Tíminn - 03.02.1996, Blaðsíða 18

Tíminn - 03.02.1996, Blaðsíða 18
18 Laugardagur 3. febrúar 1996 Jófríbur Stefánsdóttir Jófrídur Stefánsdóttir fœddist 17. september 1900 á Galtará í Gufu- dalssveit, A.-Barð. Húti lést á heim- ili síttu, Stafui, Reykjadal, S,- Þing., þatm 24. janúar s.l. Jófríður var dóttir hjónanna Mar- íu Jóhannsdóttur og Stefáns Gísla- sonar í Gufiidalssveit. Hún átti 6 systkini og er hún sú síðasta úr hópnum til að kveðja. Jófríður giftist Helga Sigurgeirs- syni (f. 13. sept. 1904) þann 24. apríl 1927. Hatm er látinn. Dœtur þeirra hjóna eru S. Elst er María Kristín, f. 14. maí 1928, maki Hall- ur Jósefsson; þá Ólöf, f. 3. tnars 1930, maki Kristján Jósefsson, liann er látinn; lngibjörg, f. 26. júní 1932, maki Guðlaugur Valdimars- son, hatm er látinn; Ásgerður, f. 13. apríl 1936, maki Jón Hannesson; Guðrún, f. 3. febrúar 1944, maki Gunttar Jakobsson. Útfór Jófríðar fer fram frá Einars- staðakirkju í dag, laugardagitm 3. febrúar, kl. 14.00. F.lskuleg vinkona mín er látin, rúmlega 95 ára að aldri, andlega t MINNING hress fram á síðustu stundu, en líkaminn farinn að gefa sig. Hefur hún að mestu verið rúmföst hin síðari ár, en lengst af getað verið heima í Stafni. Þar hefur hún not- ið umsjár dóttur sinnar Ólafar og hennar fólks. Hinar daeturnar voru lengra undan, en fóru marga ferðina heim til ab létta undir. En einstakt var hversu vel Ólöf sinnti um foreldra sína fram á síð- ustu stundu. Allt gerði hún fyrir þau, sem í hennar valdi stóð, meb sinni elskusemi. Ekki er ég að rýra hlut annarra ættmenna Eríðu, er ég skrifa þessar línur. En ég veit aðjreir eru mér sammála í þessu. Eg varö þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Fríðu og Helga ung ab árum og naut ég gestrisni þeirra og góðvildar frá því að ég fyrst kom í Þingeyjarsýslu haustið 1948 og settist á skólabekk á Laugum ásamt Ingu dóttur þeirra og Hullu frænku okkar frá Völl- um. Eftir það var Stafnsheimilib mér sem annað heimili og þessi elskulegu hjón mér sem aðrir for- eldrar. Ennþá er ég að koma heim, þegar ég kem í Stafn. Foreldrar mínir og Stafnshjón- in voru mjög nánir vinir. Þeir bræöur gengu í Hólaskóla og kynntust konum sínum þar. Faðir minn lenti vestur á land, en Vest- firðingurinn Jófríður norður í Stafn. í bréfi, sem Helgi skrifar Tómasi bróbur sínum vestur að Miðhús- um, biður hann hann að athuga fyrir sig um jarðnæði þar vestra, því ab hann sé hræddur um að Fríbu sinni muni leiðast frammi á heiðinni. En þaö fór þó svo að vestra var jarðnæði ekki á lausu. Helgi kom svo til að sækja unnustuna. í Flat- ey á Breiðafirði voru þau gefin saman þann 24. apríl 1927. Fluttu þá strax norbur og bjuggu óslitið í Stafni upp frá því. Óg ég held ab unga stúlkan að vestan hafi unað hag sínum vel á heiðinni, þótt hugurinn flygi stundum í vestur- átt á bernsku- og æskuslóðir. Fríða var ákaflega vel gerð kona. Var jafnræði með þeim hjónum og bera dæturnar þaö með sér að hafa átt góða foreldra, sem létu sér annt um þær og þeirra hag. Afkomendurnir eru orönir 58 og er mestur hluti þeirra norðan heiða. Svo ótal margt kemur í hugann, þegar vinir eru kvaddir. Hér stendur upp úr minningin um mæta konu, sem vann heimili sínu og fjölskyldu öllum stund- um, en átti líka tíma aflögu fyrir gesti og gangandi. Fríða fylgdist með hag afkom- enda sinna fram á síðustu daga, og vissi hversu margir þeir voru orðnir, enda ættingjarnir viljugir að láta heyra frá sér. Frá Ebbu systur minni ber ég sérstakar kveðjur, en Fríða var henni einkar kær. Systkini mín og viö Máni sendum dætrum og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ég kveð þig, Fríða mín, meö þessum ljóðlínum og þakka þér fyrir það sem þú varst mér. Svo djúp er þögnin við þína sceng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikutn vceng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann bartn þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo ketnur dagur og swnamótt og svanur á bláan vogintt. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Megi minning um góða konu lifa með afkomendum hennar og vinum. Kristín Ingibjörg Tómasdóttir + A N D L Á T Arndís Árnadóttir frá Garbi, Grindavík, Laufásvegi 18, lést í Borgarspítalanum 20. janúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ásta M. Markúsdóttir, Aflagranda 40, lést á Hvítabandinu þriðjudaginn 20. jan. sl. Bernharð Tryggvi Jósepsson, dvalarheimilinu Skjaldarvík, áður á Bjarkarstíg 5, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 18. janúar. Jarðarförin hef- ur farib fram í kyrrþey ab ósk hins látna. Bjarni Andrésson skipstjóri lést í Landakotsspítala 1. febrúar. Bryndís Einarsdóttir, Þykkvabæ 16, Reykjavík, lést í Landspítalanum laugardaginn 27. janúar. Einar Stefánsson frá Bjólu andabist á dvalarheimilinu Lundi 26. janúar. Evert Þorkelsson, Bárustíg 10, Saubárkróki, lést í Landspítalanum 27. janúar sl. Jarð- arförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 3. febrúar kl. 14.00. Eyjólfur Elíasson frá Reyðarfirbi lést á Hrafnistu í Reykjavík 31. janúar. Gísli Hannesson, Boðahlein 11, Garðabæ, lést á heimili sínu 28. janúar. Guðmundur B. Jónsson, Sólbergi, Bolungarvík, lést á heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði þann 28. janúar sl. Guðrún Sigurðardóttir frá Bóndastöðum, Seyðisfirbi, síðast Smáratúni 13, Selfossi, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands að morgni 29. janúar. Gunnar R. Pálsson lést á hjúkrunarheimili í Palm Beach, Flórída, þann 30. janúar sl. Helga Pálsdóttir, Stórholti 30, Reykjavík, lést í Landspítalanum aðfaranótt 27. janú- ar. Helga Sigurbjörnsdóttir lést á dvalarheimilinu Seljahlíð föstudaginn 26. janúar. Ingimundur Jónsson, Faxabraut 4, Keflavík, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurnesja, Keflavík, þribjudaginn 30. janúar. Jarðarförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkur- kirkju laugardaginn 3. febrúar kl. 14. Jóhann Krúger, Skúlagötu 40, Reykjavík, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 31. janúar. Magnea Ingibjörg Magnúsdóttir er látin. Systir Maria Monika CSJ andabist í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði þann 29. janúar sl. Jarðarför- in fer fram frá Kristskirkju, Landakoti, miðvikudaginn 7. febrúar kl. 13.30. Ólafur Geir Sigurjónsson frá Geirlandi, Þykkvabæ 7, lést á heimili sínu 27. janúar sl. Ragnhildur Aronsdóttir, Neðstaleiti 1, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans 27. janúar. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 6. febrúar kl. 13.30. Sesselja Guðlaug Helgadóttir frá Grímsey, Jaðarsbraut 11, Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness 17. janúar sl. Jarðarförin hefur farið fram að ósk hinnar látnu. Steinunn Hermannsdóttir, Asparfelli 4, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 21. janúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigríður Halldórsdóttir Sigríður Halldórsdóttir fœddist á Kollsá í Hrútafirði 4. ágúst 1905. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 23. jattúar síðast- liöinn. Foreldrar hennar voru Halldór Jónsson, hreppstjóri, odd- viti og bóndi á Kjörseyri, d. 1948, og kona hans Jófríður Gróa Brandsdóttir, d. 1915. Sigríður átti þrjú systkini, sem öll eru látin. Þau vom Georg Jón, Pétur og Rannveig. Eftir dauða konu sinnar fluttist Halldór að Kjörseyri og bjó þar allt til dauðadags. Sigríður hefur búið á Kjörseyri frá árinu 1916, er hún fluttist þangað ásatnt fóður sínum og systkinum. Eftir dauða tnóður hennar tók fóð- ursystir hennar við búsforráðum og gegndi þeim til œviloka. Sigríð- urgekk í kvetmaskóla á Staðarfelli í Dölum, en hélt búskap á Kjörs- eyri ásamt Pétri bróður sínum eftir dauða fóður þeirra til ársins 1968. Þá brá hún búi, en bjó þó áfram á jörð sinni. Hún var virkur félagi í Kvenfélaginu Iðutmi. Síðustu árin dvaldi hún á Elli- og hjúkrunar- heimilinu á Hvammstanga. Hún var ógift og barnlaus. Útfór Sigríðar fer fram frá Prestsbakkakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. Sigga á Kjörseyri, eða Sigga „úti í Húsi" eins og við kölluö- um hana alltaf, á stóran sess í æskuminningum okkar. Sem börn og unglingar var hún hluti t MINNING af okkar daglega lífi. Við vorum heimagangar úti í húsi hjá henni og systrunum Jónu og Höllu, sem þar bjuggu meb henni en eru látnar fyrir nokkru. Við fórum bara út í hús þegar okkur sýndist, eitt, fleiri eða bara öll. Alltaf var okkur vel tekið og ávallt var tími til aö sinna okkur. Okkur voru sagðar sögur, kennt að spila, prjóna eða hekla. Alltaf var Sigga bóðin og búin að líta eftir okkur, er pabbi og mamma brugbu sér af bæ. Ekki hefur það nú alltaf veriö auð- velt, ónei, því pottormarnir voru hver öðrum uppátækja- samari. En hún tók því með sinni stökustu ró og alltaf var sama viðkvæðiö, þegar pabbi og mamma komu heim: „Þau voru svo góð." Kartöflugarðurinn niðri á Tanga var eitt af því sem henni var afar hugleikið og var það fastur liöur hjá okkur systkin- unum, þegar við höfðum aldur til, að fara og taka upp kartöflur og rófur með henni. Öll vinnu- brögð við það voru bundin föst- um skoröum og nauðsynlegt ab fylgja þeim til hins ýtrasta. Allt- af fengum viö kakóib góða, þeg- ar dagsverki lauk, og fulla fötu af uppskerunni til að taka með okkur heim. Niðri á Tanga hlúði Sigga líka vel að æðarkollunum, sem þar verptu, og má segja ab eftir ab hún hætti þar dúntekju þá hafi æðarvarp þar minnkað ár frá ári. Sigga var ansi seig og dugleg. Hún vann í sláturhúsinu á hverju hausti, langt fram eftir aldri, og rogaðist þar meb þung- ar fötur án þess að kvarta eða kveina. Á hverjum degi kom hún labbandi yfir hólinn til okkar, annabhvort að sækja póstinn sinn eða mjólkina ellegar bara ab líta inn. I lengri tíma fór hún árléga til Reykjavíkur yfir hávet- urinn og kom aftur þegar vor- abi. Fannst okkur þá tómlegt þegar hún fór og langt þangab til við sæjum hana aftur. Ó, já, þær voru æöi margar stundirnar sem viö áttum meö henni, og nú þegar við erum flest orðin fullorðin er okkur þab vel ljóst að líf Siggu var eng- inn dans á rósum. En hennar hugsanir, langanir og drauma þekkjum við ekki, hún bar ekki tilfinningar sínar á torg. Elsku Sigga, við þökkum þann tíma og þær skemmtilegu stundir er við áttum með þér. Megi góður Gub geyma þig, minningarnar geymast í huga okkar. Ó, dauði, taktu vel þeim vini mínum, setn vitjað hefur þreyttur á þinn fúnd. Oft bar hann þrá til þín í Iniga sínum og þú gafst lionum traust á bana- stund. Nú leggur hann það allt, setti var hans aitður, sitt œviböl, sitt lijarta að fótum þér. Er slíkt ei tióg? Sá eintt er ekki snauður, setn einskis hér á jörðu vcentir sér. Ei spyr ég neiiis, hver tirðu ykkar kynni, er önd hans, dauði, viðjar síttar braut, og þú veist einn, hvað sál hans hinsta sinni þanti sigur dým verði gjalda hlaut. En bregstu þá ei þeim, er göngumóðiir og þjáðri sál til fundar við þig býst. Ó, dauði, vertu vini ttiínuin góður og vek liann ekki frainar en þér líst. (Tómas Guömundsson) Systkinin Kjörseyri É. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ _____! Styrkir til háskóla- náms í Kína náms- árið 1996-97 Stjórnvöld Alþýöulýöveldisins Kína bjóöa fram tvo styrki handa íslendingum til háskólanáms f Kína Umsóknir um styrkina, ásamt staöfestum afritum prófskírteina og meömælum, skulu sendar mennta- málaráöuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 3. mars nk. á sérstökum umsóknareyöublöðum sem þar fást. Menntamálaráöuneytiö, 2. febrúar 1996.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.