Tíminn - 07.02.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.02.1996, Blaðsíða 6
6 Mibvikudagur 7. febrúar 1996 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Þaö var Pétur Arnar Pétursson, forseti bœjarstjórnar á Blönduósi, sem tók fyrstu skóflustunguna aö fiskverkunarhúsinu meö vélgröfu. FntTTnninnin SELFOSSI Nýjar reglur leggja þungar byröar á Grímsneshrepp þar sem sjötti hluti íbúanna er fatlabur: Hreppurinn vill yf- irtaka vistheimilib á Sólheimum Grímsneshreppur hefur boö- ab Félagsmálarábuneytið og biskup íslands til viðræðna um að hreppurinn yfirtaki allan rekstur og stjórnun Sólheima. Meö nýjum lögum um verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga hefur kostnabur vegna fatlabra veriö í ríkari mæli færður frá ríki yfir til sveitarfélaga í land- inu. Stjórn Sólheima hefur að undanförnu rætt við Grímsnes- hrepp um kostnaöarþátttöku þess síðarnefnda í akstri og svo- kallaðri liðveislu vegna íbúa Sólheima, en lögum samkvæmt eru þetta þættir sem sveitarfé- lagi ber að standa straum af vegna fatlaðra íbúa sinna. Á Sólheimum búa 40 fatlaðir ein- staklingar, sem er um sjötti hluti íbúa hreppsins. „l’egar íbúar Sólheima eru orðnir sjötti hluti Grímsnes- hrepps með fullum réttindum íbúa þar, er óeðlilegt aö einhver hópur fólks, að stórum hluta búsettur í Reykjavík og ná- grenni, tilnefndur af Frestafé- lagi íslands, ráöi í meginatrið- um hvernig mál þróast fyrir þennan stóra hóp íbúa Gríms- neshrepps," segir í ályktun hreppsnefndar Grímsnes- hrepps, sem samþykkt var á fundi nefndarinnar í síðustu viku. Sem dæmi um ófyrirséðan kostnaö, sem hreppurinn hafi lent í vegna Sólheima, eru fé- lagslegar íbúðir sem reistar voru á Sólheimum fyrir nokkrum ár- um og var þá komið með reikn- ing til sveitarfélagsins fyrir þeim 3,5% sem lög kveða á um að sveitarfélagi beri að greiða við byggingu slíkra íbúða. Óhið TréltabluO ■ Noröurlandi vcstra SAUÐARKROKI Mikill uppgangur í atvinnu- sköpun vib Blöndu: Á þribja tug nýrra starfa í fiskverkun Sl. föstudag var tekin fyrsta skóflustunga að nýju 540 fer- metra fiskverkunarhúsi á Blönduósi sem eignarhaldsfé- lagið Skúlahorn byggir, en samningar hafa tekist við Fisco hf. í Reykjavík um rekstur húss- ins. í samningunum felst ab Fisco aflar hráefnis fyrir húsið og sér um sölu afurða. Reiknað er með að fiskverkunin skapi 24 störf á félagssvæði Verkalýðsfé- lags A,- Húnvetninga. Þetta mun vera stærsti viðburbur í at- vinnulífinu á svæðinu frá því Rækjuvinnslan Særún tók til stafa og rækjutogarinn Nökkvi var keyptur til Blönduóss. Um sjö mánuöir eru liðnir frá því Skúlahorn var stofnaö og standa að félaginu Blönduós- bær og allir hreppar A.-Hún. ut- an Höfðahrepps og Skaga- hrepps. Verkalýðsfélagiö er einnig eignaraðili, en lang- stærsta hlutinn á Blönduósbær, 70%. Verktaki við byggingu fisk- verkunarhússins er Trésmiðjan Stígandi á Blönduósi og hleypa þessar framkvæmdir því miklu lífi í byggingaribnabinn í bæn- um, á þeim tíma ársins sem jafnan er daufastur, en áætlanir gera ráð fyrir að húsið verbi til- búið til afhendingar í lok júní. Fisco útvegar vélakost í húsib og reiknað er meb ab koii verði aðalhráefnið til að byrja með. Eftirlit hert meb fíkniefnum Lögreglumenn í umdæmi sýslumannsins á Seyðisfirði, sem nær yfir Seybisfjörð, Vopnafjörð, Hérað og Borgar- fjörð, hafa ákvebið að herba eft- irlit með fíkniefnum. Farin hef- ur verið sú leið að leita liösinnis almennings í baráttunni vib þennan mikla vágest og hefur verið settur upp símsvari með númerið 471-1969. Getur fólk hringt þangað inn upplýsingar Úlfar jónsson meö safn af tólum og tækjum, sem notuö hafa veriö viö fíkniefnaneyslu. Hlutirnir hafa veriö geröir upptœkir af lögregl- unni á Egilsstööum. án þess ab gefa upp nafn sitt, og þannig lagt lögreglunni liö. Að sögn Ulfars Jónssonar, lögreglumanns á Egilsstöbum, hefur lögreglan ekki orðið vör við merkjanlega aukningu á neyslu fíkniefna á svæbinu, en telur eðlilegt ab ætla að vib slíku megi búast miðaö við þró- un þessara mála í landinu. Á Egilsstöðum eru abeins tveir lögreglumenn og eiga þeir að annast löggæslu á Héraði og Borgarfirði, en á svæbinu búa um þrjú þúsund manns. Úlfar sagði að starfinu fylgdi mikil skrifstofuvinna, sem heföi þab í för með sér ab einn maður á vakt gæti engan veginn annast löggæslu með sómasamlegum hætti. I>ví skipti miklu máli að hinn almenni borgari hefði augu og eyru opin og léti frá sér heyra, ef hann yrði var við sölu og neyslu fíkniefna. KEFLAVIK Bakkavör tekur gamla Jökul á leigu: 50-60 ný störf? Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi fyrir skemmstu, leigusamning við fyrirtækiö Bakkavör í Reykjavík, á húsnæði því sem bærinn eignaðist nýlega á nauðungar- uppboði og gildir leigusamn- ingurinn til 1. des. nk. Um er að ræða Jökulsfrystihúsið við Framnesveg, þar sem fyrirtækið Jökulhamrar var síðast til húsa. Fyrir tilstilli Markaðs- og at- vinnumálaskrifstofu Reykjanes- bæjar, MOA, tókust leigusamn- ingar við Bakkavör um að fyrir- tækið flytti jafnvel strax í næstu viku þriðjung af starfsemi sinni hingað suður, þannig ab um 15 manns gætu fengið þar störf, ab sögn Jóns Björns Skúlasonar hjá MOA. Sagði Jón Björn enn fremur að strax í kjölfarið hæfust samningaviðræbur um að fyrir- tækið flytti jafnvel alla starf- semi sína hingað suður. Þeir samningar þyrftu helst að nást í þessum mánuði og myndi þá fyrri samningurinn falla inn í þennan. Takist samningar um heildar- flutning fyrirtækisins, skapast um 50 til 60 störf hjá fyrirtæk- inu. Bakkavör er ekki hefð- bundin fiskvinnsla, heldur mat- vælaframleiðsla, þar sem fram fer hrognavinnsla alveg frá byrjunarreit og upp í pökkun í neytendaumbúðir. Þetta gamla frystihús, sem lengi hefur veriö kennt viö jökul, fœr nú á ný aö hýsa líflega atvinnustarfsemi. Lyfjafyrirtæki gefur 5 milljónir Pharmaco hf. færði Barna- og unglingageðdeild Landspítal- ans 5 milljónir að gjöf til að halda úti legudeildum í sum- ar. Tilefnið var 40 ára afmæli fyrirtækisins. Valgerður Baldursdóttir yfir- læknir segir afar mikilsvert að finna fyrir svo áþreifanlegum stuðningi úti í samfélaginu. Með þessari gjöf er komið í veg fyrir að deiidunum tveimur verði lokað í sumar. Auk þess verða læknir og sálfræðingur í fyrsta sinn rábnir til sumaraf- leysinga o.fl. Þess má geta að síðastliðið sunrar var barna- deildinni lokað í 4 vikur og voru börnin þá send heim, þótt hvert pláss sé umsetið og þörfin mikil. Frá sýningunni í Hinu húsinu. Tímamynd CS Umferöarslys þema mánabarins í Hinu húsinu: Flest umferðarslys verba í marsmánuði Nýiega var opnuð sýning í Hinu húsinu á ýmsum munum tengdum umferöarslysum. Ungt fólk í samstarfi við Hitt húsið og bifreiðatryggingafé- lögin hefur undirbúið og sett upp kynningu á umferöarmál- um í Hinu húsinu ab undan- förnu og er allur febrúarmán- uður tileinkabur umferðar- þemanu og þá sérstaklega litið til ungs fólks í umferöinni. Umferðarslysum hefur fjölgaö ört á undanförnum árum. Sam- kvæmt upplýsingum bifreiða- tryggingafélaganna sóttu um 1000 manns um bætur á árinu 1985, en í fyrra sóttu um 2.500 manns um bætur. Kannanir sýna að marsmánuður er mesti um- ferðarslysamánuður ársins. Alls skemmdust rúmlega 2.400 bílar í þeim mánuði í fyrra. Einnig er athyglisvert að í maí eru fæst umferðarslys, en þá er stór hluti aldurshópsins 17-25 ára í próf- um. Samkvæmt skýrslum er ölv- ubu fólki á þessum aldri 900 sinnum hættara við að lenda í dauðaslysi en ódrukknum. -BÞ Samtökin Barnaheill vilja ofbeldi burt úr sjónvarpi: Eindreginn stubningur vib umbobsmann barna Samtökin Barnaheill Iýsa yfir eindregnum stuðningi við erindi umboðsmanns barna um bann við auglýsingum á ofbeldiskvik- myndum í sjónvarpi. í fréttatil- kynningu frá samtökunum segir að vaxandi ofbeldi meðal barna og unglinga megi að verulegu leyti rekja til þeirra fyrirmynda, sem þau hafa fyrir augum sér í sjónvarpi og á tjaldi kvikmynda- húsanna. „Þess vegna fagna samtökin nú því erindi umboðsmanns barna að fara fram á það við samkeppnisráð að það banni birtingu auglýsinga í sjónvarpi á kvikmyndum sem ekki eru ætlaðar yngri áhorfendum en 12 ára." Ennfremur segja Barnaheill: „Það er með öllu óþolandi að sýna í sjónvarpi kynningarstúfa úr of- beldisfullum kvikmyndum, einatt á þeim tíma sem fjölskyldan öll sit- ur fyrir framan sjónvarpið. Heimili fólks á að geta verið griðastaður fjölskyldnanna, varinn fyrir því tagi sem engan veginn hæfir ungu óhörðnuðu fólki. Barnaheill hvetja umboðsmann barna til að halda vel á þessu máli áfram og skorar á sjónvarpsstöövarnar, sem birt hafa umræddar augiýsingar, að fara þeg- ar að tilmælum umboðsmannsins." -BÞ Rcekjuveiöar í Crœnlands- sundi: Veiöar án seiöaskilju Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákvebib að heimilt sé að stunda rækjuveiðar án seiöaskilju í Grænlandssundi, djúpt út af Norðvesturlandi. Þessi ákvörðun er tekin í fram- haldi af beiðni Farmanna- og fiski- mannasambandsins og að fenginni umsögn Hafrannsóknastofnunar, en samkvæmt reynslu skipstjórnar- manna mun ekkert vera af seiðum á þessari veiðislóð. Rækjuveiðar án seiðaskilju á þessu svæöi eru því heimilaðar til 1. júlí n.k. samkvæmt útgefinni reglugerð þar að lútandi. Hafrann- sóknastofnun mun hinsvegar fylgj- ast með veiðum á þessu svæbi, auk þess sem gerðar verða tilraunir meb notkun seiðaskilju meb 25 mm rimlabili. - grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.