Tíminn - 08.02.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.02.1996, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 8. febrúar 1996 UR HERAPSFRETTABLÖÐUM keypt um 80 þúsund seibi og aö veiðifélagið áætli að selja um 280 þúsund seiði til við- bótar sem komin eru í sleppi- stærð. Von um mjög aukna veiði í ánni á árinu 1997 er þegar farin að spyrjast út meðal veiðimanna. „Menn eru farnir að gera ráðstafanir til að tryggja sér leyfi í ánni á því sumri, án þess að nokkuð sé búið aö ákveða með stanga- fjölda eða verð á veiðileyfum þegar til kemur," sagði Mark- ús. Gufunni á Laugarvatni læst: Ekki fleiri nætur- böb Til margra ára hafa nátt- hrafnar á Laugarvatni haft það fyrir sið að laumast í gufu í skjóli nætur, sér til gamans og hressingar. Það er sagt að margir þeirra, er Laugarvatn gista, fari oftar í gufu að næt- urlagi en á opnunartímum. Nú mun þessi siður leggjast niður, því Lionsmenn á Laug- arvatni, sem reka gufubaðiö, hafa sett slagbranda fyrir dyrnar. Aö sögn Ólafs Jónas- sonar, eins Lionsmanna, er þetta gert fyrst og fremst til að reyna að fá gesti til að koma á öpnunartímum, en gufan er lítiö sótt aö vetri til. Þótt næturgestir hafi yfirleitt gengiö þokkalega um, hafa Lionsmenn engu að síður haft af þeim ónæði, þurft að hreinsa til eftir þá og slíkt. íbúar í Laugardal hafa tekið þessu misvel. Sumum fannst kominn tími til að loka guf- unni, m.a. vegna slysahættu, en aðrir syrgja góðar stundir í skjóli nætur. Frést hefur að gufuunnend- ur yrki nú sorgarljóð til að minnast góðu stundanna. Fréttaritari Sunnlenska hafði þó aöeins upp á einni limru: Nú er gufunni lokað uw nœtur, en nátthrafninn hafð' á því mœtur að komast í bað og þvo af sér tað. Nú situr hann heima og grcetur. IDaqskrain 1262 SELFOSSI Fimm konur sátu síöasta fund bæj- arstjórnar Selfoss Bæjarfulltrúar í bæjarstjórn Sel- foss voru ekki lengi að afgreiba þau mál, sem voru á dagskrá á fundi í síðustu viku, því fundur- inn stóð aðeins í 30 mínútur, en yfirleitt eru bæjarstjórnarfundir 2- 3 klst. Á þessum fundi voru konur í meirihluta, því þær voru fimm en karlarnir fjórir. Konumar voru f.v. Hróðný Hauksdóttir, Sigríöur Ólafsdóttir, Sigríður Matthíasdótt- ir, Margrét Ingþórsdóttir og Ing- unn Guðmundsdóttir. EGILSSTOÐUM I deiglunni ab kynna Austurland erlend- um fjárfestum — Vinnuhópur stofnaður til undirbúnings og skilgrein- ingar á verkefninu Orku- og stóriðjunefnd SSA hélt fund meb Finni Ingólfssyni ráðherra og embættismönnum í viðskipta- og iðnaðarráðuneyti í Valaskjálf fyrir skömmu. Fram kom á fundinum að þrátt fyrir ýmsar þreifingar í þá átt ab koma á fót orkufrekum iðnaði í fjórð- ungnum, s.s. kísilmálmverk- smiðju, hefur hvorki gengib né rekið í þeim málum. Það var því mat fundarins ab áherslubreyt- inga væri þörf og leita þyrfti nýrra leiða og kanna þá kosti sem nú þegar eru til staðar, t.d. í fiski- mjölsiðnaði, með frekari full- vinnslu og verðmætasköpun í huga. Einnig þyrfti að kanna þá möguleika sem kunna að felast í nytjaskógum á Héraði, þegar fram líða stundir. Ákveðið var ab stofna vinnuhóp til undirbún- ings og frekari skilgreiningar á álitlegum viðfangsefnum, aðal- lega í ibnaði, meb markaðssókn og kynningu á Austurlandi fyrir erlenda fjárfesta í huga og á hóp- urinn ab skila af sér niðurstööum í síðasta lagi í lok mars. Af hálfu iðnaöarráðuneytisins eiga sæti í vinnuhópnum þeir Halldór Krist- jánsson, formaður stjórnar fjár- festingarskrifstofu rábuneytisins og Útflutningsráðs, og Kristján Jónsson rafmagnsveitustjóri. Frá O.S.S.S.A. voru tilnefndir þeir Sveinn Jónsson, verkfræbingur á Egilsstöbum, og ísak J. Ólafsson, sveitarstjóri á Reyðarfirbi. Fund- urinn lagði áherslu á að áfram verði haldið frekari staðarvalsat- hugunum og kynningu á stór- iðjusvæðinu við Reyðarfjörb og þeim kostum sem þab hefur yfir að búa. ■ 1 FEYl . Ol óháö fróltabluö i Nordurlandi vcstra SAUÐARKROKI Áform um blaba- útgáfu á Blöndu- * • OSI Fyrir skömmu komu saman á Blönduósi nokkrir aðilar til að ræða útgáfu fréttablaðs á félagssvæði Verkalýösfélagsins Samstöðu í A.- Hún. For- göngu um þetta mál höfðu þeir Valdimar Guðmannsson í Bakkakoti, formaður verka- lýðsfélagsins, og Gunnar Bender, æskulýösfulltrúi á Blönduósi. Valdimar í Bakkakoti sagði í samtali viö Feyki að umræöur um málið væru enn á frum- stigi. Rætt væri um að gera til- raun með útkomu blaðs, er út kæmi einu sinni í mánuði. „Ef af yröi, mundum við síð- an skoða dæmið eftir svo sem fjögur blöö. Verkalýðsfélagið þarf að koma ýmsum fréttum frá sér, eins ungmennasam- bandiö og sjálfsagt fleiri aðil- ar. Menn yröu að vinna þetta í sjálfboðavinnu og síðan á eftir að sjá til með velvilja fyr- irtækja og stofnana hér." Vo SELFOSSI Veiðifélag Eystri-Rangár í stórræðum fýrir næsta sum- ar: Kaupir 1,7 millj- ónir laxaseiba af þrotabúi Silfurlax Veiðifélag Eystri-Rangár hefur fest kaup á 1,7 milljón- um laxaseiða úr þrotabúi Silf- urlax hf. Ætlunin er aö sleppa um 200 þúsund seiðum í ána strax í vor og um 100 þúsund seiðum í Þverá. Veiðimenn eru þegar farnir að gera ráð- stafanir til að verða sér úti um veiðileyfi í ánni sumariö 1997, en þá er búist viö stór- aukinni ásókn í leyfin vegna áætlana um aukna fiskgengd. „Við eignuöumst öll seiði sem voru í stööinni á Núpum í Ölfusi. Þessi seiði eru af svo- nefndum Kollafjarðarstofni, en það er stofn sem búið er að kynbæta með tilliti til haf- beitar. Hluti þessara seiða er tilbúinn til sleppingar á þessu ári, en um milljón seiði ná kjörþyngd á því næsta," sagöi Markús Runólfsson í Langa- gerði, formaður Veiðifélags Eystri-Rangár. Hann segir að Veiðifélag Ytri-Rangár hafi A fjorða tug styrkja frá ITR Borgarráð samþykkti á fundi íþróttafélagib Ösp sínum í vikunni eftirtaldar styrkumsóknir, sem borist höfðu íþrótta- og tómstunda- 300 KFUM og KFUK, rekstrarstyrkur 5.600 Komið og dansið, rekstrarstyrkur 200 Kramhús Hafdísar, rábi (upphæðir eru í þúsund- rekstrarstyrkur 350 um króna): Kristilega skólahreyfingin 100 Afreksmannasj. Reykjavíkur 1200 Kvondonefnd 150 AFS á íslandi 200 Landssamtökin iþróttir fyrir alla 200 Aikidokl. R.víkur, rekstrarstyrkur 100 Reibnámskeib fyrir fatlaba, Æskulýbsfél. Fella- og Hólakirkju. 100 vetrarnámskeib í Reibhöllinni 1.000 Æskulýðssamb. kirkjunnar í Reykjavíkurmaraþon 300 Rvíkurprófastsdæmi 300 Skáksamband íslands Bridgefélag Reykjavíkur 500 v/Reykjavíkurmóts í skák 510 Brokey, siglingafélag 750 Skáksamband íslands Félag áhugafólks um íþr. aldrabra 400 v/skólaskákmóta 400 Ferbaþjón. vegna fatlabra unglinga 350 Skátasamband íslands, Foreldra- og kennarafél. Engjaskóla 30 rekstrarstyrkur 5.500 Fimleikasambandið-Gym i Norden 500 Hjálparsveit skáta í Reykjavík, rekstrarstyrkur 240 íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík, rekstrarstyrkur 500 íþróttafélag heyrnarlausra, rekstrarstyrkur 1.000 íþróttafél. kvenna, rekstrarstyrkur 250 íþróttafélag SÁÁ 150 Skíðasamband íslands v/námskeiöa 100 Sportkafarafélag íslands, rekstrarstyrkur 180 Svifflugfélag íslands, til kaupa á svifflugu 400 Taflfélag R.víkur, rekstrarstyrkur 2.000 Taflfélagið Heilir, rekstrarstyrkur og tii að halda alþjóðleg mót 300 Markaðsstjóri Leikfélagsins Alfrún G. Guðrúnardóttir hef- ur verið ráðinn markaösstjóri hjá L.R. Álfrún er fædd á Eg- ilsstööum 1968, Iauk stúd- entsprófi frá Menntaskólan- um við Hamrahlíð 1987, fjórða stigi í söng frá Söng- skólanum í Reykjavík 1991 og BA-prófi í íslenskum fræð- um í febrúar 1994. Á námsárunum vann Álfrún ýmis störf og var m.a. aðstoðar- maður leikstjóra við gerð stutt- myndarinnar Ókunn dufl 1991, skrifta við gerð barna- myndarinnar Ráðagóða stelpan 1993, stundaöi þjóðfræðirann- sóknir undir leiðsögn Jóns Hnefils Aðalsteinssonar, pró- fessors Þjóðfræðiskorar, 1991 og vann hlutastarf hjá Félags- vísindastofnun Háskólans við spurningakönnun á vegum Ferðamálaráðs 1991-2. Árið 1993 starfaði Álfrún hjá Vöku- Helgafelli sem aðstoðarmaöur ritstjóra, við undirbúnings- vinnu á bókinni Sjö, níu, þrett- án. Hjátrú íslendinga í daglega lífinu. Auk þess skrifaði hún rit- dóma í Tímarit Máls og menn- ingar og vann vib þýðingar, Álfrún C. Gubrúnardóttir. prófarkalestur og setningu hjá ýmsum forlögum og öðrum að- ilum. Eftir að námi lauk var Álf- rún framkvæmdastjóri At- vinnumiölunar námsmanna 1994 og skrifstofustjóri hjá fjöl- miðlunarfyrirtækinu Myndbæ hf. 1994-5. Auk þessa hefur Álf- rún setið í ýmsum nefndum og stjórnum fyrir hönd stúdenta og situr nú í stjórn Leikfélags- ins Leyndir draumar. Suöurland: Þjálfunarstöð fyrir lungna- og hjartasjúklinga Þann 12. febrúar næstkom- andi tekur til starfa þjálfun- arstöð fyrir hjarta- og lungnasjúklinga í Heilsu- stofnun NLFÍ í Hveragerði og hefur heilbrigðis- og trygg- ingaráöherra veitt 600 þús- und krónum til reksturs stöðvarinnar fram á vor. Stöðin er sérstaklega ætluö fyrir hjarta- og lungnasjúk- linga á Suburlandi og verður hún rekin í samvinnu vib samtök hjartasjúklinga á Suðurlandi. Heilsustofnunin leggur til alla aðstöðu og tækjakost end- urgjaldslaust á reynslutíma, sem er næstu þrír mánuðir, en þátttakendur greiða fjögur þús- und krónur á mánuði fyrir þjálfun. í Heilsustofnuninni er full- kominn tækjabúnaður til aö gera þolpróf, og þar er einnig vel búinn tækja- og æfingasal- ur. Það er Þorkell Guðbrands- son, sérfræðingur í hjartalækn- ingum, sem veitir stofnuninni forstöðu og honum til aðstoð- ar verða sjúkraþjálfarar. -PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.