Tíminn - 03.02.1996, Blaðsíða 24

Tíminn - 03.02.1996, Blaðsíða 24
iMlftf Laugardagur 3. febrúar 1996 Vebrl'Ó (Byggt á spá Veburstofu M. 16.30 í gær) • Suourland til Vestfjaroa: Suöaustan hvassviöri eba stormur meb e Norburland eystra til Austfjarba: Sunnan kaldi eba stinningskaldi sniókomu eba slyddu en síbar rigningu. Hlýnandi vebur, hiti 3 til 6 stig og þykknar upp og hlýnar í dag. í dag. • Subausturland: Sunnan stinningskaldi, skýjab og dálítil súld eba • Strandir og Norburland vestra: Allhvass eba hvass subaustan og smá skúrir. Hlýnandi vebur, hiti 2 til 5 stig í dag. slydda eba rigning vestan til. Hlýnandi vebur, hiti 3 til 6 stig í dag. Nefnd um heildarskipulag áfallahjálpar skilar afsér tillögum: Miöstöb áfallahjálpar komið á Mibstöb áfallahjálpar verbur á Slysadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur. Skipulag fyrstu abgerba á vettvangi verbur endurbætt meb því ab fjölgab verbur í greiningarsveitum um einn abila sem hefur sérþekkingu í áfallahjálp og stýrir abgerbum á stabnum. Þá verbur farib af stab meb sérstákt átak til ab bæta þekkingu tiltekinna starfstétta um allt land á áfallastreitu og undirstöbuat- ribum áfallahjálpar. Sighvatur Björgvinsson, þá- verandi heilbrigöisráðherra, skipaöi þann 15. mars sl. nefnd til að endurskipuleggja áfalla- hjálp í heilbrigöisþjónustunni. Nefndin hefur nú skilað tillög- um sínum en slysið á Flateyri varð til að tefja starf nefndar- innar. Hugtakið áfallahjálp hefur verið nokkuð á reiki í umræð- unni. Nefndin leggur til að hug- takið áfallahjálp verði notað sem heildarhugtak yfir sálræna skyndihjálp og tilfinningalega úrvinnslu við þolendur áfalla. Lögð er áhersla á að ekki er ver- ið að fást við sjúklinga heldur við fólk sem sýnir eðlileg við- brögð við óeðlilegum aðstæð- um. Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra hefur þegar ákveðið að nokkrum af tillögum nefndarinnar verði hrint í fram- kvæmd. Meðal þeirra er tillaga um að Miðstöð áfallahjálpar verði á Slysadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur. Miðstöðin á að veita öll- um þeim þolendum áfalla sem leita til Slysadeildarinnar sál- ræna skyndihjálp. Einnig verð- ur veitt þar símaráðgjöf. Þá verða starfsmenn Miðstöðvar- innar þeim til leiðsagnar sem sinna þolendum á landsbyggð- inni. Ingibjörg Pálmadóttir segir að þegar hafi verið rætt í ríkis- stjórninni að Sjúkrahúsinu verði gert fært að taka þetta hlutverk að sér. Á landsbyggðinni er ætlunin að efla heilsugæslustöðvar til að þær geti sinnt þessu starfi. í því skyni verður á næstunni farið af stað með fundaherferð um landið á vegum Landlæknis- embættisins. Heilsugæslustöðv- um í hverju umdæmi hafa verið send bréf þar sem boðið var upp á fræðslu og þjálfun fyrir starfs- fólk. Flestar stöðvarnar hafa þegið þetta boð. Einnig hefur verið ákveðið að sérstakur verkefnisstjóri í áfalla- hjálp verði í hverri greiningar- sveit sem eru á 17 stöðum á landinu. Verkefnisstjórinn verði Norsk-íslenska síldin: Kvóti Islendinga 244 þúsund tonn Samkvæmt samkomulagi ís- lendinga og Færeyinga um veibar úr norsk- íslenska síld- arstofninum fá íslendingar í sinn hlut 244 þúsund tonn en Færeyingar 86 þúsund tonn. Ákvörbun þessa efnis var tek- in í framhaldi af árangurs- lausum vibræbum þjóbanna vib Norbmenn og Rússa í Moskvu og á fundi NEAFC í London um norsk-íslenska síldarstofninn. Samkomulag íslendinga og Færeyinga um fiskveiðimál felur einnig í sér að Færeyingar fá að veiða allt að 10 þúsund tonn af loðnu mun sunnar en verið hef- ur úti fyrir Austfjörðum á ver- tíðinni og 20 þúsund á næstu vertíð. Þessi loðnukvóti Færey- inga er úr íslenska heildarkvót- anum. Hagsmunaaðilar í sjávar- útvegi hafa mótmælt þessu ákvæði í samningnum við Fær- eyinga og óttast að það kunni að vera fordæmisskapandi fyrir aðrar þjóðir. • -grh meðal þeirra sem fara fyrst á vettvang þar sem hafa orðið náttúruhamfarir eða stórslys og stýri aðgerðum á staðnum. Nefndin leggur einnig áherslu á að fræðsla um áfallastreitu og grunnatriði áfallahjálpar verði liður í grunnnámi tiltekinna starfsstétta. Er þar átt við auk heilbrigðisstétta t.d. kennara, leikskólakennara, presta og starfsfólk við félagslega þjón- ustu. -GBK Fjárhagsáætlun samþykkt Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborg- ar var samþykkt á fundi borgar- stjórnar í gærmorgun eftir þrettán klukkustunda fundarhöld. Samþykktar voru minniháttar tilfærslur fjármagns á milli liða en niöurstöðutölur eru þær sömu og í frumvarpinu. Þrettán breytingatil- lögum Sjálfstæðismanna var ýmist vísað frá eða til nefnda. -GBK ¦; -tsl A U LT ..í 9 'U . ¦ÁRGÍRÐ 19 9 6- INNBYGGT ÖRYGGI FYRIR BÖRNIN! Innbyggði barnabílstóllinn í Renault 19 veitir barninu öryggi án þess að vera fyrir þegar barnið er ekki í bílnum. En Renault 19 RN er fleiri góðum kostum búinn: Aflstýri, rafdrifnum rúðum, fjarstýrðri samlasingu á hurðum, fjarstýrðu útvarpi og segulbandstaki með þjófavörn, tvískiptu niðurfellanlegu aftursœti með höfuðpúðum og styrktarbitum i hurðum svo fátt eitt sé talið. Renault 19 RN er því örugglega góður kostur fyrir alla fjölskylduna því verðið er nú aðeins 1.2o5.ÖOO KI". kominn á götuna. Meó oinu handtaki lyftist barna- stóllinn upp og barnið getur notað bílbeltið á öruggan hátt. v RENAULT f*r á kotilum ARMÚLA 13 SlMI: 568 1200 BEINN SÍMI: 553 1236 KOMie OG REVNSL.UAKIS. HIRTU TENNURNAR VEL —en gleymdu ekki undirstööunni! JJ Skyrið er fitusnauð miolkurafurð og ein allra kalkrlkasta fæða sem við neytum að jafnaði. Hún er einnig auöug af próteini, fosfóri. ýmsum B-vítamínum og gefur ztnk. magníum og fleiri efni sem eru líkamanum nauðsynleg. §£? Isuenskur mjólkuhidnaduh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.