Tíminn - 10.02.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.02.1996, Blaðsíða 1
SKULASON HF STOFNAÐUR1917 80. árgangur Laugardagur 10. febrúar 29. tölublaö 1996 Sjávarútvegsrábuneytiö: Línuafli í kvóta Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að allur línuafli skuli að fullu reiknast til kvóta fiskiskipa, sem verður landað eftir 15. febrúar nk. Þessi ákvöröun er tekin með hlib- sjón af því að gert er ráb fyrir aö 34 þúsund tonna aflahá- markinu verði náb í lok næstu viku. En eins og kunnugt er þá er línuafli í nóvember, desember, janúar og febrúar aðeins aö hálfu talinn til kvóta þangað til sameiginlegur línuafli í þorski og ýsu hefur náð 34 þúsund tonnum, miðað við óslægðan fisk. Mjög góður afli hefur verið á miðum línubáta að undan- förnu og því hefur gengið von- um framar að fiska upp í þetta kvótahámark. -grh Örn Friöriksson: Bjart fram- undan Örn Friöriksson formaður Fé- lags járniðnaðarmanna segir að mikil verkefni séu fram- undan hjá málmiðnaðar- mönnum vegna stækkunar ísals. Gert er ráð fyrir að allt að 100 málmiönarmenn verði þar að störfum þegar mest verður. Þessu til viðbótar mun töluverður fjöldi málmiðnað- armanna fá vinnu vegna við- haldsverkefna hjá Landsvirkj- un. Þar er bæbi um að ræða verkefni sem ákveðið hefur verið að flýta og önnur sem eru í tengslum við stækkun ál- versins. Formaður járniðnaðarmanna leggur hinsvegar áherslu á að bæði stjórnvöld og stjórnendur fyrirtækja tapi ekki áttum vegna þessara stórframkvæmda sem talin eru nema allt að 17 millj- örðum króna, 3 milljarðar króna hjá Landsvirkjun og 14 milljarðar vegna stækkunar ál- versins. Af þeim sökum sé nauð- synlegt að skipuleggja framtíð- arverkefni með það í huga að ekki komi bakslag í verkefna- stöðuna þegar vinnu við stækk- un álversins verður að mestu lokið haustið 1997. -grh Árlegt þorrablót Pottormanna varhaldiö ísundlauginni í Laugardal íhá- deginu ígœr^Th Pottórmarnir eru hópur manna sem hittist á hverjum degi ílauginni íhádeginu, sér til heilsubótar. Eins og sjá má á þessari mynd vantaöi ekki veigarnar og þaö er spuming um hvort ekki hafi flætt upp úr heita pottinum, eftir aö meölimir Pottormana voru búnir ab taka vel til matar síns. Á myndinni má sjá mebal annarra Steingrím Hermannsson ásamt öbrum meblimum í félagsskapnum. Tímamynd: cs Nokkrír Svíar staddir hérlendis í mebferö hjá Krýsuvíkursamtökunum: Vaxandi ásókn í íslenska heilbrigðisþjónustu Nokkrir Svíar eru nú staddir hér á landi í meðferð hjá Krýsuvíkúrsamtökunum. Svíar borga mjög vel fyrir meöferðina og dregur þátt- takajpeirra þannig úr kostn- aði Islendinga vegna með- ferðarinnar. Meðferða Svíanna hérlendis hefur vakiö mikla athygli og má nefna að fyrir nokkrum vikum var forsíðufrétt í stór- blaðinu Dagens Nyheter um veru þeirra hérlendis. Hjá Krýsuvíkursamtökunum er einkum um að ræða skjólstæð- inga sem hafa orðið illa úti vegna vímuefnanotkunar en ýmislegst bendir til ab útlend- ingar muni í auknum mæli horfa til almennrar íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Matthías Halldórsson að- stoðarlándlæknir segir að LIÚ hefur ráöiö alþjóölegan sérfrœöing til oö meta stofnstcerb úthafskarfa á Reykjaneshrygg: Hlutlaust mat af ótta við ofveiði Matthías Halldórsson Landssamband íslenskra út- vegsmanna hefur rábið Kára Jó- hannesson til að gera hlutiaust mat á stofnstærð úthafskarfa- stofnsins á Reykjaneshrygg. Þetta er gert í framhaldi af ótta skipstjórnarmanna sem telja að úthafskarfastofninn sé ofveidd- ur. Þeir telja einnig ab stofninn nái ekki 2,2 miljónum tonna eins og fiskfræðingar halda fram og því sé ekki óhætt ab mæla með allt ab 150 þúsund tonna veiði úr stofninum á árs- grundvelli. Kristján Ragnarsson formaöur LÍÚ segir að þessi ráðning Kára sé ekkert vantraust á Hafró, heldur sé þarna einungis um að ræða að fá hlutlaust mat til að sannreyna hvort mat fiskifræð- inga sé rétt eður ei. Hann segir að það teljist ennfremur til ný- lundu að skipstjórnarmenn telji Hafró ofmeta stærð einstakra fiskistofna því oftast nær sé það á hinn veginn. Kári Jóhannesson er þekktur sérfræðingur á alþjóðavísu .í bergmálsmælingum og hefur m.a. starfab hjá FAO til margra ára við mat á fiskistofnum við erfiöar aðstæður, svipaður þeim sem eru á Reykjaneshrygg. Þetta er jafnframt ekki í fyrsta skipti sem LÍÚ leitar eftir liðsinni Kára í þessum efnum, því fyrir áratug eða svo gerði hann úttekt á mæl- ingum Hafró á loðnustofninum að beiðni LÍÚ. Þá voru skiptar skoðanir um stærð loðnustofns- ins en úttekt Kára staðfesti þá niðurstöður Hafrannsókna- stofnunar um lqðnustofninn. Formaður LÍÚ segir að þrátt fyrir þessar efasemdir um stofn- stærð úthafskarfastofnsins, þá muni hann ekki beita sér fyrir tillögum til breytinga á fyrri ákvöröunum um leyfilegan heildarkvóta, 150 þúsund tonn á komandi vertíð, á fundi Norð- austur- Atlantshafsfiskveiði- nefndarinnar, NEAFC, í London í næsta mánuði. En þar verður fram haldið viðræðum um skipt- ingu og stjórnun úthafskarfa- veiðanna frá fundinum sem haldinn var þar fyrir skömmu. -grh óformlegar viðræður hafi farið fram milli græn- lenskra og ís- lenskra heil- brigðisyfir- valda um að Grænlending- ar nýti sér í auknum mæli heilbrigðisþjónustuna hér. A þeim misskilningi hafi borið að með því myndu biðlistar lengjast en því sé þveröfugt farið. Útlendingarnir borguðu það vel fyrir þjónustuna að þeir peningar sem kæmu inn í landið myndu fremur stytta biðlista. „Það er margt lokað hjá okk- ur vegna skorts á peningum en ef rekstrarfé kemur með sjúklingunum bætir það stöð- una." Matthías nefndi ófrjósemis- aðgerðir sem dæmi um ódýr- ari abgerðir sem íslendingar gætu veitt Grænlendingunum miðað vib Danmörku. -BÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.