Tíminn - 09.02.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.02.1996, Blaðsíða 2
2 Wmmrn. Föstudagur 9. febrúar 1996 Tíminn spyr... Ertu sammála því aö leggja nibur vörugjöld og taka upp magntolla og vir&isaukaskatt? Steingrímur J. Sigfússon, á sæti í efnahags- og viöskiptanefnd Al- þingis: Vib komumst sjálfsagt ekki undan því að líta á þessar kærur þar sem við höfum ofurselt okkur tilskipunum að utan. Mér finnst þó skrýtið ef ekki er hægt að lag- færa þá ágalla sem kunna að vera fyrir hendi í sambandi við töku vörugjalda, þannig að þau mis- muni ekki erlendum og innlend- um aðilum. Fljótt á litið sé ég ýmsa ókosti við að fara út í flata tekjujöfnun eins og með virðis- aukaskatt sem hér leggst aö mestu leyti á í sömu prósentu á allt milli himins og jarbar. Pétur Blöndal, á sæti í efna- hags- og viðskiptanefnd: Það er ljóst ab þessi vörugjöld sem vib erum meö í dag stríða gegn ákvæðum EFTA-samnings- ins og við því þarf að bregðast á einhvern hátt. Hins vegar er þetta veigamikil tekjulind hjá ríkissjóöi og meban hann er rekinn meb halla er ákaflega erfitt að lækka skatta. Væntanlega munu menn reyna aö bregðast við því meö magntollum eða einhverju slíku, en mér finnst aðalatriðið ab ná niður halla ríkissjóðs. Síðan geta menn farib að hugleiða lækkun á sköttum. Viö veröum að gæta þess ab standa við samninginn um Evrópskt efnahagssvæði. Vilhjálmur Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar: Ég get ekki tekið afstöðu til til- tekinna hugmynda sem ég hef ekki séð en ég tel aö vörugjalda- kerfið feli i sér óeölilega mismun- un og óæskilega neyslustýringu. Það þarf að draga úr þessari sér- tæku skattlagningu og styðjast fremur við almenna stofna. Ákveönir þættir í framkvæmd vörugjaldakerfisins standast ekki EES-samninginn og því þarf að breyta. Sameining vinstri afla: Jón Baldvin og Jóhanna aö veröa samherjar aö nýju eftir stuttan viöskilnaö: Alþýöuflokkurinn sam- einabur á afmælinu Jón Baldvin Hannibalsson og Jóhanna Sigurðardóttir hafa rætt saman í fullri einlægni um ab sameina krafta sína á ný. Farib hefur vel á meb þeim Jóni og Jóhönnu í þessum vib- ræðum a& sögn, reyndar furbuvel mibab vib forsöguna. Talib er fullvíst ab Alþýbu- flokkurinn gangi til 80 ára af- mælis síns í næsta mánubi meb Þjóðvakaþingmenn inn- anborðs ab einhverju e&a öllu leyti. jón Baldvin enn í köldu stríði Á fundi með krötum í Kópa- vogi á mánudagskvöldiö sagöi Jón Baldvin efnislega aö Þjóö- vaki væri búinn aö vera sem sjálfstætt stjórnmálaafl. Ýmis ummæli hans á fundum meö flokksfélögum sínum hafa verið í anda þess kalda stríðs sem geis- aöi milli hans og Jóhönnu meö- an hún var varaformaður Al- þýöuflokksins. Slík ummæli kunna að viröast banvænt eitur í viðræöum viö Jóhönnu Sig- urðardóttur og aðra þingmenn Þjóövaka. En þeir sem gerst þekkja til segja þau ummæli engu breyta. Svanfríöur Jónas- dóttir þingmaður Þjóðvaka skrifaði pistilinn í Alþýðublað- inu á þriöjudag en hefur ekki verið mikið flaggað í því blaði til þessa. Og í gær er það Möröur Árnason Þjóðvakamaður sem les Jóni Baldvin pistilinn í sama blaði. „Menn hafa talað saman og eru enn að tala saman. Jóhanna var burtu í síðustu vikut þannig að það er frá litlu að segja, ekki frá neinum niðurstöðum að skýra," sagði Jón Baldvin Hannibalsson í samtali við Tím- ann. Flokkarnir tali einni röddu Mörður Árnason varaþing- maður Þjóðvaka sagði að nú þurfi menn að bræða með sér, hver í sínu horni, hvernig að sameiningu eða samvinnu skal standa milli vinstri flokkanna Þriggja- „Hafa rnenn einhvern raun- verulegan vilja til ab ná ein- hverju saman meb þessum þrem flokkum, Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og Þjóðvaka? Það er spurningin sem menn spyrja sig. Sjálfur er ég ekki í viðræðunum en fylgist grannt meb eins og fleiri. Mér finnst aö dálítiö skorti á ab flokkamir þrír tali einni röddu," sagbi Mörður Árnason. Miðstjórn Alþýðubandalags- ins kemur saman um aðra helgi til viðræðna. Þar á bæ er nokkur skjálfti vegna skipulagsbreyt- inga sem nýr formaöur stendur fyrir. Á miðstjórnarfundinum verður sameining vinstri flokk- anna eða væntanlegt samstarf rætt í þaula. Pylsuvagn og sjoppa samelnast Forsætisráöherra, Davíð Oddsson, sagði á fundi á Sauö- árkróki um helgina, samkvæmt frétt í Degi að þreifingar Þjób- vaka og Alþýðuflokks gleddu sig, slíkar viðræður enduðu alla jafna í klofningi vinstri aflanna. „Þetta virkar svona á mig'eins og pylsuvagn hafi farið á haus- inn og hafi ákveðið að taka sam- an viö illa rekna sjoppu og Morgunblaðið haldi að það sé verið ab stofna Hagkaup," er haft eftir forsætisráðherra. -JBP OSZOP £P(J M£A/At- /PAf/Æ svs/tt/æ! -J/9, Æ7T/ Þ£/Æ £/£/ FJT/S/ M/Ð/J / MJPP- DPÆTT/ /Y/9SPO/PA/S / FRAMHALDS- SAGA Skólalíf EFTIR FJÖLMANN BLÖNDAL Það tóku allir eftir því að þegar Baldintáta var farin út úr fundarherberginu stóöu tveir aðrir kennarar upp líka. Þessir tveir kennarar héldu að enginn tæki eftir brottför þeirra, en þaö var þó öðru nær. Allir sáu þá fara og allir vissu að þeir ætluðu sér að ná tali af Baldintátu meðan hún var enn tilfinnnganæm og fá hana til að taka þátt í sérstöku ættarmóti með þeim. Þetta voru Skotta og Glói grís, sem bæði voru kennd við háralitinn á sér. Hún við silfurgrátt háriö, hafði veriö kölluð Silfurskottá, sem stytt var í Skotta. Hann við ljósgulan glókollinn og fékk aukinheldur aö kenna á því að andlitsfalliö minnti stundum á smá- fríðan grís. Ættarmótið var búið að vera draumur þeirra allra, Skottu, Baldintátu og Glóa gríss árum og áratugum saman, en þau gátu aldrei komið sér saman um hver ætti að vera hinn formlegi boðandi þessa móts. Þau deildu líka um hver átti að veröa veislu- stjóri ef mótið yrði haldið. Sérstaklega skiptar skoðanir voru þó um hvar best væri að halda mótið. Öll voru þau af Jafnaðarskarðsættinni og dreymdi um aö sameina jafnaðarskarðsmenn á einu ættarmóti í samsöng, sátt og bræðralagi. Þessi árátta þeirra var orðin mjög vel þekkt í skólanum og menn göntuðust meö þetta, en létu þó sem alvörumál væri á ferðinni af tillitssemi við þessa samstarfsmenrt sína. Þaö var Skotta sem náði tali af Baldintátu fyrst og þær virtust nú vera orðnar mun samrýmdari en áður — en Glói átti ekki eins upp á pallborðið hjá þeim. Þetta varð greinilegt þegar Glói náði þeim á gangin- um og kastaði vinalega á þær kveðju og gerði sig lík- legan til aö spjalla við þær um möguleikann á að sameinast á einu janaðarskarðsmannamóti. Þær hreinlega hröktu hann burt meö þurrlegu viðmóti sínu. En Glói var varla kominn inn í fundarsalinn aftur þegar þær sneru sér hver að annarri og voru famar að skipuleggja sitt eigiö sameiginlega ættar- mót — þar sem Glói kom hvergi nærri. Sagt var... Tæra klórvatnib okkar „Það er ótrúleg ósvífni að vatnið í flugstööinni á Keflavíkurflugvelli, sem er helsti viðkomustaður útlendinga á íslandi, skuli vera klórblandaö til að fullnægja kröfum Bandaríkjahers." Segir Gunnar í DV í gær. Ekki benda á mig „Rétt er að taka fram að heimildir blaðsins í fréttinni byggðust á upp- lýsingum frá aðilum sem taldar voru óyggjandi. Engu að síður eru það upplýsingar rannsóknarlögreglustjóra sem standa og allar vangaveltur um að sakborningur sé sekur samkvæmt málsmeðferðinni eru ekki á rökum reistar." Frétt í DV í gær um frétt DV um Bret- ann seka sem ekki var sekur. Hvab margir stafir? „Dómurinn er upp á 18 orö og eng- ar forsendur gefnar eöa nokkur skap- aður hlutur." Stefán Agnarsson framkvæmdarstjóri handknattleiksdeildar ÍBV um dóm HSÍ í kærumáli gegn ÍR Afsakanir á afsakanir ofan „Það má segja aö þeir hafi fellt okkur á eigin bragbi ...I Þetta var allt í lagi eftir fyrri hálfleikinn, en eftir að þeir skoruðu strax í byrjun þess seinni, mark sem við töldum allir að væri rangstöðumark, fór allt úr skorbum hjá okkur. Tvö næstu mörk voru mjög ódýr og komu bæbi eftir aö við misstum boltann á eigin vallarhelm- ingi ...I Þetta er mjög gott lið, því verður ekki neitaö ...I Það hlýtur að vera umhugsunarefni hvort við eig- um að mæta svo sterkum mótherj- um á þessum árstíma. Nánast allir okkar leikmenn eru án leikæfingar ...I Þaö kom í Ijós að vib höfum ofmetiö sjálfa okkur og talið okkur vera í betra líkamlegu og knattspyrnulegu standi en raunin er!" Valdir kaflar úr viötali vií> Loga Ólafs- son, landsli&sþjálfara í knattspyrnu, í DV í gær, eftir 7-1 tap gegn Slóvenum. Og hef þó lent í ýmsu „Þetta er þab versta sem ég hef lent í." Birkir Kristinsson, landsliösmarkvöröur um sama leik. Sama sólin allstabar „Okkar fólk leggst í sólbab undir sömu sólinni, við sama hafið og fólk- ib frá hinum ferðaskrifstofunum. Bara fyrir mun lægra verð." Auglýsing frá Plúsferbum, nýrri feröa- skrifstofu, sem selur fólki sömu sól og a&rar skrifstofur. Skjótt skipast vebur í lofti f framboðs- málum á Vesturgötunni. í heita pott- inn í gær mætti einn þaulkunnugur þar um slóðir og fullyrti ab það væri ranghermt í pottinum í gær að Kol- finna Baldvinsdóttir hafi verið að safna undirskriftum fyrir forsetafram- boð móður sinnar. Hún mun ab vísu hafa verið að safna undirskriftum fyr- ir móður sína en ekki vegna forseta- frambobs, heldur vegna fyrirhugabr- ar lokunar Bjargs. En þab breytir ekki því ab forsetaframbob eru í deigl- unni á heimilinu, þvíþessi staðkunn- ugi mabur á Vesturgötunni sagði Jón Baldvin sjálfan vera að spekúlera í framboöi og þá einkum ef fleiri stjórnmálamenn ætluðu íslaginn ... • Nú þykir Ijóst ab hinn eini sanni Helgi Pé sé á heimleib í Framsóknar- flokkinn eftir viðskilnaðinn fyrir síð- ustu kosningar. Fróðir menn telja það aðeins tímspursmál hvenær Helgi gengur í flokkinn á ný. Fram- sóknarmabur í pottinum benti m.a. á ab hann væri farinn að sækja fundi hjá FFUS — sem útleggst „Félag fyrr- verandi ungra framsóknarmanna" en þab er óformlegur félagsskapur framsóknarpilta á þeim aldri ab þeir eru aðeins farnir ab gildna um miöj- una. Helgi sást á slíkum fundi í Naustinu fyrir helgi ásamt bróður sínum Gissuri Péturssyni, Bolla Hébinssyni, Jóni Kr. Kristinssyni, Hermanni Sveinbjörnssyni, Arnari Bjarnasyni og Þórbi Ingva Gub- mundssyni...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.