Tíminn - 10.02.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.02.1996, Blaðsíða 8
Laugardagur 10. febrúar 1996 Elías Bj. Gíslason hefur verið rábinn hótelstjóri á Hótel KEA í stab Gunnars Karls- Menningarmibstööin Gerbubergi: Veitt Upp úr Braga Á morgun hefst nýstárleg röb kynninga á iifandi ís- lenskum listamönnum í Menningarmibstöbinni Gerbubergi. Einu sinni í mánubi verbur ákvebinn listamabur fenginn til ab fjalla um feril sinn í máli og myndum fyrir opnu húsi og kallast rábstefnan sjón- þing. 2-3 spyrlar munu ræba vib hann um þróun hans, áhrifavalda, einkalíf og fleira en fyrirspurnir úr sai verba einnig vel þegnar. Bragi Ásgeirsson, málarinn, kennarinn og gagnrýnand- inn, ríður á vaðið en spyrlar að þessu sinni verða Jón Proppé, heimspekingur sem einbeitir sér að gagnrýnand- anum, Einar Hákonarson, listmálari sem veiðir mynd- listarmanninn og Sigurður A. Magnússon, rithöfundur mun forvitnast um manninn og kennarann. Hlutverk spyrlanna er einkum aö halda honum við efnið og veiöa upp úr honum eins miklar upplýsingar og kostur er. Bragi sem missti heyrnina í mars 1941 hefur þjálfab með sér einstakan hæfileika til að lesa varamál og þar sem rökkvað er í salnum verður komið upp tölvuskjá þar sem hann getur lesib spurningar jafnharðan og þær berast. Sama dag hefst sýning á eldri verkum Braga er spanna frá 1950-1989 en á Sjónar- hóli, að Hverfisgötu 12, má líta á nýlegar grafíkmyndir og málverk eftir Braga og opnar sú sýning í dag kl. 16. Sjónþingið í Gerðubergi hefst hins vegar á morgun, sunnu- dag, kl.15. ■ sonar sem lét af störfum um síbustu mánabamót ab eigin ósk. Elías er 34 ára og hefur und- anfarin tvö ár starfað sem at- vinnu- og ferbamálafulltrúi Vestmannaeyjabæjar. Hann hefur ábur gegnt starfi hótel- stjóra á Edduhótelunum á Húnavöllum og að Laugum í Dalasýslu. Elías lauk sveinsprófi í mat- reiðslu frá Hótel- og veitinga- skóla íslands og starfabi sem matsveinn í nokkur ár. Hann lauk BS-prófi í hótelrekstrar- fræbi árið 1990 og MBA- prófi í viðskiptafræðum 1993. Elías er kvæntur Höllir Margréti Tryggvadóttur viðskiptafræð- ingi og eiga þau eitt barn. Reiöhjólageymslan — oft notuö fyrir farartœki sem ekki eru neinum til gagns árum saman. Nú er spurning hvort u duglegir skólakrakkar heföu ekki gagn og gaman af aö gera upp stálfákana sem yröi liöur í uppfrœöstu þeirra í --------------- skólanum. - Tímamynd GS „Efla ber tengsl vib atvinnulífíb," er klisjan sem stjórnmálamenn gjarnan flagga. En er nemendum skólanna boöiö upp á slík tengsl? Olafur Eiríksson tœknifrœbingur hefur vibrab skemmtilega hugmynd: Reiöhj ólaviögerðir grunnskólakrakkanna „Eg hef búib í sambýlishúsum þar sem hafa verib sex til átta íbúbir. í þessum húsum er hús- rými sem kallab er hjóla- geymsla þar sem íbúarnir, börn og í seinni tíb fullorbnir líka, geyma reibhjól sín. Ég hef lengi verib meb þá hugmynd ab nýta þab sem í þessum hjólageymsl- um er, hjól sem eru bilub og ekkert notub árum saman, og skapa æskunni skemmtilegt tómstundagaman í skólanum. Þessi hugmynd er gömul og hef- ur verib vibrub vib skólayfir- völd, en ekki náb lengra," sagbi Ólafur Eiríksson tæknifræbing- ur og fyrrum vélskólakennari í samtali vib Tímann. Ólafur er nú önnum kafinn viö dreifingu og sölu á Töflubókinni, einskonar biblíu járniðnabar- manna og vélameistara landsins, sem hann gaf út nýlega. Ólafur er maður frjór í hugsun og ekki latur við að finna hugsjónum sínum farveg. En aftur að reiðhjóla- geymslum fjölbýlishúsa. „Mín reynsla er sú að hjólin í hjólageymslunum séu í mismun- andi ásigkomulagi, mörg þeirra biluð og orðin ónothæf. Stund- um eru börnin vaxin upp úr litla hjólinu sínu. Og stundum er ekki einu sinni vitað hver á reiðhjólið í geymslunni. Hjólageymslur eru því oft fullar af ónýtum og ónýtt- um hjólum. Velmegun íslend- inga gerir það að verkum að svona hjólum er ekki litið við, verðmætamati okkar hefur hrak- að. En þetta gaf mér hugmynd," sagbi Ólafur. Hugmyndin er þessi: Einn barnaskóli, til dæmis einn 12 ára bekkur, stelpur og strákar, geri marktæka könnun á því hvernig háttað er hjólageymslu- málum, hver í sínu húsi, til dæm- is í 20 stigahúsum. Þetta mætti framkvæma undir stjórn og leið- sögn leiðbeinanda og viðeigandi eyðublöö notuð. Niðurstöðurnar mundu gefa til kynna þau verð- mæti sem í hjólageymslunum eru fólgin og hugsanleg verðmæti í borginni allri. Og næsta skref: Ef könnunin á 20 stigahúsum benti til að fyrir hendi væri um- talsvert magn af biluðum hjólum yrði gerö könnun í allri Reykja- vík, enda nægur mannafli til stað- ar í 10-12 ára bekkjum grunnskól- anna og reyndar hugsanlegt að virkja alla árgangana. Ólafur segir að slík könnun út af fyrir sig hefði uppeldisgildi fyrir börnin, sem Ríkisendurskobun: Dœmi um aöila sem fékk styrk á mörgum fjárlagalibum og frá fleiri en einu ráöuneyti: Sumir „veiðnir" á ríkisstyrki „Þab hlýtur ab orka tvímælis ab rábuneyti veiti styrki til abila sem Alþingi hefur þegar ákvebib styrki til á fjárlögum. Nefna má dæmi um einn abila sem fékk framlag á fjárlögum, en síban vib- bótarstyrki bæbi hjá félagsmála- rábuneyti og dóms- og kirkju- málarábuneyti", segir Ríkisend- urskobun m.a. í skýrslu um end- urskobun ríkisreiknings 1994. í sambandi við styrki og framlög ríkisins var m.a. bent á að ýmsir að- ilar fengju framlög á mörgum fjár- lagaliðum, jafnvel frá fleiri en einu rábuneyti. „Svo viröist sem meiri samræmingu þurfi milli rábuneyta um veitingu styrkja", er mat stofn- unarinnar. Auk þess sem rábuneytin hafa yf- ir ab rába „safnlibum" á fjárlögum upp á milljarba króna, sem ab stærstum hluta fara í framlög og styrki, þá hafa líka kringum 50 til 60 milljónir af fjárveitingum abal- skrifstofa ráðuneytanna farið í styrki og framlög til ýmissa aðila á síbustu árum (1993 og 1994). Þessir styrkir eru sóttir í svokallaö „ráð- stöfunarfé ráðherra", þ.e. fjárlagalið innan hvers ráðuneytis sem ráð- herra ákvebur hvernig skuli ráðstaf- ab. í fjárlögum 1994 voru veittar á bilinu 3 til 8 milljónir til hvers rábuneytis vegna þessa, nema hvab menntamálaráðuneytib fékk 18 milljónir vegna þessa. „Engar sérstakar reglur eru til um styrki og framlög sem ráðuneytin veita", segir Ríkisendurskoðun. Ekki verði ætíð séb hvernig styrk- veiting tengist starfsemi viðkom- andi rábuneytis. Engar reglur séu heldur til um hvernig styrki rétt sé að veita og hvernig umsóknir skuli meðhöndlabar. Almennt hafi ekki verið auglýst eftir umsóknum né fylgst með rábstöfun styrkjanna. Raunar telur Ríkisendurskoðun ráðuneytin almennt vanbúin til að úthluta styrkjum, m.a. vegna þess að ákvarðanir í ráðuneytum séu for- dæmisgefandi. Styrki og framlög sem ráðuneytin veittu fyrrnefnd ár segir stofnunin hafa verið af ýmsum toga. Fyrra ár- ib hafi um 4/5 þeirra farib til ein- staklinga og samtaka og ríflega helmingurinn það síðara. Annab fór til fyrirtækja, stofnana og er- lendra aðila. Á fjárlögum eru, sem áður segir, ýmsir fjárlagaliðir sem ekki falla undir svib einstakra stofnana og skipting fjárins ekki ákveðin á fjár- lögum. Slíka safnliði segir Ríkisend- urskoðun því marga hverja á for- ræbi ráðuneytanna sjálfra, sem taki þá ákvörbun um gjaldfærslu á þá. Að mati stofnunarinnar viröast ráðuneytin hafa tilhneigingu til að gjaldfæra kostnað, sem eblilegt væri að tengja aöalskrifstofunum ráðu- neytanna, á ýmsa safnliði sem þau hafi yfir að ráða. Stofnunin telur fulla ástæðu til að skilgreina betur hvaða kostnað beri að færa til gjalda á safnliðum. Alls voru um 60 slíkir safnliðir á fjárlögum 1994, flestir 17 hjá menntamálaráðuneyti. Bókfærður kostnabur á þessa liði nam tæplega 6.000 milljónum á árinu, hæst um 1.616 milljónir hjá fjármálarábu- neyti. Ríflega helmingur upphæð- arinnar fór í styrki og framlög, mest um 800 milljónir hjá menntamála- ráðuneytinu. ■ með þessu móti lærðu að lesa skýrslur. Og abalskrefið: í framhaldi af þessu þarf að átta sig á hvort ekki sé hægt að nýta sér börnin til að gera sjálf við reið- hjólin. Það tel ég mjög vel fram- kvæmanlegt. Sjálfsagt að byrja í einum skóla. Eg hugsa mér að „reiðhjólaverkstæðið" yrði til dæmis ein færanleg skólastofa. Það þarf ekki kostnaðarsama inn- réttingu til að gera við reiðhjól. Skólabörnin, 10-12 ára, mundu annast viðgerðirnar, að sjálfsögðu undir stjórn hugmyndaríks leið- beinanda, sem skipulegði verk- efnið frá upphafi til enda. Leið- beinandinn sæi um aðföng. Hjólin yrðu gerð sem ný, til dæmis með sprautun, teinun, endurnýjuðum drifum og öbru sem til þarf. Ólafur segir að koma þurfi upp skipulagi á allri atburðarás. Hann segir ab prestur hverfisins mætti til dæmis gjarnan vera í „skóla- stjórn verkefnisins" til þess að fjalla um siðferðislega hlið máls- ins. Reiðhjólin verða að vera heiðarlega fengin. „Aðalatriðið er að þarna er um lærdóm að ræba, sem ekki er svo auðvelt að kenna í skólakerfinu sem slíku. Ég sé í hendi mér að uppeldisáhrifin geta verib mikil. Hér er verið að vinna að hlutum sem börnin hafa virkilega vit á og hægt er að tengja svo mörgu í okkar samfélagi. Heppnist svona verkéfni vel má hugsa sér önnur verkefni í svipuöum dúr. í starfi mínu með Vélskólanemum skipulagði ég ýmis verkefni, bæöi stór og smá, sem voru lærdómsrík en höfbu hagnýtt gildi einnig. Þar nægir að nefna svartolíuvæðingu fiskiskipaflotans á sínum tíma. Allir tala jú í dag um „að leggja beri meiri áherslu á tengslin vib atvinnulífið", eins og stjórnmála- menn orba þab svo oft. Þessi hug- mynd á einmitt ab styðja vib slíkt," sagði Ólafur Eiríksson að lokum. -JBP Nýr hótelstjóri á Hótel KEA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.