hvar mest hætta sé á tjónum af völdum flóba. Þetta kom fram í svari Halldórs Blön- dal, samgöngurábherra vib fyrirspurn frá Hjálmari Arnasyni og Gubna Ágústs- syni um varnir gegn land- broti. í máli fyrirspyrjanda, Hjálmars Árnasonar, kom fram aö land sigi um nokkra millimetra á ári og megi víða sjá þess merki þar sem gamlar bryggjur fari nú á kaf á flóði. Um síðustu jól hafi staða sjáv- ar verið mjög há og einungis góðu veðri að þakka að ekki urðu umtalsverð tjón af þeim sökum í þessum landshlutum. Hjálmar benti á að hætta hafi jafnvel steðjað að miðbæ Hafnarfjarðar hefðu veður- skilyrði verið með öðru og verra móti en reyndist verða. Halldór Blöndal sagði með- al annars í þessu sambandi að þótt kóngur vilji sigla verði byr að ráða og nú hafi fjár- munir til samgöngumála ver- ið skornir nokkuð niður. Hann kvaðst hinsvegar þiggja allt liðsinni þingmanna vib fjárlagagerb næsta árs til þess ab auka hlut samgöngumála í fjárveitingum ríkisvaldsins. -Þl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.