Tíminn - 09.02.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.02.1996, Blaðsíða 11
Föstudagur 9. febrúar 1996 11 eldri borgurunum þar á föstu- dögum. Asta var hlý og glaðleg við börnin, enda leituðu þau oft til hennar í eldhúsið til að fá smá spjall og stundum bita í munn, að launum fékk hún fallegt bros og hlýjan hug barnanna. Ásta tók ætíð vel á móti gestum að húnvetnskum sið, hvort sem það var í eldhúsinu í Skógarborg eða heima. Var ýmsu vön í þeim efnum, hafði verið húsmóðir í sveit að Ljótshólum í Svínadal, A,- Hún., fram yfir miðjan aldur. Þar var mjög gestkvæmt, enda ríkti þar rausnar- og rnyndar- skapur þeirra hjóna Ástu og Gríms Eiríkssonar. Grímur lést 22. maí 1993. Það reyndist þeim hjónum erfitt, þegar þau þurftu að yf- irgefa dalinn sinn og flytja á mölina. Þrátt fyrir þessa breyt- ingu var Ásta alltaf sannur Húnvetningur og framsóknar- maður, hélt því óspart á lofti við samstarfsfélaga, svo oft var haft gaman að og hló Ásta þá manna mest. Þessu til stað- festingar fékk hún alltaf grænan kartonhatt, þegar þeir voru gerðir við „hátíðleg tæki- færi" í leikskólanum, og grænan penna til að skrifa með öll þau þrettán ár sem hún vann meö okkur. Ásta og Grímur eignuðust tvö börn, Önnu og Eirík, og eru barnabörnin fimm. Allt er þetta mesta myndar- og dugn- aðarfólk og bar Ásta hag þeirra mjög fyrir brjósti. Síð- ast en ekki síst má nefna tengdasoninn Runólf, sem hún dáði mjög. Ásta hefur staðið við hlið afkomenda sinna og hlúð að þeim á lífs- brautinni og þau að henni. Aðdáunarvert hefur veriö að sjá þann stuðning sem þau hafa sýnt henni í erfiðum veikindum, sem og öll stór- fjölskyldan, en hún var úr sautján systkina hópi. Ásta var heilsuhraust þar til síðustu mánuðina og alla tíö lítið gefin fyrir kvart og kvein. Til marks um það mætti hún öll árin, sem hún starfaöi með okkur, til vinnu hvern einasta dag, nema í tvær vikur þegar hún datt á leið til vinnu og handleggsbrotnaði. Þetta er einstök samviskusemi í starfi, því oft var mætt þó í raun væri ekki geta til þess. Þegar Ásta fékk þær fréttir í júlí síðastliönum að hún væri með krabbamein og ekki útlit fyrir langt líf, var hún ákveð- in í að láta það ekki brjóta sig niður. Heldur njóta lífsins meðan stætt væri og viö það stóð hún, var af þeim meiði komin þar sem mótlæti var tekið með ró og stillingu. Við, sem eftir sitjurn og syrgjum einstakan vin, mun- um hneigja höfuðið í þökk fyrir lífshlaup góðrar konu og sanns vinar og láta okkur dreyma urn endurfundi á veg- um eilífðarinnar, þegar sú ferö verður farin sem okkur er öllum ætluð. í þeirri ferð verður gott að tylla sér niður í brekkunni í „dalnum" hennar Ástu og anda að sér angan blómanna. Viö biðjum almættiö aö milda sorg fólksins hennar og leitum sjálf huggunar í þeirri staðreynd að hun liföi með bros á vör og endurminning- in um hana verður aldrei dap- urleg. Megi guð geyma Ástu okkar og þökk fyrir samfylgdina. Fyrir hönd starfsfólks og barna í Skógarborg, Sigrím Björg Ingþórsdóttir og Olga Guðmundsdóttir Helga Pálsdóttir Helga Pálsdóttir fœddist að Selja- landi í Fljótshverfi 24. maí 1908. Hún lést í Landspítalanum að- faranótt 27. janúar s.l. Helga var hin sjöunda í röð fimmtán systkina, auk eins hálf- bróður. Foreldrar Helgu voru Mál- fríöur I’órarinsdóttir (f. 1877, d. 1946) og Páll Bjamason (f. 1875, d. 1922). Systkini Helgu voru: Þórarínn (eldri), f. 1899, d. 1969; Jón, f. 1902, d. 1991; Kristín, f. 1903,. d. 1983; Helgi (eldri), f. 1904, d. 1993; Bjami, f. 1905, d. 1990; Helgi (yngri), f. 1907, d. 1970; Valgerður, f. 1909; Guðríð- ur, f. 1911; Páll, f. 1912, d. 1983; Þórarinn (yngri) f. 1913; Sigurður, f. 1915; Elías, f. 1916; Málfríður, f. 1918; Pálína, f. 1919, og hálfbróðir Valdimar Pálsson, f. 1905, en móðir hans var Ragnhildur Ólafsdóttir, f. 1868. Móðir Málfríðar var Kristín Jónsdóttir bónda á Dalshöfða í Fljótshverfi Magnússonar Jóns- sonar hreppstjóra og meðhjálpara („klausturhaldara") á Kirkjubæj- arklaustri Magnússonar, en faðir Málfríðar var Þórarinn Þórarins- son bónda á Seljalandi Eyjólfs- sonar, en með honum kom œttin að Seljalandi árið 1835. Páll var sonur Bjarna bónda og hrepp- stjóra í Hörgsdal á Síðu Bjarna- sonar hreppstjóra á Keldunúpi og Helgu, yngstu dóttur sr. Páls Páls- sonar prófasts í Hörgsdal. Eiginmaður Helgu var Guð- bjartur Magnús Björnsson (f. 1903, d. 1957), sonur Björns Jónssonar bónda að Álftavatni í Staðarsveit á Snœfellsnesi og konu hans Rannveigar Magnús- dóttur. Dóttir Helgu og Guðbjarts er Krístín, f. 1935, leikari og leik- hússtjóri. Vegna leikstarfa í Eng- landi tók hún sér nafnið Kristín G. Magnús. Eiginmaður Kristínar er Halldór Snorrason forstjóri, f. 1924. Sonur þeirra er Magnús Snorri rafmagnsverkfrœðingur, f. 1964. Hann er búsettur í Cam- bridge við Boston í Bandaríkjun- um, með eiginkonu sinni Adine Storer og syni þeirra Ian Helga, f. 1990. Helga Pálsdóttir fluttist til Reykjavíkur um tvítugt. Hún hóf nám í Samvinnuskólanum 1932 og útskrifaðist þaðan 1934. Hún vann ýmis störf við kennslu, fisk- verkun og afgreiðslu. Árið 1945 tók Guðbjartur við rekstri á Hafn- arböðunum í Reykjavík. Þar ráku þau hjónin verslun fyrir sjómenn og þvottahús í tengslum við Hafii- arböðin og Reykjavíkurhöfn. Heimili Helgu var lengst afí Stór- holti 30 í Reykjavík. Útfór Helgu verður gerð frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15. í byrjun aldarinnar var margt í heimili víða til sveita. Aðdrætt- ir voru erfiöir og býlin sjálfum sér nóg um flesta hluti. Þannig var um Seljaland í Fljótshverfi þar sem Helga Pálsdóttir fædd- ist 24. maí 1908. Foreldrar Helgu, Málfríður og Páll, byrj- uðu sinn búskap á Seljalandi í tvíbýli viö foreldra Málfríðar. Efni voru góð á Seljalandi á þeim árum, en í hönd fóru erf- iðir tímar. í páskaáhlaupi 1917 tapaðist nær helmingur fjár- stofnsins. Bóndinn lagðist í brjósthimnubólgu um sumarið og lá rúmfastur í hálft annað ár. Vorið 1918 var með ein- dæmum kalt og sumarið gra- slítið. Kötlugos í október 1918 bætti gráu ofan á svart og eyöi- lagði alla beit. Bústofninn komst niöur í 60 kindur, 2 kýr t MINNING og nokkur hross til að fram- fleyta þrettán barna heimili. Heilsa bóndans var brostin, en elstu börnin léttu nú undir, og með seiglu, útsjónarsemi og æðruleysi komst heimiliö gegn- um þessar þrengingar án nokk- urra opinberra styrkja. Börnin komust öll á legg og döfnuðu vel. Bræöurnir réðust sem ung- lingar í vinnu á næstu bæi, og hinir elstu fóru til sjós á vetr- um, gangandi um langan veg. Þannig lögðu þeir heimilinu drjúgt til og því var veitt eftir- tekt, að systkinin frá Seljalandi báru meö sér þann brag, sem einkenndi fólk frá góðum heimilum. Þar var risna og hjálpsemi í heiðri höfð og allar veitingar með sönnum höfð- ingsbrag. Helga fór að heiman um tví- tugt til Reykjavíkur og bjó fyrstu tvö árin á Laufásvegi 4 hjá föðursystur sinni Guðrúnu og Guðmundi Breiöfjörð. Hún vann um tíma viö fiskverkun og afgreiöslustörf, en réðst síð- an í vist hjá Arent Claessen, stórkaupmanni og konsúl. Á þeim árum þótti það eftirsókn- arvert fyrir ungar stúlkur að komast til slíkra heimila að læra heimilisstörf, en Claessen- fjölskyldan mun einnig hafa sannreynt ab Helga kunni margt fyrir sér frá stóru heimili á Seljalandi. Hún haföi löngun til að ganga í skóla og þrátt fyrir lítil efni innritaðist hún í Sam- vinnuskólann áriö 1932 og út- skrifaðist þaðan 1934. Þar kynntist hún Ingibjörgu Guð- mundsdóttur frá Fjalli á Skeið- um. Þær leigðu saman tvö her- bergi skólaárin og urðu vinkon- ur ævilangt. Strax aö loknu námi var Helga ráðin sem kennari í bókfærslu og ensku við Samvinnuskólann. Hún giftist Guðbjarti Magn- úsi Björnssyni frá Álftavatni í Staðarsveit á Snæfellsnesi árið 1935. Þeim fæddist dóttirin Kristín síðla það ár. Árið 1939 lagðist Helga á Landakotsspít- ala vegna meiðsla sem hún hafði hlotið í æsku. Eftir erfið veikindi og langa legu komst hún aftur til heilsu árið 1940, en þessi lífsreynsla setti mark sitt á viðhorf hennar til and- legra efna. Guöbjartur vann í fyrstu ým- is störf við Reykjavíkurböfn og var virkur þátttakandi í félags- störfum verkamanna, meðal annars einn af stofnendum málfundafélagsins Óðins. Helga var endurskoðandi hjá Verka- kvennafélaginu Framsókn frá árinu 1942 og gegndi því starfi í áratugi. Árið 1945 tók Guð- bjartur við rekstri Hafnarbað- anna í Reykjavík og ári síðar settu þau hjónin upp verslun á sama stað. Verslunarstörf áttu mjög vel við þau bæði og naut verslunin mikilla vinsælda meðal sjómanna, sem kunnu vel að meta hlýlegt viðmót og vingjarnleika þeirra í allri þjón- ustu. Einnig ráku þau hjónin þvottahús í sambandi við Hafn- arböðin og Reykjavíkurhöfn. Heimili þeirra stóð opið öll- um ættingjum sem dvelja vildu í Reykjavík. Þar var því oft margt í heimili, þótt þröngt væri búiö. Líkt og á Seljalandi var þar hvergi sparað í gestrisni. Málfríður móðir Helgu kom til Reykjavíkur vegna veikinda síðla árs 1945 og dvaldi þar til dauöadags 1946. Páll bróðir Helgu kom oft til vinnu í Reykjavík um vetur og bjó þá hjá þeim hjónum. Áriö 1947 hóf hann störf viö umsjón með Hafnarbööunum ásamt Gub- bjarti. Þegar dóttirin Kristín full- orðnaðist, stóð hugur hennar til listnáms. Hún hélt árið 1956 til London og lagöi þar stund á ballett. Guðbjartur veiktist í desem- ber 1956 og barðist við krabba- mein á Landspítala þar til yfir lauk í maí 1957. Stuttu síðar andaðist Margrét systir Guð- bjarts, en þær Helga voru miki- ar vinkonur. Þetta voru erfiðir tímar fyrir Helgu, sem nú var ein eftir í heimili þessarar sam- rýndu fjölskyldu. Helga hvatti Kristínu þó til að halda áfram námi og styrkti hana til þess á alla lund. Kristín innritaðist síðan í leiklistarnám viö Royal Academy of Dramatic Art í London og lauk þaðan prófi í árslok 1959 með slíkum glæsi- brag aö hún hlaut bæöi verð- laun og styrk. Helga skildi vel gildi þess að dóttir hennar sækti sér bestu menntun erlendis, en sjálf fór hún aldrei út fyrir landstein- ana. Hún var mikill íslandsvin- ur og naut þess að rækta jörö og sinn garð. Til þess hafði hún gott tækifæri í sumarbústað þeirra hjóna, Reynisstað að Laufskógum 10 í Hveragerði. Þar dvaldi hún nær öll sumur, meðan hún hafði heilsu til, og oft með henni dóttursonurinn Magnús Snorri, meðan hann haföi ekki aldur til aö hjálpa foreldrum sínum á sumrin við rekstur Feröaleikhússins. Þegar hann óx úr grasi og vildi leita sér menntunar, lagði hún einn- ig sitt af mörkum til þess ab hann gæti leitaö til bestu skóla í Bandaríkjunum, og 1988 út- skrifaöist Magnús Snorri úr Harvard College. Helga var trygg vinum sínum og laus við að öfunda nokkurn mann. Erfiðleikum tók hún meö stillingu og leysti sjálf úr. Henni þótti gaman að gefa öðr- um, en átti erfitt með ab þiggja. Hún vildi ekki skulda öðrum neitt né láta þá hafa fyrir sér. Hún var ekki mannblendin, en þó glöð og ræðin í góðra vina hópi. Helga hafði gott lag á dýrum og nánustu félagar hennar síðustu árin voru páfugl og kettir, sem hún tók í fóstur af Magnúsi Snorra og nágrönn- um. Þeim hélt hún heimili síb- ustu árin, sátt viö guð og menn. Sveinbjöm Bjömsson Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 - 17. útdráttur 3. flokki 1991 - 14. útdráttur 1. flokki 1992 - 13. útdráttur 2. flokki 1992 - 12. útdráttur 1. flokki 1993 - 8. útdráttur 3. flokki 1993 - 6. útdráttur 1. flokki 1994 - 5. útdráttur 1. flokki 1995 - 2. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. apríl 1996. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úrfjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í DV föstudaginn 9. febrúar. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfa- fyrirtækjum. cSn HÚSNÆDISSTOFNUN RÍKISINS I I HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.