Tíminn - 09.02.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 09.02.1996, Blaðsíða 10
10 WtfOWSm Föstudagur 9. febrúar 1996 Ástríður Sigurjónsdóttir var fœdd á Rútsstöðum í Svínadal, Austur- Húnavatnssýslu, 22. janúar 1925. Hún lést í Landspítalanum þatin 1. febrúar 1996. Foreldrar hennar voru Sigurjón Oddsson og Guðrún jóhannsdóttir og eignuð- ust þau 13 böm, þar af komust 12 til fullorðinsára. Áður hafði Sigurjón eignast 4 börn, sem öll eru látin. Af alsystkinum eru 9 á líf., Arið 1947 giftist Astríður Grími Eiríkssyni, sem fueddur var í Ljótshólum 23. aþríl 1916, en hann lést 22. maí 1993. Þau hófu búskap í Ljótshólum árið sem þau gifiust og bjuggu þar til haustið 1974 er þau brugðu búi og fluttust til Reykjavíkur. Ástríð- ur vann síðustu 13 árin á barna- heimilinu Skógarborg, en Grímur var um árabil vaktmaður í Stjóm- arráðinu. Þau Ástríður og Grímur eignuð- ust 2 börn: Eirík, fæddan 20. nóvember 1947. Synir lians eru Grímur Fannar, fœddur 1. febrú- ar 1972, Bjarki Rafn, fceddur 4. desember 1975, og Rúnar Örn, fœddur 24. nóvember 1988. Dóttir þeirra Anna faeddist 24. júní 1951. Hún er gift Runólfi Þorlákssyni, fæddum 24. septem- ber 1950. Synir þeirra eru Þorlák- ur, fæddur 24. mars 1973, og Daði, fæddur 1. júní 1979. Útfór Ástríðar fer fram í dag frá Árbæjarkirkju og hefst athöfnin klukkan 13:30. Erfitt er aö sætta sig við að Ásta tengdamóðir mín skuli ekki vera lengur hér á meöal okkar. Hún sem alltaf hafði verið svo frísk og kát. Fyrir réttum sjö mánuðum kenndi Ásta sér fyrst lasleika, sem reyndist krabba- mein á háu stigi. I>ótt útlitið væri ekki gott, var hún tilbúin aö takast á við þá baráttu, sem þessum sjúkdömi fylgdi, af ró- semi og miklu æðruleysi. Aldrei hvarflaði að henni að gefast upp, þó baráttan væri erfið. Helst vildi hún tala um lífið og tilveruna á léttu nótunum og sem minnst um hennar erfið- leika. Þetta endurspeglaði lífs- viðhorf hennar eins og hún á kyn til. Rútsstaöasystkinin eru öll harðdugleg, geislandi og glaövært fólk, sem kann að horfa á björtu hliðarnar í lífinu og íþyngja ekki öðrum með voli og væli. Þau Ásta og Grímur hættu búskap í Ljótshólum og fluttust til Reykjavíkur 1974. Lengst af starfaði hún í eldhúsinu á Skóg- arborg, barnaheimili Borgar- spítalans, þar sem hún eigriað- ist marga góða vini og vinnufé- laga, sem reyndust henni alla tíð tryggir og góðir vinir og ekki síst í veikindum hennar síðustu mánuðina. Þó Ásta hafi unnið utan heimilis mestalla sína starfsævi, reyndist henni létt aö sinna heimili sínu af miklum höfð- ingsskap. Sama var hvenær komið var í Drápuhlíðina, alltaf voru nógar veitingar og gilti þá einu hvort matarlystin væri mikil eða lítil, alltaf átti maður að fá sér aðeins meira. Ásta var félagslynd kona og tók virkan þátt í starfi Hún- vetningafélagsins í Reykjavík og bar hag þess félags og heimahaga sinna mjög fyrir brjósti. Hún hafði mikla ánægju af að dansa og spila og átti marga góða vini til að gleðjast með á þeim vettvangi. Fá augnablik voru henni ánægjulegri en þeg- t MINNING ar vel gekk í spilamennsku með góðum mótspilara, því kappið var mikið. Ég held að það séu einu skiptin sem tengda- mamma setti ofan í við mig, þegar ég sagði vitlaust á spilin eða gaf vitlaust í. Frá því leiðir okkar Önnu, dóttur þeirra Ástu og Gríms, lágu fyrst saman, fyrir rúmum aldarfjórðungi, hefur Ásta ætíð reynst mér trygg og með af- brigðum hjálpsöm í hverju því sem hún sá að betur mátti fara. Á kveðjustundu sem þessari rifjast upp margar gleði- og ánægjustundir, sem erfitt er að sætta sig viö að ekki verða fleiri að sinni. Ég vil, er leiðir skilja, þakka Ástu fyrir fágæta ræktarsemi, vináttu og tryggð sem aldrei bar skugga á. Runólfur Þorláksson Ástríöur — Ásta var hún jafnan nefnd — var frá Rútsstööum í Svínadal, dóttir hjónanna Guð- rúnar Jóhannsdóttur og Sigur- jóns Oddssonar, er þar bjuggu umsvifamiklum búskap og komu upp fjölda barna. Á Rúts- stöðum tíðkuðust þeir heimilis- hættir að gerðar voru miklar kröfur um að bæði fólk og fén- aður bjargaði sér sem mest af eigin rammleik. Fénaður var látinn afla fóöurs í grasgefnum og víölendum högum og börn- in látin vinna eftir því sem kraftar þeirra tillétu. Krafði þetta hvorutveggja sjálfstæðis þeirra og ekki síður þess að taka tillit til hvers annars. Sigurjón bóndi var mikið frá heimilinu í margskonar ferðalögum til fjár- öflunar fyrir sína stóru fjöl- skyldu — var m.a. grenjaskytta og gangnaforingi á Auðkúlu- heiði um áratugaskeiö. Guðrún kona Sigurjóns var aftur á móti ein af þeim konum sem fórnaði öllum sínum kröftum fyrir heimilið og börnin, svo sem gerðu fjöldinn af kynsystrum hennar fram um miðja þessa öld, sem nú hefur brátt runnið sitt skeið. Þau Rútsstaðahjón voru ólík. Hún lítil, fínleg og hlédræg, en hann stór, virkja- mikill svo að eftir honum var tekið hvar sem hann fór. Ásta á Rútsstöðum var 22ja ára er hún giftist nánum frænda mínum og nafna, Grími Eiríkssyni í Ljótshólum. Eru þessir tveir bæir sitt hvoru meg- in við Svínadalsána, Rútsstaðir að austan og Ljótshólar að vest- an og aðeins neðar í dalnum. Fátt sýndist líkt með þessum nágrannaheimilum. í Ljótshól- um voru aöeins tveir bræður og uppeldissystir þeirra. Minni umsvif voru þar við búskapinn, sem bæöi stafaði af eiginleikum jarðanna og ekki síður bænd- anna. Eiríkur Grímsson, móð- urbróðir minn frá Syðri-Reykj- um í Biskupstungum, féll frá ár- ið 1932 og voru synir hans þá á unglingsárum. Grímur, yngri sonurinn, aðeins 16 ára og konuefnið hans Ásta á Rúts- stöðum 7 ára hnáta. 15 ár liðu þar til þau giftust og Ásta tók við búsforráðum í Ljótshólum. Manni finnst þetta ólíkt því sem gerist í dag, en líkara þeirri sveitarómantík sem skáldin skrifuðu um fyrr á öldinni. Og vissulega hefir verið rómantík á bæjunum í Svínadalnum á þessum árum, því stórir systk- inahópar uxu þar upp á flestum baejum. Ég kynntist Ástu ekki mikiö fyrr en þau hjónin létu af bú- skap um 1970. Nafni minn hafði þá kennt vanheilsu sem skerti mjög starfskrafta hans. Ég hafði að vísu komiö nokkrum sinnum að Ljótshólum, séð snyrtimennsku heimilisins, úti og inni og notið heilsteyptrar frændsemi og góðvildar. Ég hafði líka spurnir af vinsældum þeirra og margir vildu til þeirra koma. Frá Ljótshólum lá leið þeirra Ástu og Gríms fyrst að Húna- völlum, sem þá voru nýorðnir skólasetur, og síðan til Blöndu- óss þar sem stúlt var á milli heimila okkar frændanna. Grímur gerðist gjaldkeri og reikningshaldari hins nýstofn- aöa Húnavallaskóla og það kom í minn hlut að vinna nokkuð aö því með honum. Við þessi störf og nánari kynni varð mér ljóst hversu frændi minn var mikill sjúk- lingur og þurfti mikinn stuön- ing. Þann stuðning fékk hann fyrst og fremst frá konu sinni. Hún stóð við hlið hans, orðfá, æðrulaus, hlý og sterk. Ég held að Ásta hafi verið ríkulega búin eiginleikum móður sinnar, en jafnframt hörku föðurins að hopa ekki frá erfiðleikunum, heldur bjóða þeim byrginn. Að taka tillit til annarra og sýna sanngirni hefir Ásta sjálfsagt lært í stóra systkinahópnum heima á Rútsstöðum og hún bjó yfir því til æviloka. Er þau Ásta og Grímur fluttu til Reykjavíkur, tóku þau sér bústað í Drápuhlíð 42 og þar var heimili þeirra æ síðan. Þangað var gott að koma. Ásta stundaði vinnu utan heimilis meðan hún mátti aldurs vegna. Hún átti gott með að vera inn- an um fólk og í félagsskap sý- slunga sinna tók hún þátt til hins síðasta. Það er gott að minnast Ástu frá Ljótshólum. Við fráfall hennar á ekki að vera sorg, heldur miklu fremur gleði yfir að hún þurfti ekki lengur að berjast lokabaráttunni. Það var gott að eiga hana að samferða- manni og vini og hennar verð- ur gott að minnast. Við hjónin vottum börnum Ástu, barnabörnum, systkinum og venslamönnum samhug okkar. Grímur Gíslason frá Saurbæ í dag er jarðsungin frá Árbæjar- kirkju Ástríður Sigurjónsdóttir frá Ljótshólum og langar mig til að minnast hennar með ör- fáum orðum. Ásta, eins og hún var alltaf kölluð, var fædd og alin upp á Rútsstöðum í Svína- dal, A.-Hún., en hún fór aðeins yfir ána og 15. júní 1947 giftist hún Grími Eiríkssyni, bónda- syni í Ljótshólum. Þar tóku þau svo við búinu af foreldrum Gríms. Þau byggðu upp á jörð- inni, ræktuðu tún og bjuggu þar um alllangt skeið eða þar til heilsan brast hjá Grími. Ásta og Grímur eignuðust tvö börn, Ei- rík og Önnu. Ásta var myndarleg kona og alltaf svo hýr og falleg á svip- inn. Hún bar sig mjög vel og var alltaf létt á fæti og létt í lund. Mér fannst Ásta alltaf fín í hverju sem hún var og þar kom vel í ljós hennar meö- fædda snyrtimennska. Alla tíð var mikill samgangur milli heimilanna á Grund og Ljótshólum, bæði vegna vin- áttu fólksins sem bæina byggðu og svo var mamma mín alin upp í Ljótshólum og leit því alltaf á Grím sem bróður sinn. Ég man vel hvað mér fannst alltaf gaman og gott að fara fram að Ljótshólum þegar ég var krakki, þar átti Anna besta vinkona mín heima og þar voru allir svo hressir og kátir og heimilið var sérstaklega fallegt. Já, hún Ásta hugsaði mjög vel um heimilið sitt, þar sá aldrei fis á nokkrum hlut og alltaf var allt í röð og reglu. Hún var dugleg að hverju sem hún gekk og mjög vel verki far- in. Hún var mikil hannyrða- kona og veit ég að margir fal- legir hlutir liggja eftir hana nú þegar hún er gengin. Ég man ekki eftir því að ég sæi Ástu oft sitja auðum höndum, því hún prjónaði mikið og heklaði og saumaði af snilld. Við Ásta unnum einn vetur saman á grunnskólanum á Húnavöllum og man ég vel hvað hún var þar góð við yngstu börnin, sem þá voru þar í heimavist og áttu oft erfitt á kvöldin. Ásta gekk þá á milli barnanna og þurrkaði tár af mörgum litlum vanganum og fór ekki frá fyrr en bros var komið á litlu andlitin. Þetta var Ástu mjög ljúft, því hún var alla tíð mjög barngóð. Ég minnist þess oft með miklu þakklæti hvaö Ásta reyndist mér og foreldrum mínum vel þegar ég lenti í bíl- slysi þennan sama vetur, þá kom vel í ljós hvað hún var hugulsöm oggóð. Eg kom til Astu í haust og var hún þá komin á sjúkrahús. Hún vissi alveg sjálf hvað var að henni og aö hverju stefndi, en hún var mjög róleg og sterk og þannig hefur hún alltaf ver- ið í gegnum lífiö. Hún barðist í gegnum veikindi sín eins og hetja. En nú er hún farin yfir móðuna miklu, mér finnst svo allt of fljótt, því hún var alltaf svo hraust og hress og því vildi maður vart trúa því að hún væri að fara. Anna mín og Eiríkur, ég og fjölskylda mín öll vottum ykk- ur og fjölskyldum ykkar dýpstu samúð. Missir ykkar er mikill, en minningin um góða móður lifir alltaf. Ragnhildur Þórðardóttir Kveðja frá barnabörnum Sem þá á vori sunna hlý sólgeislum latika nærir og fftlkolli innan í óvöknuð blöðin hrærir, svo vennir fógur minning manns margt eitt smáblóm um sveitir lands, frjóvgar og blessun færir. (Jónas Hallgrímsson) Það eru ekki komin þrjú ár síðan við fylgdum afa okkar, Grími, til grafar. Og enn kveðjum við ættmenni í síð- asta sinn. í þetta sinn er það amma okkar, sem eftir hart og erfitt stríð kveður þennan heim og heldur í sína síðustu för. í lifanda lífi var hún klett- ur í hafinu, hörð af sér, kjark- mikil og virtist geta staðið af sér öll verstu veður. Það er dæmi um kjarkinn í henni að stuttu fyrir andlátið bað hún um að sér yrði færð mynda- vél, svo hún gæti nú átt mynd af sér þegar hún kæmi heim. Það virtist vera sama hvað bjátaði á, alltaf var gott að frétta og henni leið bæri- lega. Það var ekki hennar að bera vandræði sín á torg. Það kom varla fyrir, þegar maður kom í Drápuhlíðina til afa og ömmu, að amma væri ekki að prjóna, og þær eru ófáar peysurnar hennar sem fólk, bæði hér heima og er- lendis, klæðist. Amma var ör- lát kona og gaf stórar gjafir, hvaöa nafni sem þær tjáir að nefna. Hún var í gegnum árin stoð og stytta afa í veikindum hans. Þá hefði engan grunað að það myndi herja á hana ömmu jafn skæður sjúkdóm- ur og sá sem lagði hana aö velli. Síðustu dagana var farið að draga af henni og lést hún á afmælisdegi elsta barnabarns- ins síns, 71 árs að aldri. Við vitum að nú leiðir afi hana um himnasaliná og kynnir hana fyrir nýjum heimkynnum þar sem henni mun aftur líða vel. Um leið og við kveðjum ömmu í síðasta sinn, viljum við þakka henni samfylgdina. Við biðjum algóðan Guð um að vernda minningu ömmu okkar og þeirra hjóna. Saman munu amma og afi vaka yfir fólkinu sínu og gæta þeirra um ókomna tíð. Grímur Fannar, Þorlákur, Bjarki Rafn, Daði og Rúnar Örn Nú er Ásta, eins og hún oftast var kölluð, farin frá okkur til betri heima. Þar er hún nú „frjáls eins og fuglinn", laus úr þeim fjötrum sem veikur líkaminn lokaði hana inni í síðustu mánuðina. Leiðir okkar lágu saman í leikskólanum Skógarborg við Borgarspítalann, nú Sjúkra- húsi Reykjavíkur, en þar starf- aði Ásta í þrettán ár. Lét af störfum fyrir ári, þá sjötug aö aldri. Hún sá um eldhúsið, sem jafnframt er setustofa starfs- fólks og því oft þröngt á þingi. Þrengslin skiptu ekki máli, Ásta var hrókur alls fagnaöar. í eldhúsinu var ætíð líf og'fjör, svo oft heyrðust hlátrasköll inn um allt hús. Þá sérstaklega þegar „bílstjórarnir okkar", þeir Friðrik og Siggi, komu með matinn, enda ann- ar þeirra úr Húnavatnssýsl- unni og þeir félagar miklir vinir Ástu. Ásta var falleg kona, félags- lynd, skemmtileg, myndarleg til verka og jafnframt rösk, sama hvort það var aö baka kökur, gera hannyrðir eða þrífa, allt var gert af sama skörungsskapnum. Hún hafði yndi af ferðalög- um, tónlist, dansi og að spila, sérstaklega félagsvist og vann hún oft til verðlauna í keppni, t.d. hjá Húnvetninga- félaginu í Reykjavík, en þar var hún virkur félagi. Oft voru tekin dansspor í eldhúsinu og fíflast t.d. fyrir dansiballið á Vesturgötunni, eins og Ásta kaliaði skemmtunina með

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.