Tíminn - 03.02.1996, Qupperneq 10

Tíminn - 03.02.1996, Qupperneq 10
10 Hagvr&inqaþáttur Að gefnu tilefni varö eftirfarandi vísa til: Fribarhnefinn Kirkjan er afF(f)lóka full, friöarhnefmn steyttur. Prestar tala bara bull biskupinn er þreyttur. Sigfus Jónsson, Skrúð, Reykholtsdal Önnur vísa úr Borgarfirði um eiturumræðuna að und- anförnu. Höfundur er Björn Guðmundsson — sá Bjössi sem Bjössaróló í Borgarnesi er kenndur við. Eiturkvörnin Látlaust gengur kjaftakvómin, körlum fmnst hér allt í lagi. Eitra fyrir blessuð bömin bisnessmenn afýmsu tagi. Ónafngreindur höfundur sendir eftirfarandi og er til- efni vísunnar samdráttur kratanna í Þjóðvaka og Al- þýðuflokknum. ✓ Astaróöur til Jóns Baldvins Tíminn er liðinn, ekkert komst í kring. Nú kyssi ég spor þín, ég skal engu rústa. Ó, tak mig í faðm þinn, er söknuð burt ég syng og seinna lœknast fýlan líka í Gústa. Kristinn Gísli Magnússon er ómyrkur í máli um fyrir- hugaðar framkvæmdir á Vesturlandi og svo verður honum hugsab til vindsins fyrir norban. Ábyrgö Aðstoð vor er ekki röng né ábyrgð handa Speli. Tel ég þar að lygin löng lagakróka feli. Vindgangur Erfitt tindinn upp að ná, ein þó fyrirmyndin: Norðlendingar nota þá neðri hluta vindinn. Svar óskast að norðan. Að lokum alvöruþrungnir þankar Búa, sem annars er svo vel lagið að létta lundina með kveðskap sínum. 1995 Gamla árið gekk á braut, gleymist fárið horfna, gróa sár og sefast þraut, sorgartárin þorna. 1996 íbyrjun árs var blíða nóg boðin vom landi. Úti í heimi ýmsar þó ógnir valda grandi. 20. öldin Á vígaslóðum, veröld mín, vofur hljóðar lifna; nálgast óðum útfór þín öldin blóðidrifna. Botnar og vísur sendist til Tímans Brautarholti 1 105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA Láugardagur 3. febrúar 1996 Nú mega bankastjórarnir skilja bindin eftir heima og ráðherrar spóka sig áskyrtunni Alltaf þykir miklum tíðindum sæta, þegar árstíðabundnar kynningar eru á nýju tískunni. Það er einkum, eða nær ein- göngu kvenfatatískan sem þykir fréttnæm, enda tekur hún stökkbreytingum fram og til baka í tímanum, en er í raun- inni alltaf nýstárleg. Meiri ró er yfir karlmannafatatísku, sem samt breytist verulega í tímans rás og eins og í kventískunni eru 60 ára gömul snið allt í einu orðin flott eða innblásturinn er sóttur í 30 ára gamalt á spjátr- ungunum. Samt fara ávallt nýj- ar bylgjur um og karlmanna- tískan í ár er töluvert frábrugðin því sem hún var fyrir þrem ár- um eða fimm árum. Heiðar hefur nú gert lesend- um Tímans grein fyrir helstu breytingum sem verða á kven- fatnaði í ár, en hvað breytist í útliti karlmanna? Heiðar: Útlitið á okkur strák- unum er greinilega svipað og það var á síðasta ári. Jakkafötin eru ljósari en verið hefur. Karlmannlega þægilegt Allir hönnuöir eru með skila- boð um það að sá karlmaður, sem starfar á vinnustöðum þar sem bindi um hálsinn hefur verið ófrávíkjanleg regla eins og jakkafötin sem hann hefur ver- ib skyldaður til að ganga í, verði nú frjálslegri. Hann má núna vera í pólóbol eba skyrtu þar sem einni tölu er hneppt frá. Fötin mega vera úr léttara efni. Karlinn þarf ekki að vera í uppreimuöum skóm á skrifstof- unni, hann má vera í mokkasín- um í sumar. í rauninni eru skilaboðin: karlmannlega „kasjúal". Það þýðir að eftir tískunni getum viö búist vib því ab bankastjór- inn, sem við förum til að slá lán hjá eða framlengja, sé í léttum buxum úr bómull og í lituðum sokkum í stíl við skóna sína, sem eru mokkasínur. Hann er í ermalausri, fallegri skyrtu, bind- islaus og búinn að hneppa frá efstu tölunni. Og það liggur léttur jakki á stólbakinu. Ég er ansi hræddur um að margir af okkar strákum í æðstu stöbum verbi fínir í sumar. Ekki selskapsklæön- aöur í vinnunni Allir tískuhönnuðir prédika það að þessi selskapsfatnabur á sumrin og selskapskrafa á karl- menn í efri þrepum atvinnulífs- ins sé úrelt. Það eru öll blöð full af úrbót- um, sem mér líst mjög vel á. Nýju fötin eru vel sniðin, úr góðum efnum. Skyrturnar úr bómull, pólóbolirnir mjög fal- legir, litasamsetningar náttúr- lega eftir smekk, en glaðlegar án þess að vera afkáralegar. Þetta er raunverulegur karlmannafatn- aður. Hvíti flibbinn og hálstauið er alls ekki úr sögunni, en mabur þarf ekki að vera þannig klædd- ur í vinnunni. Heiðar Jónsson, snyrtir, svarar spurningum lesenda Hvernig aeg ao vera? Það ber mikið á því á tísku- sýningum og í nýjustu blöðum að karlmenn gangi í tvítóna skóm. Þab eru kannski dökk- brúnar mokkasínur, en tungan og framstykkið er rjómahvítt. Þarna er sett svolítið fínlegt skartelement inn í. Litléttir skriffinnar Karlmannatískan virðist vera að taka upp fínustu plúsana frá þriðja áratugnum. Kvikmyndir nú til dags draga mjög fram tísku og tíðaranda frá fyrri ára- tugum aldarinnar og hún kem- ur jafnvel miklu meira fram í karlmannafötum en kventísku. Maður sér til að mynda myndir af vatnsgreiddum herrum á sýn- ingarpöllum. Stíllinn er móderníserabur klæðnaður Gatsbys og þeirra fé- laga, eins og kvikmyndaáhuga- fólk man þá. Afslappaður stíll og glæsilegur. Banka- og bisnessmanninum á að líða betur en í fyrra og strákarnir í stjórnarrábinu verba litléttari og litljósari og sport- legri. Allt er leyfilegt En öll jarðlitu og svörtu fötin ganga áfram. Tískan er hætt að kollbreytast, þannig ab fötin frá því í fyrra og hitteðfyrra geta vel gengið áfram og bankastjórun- um er leyfilegt að hneppa hvítu skyrtunni upp í háls og skreyta sig með bindunum sem þeir fengu í jólagjöf. En þótt tíska breytist, er það víst að bæði karlar og konur geta vel gengið í þeim heillegu og góöu fötum frá síðasta sumri og jafnvel enn eldri. Það er helst mataræðið og breytiiegt vaxtarlag sem gerir gömlu fötin úrelt, en ekki nýir tískustraumar. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.