Tíminn - 03.02.1996, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.02.1996, Blaðsíða 12
12 WítimiW SKATTAMÁL Laugardagur 3. febrúar 1996 Frádráttur vegna kostnaöar: Okutækjastyrkur og dagpeningar Þa5 eru ýmsir li&ir sem launa- greiöandi fær greidda og greiöa verbur af sta&greiöslu skatta, sem launagreiöandi getur taliö fram kostnaö á móti og hugsanlega fengiö endurgreiöslu. Þarna er um aö ræöa greiöslu ökutækja- styrks, dagpeninga vegna feröalaga innanlands og er- lendis. Dagpeningar Vegna greiöslu dagpeninga er heimilt að draga frá kostnaö vegna feröinnar sem farin er á vegum launagreiöanda viökom- Yiltu lækka útgjöldin? Bókaðu þig á fj ármálanámskeið Búnaðarbankans! Það er hægt að ná miklum árangri í að iækka útgjöldin án þess að neita sér um alla ánægjulega hluti, ef fólk lætur skynsemina ráða í fjármálunum. Búnaðarbankinn mun standa fyrir röð af námskeiðum um fjármál fyrir alla aldurshópa. Þátttakendur fá vandaðar fjár- málahandbækur sem hafa verið samdar sérstaklega fyrir hvern aldurshóp. W JCSIL : Fjdrmdl heimiHs'ms . % 5» h ÓftBtíMOARBANKINN Fjármál heimilisins Þar er fjallaö um ýmis atriði sem tengj- ast heimilisrekstri. Hvernig spara má í útgjöldum, lánamöguleika, ávöxtunarleið- ir, heimilisbókhald, áætlanagerð, skatta- mál, húsnæðislán, kaup á íbúð o.fl. Verð 2000 kr. (3000 kr. fyrir hjón). Innifalin er vegleg fjármálahandbók og veitingar. * A * Fjármál o, VAXTAHNAN ^}M>MölítKV'vU KLV'iBi Fjármál unga fólksins Nýtt námskeið sem er sérstaklega ætlað fólki á aldrinum 16 - 26 ára. Tekiö er á flestum þáttum fjármála sem geta komið upp hjá ungu fólki í námi og starfi. Verð 1000 kr. Innifalin er Fjármálahandbók fyrir ungt fólk og veltingar. Fjármál unglinga Fjármálanámskeiðið er fyrir unglinga á aldrinum 12 -15 ára. Þar er leiöbeint um hvernig hægt er að láta peningana endast betut, hvað hlutirnir kosta og ýmislegt varðandi fjármál sem ungling- ar hafa áhuga á að vita. Þátttakendur fá vandaða fjármálahandbók. Ath! Ekkert þátttökugjald. Veitingar. Næstu námskeið: Mánudag 12. febrúar Þriöjudag Miövikudag Fimmtudag Þriðjudag 13. febrúar 14. febrúar 15. febrúar 20. febrúar Fjármál unglinga Fjármál heimilisins Fjármál ungiinga Fjármál helmilisins Fjármál unga fólksins kl. 15 -18 kl. 18 - 22 kl. 15 -18 kl. 18 - 22 kl. 18 - 22 Nánari upplýsingar um námskeiöin og skráning er í síma 525 6343 BÚNAÐARBANKINN -traustur banki! andi, en hann veröur þó að miö- ast við og vera innan þeirra marka sem er í skattmati ríkis- skattstióra og tíundaðar eru í leiöbeiningum með skattfram- tali. Auk þess verða að liggja frammi gögn um hversu háa fjár- hæb um er að ræða, tilefni ferö- arinnar og fjölda dvalardaga, auk þess sem tíunda verður kostnað- arlibi. Ef dvalið er erlendis í meira en þrjár vikur breytast regl- ur um frádrátt á þann hátt að fullur frádráttur er heimill fyrstu vikuna, en minnkar jafnt og þétt. Ökutækjastyrkur Frádrátt á móti ökutækjastyrk má færa ef bifreið launþega hefur sannanlega verið notuö til akst- urs í þágu launagreiðanda. Frá- drátt má hins vegar ekki færa hafi ökutækjastyrkur verið greiddur vegna ferða launþega vegna aksturs til og frá vinnu eða vegna annarra nota sem ekki eru vegna starfa launþegans fyrir launagreiðandann. Frádrátturinn má aldrei verða hærri en öku- tækjastyrkurinn. Eins og segir hér að framan er talað um að bif- reið launþegans hafi sannanlega verið notuð í þágu vegna aksturs í þágu launagreiöandans, í því er þeim sem gera kröfu um frádráttt á móti ökutækjastyrk að halda akstursdagbók eöa akstursskýrslu þar sem skráð er hver ferð fyrir launagreiðandann, hversu langt er ekið og hvers vegna. Þessar bækur eða skýrslur eiga að vera aögengilegar ef skattayfirvöld óska þess. Til rekstrarkostnaðar bifreiðar telst eldsneytiskostnaður, við- gerðarkostnaður, smurning, hjól- barðar og hjólbarðaviðgerðir, tryggingar bifreiöaskattar og bif- reiðagjöld. Til rekstrarkostnaðar telst einnig árleg afskrift sem reiknast kr. 136.837. Sundurliða ber kostnabinn vegna bifreiðar- innar og fylla út sérstakt eyðu- blað merkt ökutækjastyrkur. Rekstrarkostnaöurinn þarf að vera sannanlegur og því nauö- synlegt að halda saman ölum kvittunum fyrir útlögðum kostn- aði vegna bifreiðarinnar. Allur ökutækjastyrkur sem greiddur er sem föst mánaðarleg upphæð er staðgreiðsluskyldur, en sé greitt samkvæmt aksturs- dagbók fyrir hvern ekinn kíló- metra má hala honum utan staöagreiöslu. Sé kostnaður lægri en ökutækjastyrkur, reiknast tekjuskattur og útsvar af mis- muninum. Ef akstur í þágu launagreið- anda er ekki umfram 2000 kíló- metrar á ári þarf þab að tiltaka sérstaklega á sérstöku eyðublaði um ökutækjastyrki, en ekki er þörf á sundurliðun rekstrarkostn- aðar. Þá má færa til frádráttar sem svarar til greidds ökutækja- styrks hafi styrkurinn verið greiddur fyrir hvern ekinn kmsamkvæmt akstursdagbók eða akstursskýrslu. Hins vegar þurfa þeir sem fá greiddan fastan ökutækjastyrk í öllum tilfellum að gera sundur- liðaða grein fyrir rekstrarkostn- abui á fyrrnefndu eyðublaði, jafnframt því sem þeir þurfa aö halda akstursdagbók eða aksturs- skýrslu. -PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.