Tíminn - 07.02.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.02.1996, Blaðsíða 1
80. árgangur Miövikudagur 7. febrúar 26. tölublaö 1996 Komur íslenskra og er- lendra vetrarferöalanga til landsins fjölgaö um og yfir 20% milli ára: Mikið feröaár framundan? Rúmlega 8.500 íslendingar komu til landsins í janúar, eoa rösklega fjórbungi (27%) fleiri en í janúar í fyrra og og þriðj- ungi fleiri en í sama mánuoi fyrir tveim árum. Gæti þetta verib vísbending um mikib ferbaár framundan hjá land- anum. Janúar viröist kannski líka lofa góðu fyrir sölumenn feröa- þjónustu, því nærri 15% fleiri (um 6.400) erlendir ferbamenn lögðu hingab leib sína fyrsta mánub ársins heldur en undan- farin ár. Vibbótin er fyrst og fremst Bandaríkjamenn, Norb- urlandabúar og Frakkar. Tölur um fjölda ferbamanna milli landa undanfarna þrjá vetrarmánuði virðast benda til verulegrar grósku í vetrarferb- um, bæbi íslendinga og útlend- inga. Tæplega 40 þúsund landar hafa snúib heim erlendis frá á tímabilinu nóvember/janúar, eba um 23% fleiri en sömu þrjá mánubi fyrir ári. Og hátt í 24 þúsuhd útlendingar hafa heim- sótt okkur þessa sömu vetrar mánubi, sem er um 20% fjölgun frá sama tímabili fyrir ári og t.d. um 67% fjölgun frá nóvem- ber/janúar fyrir fimm árum. ¦ Jón Baldvin Hannibalsson: Ég hef ekki andmælt kurteisi „Ég hef ekki andmælt kurteisi, menn eiga ab vera kurteisir," sagbi Jón Baldvin Hannibalsson í gær varbandi vibræbur Hall- dórs Ásgrímssonar utanríkisráb- herra vib Norbmenn. „Ég er ab segja ab þeir virbast einfaldlega ekki hafa neina abferbafræbi eba stefnu í samskiptum vib Norbmenn. Ég hef alltaf talab kurteislega um Norbmenn," sagbi Jón Baldvin. Jón Baldvin sagöi hins vegar í síbustu viku að Norbmenn sýndu ósvífni en linkind Halldórs væri slík ab hann kærbi ekki Norb- menn enda þótt þeir hefbu brotib ákvæbi EES-samningsins. -JBP I y r3 Ll Cll V \jr%MJI IIC/I lfI í l á þessum vetri er ab skella á subvestanlands eftir einmuna blíbu um land allt þab sem afer árinu. Snjónum er vel fagnab af yngri kynslóbinni. Þessir strákar í Kleppsholtinu í Reykjavík nýttu sér snjóinn til hins ítrasta. Veburhorfur um land allt voru meb prýbilegu móti ígærkvöldi ab mati Veburstofunnar og má lesa um veburútlitib á baksíbu blabsins. Tímamynd: cs Settur forstjóri Ríkisspítalanna er ósáttur viö aö skila Fœöingarheimilinu: Viljum nýta húsið áfram fyrir konur Vigdís Magnúsdóttir, settur for- stjóri Ríkisspítala, segist mjög ósátt vib ab skila húsnæði Fæð- ingarheimilis Reykjavíkur til borgarinnar. Hún vonast til ab samkomulag náist við borgaryfir- völd um ab Ríkisspítalar geti nýtt húsib áfram í þágu kvenna þótt fæbingar fari ekki fram þar. Ab- stobarkona borgarstjóra segir ab slíkt komi til greina en engar vib- ræbur séu hafnar. I leigusamningi Ríkisspítala og Reykjavíkurborgar um Fæbingar- heimilib kemur fram þab skilyrbi af hálfu borgarinnar ab húsib verbi nýtt fyrir fæbandi konur. Eftir ab Fæbingarheimilinu var lokab á síb- asta ári hefur engin starfsemi verib í húsinu og hefur komib til tals ab Ríkisspítalar skili húsinu til Reykja- víkurborgar. Vigdís Magnúsdóttir segist ósátt vib þá niburstöbu enda séu Ríkisspítalarnir í húsnæbis- hraki. Hún segir að hugsunin að baki samningsins á sínum tíma hafi verib ab bjóba reykvískum konum upp á val vib fæbingar en forsendur hafi breyst síban. „Þab hefur verib settur upp svo- Aukalið 1 viðbragðsstöðu „Þab var hreint ekki skemmtilegt ab standa í þessu, þetta er eitt hib ömurlegasta sem mabur stendur í. Þetta er í fyrsta sinn í minni tíb sem fulltrúa sem svona útburbar- mál fer alla leið. Útburðurinn fór þó prúðmannlega fram miðað vib abstæður og ég hef ekkert við framkomu hjónanna á Hvoli að athuga. Ég þakka þeim fyrir vin- samlegt viðmót í minn garð." Þetta sagbi Karl Gauti Hjaltason, fulltrúi Sýslumannsins á Selfossi í samtali vib Tímann í gær en hann stjórnabi útburbinum á Hvoli 1 í fyrradag. Karl Gauti sagðist allt eins hafa átt von á átökum í húsinu. „Þegar 30-40 manns eru á stabnum og stundum misjafn saubur í mörgu fé, þarf kannski ekki nema einn eba tvo til ab æsa upp fólk. Þab eru yfirleitt alltaf einhverjir sem ekki koma í fribsamlegum tilgangi." Karl Gauti sagbi abspurður ab þótt til átaka hefbi komib hefbi ekki verib hægt ab hætta vib gjörninginn. „Við vorum með auka liðsafla tilbúinn ef til óeirða hefbi komib. Þab verbur ab klára svona mál. Dómsorbi ber ab fram- fylgja." -BÞ Sjá einnig bls. 2 kallabur MFS-hópur á kvennadeild- inni sem gefur konum val innan hennar og eins viljurri vib meina ab vib getum vel sinnt öllum fæbing- um þar. Vib viljum hins vegar gjarnan nýta Fæbingarheimilib fyr- ir konur, bæbi ef þær vilja liggja lengur og eins fyrir þær sem eiga börn á vökudeild," segir Vigdís. Hún segir einnig vera talað um að sameina mæbraskobun Landspítal- ans og mæbraskobun Heilsuvernd- arstöbvar Reykjavíkur. Hús Fæbing- arheimilisins komi til greina undir þá starfsemi, rúmist hún ekki á Heilsuverndarstöbinni. Þá telur Vigdís húsib vera upplagt fyrir sjúkrahótel vegna þess hversu stutt þab er frá spítalanum. Kristín Á. Árnadóttir, abstobar- mabur borgarstjóra, segir ab þab hljóti ab koma til greina ab breyta samningnum þannig ab Ríkisspítal- ar fái heimild til ab nýta húsib fyrir abra starfsemi en fæbingar. „Þab eru engar vibræbur hafnar og við eigum eftir ab fá upplýsingar um hver áform Ríkisspítala eru varbandi húsib. Þab er því of snemmt ab segja til um hver nibur- staban verbur," segir Kristín. -GBK Borgin selur Ásmundarsal Borgarráb samþykkti í gær að selja fasteignina Freyjugötu 41, Ásmundarsal, Listasafni ASÍ. Listasafniö skuldbindur sig til ab taka sérstakt mið af börnum í starfsemi sinni í húsinu og haga abkomu og innréttingu þess með sérstöku tilliti til barna. Reykjavíkurborg keypti Ásmund- arsal á síbasta ári í þeim tilgangi ab reka þar leikskóla. Margir urbu til ab mótmæla því ab leikskóli yrbi í hús- inu og vísubu í því sambandi til sögu hússins og menningarlegs gildis þess. Nú hefur borgarráb fallib frá því ab leikskóli verbi í Ásmundarsal og sarhþykkt ab selja húsib Alþýbu- sambandi íslands og Listasafni ASÍ á sama verbi og borgin keypti húsib á á síbasta ári (19,2 milljónir króna). Salan er gerb meb þeim skilyrbum ab Listasafnið reki í húsinu sýning- arsali með sérstakri áherslu á list- kynningu fyrir börn. Til að tryggja þetta er í kaup- samningnum yfirlýsing safnsins um að þab muni leggja sérstaka áherslu á ab gera listkynningar ab- gengilegar fyrir börn og gera húsib þannig úr garbi ab þab henti börn- um og borin sé full virbing fyrir þörfum þeirra. Listasafnib skuld- bindur sig einnig til ab taka sérstakt mib af börnum í starfsemi sinni og haga aðkomu og innréttingu þess með sérstöku tilliti til barna. Reykjavíkurborg tekur ekki á sig neinar kvaðir um fjárstyrk til safns- ins síðar meir vegna starfs þess í þágu barna. -GBK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.