Tíminn - 09.02.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.02.1996, Blaðsíða 3
B Föstuáagur 9. febrúar 1996 Umrœdur utan dagskrár á Álþingi: Heiíbrigbiskerfib á kross- götum tækni og fjármagns Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigöisrá&herra sag&i viö umræ&u um stö&u heilbrigö- ismála, sem fram fór utan dagskrár á Alþingi, aö heil- brigöiskerfiö stæöi á kross- götum. Þaö stæöi á krossgöt- um þess sem tæknilega væri mögulegt aö gera og þess fjármagns sem fáanlegt væri til framkvæmda. Tæknilegir möguleikar væru orðnir mun meiri en þaö fjármagn sem til ráðstöfunar væri. Friðrik Sophusson fjármála- rá&herra sagöi viö sömu um- ræöu aö um 20 af 25 ríkjum innan OECD hafi nú endur- skoöaö heilbrigöiskerfi sín og sum' meö nokkuð róttæk- um hætti. Þar bæri hæst þá meginstefnu aö sjúklingar og heimili taki aukin þátt í kostnaöi viö heilbrigöis- þjónustuna. Ekkert sé siö- ferðilega rangt viö þaö aö fólk greiði eitthvaö fyrir betri heilsu. Kristín Ástgeirsdóttir, þing- kona Kvennalistans, hóf utan- dagskrárumræöuna og sagði meðal annars þróunina þá að sjúkrarúmum fækkaði og sjúkradeildum væri lokað. Hún spurði hvort svo væri komið fyrir einni af ríkustu þjóðum heims að sífellt þurfi að ráðast að sjúklingum. Ljóst væri að þörf fyrir lyf og lækn- isþjónustu færi sífellt vaxandi. Hún sagði að stöðugt ykist álag á starfsfólk á sjúkrahúsum sem leiddi af sér aukin veik- indaforföll og versnandi vinnuanda. Svavar Gestsson sagöi heilbrigðisþjónustuna vera að færast á það stig að fyr- irtæki forgangsröðuðu á sjúkrahús með því að kosta ákveðna þætti og nefndi ný- legt dæmi um fyrirtækið Phar- maco, sem tekið hafi að sér rekstur geðdeildar. Svavar Gestsson sagði ljóst að fólk Ingibjörg Pálmadóttir í umrœbunni í gœr. Tímamynd: CS verði greiða fyrir heilbrigðis- þjónustu, hún komi ekki af himnum ofan en fram til þessa hafi samfélagið sem heild tekið ábyrgð á þeim mál- um en ekki berið eftir því að fólk veikist til þess að það greiði fyrir heilbrigðisþjón- ustu. Friðrik Sophusson benti á að um 80% af öllum kostn- aði við heilbrigðisþjónustu væri greiddur af sameiginleg- um sjóði landsmanna en spurningin væri um þá aukn- ingu sem ljóst sé að verði við heilbrigðisþjónustuna. Hvort ekki sé rétt að taka eitthvað af þeim kostnaði frá þeim sem þjónustu njóta. -ÞI Byggöastofnun fœr nýja trú á loödýrabúskapnum. Egill Jónsson á Seljavöllum: Megum ekki láta gamla drauga spilla umhverfinu Byggöastofnun veöjar á bjarta framtíð loödýraræktar í Skagafirði og víðar, aö sögn Egils Jónssonar, alþingis- manns og formanns stjórnar Byggðastofnunar. Eftir dapur- lega tíma bænda sem tóku upp þessa nýju búskaparhætti segir Egill að nú sé loks aö rofa til. Egill segir að fjárframlag Byggöastofnunar sé ekki hátt, hann getur ekki nefnt töluna, en þaö séu lágar tölur. Miðað sé viö lágmarksbústærö, 100 minkalæður á bú, eöa jafn- gildi þeirra í refum, sennilega til 10 bænda. „Horfurnar eru mjög góðar eins og nú er. Við megum ekki láta gamla drauga spilla öllu umhverfinu. Við verðum að hafa framtíðarsýn og úthald, tímarnir breytast. Bara það að kominn er bústofn í þetta aftur skiptir máli. Menn eru þá ekki að keyra um sveitirnar með það í huga að þetta séu eyöibýli og minnisvarðar um mistök. Það eitt út af fyrir sig hefur sálræn og góð áhrif," sagöi Egill Jóns- son á Seljavöllum í gær. Egill segir að nú þegar hjálpa á bændum sem stunduöu loð- dýrabúskap um árið og eru margir skaðbrenndir efdr, þá sé ekkert að óttast, engin ný áföll muni endurtaka sig. „Fjárfest- ingin er þarna fyrir hendi og bændur verða að borga af henni, fóðurstöð hafa þeir góða á Sauöárkróki og þeir eru með fóöurrútuna og mikla og góða þekkingu. Loðdýrabúskapur í Skagafiröi er í mjög góðu horfi. Þeir hafa haldib saman loðdýra- bændurnir þótt út úr þeiin hópi hafi kvíslast. Þetta er mikil og góð samstaða hjá bændum nyrðra," sagði Egill Jónsson á Seljavöllum. Kaupfélag Skagfirbinga, Bún- aöarsamband Skagfirðinga, loð- dýrabændur og Byggðastofnun í Skagafirði hafa haldið úti starfs- hóp senr kannað hefur hvernig styrkja má sveitabyggðirnar í héraðinu. Aukin áhersla á loð- dýrarækt í héraðinu er eitt svar þess starfshóps. -JBP Merwtamálarábherra skipar nefnd um tónlistarhús: Á að reisa tónlistarhús? Á að ráöast í byggingu tónlistar- húss og þá hvar? Hvaba starfsemi á aö fara fram í slíku húsi og hvernig á það að vera í megin- dráttum? Og síðast en kannski ekki síst hverjir eiga að fjármagna húsið? Nefnd um tónlistarhús, sem menntamálaráðherra hefur nýlega skipab, er ætlab að skila álitsgerð um þessi atriði. Formabur nefndarinnar er Stefán P. Eggertsson, verkfræðingur sem tilnefndur er af Samtökum um tón- listarhús. ■ Fæðingar eba leiga Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri segir ab vilji Ríkisspítalar nýta Fæbingarheimili Reykjavík- ur fyrir aðra starfsemi en fæðing- ar verði að endurskoba leigu- samninginn um húsib. Hún segir að ekki hafi veriö lögð fram formleg beibni um að Ríkis- spítalar fái heimild til að nýta húsið undir aðra starfsemi en fæðingar. Verði slík beiðni lögð fram verði jafnframt að skoða hvort ekki sé rétt að greidd sé leiga fyrir húsið. -GBK Kaupfélag Þingeyinga: Nýr slátur- hússtjóri Ráðinn hefur verið nýr sláturhús- stjóri hjá Kaupfélagi Þingeyinga, en þab er Jón Helgi Bjömsson líf- fræðingur og rekstrarhagfræðing- ur. Hann kemur í stab Páls G. Arnar, en hann mun taka við starfi framleibslustjóra hjá Kjöt- umboðinu hf. í Reykjavík. Jón Helgi er fæddur 26. júlí árið 1966 og er frá Laxamýri, þar sem hann er nú búsettur. Hann er stúd- ent frá MA, útskrifaðist með B.S. grábu í líffræði frá Háskóla íslands og í framhaldi af því lauk hann mastersprófi í rekstrarfræði frá Manchester Business School árib 1993. Jón Helgi hefur verið fram- kvæmdastjóri Norðurlax hf. á Laxa- mýri frá 1993, en hann er einnig annar varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins á Norðurlandi eystra. -PS Kynbundinn launamunur er lögbrot og gjörsamlega óviöunandi segir félagsmálaráöherra: „Konur græba á starfsmati" Félagsmálrábherra sagði þann kynbundna launamun sem hér ríkir’ vera „gjörsamlega óviðun- andi" og lögbrot þar að auki, á blaöamannafundi sem haldinn var í gær í tilefni af nýútkominni skýrslu um starfsmat sem leið til að ákvarða laun. Starfshópur, undir forystu Sivjar Friðleifsdóttur, sendi frá sér skýrsl- una með upplýsingum um notkun starfsmats erlendis frá og tillögum um hvernig framkvæma skuli til- raunastarfsmat hér á landi. Þó er ljóst að tilraunastarfsmatiö kemur ekki til með að hækka laun fólks í vanmetnum störfum í náinni fram- tíb þar sem því er ekki ætlað ab „koma af stað launasprengju eða einhverri verðbólguskriðu" eins og félagsmálaráðherra orbaði það. Auk þess segir í tillögum starfshópsins að niðurstöður tilraunastarfsmats- ins verbi fyrst og fremst notaðar „til að skoða innbyrðis vægi starfa en ekki tengja niöurstöbur þess gild- andi kjarasamningum." Sérstök ríkisstjómarsamþykkt er fyrir kerfisbundnu mati á störfum ríkisstarfsmanna svo konur og karl- ar megi fá jöfn laun fyrir jafnverð- mæt og sambærileg störf. En sem stendur er 11% kynbundinn launa- munur þegar tekib hefur veriö tillit til allra þátta sem hingað til hafa verib notuð til að skýra launamun. Hann er þó mismikill eftir mennt- un og stéttum og er einna mestur hjá háskólamenntubu fólki, þar sem konur með háskólamenntun eru aðeins með um 64% af launum háskólamenntaðra karla. Gert er ráð fyrir ab tilraunastarfs- matið taki tvö ár og fari fram í 1-2 ríkisstofnunum, 1 einkafyrirtæki og hjá einni stofnun borgarinnar. Sú leið sem notuð verður er svokallab kynhlutlaust starfsmat. Ákveðnir þættir verða lagðir til grundvallar til að meta erfiðleikastuðul starfsins, óháð þeim einstaklingi sem innir starfið af hendi. Með „kynhlutleys- isgleraugum" verða fjórir þættir lagðir til grundvallar starfsmatsins, þ.e. hæfni, ábyrgð, álag og vinnu- skilyrbi. Með kynhlutleysi er átt við Siv Fribleifsdóttir og Páll Pétursson félagsmálarábherra kynntu í gœr skýrslu um Starfsmat. Tímamynd: cs ab endurmeta þurfi þá þætti sem hingað til hafa sjálfkrafa verið metnir til mismunandi launa í hefðbundnum kvenna- og karla- störfum, svo sem hvort ábyrgð á fjármunum sé meira virði en ábyrgð á fólki, hvort handfjötlun blóbs og saurs í umönnunarstörfum sé minna virbi en ab hafa hendur ataðar í smurolíu. Starfsmat á veg- um sveitarfélaga, utan Reykjavíkur, sem verið hefur við lýði síöan 1987, tekur nú til 3000 bæjarstarfsmanna víba um landið og voru laun þeirra endurmetin í samræmi við niður- stöbur starfsmatsins. Þó að starfs- matið hafi ekki verið kynhlutlaust þá var raunin sú að umönnunar- þættir urðu þar hærra metnir og leiddi starfsmatið til hækkunar launa hjá konum, án þess að nokk- ur lækkaði í launum. Enda segir Siv að raunin hafi orðiö sú að konur græði á starfsmati en þab leiði aldr- ei til launalækkunar, hvorki hjá konum né körlum. Starfsmat hefur verib notað víða um heim með góbum árangri. Nefna má að í Manitóba-fylki í Kan- ada nær starfsmatið til 38.000 starfsmanna og meðal þeirra hafa laun kvenna að meöaltali hækkab um 15% og launamunur kynja minnkab um tæplega þriðjung. Þessar launaleiðréttingar höfðu í för með sér 3,3% hækkun á launaút- gjöldum hins opinbera. -LÓA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.