Tíminn - 08.02.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.02.1996, Blaðsíða 3
Fimmtudágur 8. fébruár 1996 +' yv * 3 Matthías Bjarnason situr í friöstóli suöur á Arnarnesi, en hefur sínar einöröu skoöanir á málefnum líöandi stundar. Matthías í spjalli viö Tímann: Ég hef fyrirlitningu á pólitík „Eg segi nú alveg eins og er, ég skipti mér ekkert af neinu í Sjálfstaebisflokknum svo þú ferb eiginlega í geitarhús aö leita ullar. Hins vegar leyfi ég mér aö hafa mínar skoö- anir og einhvern tíma heföi mér fundist þaö vera undar- legt ef kjörtímabil forystu flokksins væri lengt um 50%. Ég er hræddur um aö mundi syngja í ýmsum ef AI- þingi tæki upp á því sama," sagöi Matthías Bjarnason fyrrverandi alþingismaöur og ráöherra Sjálfstæöis- flokksins, sem nú situr í friö- stóli suöur á Arnarnesi. Matthías segir aö frestun landsfundar flokksins í nóv- ember síöastliðnum vegna hins hörmulega slyss á Flateyri hafi veriö eðlileg, en að fresta fundinum um næstum heilt ár væri gjörsamlega óskiljanlegt. Ekki hefði þó átt að fresta fundinum um hálft ár eins og gert var vegna slyssins, hann hefði átt að fara fram stuttu síðar. Matthías sagði að lífið héldi áfram þrátt fyrir ógn- vænleg slys, hann vissi ekki til að þeir sem fyrir hörmungun- um urðu hefðu brugðist öðru vísi við og þeir reynt að koma öllu í samt lag á sem skemmst- um tíma. Matthías sagðist ekki skilja enn frekari frestun landsfundar sem nú virðist framundan. Þingmenn þora ekki aö spyrja „Þingmenn þora ekki að segja neitt eða spyrja um fram- boðsmál Davíös, leiðtoga síns. Við erum allir hættir og farnir, sem þorðum og létum ekki ganga yfir okkur," sagði Matt- hías Bjarnason. „Annars hef ég fyrirlitningu á pólitík," sagði Matthías Bjarnason. „Ég þoli ekki að sjá að eytt sé milljörðum í það sem má svo sannarlega bíða, eða jafnvel þarf ekki að fram- kvæma, Hvalfjarðargöng og Bessastaði sem eru víst að nálgast 1,4 milljarða og munu kosta meira. Mér sýnist að það sé ekki haldinn sá fundur í veröldinni að þar sé ekki mættur íslendingur, án þess þeir viti nokkuð hvers vegna Matthías Bjarnason, - Utanríkisrábherra landsins verbur ab standa frammi fyrir einhverri ítalskri kerlingu, sem skammar Islendinga fyrir barnaþrœlkun. þeir eru að fara. Veisluhöldin og stórbokkabragurinn á þessu Ýmislegt jákvœtt kom fram á síöasta fundi NEAFC í London í viörœöum um veiöar úr úthafskarfastofninum á Reykjaneshrygg. Helgi Laxdal: Sendinefnd ESB kom á óvart og sýndi lit „Þaö er kappsmál allra aö ná samningum um fiskveiöar á úthafinu. Hafib er oröiö svo lítib miöab vib núverandi tækni ab þaö þarf aö semja um hverja fertommu," segir Helgi Laxdal formaöur Vél- stjórafélags íslands og fulltrúi sjómanna á fundi Noröaustur- Atlantshafs fiskveibinefndar- innar, NEAFC, í London á Kennarasambandiö skorar á Stöö 2: Endurskoði auglýsta dagskrá Kennarasamband íslands skorar á forsvarsmenn Stöövar 2 ab endurskoöa auglýsta dag- skrá í febrúarmánuöi og velja kvikmyndum sem eru strang- lega bannabar börnum annan útsendingartíma. í kjölfar breytingarinnar á út- sendingartíma Stöðvar 2 er Stöö 2 að hefja endursýningar á kvik- myndum fyrir fullorðna alla virka daga vikunnar klukkan 14.00. Fjórar auglýstar myndir á þessum tíma eru stranglega bannaðar börnum. „Þar sem börn og unglingar eru oft ein og eftirlitslaus á þessum tíma dags er augljóst að erfitt er að koma í veg fyrir að þau horfi á þessar kvikmyndir," segir í ályktun Kennarasambands íslands. -BÞ dögunum. Annar fundur hef- ur verib bobabur hjá NEAFC þann 7. mars n.k. Helgi segir að þótt ekki hafi náðst samningar um veiðar á úthafskarfastofninum á Reykja- neshrygg á síðasta fundi NEAFC í London, hefði ýmislegt já- kvætt komið þar fram miðað viö fundinn þar á undan. Meðal annars hefði Evrópusambandið lagt fram tillögu um að kvóti ís- lendinga yrði um 50 þúsund tonn en á fundinum þar á und- an heföi engin tillaga komið fram af hálfu ESB, og „allt þræl- fast og vitlaust," eins og hann orðar það. Hinsvegar hefði til- laga ESB um heildarkvóta gert ráð fyrir 155 þúsund tonna heildarafla úr úthafskarfastofn- inum, eöa 5 þúsund tonnum meiri en Hafró hefur talið ráð- lagt að veiða á ársgrundvelli. Á þessum fundi hefði einnig kom- ið fram tillaga frá Pólverjum um að hlutur íslendinga í heildar- veiðinni yrði 45 þúsund tonn. Formaður Vélstjórafélagsins segir að þótt báðar þessar tillög- ur hefðu gengið skemmra en þau 60 þúsund tonn sem ís- lenska sendinefndin gerir kröfu um, auk þess sem íslendingar og Grænlendingar krefjast þess að fá aö stjórna veiðunum sem strandríki, þá væru þessar tillög- ur og þá einkum tillaga ESB skref í áttina. Sérstaklega þegar haft er í huga það sem haft hef- ur verið á orði að „ESB mundi aldrei geta komið sér saman um eitt eða neitt." Helgi segir að í þessum við- ræðum sem og öðrum um stjórn og skiptingu veiðiheim- ilda á úthafinu, þurfi „bara að þjarka í þessu. Þetta eru bara eins og aðrir kjarasamningar. Það gerist ekki neitt þegar menn sitja heima, en þegar menn hitt- ast og rugla í þessu eitthvað, þá þokast þetta áleiðis," segir Helgi Laxdal. -grh Tímamynd CVA ofbjóða öllum. Það hefðu kannski færri rnátt fara alla leiðina til Torgs hins him- neska friðar til að flytja stór- gjafir til þeirra. Mér er sagt að núna sé alltaf um það bil hálft þingið erlendis, Evrópumálin auka á þetta fundafargan. Ég sé ekki annað en að þetta land sé að fara sömu leið og höfð- ingjar sturlungaaldar þegar þeir fóru á fund Noregskon- unga. Þeir þurftu konungs leyfi til að snúa aftur til síns heima. Núna eru stjórnmála- menn okkar teknir á beinið og skammaðir. Utanríkisráðherra landsins verður að standa frammi fyrir einhverri ítalskri kerlingu, sem skammar íslendinga fyrir barnaþrælkun. Og á sama tíma kemur í ljós að í næsta nágrenni við höfuðstöðvar Evrópusambandsins viðgengst skipulagt barnavændi," sagði Matthías. Erum að drukkna í reglugerðafargani Matthías segir að við séum trúlega búnir að ganga of langt í reglugerðafargani Evrópu. í fiskiðnaði hér á landi sem sé um margt til fyrirmyndar í uppbyggingu haldi margar þjóðir Evrópusambandsins áfram að flaka fisk og vinna hann á tréborði og búkka með rotturnar undir og hræfuglana ofan á eins og gerist í Bret- landi. En hér á landi skrifum við undir reglugerðir og meg- um síðan ekki hreyfa okkur nema eftir þessum reglugerð- um. Matthías segist ekki hafa meiri trú á Norðurlanda"kjaft- æðinu" sem hann kallar svo og íslendingar leggi þó mikið upp úr. „Norskar ríkisstjórnir hafa verið okkar verstu fjendur lengi, ekki norska þjóðin. Það er ólíku saman að jafna norsk- um stjórnvöldum og dönsk- um. Þó var mönnum kennt að hatast út í Dani á mínum yngri árum. Hvaða þjóð önnur en Danir hefðu skilað okkur aftur handritunum. Svarið er að engin þjóð hefði gert það nema Danir," sagði Matthías. Næst rábist á þá sem minnst mega sín? „Á sama tíma og svona er farið með peningana les mað- ur í blöðum að verið sé að spara sem þeir kalla tugþús- undir legudaga í sjúkrahúsa- kerfinu. Hvað kostar það þetta fólk, til dæmis á geðdeildunum, hvað verður um þessa sjúk- linga sem fá ekki læknishjálp, þvert ofan í gildandi lög. Og almannatryggingarnar og elli- lífeyrisþegana, þar verður næst ráðist á þá sem minnst mega sín," sagði Matthías Bjarnason að lokum í spjallinu við Tímann. -JBP Listasafn ASÍ flytur í Ásmundarsal: Áhugi á ab koma börnum í tengsl við safnastarf Listasafn ASÍ hyggst flytja mest alla starfsemi sína í Ás- mundarsal eftir aö gengib veröur endanlega frá kaup- um þess á húsinu. í Ásmund- arsal verbur fyrst og fremst almenn sýningarstarfsemi en leitast veröur viö aö taka miö af þörfum barna í innrétting- um hússins. Ólafur Jónsson, forstöðu- maður Listasafns ASÍ, segir að ekki verði mikil breyting á starfsemi safnsins við flutning- inn. „Við verðum fyrst og fremst með almenna sýningarstarf- semi. Hins vegar verður hús- næðið gert aðgengilegt fyrir börn t.d. hvað varðar hreinlæt- isaðstöbu og almenna mót- töku. En það verður í sjálfu sér ekki breyting á rekstri salarins." Ólafur segir aö forsvarsmenn Listasafnsins hafi lagt upp með þá hugmynd ab laga húsib ab þörfum barna. Hann segir þab vilja ASÍ manna að vinna að málefnum barna og bendir á að Alþýðusambandib hafi m.a. gefið út ljóðabók skrifaða af börnum. „Ég sé líka fyrir mér að hægt sé að gera ýmislegt sem tengist börnum í starfsemi Listasafns- ins. Ásmundarsalur er í næsta nágrenni vib Grænuborg og leikskólar hafa gjarnan áhuga á að koma börnum í tengsl við söfn og safnastarfsemi. Slík starfsemi er reyndar á Listasafni íslands og á Kjarvalsstöðum en það má jafnvel gera eitthvað sem hentar enn betur fyrir börn og stuðlar þannig að myndlistaruppeldi þeirra," seg- ir Ólafur. Starfsemi Alþýðusambands- ins hefur vaxið að undanförnu, ab sögn Ólafs, og var farið ab þrengja að Listasafninu í hús- næði ASÍ við Grensásveginn. Að auki er þar til húsa Tóm- stundaskólinn og Menningar- og fræðslusamband alþýðu. Öll þessi starfsemi hafi haft vax- andi þörf fyrir afnot af húsinu. „Vib munum áfram hafa að- gang að þessum húsakynnum eftir því sem við teljum þurfa og aðstæður leyfa. En við flytj- um safnið sjálft í Ásmundarsal og mestalla starfsemi okkar." Ólafur segir Ásmundarsal vera í þokkalegu standi og ekki þurfi að gera neinar megin- breytingar á húsnæðinu. Laga þurfi þak og svalir og huga að lögnum auk annars vibhalds. Talib er ab breytingarnar muni kosta um þrjár til fjórar millj- ónir króna. -GBK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.