Tíminn - 03.02.1996, Page 19

Tíminn - 03.02.1996, Page 19
Laugardagur 3, febrúar 1996 Hfontins 19 Konstantín fyrrum Grikkjakonungur: Útlægur, en ekki gleymdur höllina og í raun var fjölskyldan fangar í Tatoi-höll norður af Aþenu. Þögull og fölleitur sat konung- ur fyrir á ljósmynd ásamt nýrri ríkisstjórn. Mánuði eftir upp- reisnina fæddist Pavlos krón- prins og 13. desember sama ár reyndu stuðningsmenn Konst- antíns konungs að hrifsa völdin á ný úr höndum herforingj- anna, en sú tilraun fór út um þúfur. 14. desember, kl. 02.55, var hann landflótta konungur. Þá lenti hann með fjölskyldu sinni á Rómarflugvelli. Hann var þó ekki formlega settur af fyrr en við þjóðaratkvæðagreiðslu 7 ár- um síðar. Afleiðingar uppreisnarinnar, flóttinn og allt sem því fylgdi hafði þær afleiðingar að Anna- María drottning missti fóstur að þriðja barni sínu. Konungsfjölskyldan settist síðar að í London, þar sem Anna-María drottning fæddi þrjú börn. Nú nýlega gekk Pavlos krón- prins að eiga bandaríska millj- óneradóttur og fór sú athöfn fram með mikilli viðhöfn. Að hann eigi eftir að verða konung- ur Grikklands þykir heldur ólík- legt í dag. ■ Gríska konungsfjölskyldan, sem nú dvelur í útlegö. F.v. Theodora prinsessa, Konstantín konungur, Alexía prinsessa, Anna-María drottning, Filippos prins, Nicolaos príns og Pavlos krónprins. Það byrjaði sem reglulegt ævin- týri. Anna-María Danaprinsessa varð ástfangin 16 ára gömul af Konstantín Grikkjaprinsi. Þau voru gefin saman í Grikklandi og hún varö drottning landsins aðeins'18 ára gömul. En ævintýrið tók skjótt enda. 21 árs gömul varð Anna-María að flýja land með manni sínum og 2 kornungum bömum þeirra. Konstantín var 23 ára þegar hann tók við konungdómi af föður sinum, Páli I. Grikkjakon- ungi, sem dó 6. mars 1964. Ekk- ert bar til tíðinda fyrr en aðfara- nótt 21. apríl 1967. Þá fékk Konstantín konungur skeyti þess efnis að uppreisn væri í að- sigi. Símasamband var rofið við Berfætt Óvenju mikið virðist boriö í vináttu þeirra Juliu Roberts og sjónvarpsþáttastjörnunnar Matthews Perry, ef marka má myndina þar sem þau faðmast innilega á sólbjörtum sunnu- degi, hann á sokkaleistunum en hún berfætt. Það er sagt hafa komið flatt upp á Perry, þegar honum tóku að berast ástleitin skila- boð í gegnum faxtækiö frá Juliu, og varð hann upp með sér af því að kona af hennar kalíberi og stöðu skyldi hafa áhuga á sjónvarpsleikara eins og honum. ■ í SPEGLI TÍIVIANS Drottningamar og durgarnir Til Wong Foo, takk fyrir allt! Julie New- mar (To Wong Foo, Thanks For Everyt- hing! Julie Newmar *★ 1/2 Handrit: Douglas Carter Beane Leikstjóri: Beeban Kidron Abalhlutverk: Patrick Swayze, Wesley Snipes, John Leguizamo, Stockard Channing, Blythe Danner, Arliss Howard og Chris Penn Háskólabíó Öllum leyfb Það hefur Iengi veriö hefð fyr- ir því að karlkyns skemmtikraft- ar klæöist kvenmannsfötum til að fá fólk til að hlæja. Það gefur augaleiö að þessi eini brandari heldur ekki heilii kvikmynd uppi. Meira þarf að koma til. Þetta tekst ekki sem skyldi í Til Wong Foo..., því sagan í kring- um dragdrottningarnar þrjár er heldur væmin og vitlaus þrátt fyrir aö margar skemmtilegar persónur bæti að einhverju leyti fyrir þetta lýti á myndinni. Myndin hefst á því að ungfrú Vida Bohemme (Swayze) og Noxeema Jackson (Snipes) verða jafnar í kjöri á dragdrottn- ingu ársins í New York og þurfa að komast til Hollywood í loka- keppnina. Þær aumka sig yfir fremur misheppnaða drottn- ingu, Chi Chi Rodrigues (Legu- izamo), og taka hana með í ferðalagiö vestur á bóginn. Þær lenda síöan í miklum kröggum, þegar bíllinn þeirra bilar og þær þurfa að eyöa nokkrum dögum í krummaskuöinu Snydersville. Bæjarbúar taka þeim misjafn- lega, en þær ákveöa að setja svip sinn á bæjarlífið svo um munar. Til Wong Foo... kemur í kjöl- farið á vinsældum hinnar ástr- ölsku Priscilla — Queen of the KVIKMYNDIR ÖRN MARKÚSSON Desert og dregur talsvert dám af henni. Þegar Hollywoodma- skínan sá að græða mátti á drag- drottningum, voru þeir ekki seinir að taka við sér og Til Wong Foo... var geysivinsæl vestra. Það athyglisverðasta við myndina er hve vel aðalleikar- arnir þrír standa sig. Patrick Swayze hefur hingað til ekki tal- ist til stórleikara, en hann er hér tvímælalaust í sínu besta formi á ferlinum. Wesley Snipes stendur sig einnig vel, en það er þó John Leguizamo sem stelur senunni í hverju atriðinu á fæt- ur öðru. Hann er nú reyndar bara skrambi trúveröugur sem kvenmaður! Það dregur myndina hins veg- ar talsvert niður aö sagan fer vel yfir strikið í væmni og tilfinn- ingafroðu. Þegar endirinn nálg- ast, koma kveðjustundir og uppgjör á færibandi með til- heyrandi tárum og mígandi (ó)hamingju. Þaö hefði mátt draga úr þessu, þó ekki væri nema til að koma í veg fyrir að persónurnar endurtaki sig. Til Wong Foo er í heildina ágæt skemmtun, þar sem bæöi aðal- og aukaleikarar standa sig mjög vel, en hnökrar í sögunni koma í veg fyrir að hún verði verulega eftirminnileg. ■ Á EFTIR BOLTA áQjÍ KEMUR BARN... OO ’BORGIN OKKAR OG BÖRNIN f UMFERÐINNI' JC VÍK ' "ÍV/

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.