Tíminn - 07.02.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.02.1996, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 7. febrúar 1996 Tíminn spyr... Á Sjónvarpið a& spara me& því a& sleppa þátttöku í Eurovisi- on? Gunnar Þóröarson, hljómlistarmaöur: „Nei, mér finnst aö viö eig- um aö taka þátt í Eurovision. Eru íslendingar ekki ein rík- asta þjóö í heimi? Er ekki hægt aö senda eitt íslenskt dægurlag út einu sinni á ári? Er það okkur ofviöa?" Pálmi Gestsson, leikari og li&smabur Spaugstofu: „Já. Vegna þess aö viö get- um notað peningana sem fara í Eurovision miklu betur, t.d. í innlenda dagskrárgerð. Til dæmis, af því að mér er nú máliö skylt, á leiklistarsviö- inu, í fleiri góö leikrit. Fram- leiða meira gott íslenskt efni." Geirmundur Valtýsson, tónlistarmabur: „Mér finnst aö það eigi ekki að spara í þessu en þaö mætti gjarnan breyta tilhögun í Eurovision og hafa almenna þátttöku íslenskra höfunda en ekkf vera aö velja einn út úr til þess að semja lagið. Mér finnst þessi keppni almennt úti í Evrópu hafa dalaö mjög og ég held aö áhugi á henni hafi minnkað mjög mikið. Ég held aö hann hafi líka rýrnað mjög hér eftir að tekin var upp sú stefna aö fara aö velja menn í þetta. Því þá er ekkert sjónvarpsefni aö fá út úr þessu, þá er lagiö kynnt einu sinni og svo keppnin sjálf og hún er nú ekki nema tveir þrír tímar." Lögfrœöingur landbúnaöarráöuneytisins neitar aö ráöuneytiö hafi brotiö á rétti hjónanna á Hvoli: Sagt var... Umdeilanlegt hvort þau hafi átt hæsta tilbo&ið Tímamynd: Brynjar Cauti Jón Höskuldsson, lögfræ&ingur í landbúnaöarráðuneytinu, segir ekkert óeölilegt viö Jraö aö ríkið hafi ekki tekiö tilboöi hjónanna á Hvoli I í jöröina þegar þau huðu í fyrrverandi eignir sínar. Tilboöiö hafi faliö í sér gagnkröfur á ríkiö. „Þau geröu kröfu um ab ríkib greiddi þaö sem þau köllubu endurbætur á eigninni og ef fariö heföi verib ofan í saum- ana á Jrví er óljóst hvort j)au hafi í raun átt hæsta tilbobib." Lögfræöingur landbúnaöar- ráöuneytisins segir ráðuneytiö í engu hafa brotiö á rétti hjón- anna á Hvoli. Eólkið hafi sagt upp ábúðinni af fúsum og frjáls- um vilja en þar á undan hafi beiðni þeirra um kaup á eignum veriö hafnaö án þess aö til ábúö- arloka kæmi. „Við sömdum við þau eftir aö þau ítrekuðu kröfu um að keypt yröi af þeim og þau máttu sitja til áramótanna 1994- 95. Eftir aö þau neituöu aö fara var ekki hægt aö fara aðrar leiöir en krefjast útburöar." Fengu 26 milljónir Úttektarmat á eignum Hvols I fór fram þegar gengiö var til kaupsamninga viö þau. Þær voru metnar á um 26 milljónir sem gekk aö nokkru leyti upp í veö- Frá abgerbum á Hvoli í fyrradag. skuld, en miklir erfibleikar voru í loðdýraeldinu á þessum tíma. Sú fjárhæð var mjög ríflega áætluö aö sögn Jóns Höskuldssonar. „Þetta var byggt á mati úttektar- manna en sjónarmið manna hér var að matið væri of hátt og viö báðum um yfirmat innan ákveö- ins frests. Síðar var tekin ákvörö- un um aö falla frá því og berjast ekki fyrir lækkun á þessu. Þetta er dæmi um hagsbætur sem þau hafa fengið án þess af einhverj- um ástæöum ab minnast á þaö." Jón sagði ennfremur um meinta mismunun eftir land- svæðum sem hjónin á Hvoli hafa rætt í fjölmiðlum aö þar gæti ákveðins misskilnings. „Menn blanda hér annars vegar saman Jarbeignum ríkisins og hins veg- ar Jarðasjóði ríkisins. Hlutverk jaröasjóös er aö kaupa jarðir í eigu einstaklinga, yfirleitt er þeir missa eignir vegna áhvílandi skulda. Þá er gert ráö fyrir aö selj- endur sitji áfram en þetta eru ekki ríkisjarðir." Jón segir aö á hinn bóginn sé þaö hlutverk Jaröeigna ríkisins aö sýsla meö þessar ríkiseignir og þá beri ríkinu sem öörum jarð- eigendum aö kaupa þeirra eignir og framkvæmdir á jörðinni viö ábúðarlok. Frá 1978-1990 hafi verið nokkur dæmi um svona eignakaup án þess aö til ábúðar- loka kæmi en mat ráðherra frá árinu 1991 hafi verið aö standa ekki lengur í slíkum kaupum. Þess vegna hafi ábúendum á Hvoli I og Kvistum verið synjað vegna stefnubreytingar en fjarri lagi sé aö tala um svik og mann- greinarálit í því sambandi. -BI’ Skólalíf éíhalds- EFTIR FJÖLMANN BLÖNDAL Þótt Doddi hafi ekki veriö hrifinn af því í upp- afi aö Eydal yrði kennslustjóri á feröamálabraut, haföi hann smám saman lært aö meta þennan durtslega rum meö talanda eins og heymardauft gamalmenni. Það var helst meö gamansemi sinni sem Eydal hafði náö sambandi við Dodda, þótt þaö færi svo- lítiö í taugarnar á skólastjóranum að Eydal skyldi vera honum sjálfum fremri í kveðskaparlist. Eydal var hins vegar svo gamall að hann yröi Dodda aldrei keppinautur um eitt eða neitt, allra síst myndi hann girnast Dóru eöa hún falla fyrir honum. Doddi bar líka nokkra virbingu fyrir Eydal fyrir þær sakir aö hann haföi kennt sig bæöi til móöur og föbur. Fabir hans hafbi veriö úr fögrum dal og gjama kennt sig vib dalinn, en móöir hans var úr Þerney viö Ueykjavík og þótt mikiö til þess koma og ættar sinnar sem kennd var viö eyna. Skáldleg hugsun Eydals hafði þann- ig sameinaö eyna og dalinn svo úr vab þetta fal- lega nafn. Reyndar haföi Eydal einn galla sem Doddi hafði þó ekki neinn sérstakan áhuga á að uppræta. Þaö var hvaö hann hélt upp á þá nemendur í skólan- um sem voru afkomendur heldri borgara eins og hann taldi sjálfan sig vera. Þeim gaf hann hærri einkunnir en öörum og gaf ekki refsistig í kladd- ann ef þeir komu of seint. Þetta mæltist illa fyrir hjá öörum nemendum og margir kennarar höföu á því orö, en Eydal lét þaö ekkert á sig fá. Snobb og flokkadrættir voru hans ær og kýr og því fékk enginn breytt. ■ Gleymnir framsóknarmenn „Þess vegna gott fólk: Framsóknar- menn eru ekki óheibarlegir skúrkar sem Ijúga og svíkja. Þ'eir eru bara óvenjulega mannlegir, og reyndar löng hefö fyrir því aö forystumenn í flokki þeirra þjáist af jafnvel enn meiri minnisbresti en annaö fólk." Hrafn Jökulsson sálgreinir framsóknar- menn í Alþýöubla&inu í gær. Strangheibarlegur forsetaframbjóbandi „Það er ekkert í lífi mínu sem ekki þolir dagsljós." Gu&rún Pétursdóttir í vi&tali viö Al- þý&ubla&iö. Þegar stórt er spurt! „Af hverju er ekki hægt ab ganga þannig frá málum ab tölur fyrir laun, eftirstöövar (flestra) lána, fasteigna- mat o.s.frv. séu á skattframtalinu, áb- ur en það er sent til hins venjulega launamanns? Væri þetta gert, þyrfti launamaburinn ekki ab gera annab en ab fara yfir skattframtalib og gera athugasemdir ef einhverjar væru." Gu&mundur Gunnarsson spyr í grein í Mogganum hvort margendurtekinn innsláttur á sömu tölunum sé virkilega nau&synlegur í tölvuvæddu nútíma- þjó&félagi. Laumukommar í bláum llt „Hvers vegna heitir Sjálfstæbisflokk- urinn Sjálfstæbisflokkur, þar sem sá flokkur er hvab líkastur gamla kommúnistaflokknum í fyrrum Sovét- ríkjunum?" Þorgeir Gu&jón Jónsson í lesendabréfi í DV. Hann vill a& Sjálfstæ&isflokkurinn taki upp heitiö Kommúnistaflokkur Is- lands. Jarmandi forseti „Þab þætti þannig ekki amalegt ef abstobarmenn forseta gætu teymt á eftir sér virðulegan geithafur, sem væri jafnframt handhafi embættisins. Væri síban bara ab vona ab hann kynni það vel ab vera meb erlendum þjóöhöföingjum ab hann færi ekki ab jarma í tíma og ótíma í opinberum móttökum." Tryggvi V. Líndal stingur upp á því í les- endabréfi í DV a& lukkudýr ver&i gert a& forseta. Á Alþingi er hefb fyrir því ab for- menn þingflokka fái þokkalegar skrifstofur. Alþýöubandalagsmenn eru flestir meb skrifstofur í Vonar- stræti 12. í þinghléi á dögunum komu valinkunnir iðnaðarmenn og tóku í gegn skrifstofu fyrir nýkjör- inn formann Alþýbubandalagsins. Allt var klappað og klárt í upphafi þings eftir jólahlé en þá vildi ekki betur til en svo ab formaðurinn var hundóánægb með nýja kontorinn, þótti lítib til hans koma og neitar að flytja inn. „Þab er nú ekki verra að fulltrúar alþýbunnar búi betur en abrir," sagði alþingismabur í pottinum í gær. Þingmaðurinn bætti því viö ab í gær hefði Margrét Frímannsdóttir skamm- að þingmenn stjórnarflokkanna fyrir slælega mætingu er hún flutti mál og bætti viö að hann kynni betur vib Margréti eins hún hegb- aði sér venjulega: væri fjarverandi úr þinginu ab skipuleggja nýju skrifstofuna sína — sem ætti eftir aö byggja. • Kjartan Sigurjónsson er lands- kunnur hagyröingur ásamt því ab vera formaður organistafélagsins. Vegna deilnanna í Langholtskirkju setti Kjartan saman eftirfarandi vísu: Allt er komib upp í loft íandans mikla pubi. Flóki tekur œbi oft á sér feil og gubi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.