Tíminn - 06.02.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.02.1996, Blaðsíða 6
6 HWBfÍSÍII Þribjudagur 6. febrúar 1996 Menningarborgin árib 2000 ekki bóla til þess ab trekkja ab túrista eba selja fisk, heldur á ab: Leggja grundvöll ab menningu næstu aldar „Menningarborgarhugtakið er ekki hugsab sem uppákom- ur eba bólur sem vara bara í eitt ár. Aubvitab verbur menn- ingarprógramm, en abalatrib- ib í þessari hugsun er ab færa menninguna ofar á forgangs- lista samfélagsins, ab leggja grundvöll ab menningarstarf- semi næstu aldar og ab búa til menningarstefnu sem horfir til framtíbar. Vib viljum styrkja þær menn- ingarstofnanir sem vib eigum fyrir og bæta vib, t.d. húsnæbi fyrir menningaruppákomur," sagbi Gubrún Ágústsdóttir, sem skipub hefur verib í nefnd af Borgarrábi ásamt Ingu Jónu Þórbardóttur til ab ákveba meb hvaba hætti stabib verbur ab undirbúningi þess ab Reykjavík verbi ein af 9 menningarborg- um Evrópu áriö 2000. Einnig er henni ætlað ab sjá um samstarf við hinar borgirnar átta, og eiga þær ab hafa með sér a.m.k. eitt sameiginlegt þema. Samhliöa þessu þarf nefndin ab huga að stórverkefnum, sem taka langan tíma í undirbún- ingi, og nefndi Guðrún í því sambandi aö haldið verði áfram meö þá vinnu aö gera Hafnar- húsib ab miðstöb myndlistar og að finna lób undir tónlistarhús- ið, sem lengi hefur veriö í um- ræðunni. Aðspurð um hvaba áhrif þetta hugtak hefbi haft á ferða- mannafjölda annarra menning- arborga, vísaði Guörún í orð Dana, en Kaupmannahöfn er menningarborg Evrópu á þessu ári. „Þá sögðu þeir: I guðanna bænum, ekki leggja upp meö það aö þetta sé til ab auka tú- risma. Leggib áherslu á menn- inguna og aö auka vægi henn- ar." Þeir sögðu þaö hins vegar hib besta mál, ef svona menn- ingarveisla hefði þær aukaverk- anir að fjölga ferðamönnum og auka sölu á vörum frá viðkom- andi landi. Enda hafi komið í ljós ab þab veröur gífurleg fjölg- un ferðamanna til Kaupmanna- hafnar á þessu ári, sem margir hafa bobab komu sína af því aö hún er menningarborg. Guðrún segir þessa hugmynd upphaflega tilkomna vegna þess ab öll umræba um Evrópusam- starf snerist um efnahagsmál, en engin áhersla væri lögb á menningu, og því megi þetta ekki fara aö snúast um hags- muni efnahagslífsins. „Þá erum viö ekki aö þessu til ab auka tú- risma eöa selja meiri fisk, þab er ekki höfubtilgangurinn. Það hefur nú sýnt sig að listræn starfsemi skilar meiru í ríkissjóö heldur en viö verjum til hennar, meb virðisauka og slíku. Önnur áhrif hennar er auðvitab ekki hægt ab meta til fjár. Auðvitað vinnur mabur að þessu verkefni með ferðamálayfirvöldum, en þetta er ekki til þess ab auka ferðamannastrauminn." Hinar menningarborgirnar ár- iö 2000 eru Avignon í Frakk- landi, Bergen í Noregi, Bologna á Ítalíu, Brussel í Belgíu, Krakow í Póllandi, Helsinki í Finnlandi, Prag í Tékklandi og Santiago de Compostela á Spáni. LÓA Gubrún Ágústsdóttir. Samtök ibnabarins stybja tillögu um veibileyfagjald. Meirihluti þjób- arinnar fylgjandi: Gefur færi á að lækka neysluskatta og verölag Seblabankinn: Horfur um vaxtaþróun á nœstunni óvissar: Valda einstakl- ingar viðskipta- halla í ár? Neysluaukning virbist meiri en hækkun rábstöfunartekna gef- ur tilefni til og því eykst láns- fjáreftirspurn. Verbi framhald á aukinni neyslu, eins og þjób- hagsáætiun gerir raunar ráb fyr- ir, má búast vib vibskiptahalla, segir m.a. í Hagtölum Sebla- bankans þar sem fjallab er um vaxtaþróun síbasta árs og horf- urnar framundan, sem reyndar eru sagbar óvissar. Gert er ráb fyrir nokkurri vaxta- hækkun á skammtímamarkaðn- um á fyrri hluta ársins, sökum aukinnar verbbólgu í kjölfar kauphækkana um áramótin. Slök lausafjárstaða bankanna, eftir minnkandi innlán og vaxandi út- lán á undanförnum ársfjórðungi — sem hvort tveggja endurspegl- ist í vaxandi neyslu, innflutningi og endurgreiðslu erlendra lána — muni einnig stuðla að hærri skammtímavöxtum á fyrsta fjórð- ungi ársins 1996. Horfur um þróun langtíma- vaxta segir Seðlabankinn óvissar og engar forsendur á þessu stigi til að spá laekkun þeirra á næstu mánuöum. Þar skipti lánsfjáreftir- spurn heimila m.a. miklu máli, en þau hafi undanfarin ár tekiö til sín stærsta hluta alls sparnaðar í landinu. Reynsla undanfarinna ára sýni að vel gæti farið svo að þessi skuldasöfnun heimilanna haldi áfram. Ef saman færi stöövun á skulda- söfnun heimilanna, lækkun á fjárþörf opinberra abila, auknar erlendar lántökur fyrirtækja í stað innlendra og meiri innlendur sparnaöur, þá mundu langtíma- vextir lækka. Hvenær þær abstæb- ur skapast, sé hins vegar ekki mögulegt að fullyrba um nú. Síð- an þetta var skrifaö hafa bankarn- ir hækkaö bæbi innláns- og út- lánsvexti. ■ „Tekjur af veibileyfagjaldi veita okkur tækifæri til ab lækka neysluskatta og þar meb verblag. Lækkun virbis- aukaskatts ætti ab mestu ab vega upp áhrif til hærra verblags á innfluttum vör- um, sem lægra raungengi krónunnar vegna veibileyfa- gjalds hefbi í för meb sér," segir í umsögn Samtaka ibn- abarins um þingsályktunar- tillögu um veibigjald, sem send var efnahags- og vib- skiptanefnd Alþingis í lok nóvember sl. Samkvæmt skoðanakönnun, sem Gallup/íslenskar markaðs- rannsóknir gerðu fyrir Samtök iðnaðarins á afstöbu almenn- ings til veiðileyfagjalds, eru 64% af þeim sem tóku afstöðu fylgjandi veiðileyfagjaldi. Að- eins 36% voru andvígir. Könn- un Gallup nábi til 1200 ein- staklinga, sem vom valdir af handahófi úr Þjóðskrá. í könn- uninni var spurt: „Ertu fylgj- andi eöa andvíg(ur) ab greitt verbi veiðileyfagjald fyrir að- gang aö fiskimiöunum, sem rennur í ríkissjóö?" Niburstöbur könnunarinnar voru aö öbru leyti þær að mjög fylgjandi veibileyfagjaldi voru 31,5%, frekar fylgjandi 28,1%, hvorki fylgjandi eba andvígir 6,6%, frekar andvígir 16,5% og mjög andvígir 17,3%. Samtök iðnaðarins telja aö niðurstöður könnunarinnar séu „afar at- hyglisverðar og sýna ótvíræð- an vilja mikils meirihluta þjób- arinnar í þessu máli." í áðurnefndri umsögn SI kemur fram að stuðningur þeirra vib veibileyfagjald bygg- ir á hvortveggja réttlætisrök- um og hagkvæmnisrökum. Fyrir það fyrsta stríðir það gegn réttlætisvitund þjóöarinnar ab „fámennur hópur fái gefins stórkostleg verðmæti" sem lögum samkvæmt eru þjóðar- eign. Þessum verðmætum geta síðan þiggjendur ráðstafað að vild, „nýtt, leigt eða selt, án þess að standa réttmætum eig- endum reikningsskil". Hagkvæmnisrökin eru ann- arsvegar þau að innheimta veiðileyfagjalds muni jafna starfsskilyrði atvinnugreina og fyrirtækja og koma í veg fyrir umtalsverða sóun framleiðslu- þátta þjóðarinnar. Hinsvegar getur veiðileyfagjald virkab til sveiflujöfnunar í þjóðarbú- skapnum. -grh Alþingi: Frumvarp um einkabílnúmer Verbi frumvarp, sem lagt hefur verib fram á Alþingi, ab lögum, mun verba heimilt ab leyfa eig- endum ökutækja ab velja ser Nýtt og enn skœbara afbrigbi kartöflumyglu breibist hratt út í flest- um heimsálfum: Spáð mestu erfibleikum í kartöflurækt frá 1845 Nýtt afbrigbi af kartöflu- myglusvepp hefur komib upp á síbustu árum og leggst bæbi á kartöflur og tómata. Fregnir af svibnum kartöfluökrum og ónýtri uppskeru berast frá öll- um heimsálfum nema Ástral- íu. „Nýja afbrigbib breiöist hratt út og virðist vera óstöðvandi, er haft eftir vísindamanni viö Cornell- háskólann í Bandaríkj- unum. Hann spáir því ab fram- undan séu mestu erfiðleikar í kartöflurækt frá 1845," segir í Frey, sem hefur þessar heimildir úr norsku bændablabi. Umgetið ár, 1845, leiddi kartöflumygla til hungursneyðar á írlandi sem kunnugt er. Sem dæmi um skaðann er nefnt að kartöfluuppskera að verðmæti 25 milljóna dollara (1.650 millj.kr.) eyðilagðist áriö 1994 í ríkinu Maine í Bandaríkj- unum. Þetta nýja afbrigbi kartöflu- myglu, sem ránnsóknarmenn kalla A-2-geröina, er kröftugra og harögerðara en eldra afbrigð- ib. Nýja afbrigðið fjölgar sér með gróum, sem talið er að geti lifað af veturinn í jörbu. Og ekki bætir þab útlitið, ab algengasta lyfiö gegn kartöflumyglu, met- alaksyl, vinnur ekki á þessari gerö sveppsins. Líklegast er talið ab A-2-kart- öflumyglusveppurinn sé upp- runninn á hásléttum Mexíkó og að þar sé hann þekktur frá því á sjötta áratugnum. ■ bókstafi og tölustafi á skráning- arnúmer ökutækja sinna. I frumvarpinu er gert ráb fyrir sérstöku gjaldi, ab upphæb 50 þúsund krónur, fyrir slíka skráningu auk kostnabar vib númeraplötur. Þá verbi einnig sérstakt gjald ákvebib fyrir flutning einkanúmers af einu ökutæki á annab. Frumvarpið gerir ráö fyrir að dómsmálaráöherra fái heimild til þess aö setja reglur um þessa heimild, sem á sér hliðstæðu í mörgum öbrum löndum. Sem dæmi um Iönd, þar sem eigendur ökutækja geta valiö sér sérstaka tölu- og bókstafi á skrásetningar- númer, má meðal annars nefna Danmörku og Svíþjóö, en slíkar heimildir hafa verið þar í lögum um nokkurt skeið. Gert er ráð fyr- ir að tryggja með reglugerb að ekki verði unnt að velja áletranir er brjóti í bága við íslenskt málfar, eba að þær valdi hneykslun eba hafi önnur óþægindi í för með sér. Þá er gert ráð fyrir að réttur til notkunar einkaskrásetningar- merkis verði tímabundinn og miðaður við ákvebinn árafjölda. ÞI.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.