Tíminn - 06.02.1996, Qupperneq 1

Tíminn - 06.02.1996, Qupperneq 1
80. árgangur Þriðjudagur 6. febrúar 25. tölublaö 1996 FIMMFALDUR1. VINNINGUR Meint linkind og árang- ursleysi í vibrœbum vib Norbmenn. Utanríkisráb- herra: __ s | > Tímamynd Brynjar Cauli I \A f f f V( C f «3 f\ «3 L Cf f f Vf Fulltrúi sýslumannsins á Selfossi, Karl Gauti Hjaltason, framfylgdi útburöarkröfu Hæstarétt- ar á ábúendunum á Hvoli I í Ölfusi í gœr. Ekki kom til átaka, heldur leiddu lögreglumenn einn og einn út í einu. Síbast yfirgáfu hjónin, Björgvin Ár- mannsson og Hrönn Bergþórsdóttir húsib, en ábur hafbi nokkur fjöldi stubningsmanna þeirra verib leiddur út. Hjónin eru á myndinni ab hlýba á orb sýslumannsfulltrúans ábur en lögreglumenn rýmdu húsib. Tíminn var á stabnum og er ítarieg umfjöllun um atburbinn á blabsíbu 3. Lagt nibur um áramót Niöuistaua uelndar á vegum for- sætisráöuneytisins á starfsemi og hlutverki embættis húsameistara ríkisins er að ekki séu forsendur fyr- ir því að starfrækja embættið áfram sem sérstaka ríkisstofnun. Ákveðið hefur veriö að stofnunin veröi lögð niður frá og með næstu áramótum og starfsfólk ljúki störfum. Starfs- mönnum embættisins hefur fækk- að nokkuð á síðustu árum en þar starfa nú 16 manns. Garðar Hall- dórsson, húsameistari ríkisins, vildi ekki tjá sig um málið að sinni þegar Tíminn hafði sam- band við hann í gær. -BÞ Langeyjarbœndur hyggjast snúa vörn í sókn: U mhverfisráöherra og sveitarstjórn stefnt Málshöfðun gegn sveitar- stjórn Dalabyggðar og um- hverfisráöherra er í uppsigl- ingu vegna hrossamálsins í Langey. „Mál er í undirbún- ingi vegna þess að bannað hefur veriö búfjárhald í eynni, það á að fá úr því skorið hvort slíkt bann er sett á með lögmætum hætti og hvort það bann standist," sagði Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður í gær. Hann er lögmaður eigenda Sex skipverjar af Kofra IS björgubust þegar kviknaöi í skipinu. Súöavík: Eldsvoðinn breytir ekki áætlun „Þetta breytir okkar áætlunum ekkert, því við áttum að af- henda skipið nýjum eigendum á Rifi um næstu mánaöamót, febrúar-mars," segir Ingimar Halldórsson framkvæmda- stjóri Frosta hf. í Súðavík um afleiöingar eldsvoðans um borö í Kofra ÍS fyrir fyrirtækið. Hinsvegar sé ljóst að ekkert verður af þeim 2-3 túrum sem ætlunin var aö Kofri mundi fara áður en hann yrði afhentur nýj- um eigendum. Ekki er talið að það hafi nein teljandi áhrif fyrir rækjuvinnsluna hjá Frosta. I gærmorgun slitnabi dráttar- taugin sem skipverjar á Bessa ÍS höfðu komið fyrir um borð í Kofra, þegar skipin voru stödd tæpar 20 mílur frá Straumnesi. Slæmt veður var þar í gær og ætl- uöu menn að reyna að koma nýrri taug á milli skipanna ef að- stæður mundu eitthvað batna. Á meðan rak Kofri fyrir veðri og vindum á haf út en suðvestan hvassviðri var þar nyrðra í gær. En ætlunin var að reyna aö draga skipið inn til ísafjarðar. Ingimar segir ekkert vitað hvað hafi valdið eldsvoðanum um borð í Kofra snemma á sunnudagsmorgun þegar skipið var viö rækjuveiðar djúpt út af Skaga. Fljótlega eftir að eldsins varð vart varð ekki vib neitt ráb- ið og yfirgáfu skipverjarnir sex þá skipið og fóru um borö í gúmmíbát. Þeim var síöan bjarg- að um borð í Bessa ÍS sem var þar nálægt. Skipstjóri um borð í Kofra í þessum örlagaríka túr var Jón Eg- ilsson frá Bolungarvík sem er margreyndur skipstjórnandi þar vestra. -grh Langeyjar á Hvammsfirði, sem kærðir hafa verið fyrir brot á lögum um dýravernd og búfjárhald. Ástrábur sagði að þaö væri með ólíkindum hversu sóðaleg- ar aðfarir opinberra eöa hálfop- inberra aðila, í þessu tilviki sjónvarpsins, væri í þessu máli. „Það er satt ab segja ekki gert ráð fyrir því í réttarskipan í landinu að mál séu kærð, ákærð, sótt, varin og dæmd og hegningu framfylgt í sjónvarp- inu," sagði Ástráður. Hann segir að umbjóðendum sínum hefði ekki verib kunnugt um að kæra væri komin fram fyrr en í sjón- varpinu. Eigendum hrossanna hefur aldrei verib birt ákæra vegna hrossahaldsins og ekki boðabir til skýrslutöku. Ástráður sagði að umbjóðend- ur sínir hefbu fengið upplýsing- ar um kjötflokkun á sláturgrip- um sínum síðastliðið haust. í ljós hafi komið að af 17 gripum fóru í það minnsta 13 í fyrsta flokk. Það komi varla heim og saman við þaö aö þarna hafi verið stundaðar pyntingar á dýrum, enda hafi eigendurnir varla haft hag af því að pynta dýrin sín. „Þeir búskaparhættir sem stundaði hafa verið í Langey hafa verið stundaðir meðal þjóðarinnar núna í rúm 1100 ár. Að halda því fram að þarna sé eitthvað stórkostlegt vandamál, eftirlitsleysi með þessum hross- um. Halda menn þá að mikið eftirlit sé með stóöi Skagfiröinga á heiðum uppi?" sagði Ástráður Haraldsson í gær. Ástráður segir málið tví- eöa þrískipt. Fyrst er lögreglukæra frá sýslumanni í Búðardal í fyrra, síban stjórnsýsluákvarð- anir Dalabyggbar sem hafa fengið staðfestingu umhverfis- ráðuneytis. Þriðja málið er ný lögreglukæra sem þá verður væntanlega sameinuö hinni fyrri. RLR fær það mál til skoö- unar og það væntanlega sent ríkissaksóknara til nánari ákvöröunar. -JBP Ekki fyrir stóryrbi og dónaskap „Það er nú allt saman órökstutt og ég átta mig ekki alveg á því hvaö þeir eiga við," segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um þá gagnrýni sem fram hefur kom- ið frá formanni Alþýöuflokksins og fleirum um meinta linkind hans gagnvart Norömönnum og árangursleysi í viðræöum við þá um Smuguna og norsk- íslenska síldarstofninn. „Ef það er ætlast til að ég noti stóryrði og dónaskap, þá á gagnrýnin við rök að styðjast. Ég tel að jiannig framkoma þjóni ekki hags- munum ís- lands. En ég tel mig alveg hafa dómgreind til ab meta það á hverj- um tíma hvernig best er að halda á þessum málum. Það reyni ég að gera og hef ágætisfólk í kringum mig til að ráðleggja mér í því sam- bandi," segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. -grh Halldór Embœtti húsameistara ríkisins:

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.