Tíminn - 06.02.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.02.1996, Blaðsíða 4
4 Þri&judagur 6. febrúar 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1,105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. . Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Veiöileyfagjald: réttlætismál eða skattlagning? Málefni sjávarútvegsins eru ætíð á dagskrá í þjóð- félagsumræðunni hérlendis og er það að vonum. Þau mál varða sjálfan grundvöllinn í lífsafkomu þjóðarinnar. Afkoma sjávarútvegsins hefur ætíð skipt sköpum um afkomu þjóðarbúsins í heild, þótt vissulega hafi aðrar atvinnugreinar einnig sótt í sig veðrið. Umræðurnar um sjávarútvegsmálin snúast einkum um eignarhald á auðlindinni, stjórn fisk- veiða, skiptingu veiðiheimilda milli togara, vertíð- arbáta og smábáta. Einnig hafa ætíð verið miklar umræður um hvort leyfa beri að framselja veiði- heimildir og hvort útgerðin eigi að borga gjald fyr- ir úthlutaðar veiðiheimildir. Umræðurnar um veiðileyfagjald hafa veriö m'iklar síðustu árin, en ekki að sama skapi mark- vissar. Alltof oft er veiðileyfagjaldi blandað saman við tilvist kvótakerfisins, þótt ekki sé neitt beint samband þar á milli. Veiðileyfagjald hlýtur að byggjast á úthlutuðum veiðiheimildum og kvóta- kerfib hverfur ekki við tilkomu þess. Fiskveibistjórnunin byggist á því að réttinum til veiða er úthlutað á skip og ekki tekið gjald fyrir. Gjaldtaka fyrir þessar heimildir er skattlagning á sjávarútveginn fremur en gjald fyrir aðgang að auðlindinni. Hugmyndin að baki er að gjaldtakan renni í ríkissjóð, og það er ljóst að spurningar um hvort fólk vilji hafa þann háttinn á höfða til al- mennings. Ríkissjóður er rekinn með halla og það hefur verið gripið til óvinsælla aðgerða til að ná honum niður. Hins vegar er sjávarútvegurinn hvergi nærri í stakk búinn til þess að greiða slíkan skatt. Skuldastaöa eða afkoma atvinnugreinarinn- ar gefur ekki tilefni til þess. Breyting á gengi til þess að létta undir með sjávarútveginum til ab standa straum af þessari gjaldtöku mundi hafa al- varlegar afleiðingar á öðrum svibum efnahags- mála. Umræðan um veiðileyfagjaldið er ruglingsleg, einkum tenging þess við eignarrétt á auðlindinni og stjórnunarkerfi fiskveiða. Skoðanakannanir um þetta mál, eins og það hefur verið lagt upp, eru einnig vafasamar og varast ber að draga af þeim of algildar ályktanir. Umræðan um veiðileyfagjald á að fara fram á réttum forsendum. Þær forsendur eru hvort rétt sé að leggja skatt á sjávarútveginn umfram það sem nú er og veiðiheimildir séu grunnurinn fyrir skatt- lagningunni. Afkoma sjávarútvegsins í heild nú, þótt hún sé góð í einstökum greinum, gefur ekki tilefni til slíkrar skattlagningar. Atvinnugreinin þarf nú umfram allt að borga niður skuldir, ef af- koman leyfir. íþróttadeildin yfirtaki Eurovision Aldrei fór það svo að Eurovisionkeppnin næði ekki að verða örlagavaldur í íslensku menningar- lífi. Nú er svo komið að dagskrárstjóri innlendrar dagskrárdeildar ríkissjónvarpsins, Sveinbjörn I. Baldvinsson, stendur uppi atvinnulaus eftir hat- ramma rimmu við sjálft útvarpsráb um það hvort spara mætti með því ab senda ekki íslenskan þátt- takanda í Eurovisionkeppnina. Utvarpsráb er mikill Eurovisionvinur og tók ekki í mál að ísland hætti þátttöku, en Sveinbjörn viröist hins vegar ekki skilja menningarsögulegt mikilvægi þátttöku íslendinga. Hins vegar verður að segjast eins og er, ab Garri skilur ekkert í þessu upphlaupi dagskrárstjórans. Því þó vissulega megi til sanns vegar færa að við séum sífellt ab senda fólk í keppni til útlanda til þess eins að tapa, þá býður Eurovision líka upp á heilmikla tekjumöguleika, ef rétt er á málum haldið. Dagskrárstjórinn hefði átt að kynna sér hvernig íþróttadeild- in hjá Sjónvarpinu hefur það, en þar eru menn alvanir því aö sjón- varpa með miklum tilkostnaði frá alþjóðlegum keppnum þar sem íslendingar tapa. íþróttadeild- ina skortir aldrei fé og engum hjá Sjónvarpinu hefur nokkru sinni dottið í hug aö hætta við að senda út frá íþróttamótum, þó svo að íslenskir íþróttamenn vinni aldrei neitt. Kostun á Eurovision Eitt þeirra ráða, sem íþróttadeildin hefur gripiö til til aö auðvelda sér útsendingarnar, er að fá ein- hvern til ab kosta dagskrána. Eflaust væri hægt að fá kostun á Eurovisionkeppnina eins og aörar keppnir. Og raunar er ekki ótrúlegt að hægt væri að ganga mun lengra og gera söngvakeppnina að mikilli tekjulind fyrir Sjónvarpið. Sannleikurinn er nefnilega sá að það er mjög eftirsóknarvert fyr- ir tónlistarmenn, sem hyggja á heimsfrægb, að koma fram í svona keppni og auglýsa sig þannig upp. Sjónvarpið ætti því að bjóba þátttökuna út, þannig að sá fái aö keppa fyrir íslands hönd sem er tilbúinn að syngja frítt og borga sína reikninga sjálfur. Það sem söngvarinn fengi upp úr krafsinu væri hin eftirsótta frægð og frami í Evrópu. Ef þátttakan og eftirspurnin er mikil, er vel hugsan- legt að láta þann söngvara, sem best borgar fyrir þetta tækifæri, hreppa fulltrúasætið. Síðan væri söngvurunum í sjálfsvald sett hvernig þeir standa straum af sínum kostnaði, en hugsanlega gætu þeir verið með auglýsingar á búningum sínum eða sagt eitthvab smellið í texta lags síns um til- teknar vörutegundir. Raunar má segja að það sé magnað að dagskrár- stjórinn skuli ekki hafa valið þessa leið varðandi Eurovision, eins og hann hefur raunar gert með svo margt annað skemmtiefni í Sjónvarpinu, en sem kunnugt er þá er innlend dagskrárgerð orðin að óvenju menningarþrungnu samblandi af skemmtiþáttum, vörukynningum og fjárhættu- spili. Það hefði t.d. ekki komið á óvart ef Happ- drætti Háskólans hefði viljað senda Hemma Gunn og nokkur leikskólabörn með lag í Eurovision til þess að freista þess að víkka aðeins út skafmiðamarkaðinn hjá sér. Enn er von Nú er hins vegar orðið of seint fyrir dagskrár- stjórann að gera eitthvað af þessu tagi, því hann vildi bara gera það sem ekki má. Útvarpsráð gæti þó enn farið inn á þessa braut, enda ráðið greini- lega ákveðið í að reyna að viðhalda þessum gömlu hefðum varðandi Eurovision. Að sjálfsögðu verö- ur þjóðin aö fá sína Eurovision og því vill Garri nú gera það ab formlegri tillögu sinni aö sönglaga- keppnin — undirbúningur hennar og fram- kvæmd af íslands hálfu — verði felld undir íþróttadeildina. Þar er alltaf til nóg af peningum og þá er heldur engin hætta á að sjónvarpsmenn láti sér detta í hug að hætta við þátttöku. Þvert á móti eru talsverðar líkur á því að íþróttadeildin muni auka verulega útsendingar frá keppninni og undirbúningi hennar — rétt eins og þeir hafa gert fyrir fjölmargar íþróttagreinar, sem enginn vissi að væru til fyrir nokkrum árum. Garri CARRI Hugsjónir Hriflu-Jónasar endurvaktar Menntamálaráð og Menningarsjóður sinntu veigamiklu hlutverki í þjóblífinu lungann úr þeirri öld sem senn er á enda. Starfsemin var löng- um umdeild og stóö um hana hápólitískt rifrildi nær allan starfstímann, enda stóð Jónas frá Hriflu fyrir stofnuninni og sjaldan var kyrrð í kringum þann mann, og síst þegar mennta- og menningar- mál voru annars vegar. Stundum litu kúltúrkommarnir á starfsemi Menningarsjóðs sem tilræbi við sínar hugsjónir og stundum hafði íhaldið allt á hornum sér þegar sá gállinn var á því og taldi ríkisrekna menningu verri en enga. F.n í tímans rás unnu fulltrúar allra flokka ágæt störf sem for- menn menntamálaráös og fram- kvæmdastjórar Menningar- sjóðs. Dæmi um sveiflurnar kringum ráð og sjóð er að Bóka- útgáfa menningarsjóðs gaf Sölku Völku út á sínum tíma. Síðar lenti Halldór Laxness í heiftarlegum deilum við for- ráðamenn og taldi þá síst menn- ingarlega sinnaba, en síðasti framkvæmdastjórinn var Einar sonur skáldsins sem stýðri fyrirtækinu röggsamlega. Menningarlegt niöurlag Svona hafa skipst á skin og skúrir og að því kom að ráb og sjóbur var lagöur niöur og var það stór- pólitísk abgerð sem íhaldið stóð fyrir en Sjálfstæö- isflokkurinn hafði þá gert markaðslögmálið að trúarjátningu. Nú ber svo vib að höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins er búinn að fá bakþanka og telur að breyta heföi mátt hlutverki Menningarsjóbs lítillega til ab sinna varðveislu þjóðlegra lista. Hér ber Morgunblaðið upp dýrustu hugsjónir Jónasar Jónssonar frá Hriflu og gerir ab sínum. Ekki er minna um vert að yfir Reykjavíkurbréfinu 4. febrúar svífur andi Björns Bjarnasonar, mennta- málaráðherra og fyrrum aðstoðarritstjóra Mogga. Að minnsta kosti sýnist þar fátt eitt sem brýtur í bága við fágaðan smekk og menningarlegt innsæi hjónanna í Háuhlíb 14. Hugmyndin er í stuttu máli að stofnun eins og Menningarsjóður væri tilvalin til ab gefa út tón- verk og myndverk með nútíma tækni. Dýr bóka- útgáfa sem ekki er vænst gróba af nema á löngum tíma gæti einnig heyrt undir Menningarsjóð. Uppvakningur Menningarsjóð má sem best vekja upp aftur, en einhver angi af honum mun starfræktur enn. í raun var það aldrei annað en pólitískt feigðarflan að leggja hann niður þótt vissu- lega hafi bókaútgáfan og önnur starfsemi stundum verið umdeil- anleg. En einnnig eru þau mörg verð- mætin sem Menningarsjóður hef- ur stuðlað að og varðveitt. Má þar nefna bókaútgáfu sem önnur for- lög hefðu vart staðið undir. En því miður fylgdi eitthvab annað meb sem ríkisforlag hefði betur aldrei komið nærri. Ríkið styður og styrkir menn- ingarlífið í landinu á margvísleg- an hátt og er miklum fjármunum varið til þess arna, þótt hags- munahópum þyki aldrei nóg og sker menningarfólkið sig ekki frá öðrum þrýsti- klíkum þegar upp er hafinn þrálátur harmagrátur. Engin ástæða er til fyrir einkafyrirtæki að leggja mikla fjármuni í útgáfu og varðveislu verka sem lítið gefa í aðra hönd fyrr en eftir dúk og disk, ef nokkurn tíma, Það er aftur á móti verðugt verk- efni fyrir opinbera stofnun að vernda og geyma framlag íslenskra listamanna til þjóðmenningar- innar og sjá um að þau glatist ekki. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélags- ins gaf út rit sem hafa mikið menningarsögulegt gildi, sem önnur útgáfufyrirtæki höfðu vart bol- magn til. Enn er þörf á slíku forlagi, sem auk þess ab styrkja og gefa út vegleg íslensk verk gæti sem best staðið aö þýðingum og útgáfu á erlendum verkum sem auka munu íslenska menningu og eru henni raunar lífsnauðsynleg. Má nefna hina miklu mannkynssögu Duranthjónanna, sem byrj- að var ab gefa út en lenti síðan allt í útideyðu og komu ekki nema tvö bindi á íslensku. Verkefnin eru næg og margt má spara á öðrum sviðum til að hlú ab þjóðlegri menningu og skal hér tekið undir þá frómu ósk höfundar Reykjavík- urbréfs að endurvekja hugsjónir Jónasar frá Hriflu, landi og lýð til Íanglífis og blessunar. OÓ Á vfóavangi JSiUs:;

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.