Tíminn - 10.02.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.02.1996, Blaðsíða 2
2 otwhíw Laugardagur 10. febrúar 1996 Margrét Frímannsdóttir, formaöur Alþýöubandalagsins, hafnar afskiptasemi Svavars. Margrét um sameiningarmálin: Við getum ekki lagt okkur nibur rétt sisvona Hversvegna er danskur laun- þegi meb tvöfalt hærri laun en íslenskur? Reynt verbur aö svara þeirri spurningu á fundi miöstjórnar Alþýöubanda- lagsins um aöra helgi og munu sérfræöingar mæta til fundarins og reyna aö skýra málin. Kjaramál veröa aöal- viöfangsefni miöstjórnar- fundarins aö sögn Margrétar Frímannsdóttur, formanns Al- þýöubandalagsins. Á fundin- um veröa ennfremur rædd hin stóru sameiningarmál vinstri flokkanna. „Ég hef ekki veriö á fundum um sameiningartilraunir. En landsfundur fól okkur aö efla samstarf við vinstri menn. Það erum viö aö gera bæöi innan þings og utan. Þaö er alveg ljóst aö Þjóövaki og Alþýöuflokkur veröa aö gera upp viö sig hvern- ig staöiö veröur aö þessu. En flokkar eins og Alþýöubanda- iagið og Alþýðuflokkurinn meö sögu og stofnanir geta ekki lagt sig niöur rétt sisvona. Mín áhersla liggur öll á samvinnu flokkanna innan þings og utan, sem getur síðan haft þaö að markmiði aö stofna til samfylk- ingar eöa samvinnu síöar meir," sagöi Margrét. Þjóðvaki ekki síður nálægt Abl. — En steytir ekki víöa á skerjuin í samvinnu vinstri fiokkanna? „Ef borin eru saman annars vegar þingmál Þjóðvaka, Al- þýöuflokks og Alþýöubanda- lags, þá má segja aö Þjóðvaki er ekki síður nálægt Alþýðubanda- laginu en Alþýöuflokknum. Þaö er staðreynd aö í mörgum mál- um hafa Alþýöuflokkur og Al- þýöubandalag veriö aö færast nær, enda þótt enn greini veru- lega á í utanríkismálum. En það er margt annaö sem færir okkur nær, til dæmis ríkisfjármálin. Eins er Þjóövaki mjög samstíga hinum í flestum stórum mál- um," sagði Margrét. Margrét og Jón Baldvin sátu fund með ungum jafnaðar- mönnum í vikunni. Margrét segir aö þar hafi komið fram óskir um að leiðtogarnir beri gæfu til aö vinna saman í þeim málum sem varði þjóöina mestu í dag, atvinnu- og kjara- málum og í skattamálum. Utanaðkomandi finni flöt „Það er fráleitt aö persónugera sameiningarumræöuna. Ég vil komast hjá því og mínar hug- myndir eru þær aö fá utanað- komandi fólk til aö finna flöt á samstarfi, markmiði og leiöum. Okkur þykir auövitaö vænt um flokkana, þeir eru mikið tilfinn- ingamál. En viö verðum aö horfa á hvaða leiöir eru færar til aö fá fram áhrif til breytinga. Ef leiðin er sú aö ná þessum mark- miðum með sterkri og öflugri samvinnu, þá eigum viö auðvit- aö að gera það," sagöi Margrét. Margrét Frímannsdóttir, for- maöur Alþýöubandalagsins, er í vandamálum í sínum flokki að sögn Alþýöublaösins, hún er sögö einangruð í þingflokkn- Margrét Frímannsdóttir. um. Blaðiö ’segir Svavar Gests- son sterka manninn í flokkn- um. Margrét segir það ekki ný tíöindi aö formaður þingflokks- ins sé sterkur. „En ekki á nokkru stigi hefur Svavar veriö aö skipta sér af starfi eða verkefn- um formanns flokksins frá því ég tók viö," sagði Margrét við Tímann. Sannleikskornið „Sannleikskorniö í þessum svokölluöu fréttum Álþýöu- blaðsins er það að veriö er aö endurskipuleggja rekstur og innra starf flokksins. Þaö ætti ekki aö koma neinum á óvart. í aðdraganda formannskjörs lýsti ég því yfir á einum tuttugu fundum aö ég vildi byggja upp meira og öflugra starf innan flokksins. Nú er verið að því og að endurskipuleggja fjármálin. Við erum eins og aörir flokkar með kosningaskuldir, ekkert óeðlilega miklar, en þær þarf að gera upp," sagði Margrét Frí- mannsdóttir. -fBP Þorskhausar þurrkaðir í loðdýrahúsi á Fluðum 'ð0$6/ £<S fÆ /?£> SÆKJ/? (JM r/l /?£> Skólalíf xtlds- asta tækifæriö til ab hitta ættingjana áður en hann hrekkur upp af. Aðrar hugsanir um afabróðurinn flugu um huga Dodda, sem ekki er 10 EFTIR FJÖLMANN BLÖNDAL Jafn gainan og Dodda fannst ab vera í góbu skapi vert ab setja á blað. fannst honum ömurlegt þegar eitthvab gekk honum Það var hins vegar alveg rétt hjá Dodda, sá gamli í mót. var alveg ær. Ekki hefðu hans nánustu talið hann -Hvab er karlskrattinn ab skipta sér af þessu, hugs- elliæran, en gamli kennarinn var vanur því ab menn abi hann og urraöi meö sjálfum sér. stæöu viö sitt. Það gerði hann sjálfur. Tilefni skapillskunnar var ab einhver hafbi sagt Fjölskylda þeirra var talin stærsta fjölskyldan á Dodda ab Matti afabróöir hans hefbi kvartab upp- landinu'. Margir höfðu verið kennarar og jafnvel hátt undan því aö ættarmótiö sem halda átti fyrir skólastjórar. Fjölskyldumynstrib var eins og svo víba; nokkrum mánubum yrbi ekki fyrr en ári eftir aö eitthvað leggst í ættir, eins og kallað er. áformaö hafbi veriö. Það var hins vegar alveg óþolandi þegar gamlir Þannig var, aö í fjölskyldu Dodda haföi skapast sú kennaraskröggar fóru að skipta sér af. hefö ab halda veglegt ættarmót á tveggja ára fresti og Þab langversta var þó að geta ekki náb sér niðr: á hafbi Doddi tekib ab sér ab boba til þess. gamalmenninu sem nú sat á sannkölluöum ófriðar- -Kallinn er bara orbinn elliær, hugsabi skólastjór- inn. Hann er kannski hræddur um ab þetta verði síö- stóli á heimili sínu í Vesturbænum. ■ Sagt var,,, Skemmtikraftur „Hann er leikmabur sem áhorfendur hér elska. Hann er sigurvegari; markaskorari og skemmtikraftur." Kevin Keegan, framkvæmdastjóri Newcastle um kaupin á Faustino As- prilla. Vibtalsóþolinn „í nýlegu vibtali vib Vanity Fair er hann spurbur ab því hvab hann óttist mest. „Vibtöl í framhaldslífi," svarar hann. Mesta þjáningin felst ab hans mati ab vera tekinn í vibtal af bresk- um blabamanni." Tónlistarmaburinn Lou Reed í Velvet Underground. Andi Rabins svífur yfir vötnum „Vinningurinn kom á priggja línu kassa en í Ölveri eru 23 spilakassar. Myndir af þekktum leibtogum eru fyrir ofan alla kassana og mynd af Itz- hak Rabin var fyrir ofan vinningskass- ann." Frétt í DV um fall gullpottsins í Ölveri á dögunum. . Dágób upphaeb „Þetta er stærsta upphæb sem ég hef skrifab á blab." Úf sömu frétt, haft eftir Baldri Hólm- steinssyni barþjóni í Ölveri. Fjöldainnbrot „Drottinn minn dýri ef á ab ala fólk upp meb þeim hætti ab enginn ann- ar megi fá þab sem mabur fær ekki sjálfur. Til hvers leibir þab? Til þess ab menn fari ab brjótast inn og taka hluti traustataki vegna þess ab þeir eigi rétt á ab fá þab sama og hinir. Þab er ekki snibugt ab mínu mati." Ragnar Ingimarsson, framkvæmdastjóri Happdrættis Háskóla íslands, um gagn- rýni Barnaheilla vegna sjónvarpsþáttar- ins Happ í hendi. Allir hinir en ekki ég „Ég sé enga sérstaka ástæbu til þess ab óttast ab staban verbi lögb nibur og rökin fyrir því eru afskapíega veik. Ef á ab fækka á toppnum sé ég enga sérstaka ástæbu til ab þab snerti mig. Ég lít ekki á ab þetta snúist um mig persónulega heldur sem stjórnanda Sjúkrahúss Reykjavíkur." Logi Gubbrandsson aóstoöarforstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur í DV í gær. Lobnusprenging á vörubílspalli „Vib höfum stabib lengi í flutningum á lobnu en núna blasir vib sprengin^ í þeim efnum. Vib sjáum til hver þro- unin verbur en ef vib fullnýtum bíla- flota okar er Ijóst ab vib cjetum flutt um 10 þúsund tonn á solarhring, þegar mest verbur". Jón Pálsson framkvæmdastjóri Vöru- bílastöövarinnar Þróttar í DV í gær. I pottinum heyrbist á dögunum ab Cubjón Fribriksson sagnfræbingur væri búinn ab skrifa gagnmerkt rit um sögu fjölmiblunar á íslandi. Stefnt er ab útgáfu ritsins næsta haust, á 100 ára afmæli Blabamannafélagsins sem stofn- ab var 1897. Sá hængur er þó á smíb- inni ab Gubjón vandar þab vel til verksins og ítarlega ab erfitt mun fyrir útgefendur ab koma efninu ab í minna en þremur bindum. Þeir sem séb hafa ritib hafa lokib lofsorbi á efnistök Cub- jóns og telja þab vont mál ab halda sig vib upphaflega áætlun, sem hljób- abi upp á 2ja binda verk ... Kaupmenn í Reykjavík vilja gjarnan ab samkeppnisyfirvöld taki á innkaupaneti Baugs, sem Bónus og Hagkaup eiga. Á morgunverbarfundi smákaupmanna innan Kaupmannasamtakanna varfjall- ab um þab hvort samkeppni í verslun sé eblileg á íslandi. Svarib er já, ab mati Gubmundar Sigurbssonar hjá Sam- keppnisstofnun. Hann tjábi smákaup- mönnum í borginni hreint út ab hlut- verk Samkeppnisstofnunar væri ekki ab spilla góbum árangri í innkaupum hjá Bónus og Hagkaup meb opinberum hömlum á þá. Kaupmenn verba ein- faldlega ab gera betur í samkeppninni í stab þess ab gráta utan í Samkeppnis- stofnun ...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.