Tíminn - 03.02.1996, Blaðsíða 15

Tíminn - 03.02.1996, Blaðsíða 15
Laugardagur 3. febrúar 1996 15 Friðgeir Jónsson Friðgeir Jónsson var fœddur 28. janúar 1927 í Ystafelli í Suður- Þingeyjarsýslu. Hann lést á sjúkrahúsinu á Húsavík hinn 29. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Helga Friðgeirsdóttir frá Finns- stöðum og Jón Sigurðsson, bóndi og rithbfunduT í Ystafelli. Að loknu námi við Alþýðuskól- ann á Laugum í Reykjadal þar sem hann stundaði m.a. smíða- nám, vann hann auk bústarfa heima í Ystafelli oft við byggingar og ýmsar smíðar. Hann bjó síðan félagsbúi í Ystafelli á móti bróður sínum Sigurði og konu hans Kol- brúnu Bjarnadóttur. En allt frá því að skógrœkt var hafin í Fellsskógi í samvinnu við Skógrœkt ríkisins um 1960 stund- aði Friðgeir skógrækt og umhirðu nýskóga í vaxandi mœli. Hin síð- ari ár tóku skógrcektarstörfin allan tíma Friðgeirs á meðan að þeim var hœgt að vinna. En hann hafði þá í sinni umsjá auk Fellsskógar, skógræktarsvœði Skógrœktarfélags Suður-Þingeyinga í Fossseli. Auk þess vann hann við gróðursetn- ingu bœndaskóga. Frá 1. maí 1992 bjó Friðgeir Jónsson á Húsavík með sambýlis- konu sinni, Klöru H. Haraidsdótt- ur frá Kaldbak á Rangárvöilum. Á hverju sumri fram á ung- lingsár fórum við systkinin með foreldrum okkar norður í Ysta- fell. Þessar ferðir höfðu mikil áhrif á okkur. í þeim sköpuðust ekki bara tengsl við afa, ömmu og ættingjana, heldur líka við landiö og náttúruna. Fyrir norð- an er náttúra landsins fegurst, er skoðun sem þá tók bólfestu í hugum okkar. í minningu okkar var og verður Geiri frændi hluti af þessari náttúru. Fyrstu kynni okkar af Geira tengdust alltaf náttúrunni. Hann fór austur í skóg á daginn að vinna og veiða. Sem krakkar munum við eftir skottum af rebba sem hann hafði skotið, yrðlingum sem hann tók með heim og löxum sem voru á stærð viö okkur. Þeg- ar við vorum orðin eldri, fórum við í skóginn með pabba að hitta Geira. Það voru margir trjáreitirnir sem hann gat sýnt okkur og alltaf urðu trén stærri og fallegri eftir því sem árin liðu. Skógurinn var hans ríki- dæmi og ævistarf. Það var ekki fyrr en núna, þegar okkur er hugsað til hans, að okkur verður ljóst að hann hefur byggt sér minnisvarða sem mun endast lengur en mörg önnur mann- anna verk. Það sem Geiri tók sér fyrir hendur, gerði hann af mikilli eljusemi og sýndi mikið úthald. Hann gerði vel það sem hann vildí gera og þar náði hann ár- angri. Hann gat hugsað fyrir hverri plöntu og vandað sig þegar henni var valinn réttur staður, en gat verið eins og í öðrum heimi þegar hann ók bíl. Þannig gerði hann upp á milli dauðra hluta og þess sem hafði líf og tilgang í náttúrunni. Hann var ekki með fleiri eða betri verkfæri og hluti en hann t MINNINC þurfti og átti það jafnt við um heimili, vinnu og veiðiskap. Hann var nægjusamur og lét hluti duga þótt þeir létu á sjá. Með listrænum útskurði í tré geymdi hann minningar, sagði sögur og túlkaði það sem hann sá í náttúrunni, en við hin sáum ekki. Skógarfell, húsið sem hann byggði í Fellsskógi og skreytti að innan með útskurði, á sér fáa líka. Það er margt í lífi Friðgeirs sem vert væri að minnast, en verður ekki gert hér. Einn kafla í Iífi hans verðum við þó að nefna, en það eru árin sem hann átti með Klöru Haralds- dóttur frá því að þau kynntust upp úr 1990 og fram á síðasta dag. Geiri og Klara kynntust og eignuðust hvort annað í gegn- um sameiginlegt áhugamál sitt, skógræktina. Ef segja ætti sögu af ungu og rómantísku pari, þá mætti allt eins segja sögu þeirra þann tíma sem þau áttu saman, þannig ljómaði af þeim. Við bróðurbörn Friðgeirs þökkum honum nú að leiðar- lokum allt sem hann kenndi okkur og var okkur, og sendum Klöru innilegar samúðarkveðj- ur. Sigrún, Helga, Jón Erlingur og Úlfhildur Jónasarbörn Hann Geiri frændi er dáinn. Fréttin kom ekki á óvart, við vissum að hverju dró, þó að- dragandinn væri ekki langur. Þegar leiðir skiljast er margs að minnast. Geiri var alltaf fastur punktur í lífi okkar systkinanna. Eg held að ég muni fyrst eftir honum sitjandi á dráttarvélinni „Grána gamla", eins og við köll- uðum hana. Ég fékk að dingla með, Geiri var með pípuna í munninum og söng hástöfum. Hann var alltaf syngjandi, kannski ekki alltaf lag sem mað- ur þekkti, svo bommaði hann eins og við sögðum. Athafna- semin fylgdi honum fram í and- látið, á dánarbeðnum hafði hann áhyggjur af því sem hann átti ógert. Við lofuðum honum að sjá til þess að hlutirnir yrðu unnir, og það verðum við að standa við. Nýr umboösmaöur Tímans í Þorlákshöfn Hrafnhildur Haröardóttir Egilsbraut 22 Sími 483 3627 Geiri var sannkallað náttúru- barn. Hann undi sér best úti í náttúrunni, meö gróðri jarbar, og lífsstarf hans einkenndist af því. Skógrækt og náttúruvernd voru hans líf. Hann hafði ofur- trú á því sem jörðin gefur og sýndi að sú trú var á rökum reist. Hans bestu stundir votu vafalaust þegar hann var stadd- ur í Fellsskógi og sá trén, sem hann hafði gróðursett, orðin einnar, tveggja eða jafnvel þriggja mannhæða há og rækt- unarstarfið var farið að bera arð í eiginlegum og óeiginlegum skilningi. Stærsta gæfusporið í lífi Geira var þegar hann kynntist Klöru og hóf með henni sambúð. Þeg- ar ég hitti Klöru fyrst, á sólbjört- um og hlýjum sumardegi, var hún eins og sólargeislarnir sem glömpuðu á Skjálfanda, svoleið- is kynntumst við Klöru. Hún lýsti upp umhverfið og lífið hans Geira. Þau áttu saman nokkur yndisleg ár, ár sem aldr- ei verða fullþökkuð og óskandi hefbi verið aö þau hefðu orðið fleiri. Heimilið þeirra er fallegt og ber þess ljósan vott hyað Geiri var mikill listamaður. Út- skornir stólar, myndir, hillur og fleira eru fallegur minnisvarði og eiga eftir að bera listrænum hæfileikum Geira fagurt vitni um ókomin ár. Ánaegðastur var hann meb þá hluti, sem hann vann úr birki úr Fellsskógi, enda hafa þeir sérstaka þýðingu í hugum þeirra sem þá eiga. A meðan Geiri lá á Sjúkrahús- inu á Húsavík, áttaði ég mig enn betur á því að þó Geiri ætti enga afkomendur, leit hann á okkur systkinabörn sín sem afkom- endur sína, þannig að í raun- inni átti hann stóran afkom- endahóp. Hann var okkur systk- inunum meira en föðurbróðir, hann tók þátt í uppeldi okkar á sinn hátt og fylgdist vel með okkur í gleði og sorgum. Þegar við eignuðumst okkar böm, var eins og hann væri að eignast sín barnabörn. Á afmælum þeirra var Geiri ávallt ómissandi gest- ur, eins og afar og ömmur. Þegar vib vissum að það var að koma að leiðarlokum hjá Geira, hjálpaði hann okkur á ótrúleg- an hátt að sætta okkur við orð- inn hlut. Hann var ákveðinn í að taka því sem að höndum bar með æðruleysi og með Klöru sér við hlið voru síðustu dagarnir fallegir og gefandi. Þegar ég kom inná sjúkrastofuna til þeirra einn janúarmorguninn, voru glitský á himni. Klara stóð við gluggann og dáðist að útsýninu og hún lét snúa rúminu hans Geira, svo hann gæti notið feg- urðar himinsins með henni. Við blasti skógræktargirðingin í Húsavíkurfjalli, glitský á himni og sólaruppkoman. Saman nutu þau þess sem fyrir augun bar og ég fann ab þetta var ekki í fyrsta skipti sem þau í sameiningu dáöust að fegurb náttúrunnar. Og ég veit ab í þeirra augum var ekkert til fallegra en litbrigbi jarðarinnar. Það að kveðja er okkur alltaf svolítið erfitt. Þó vitum við að lífið heldur áfram og þab væri ekki Geira ab skapi ab vera ab velta sér of mikið upp úr sorg- inni. Ég þakka fyrir samfylgdina og leiðsögnina, við eigum góðar minningar sem ekki verða frá okkur teknar. Vib geymum þær og minnumst samvistanna við Geira með gleði og þökk og lát- um brosin hennar Klöru lýsa upp tilveruna. Regína Sigurðardóttir UMBOÐSMENN TÍMANS Kaupstabur Nafn umbobsmanns HeimiH Stml Keflavík-Njarbvík Erla Knudsen Elíasdóttir Heibarbraut 7D 421-5669 Akranes Cuðmundur Cunnarsson ; Háholti 33 431-3246 Borgarnes Hramhildur S. Hrafnsdóttir Hrafnaklettur 8 437-1642 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgata 25 438-1410 Grundarfjörbur Gubrún |. Jósepsdóttir Grundargata 15 438-6604 HeHissandur Ævar Rafn Þrastarson Hraunsásll 436-6740 Búbardalur Inga C. Kristjansdóttir Cunnarsbraut 5 434-1222 Reykhólar Adolf Þ. Guðmundsson Hellisbraut 36 434-7783 Isafjorður Hafsteinn Eírfksson Pólgata 5 456-3653 Suoureyri María Fribriksdóttir Eyrargötu 6 456-6295 Patreksfjörbur Snorri Cunnlaugsson Abalstræti 83 456-1373 Tálknaf'\örbur Margrét Gublaugsdóttir Túngata 25 456-2563 Bíldudalur Vilborg jónsdóttir Dalbraut 42 456-2141 Þingeyri Karítas /ónsdóttir Brekkugata 54 456-8131 Hólmavík júlíana Ágústsdóttir Vitabraut 73 451-3390 Hvammstangi Hólmfríbur Gubmundsdóttir Fífusund 12 451-2485 Blönduós Snorri Bjamason Urbarbraut20 452-4581 Skagaströnd Dagbjört Bæringsdóttir Ránarbraut 23 452-2832 Saubárkrókur Gubrún Kristófersdóttir Barmahlíb 13 453-5311 Siglufjörbur Cuðrún Auðunsdóttir Hafnartún 16 467-1841 Akureyri Baldur Hauksson Drekagil 19 462-7494 Dalvík Harpa Rut Heimisdóttir Bjarkarbraut 21 466-1816 Ólafsfjörbur Sveinn Magnússon Ægisbyggb 20 466-2650 Húsavík Þórunn Kristjánsdóttir Brúnagerbi 11 464-1620 Laugar, S-Þing. Bókabúð Rannveigar H. Olafsdóttur 464-3181 Reykjahlib v/Mývatn Daði Friðriksson Skútahrauni 15 464-4215 Raufarhöfn Helga Jóhannesdóttir Ásgata 183 . 465-1165 Þórshöfn Matthildur Jóhannsdóttir Austurvegur 14 468-1183 Vopnafjörbur Ellen Ellertsdóttir Kolbeinsgata 44 473-1289 Egilsstabir Páll Pétursson Árskógar 13 471-1350 Seybisfjörbur Margrét Vera Knútsdóttir Múlavegur 7 472-1348 Reybarfjörbur Ragnheiður Elmarsdóttir Hæðargerði 5 474-1374 Eskifjörbur Björg Sigurðardóttir Strandgata 3B 476-1366 Neskaupstabur Bryndís Helgadóttir Blómsturvellir 46 477-1682 Fáskrúbsfjörbur Ásdís Jóhannesdóttir Skólavegur 8 475-1339 Stóbvarfjörbur Sunna K. Jónsdóttir Einholt 475-8864 Breibdalsvík Davíð Skúlason Sólheimar 1 475-6669 Djúpivogur Ingibjörg Jónsdóttir HammersminnilO 478-8916 Höfn Sigurbjörg Einarsdóttir Víkurbraut 11 478-1274 Nesjar Kristín Cunnarsdóttir Stöbli 478-1573 Selfoss Bárbur Cubmundsson Tryggvagata 11 482-3577 Hveragerbi Þórður Snæbjömsson Heiðmörk 61 483-4191 Þorlákshöfn Halldóra S. Sveinsdóttir Egilsbraut 22 483-3300 Eyrarbakki Jóhannes Erlingsson Túngata 28 483-1198 Hvolsvöllur Ómar Eyþórsson Litlagerbi 10 487-0353 VíkíMýrdal Pálmi Kristjánsson Sunnubraut 2 487-1426 Kirkjubæjarklaustur Bryndís Cuðgeirsdóttir Skribuvellir 487-4624 Vestmannaeyjar Auróra Friðriksdóttir Kirkjubæjarbraut 4 481-1404 Loödýraræktar- ráðunautur Bændasamtök íslands og Bændaskólinn á Hvanneyri óska að ráða sameiginlega rábunaut og kennara í loö- dýrarækt, sem jafnframt hafi umsjón meö loödýrabúi skólans. Umsækjendur þurfa að hafa háskólapróf í búvísindum og sérþekkingu á loödýrarækt. Launakjör og starfsskyldur eru samkvæmt ráðningar- kjörum opinberra starfsmanna. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar nk. og umsóknir skulu sendar Bændaskólanum á Hvanneyri eða Bænda- samtökum íslands, sem veita nánari upplýsingar um starfið. Venjum unga hestamenn strax á að NOTA HJÁLM! yUMFERÐAR RÁÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræbings er óskab eftir tilbobum ívinnu og efni vib dúkalagnir 1996 íýmsum fasteignurh Reykjavíkurborgar. Útbobsgögn verba seld á kr. 1.000,- á skrifstofu vorri. Opnun tilboba: þribjud. 20. febrúar nk. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUNREYKJAVIKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Frikirkjuvegi 3 - Sími 5525800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.