Tíminn - 13.02.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.02.1996, Blaðsíða 2
2 Wímitm Þribjudagur 13. febrúar 1996 Tíminn spyr... Á a& heimila beinar fjárfesting- ar erlendra abila í sjávarútvegi? Árni R. Árnason, varaforniatmr sjávarútvegsnefndar: Já ég tel það. Þab er mikilsvert að fá áhættufé fremur en lánsfé inn í atvinnuveginn, áhættufé þarf ekki aö endurgreiöa og þaö getur veriö ódýrara aö greiöa arö en vexti. Auk þess koma meö nýjum hluthöfum nýjar hugmyndir inn í fyrirtæki sem er af hinu góöa. Viö verðum hins vegar að gæta þess við fáum á móti heimild til aö fjárfesta erlend- is í skiptum fyrir þátttöku þeirra hér. Viö veröum að seinja við hvert ríki eöa samtök fyrir sig. Einhliða samningar duga ekki. Kristján Ragnarsson, LÍÚ: Ég undrast að fram komi frum- varp á Alþingi sem heimilar erlend- um aöilum eignaraðild ab íslensk- um sjávútvegsfyrirtækjum, bæöi veiðum og vinnslu allt að 49%. Svo stór eignarhlutur á markaði er ráð- andi eignarhlutur og þar með myndum vib afhenda erlendum aðilum aögang að auðlindinni, að- ilum sem myndu reyna að komast yfir fiskimiðin fyrir starfsemi sinna fyrirtækja á erlendri grundu. Tals- mönnum þessa „frelsis" er tíðrætt um hræðsluáróður en ég tel þetta vera mjög mikilvægt mál og hættu- legt fyrir afkomu okkar. Það hefur veriö sátt um að fiskiðmiðin séu okkar og á því hefur engin breyting orðið. Vilhjálmur Egilsson, á sæti í sjáv- arútvegsnefnd: Já ég tel það vera óhætt. Það hafa orðið þab miklar breytingar á að- stæðum í íslenskum sjávarútvegi að það er nauðsynlegt að fyrirtækin tengist beinna erlendum fyrirtækj- um en verið hefur. Það getur verið nauðsynlegt fyrir íslensk fyrirtæki að fara í samstarfverkefni með er- lendum aðilum sem krefjast sam- eiginlegs eignarhalds. Ennfremur samræmist þab ekki opnun hluta- bréfamarkaða að setja kvaðir á fjár- festingar erlendra aðila í sjávarút- vegi eins og verið hefur. Kjarastefna ársins og nœstu samninga miöar aö því aö bœta lífskjörin til jafns viö þaö sem gerist í nágrannalöndunum. VMSÍ: Fólk vill fara „Fólk vill almennt fara aö sjá til sólar og þá ekki bara í stjórnarráðinu eða í elítunni," segir Björn Grétar Sveinsson formaður Verkamannasam- bands íslands. Hann segir aö kjarastefna ársins, fyrir utan það að klára núgildandi samn- inga sem menn voru dæmdir til að gera, miöast að því að bæta lífskjörin hér á landi til samræmis við það sem gerist í helstu nágrannalöndum okkar. Það sé það markmið sem menn stefna að á næstu árum. Hann telur einsýnt að í næstu kjara- samningum verði stigið „all- verulegt skref" í þessa átt. Formaður VMSI segist í engu vilja spá um það hvort einhver hiti verður í kjaramálunum þeg- ar líða tekur að gerð næstu kjara- samninga. Hann minnir hins- vegar á að það hefur hlaðist upp mikil spenna í þjóðfélaginu á undanförnum missemm vegna misréttis í launa- og kjaramálum. Þessi spenna hefur ekkert minnk- að og í rauninni sé það bara spurning hvar og hvenær hún losnar úr læðingi. Björn Grétar segir að aöalatrið- Björn Crétar. iði sé að bæði stjórnvöld og at- vinnurekendur fari að ræða af fullri alvöru um það hvernig hægt sé að bæta lífskjör almenn- ings til jafns viö það sem gerist í nágrannalöndum því verkalýðs- hreyfingin sé tiibúinn að koma að þeim viðræöum hvenær sem er. Það sé nærtækara til árangurs í stað þess að vera með „útúr- snúninga" í nær hvert sinn sem staðreyndir um samanburð í launum og kjörum fólks hér og í nærliggjandi löndum eru lagðar á borðiö. Þá sé það ekki heldur vænlegt til lausnar af hálfu stjórnvalda að bregðast við þessu ástandi með því einu að „heröa lög og reglur þannig að menn geti ekki hreyft sig," sbr. endur- skoðun á samskiptareglum aðila á vinnumarkaði. Formaður VMSÍ segir að um- ræðan innan sambandsins snúist meira og minna úm það á hvern hátt sé hægt að bæta lífsafkomu fólks miðaö við vinnutíma. Hann segir að hérlendis sé að vaxa upp kynslóö sem lítur þessi mál öðrum áugum en þeir eldri. í reynslusögum þeirra eldri er sjálfsagt að finna fjölmörg dæmi þar sem fólk tók sér varla vott af sumarfríi fyrr en þaö náði kannski miðjum aldri vegna mikillar vinnu. Það sé liðin tíö, bæði vegna breyttra viðhorfa og þá ekki síður sökum þess að framboð af vinnu er ekki eins mikið og það var hér á árum áö- ur. -grh DnvíO Oddsson forsælisrádhemi andvigur jákvæOi i iiiismunun Yrði talinn hafa fengið starfið óverðskuldað Mrr/f £/? /yjá rrr/? D/?V/£>. þ£/ //£££)//? ÆDÆ£/ /V£Ð /TOS/ V//VG/V £7£Ð ££SS/? £//££///SO / plk V^' -JIHHIlI H ÆB»é> 1 b Skólalíf ^riDs Nei, því var Doddi ekki búinn að gleyma. 11 EFTIR FJÖLMANN BLÖNDAL Doddi gat heldur ekki gleymt því að þessi jafnaldri hans hafði alltaf verið honum fremri. Það kom fyrir að Dóra stríddi manni sínum á sinn Hann hafði glæst kennaranám ab baki meb góbum hægláta og lunkna hátt. einkunnum, en Doddi hafði sjálfur fallið. Ekki bara Auðvitaö þoldi Doddi konu sinni meinlitla stríðni, einu sinni heldur tvisvar. en öllu verra fannst honum þegar hún dró taum Hann missti aldrei stjórn á sér og leit út fyrir ab þeirra manna sem honum var ekkert sérstaklega um. vera miklu yngri en hann var. Enginn trúði því ab Steini, deildarstjóri sjávarútvegsbrautar, var einn hann væri nokkrum mánuðum eldri en Steini, þessi þeirra sem Dóra virtist taka nokkuð upp á arma sína spengilegi deildarstjóri. og bar oft blak af honum þegar henni fannst mabur Það eina sem var Dodda huggun að í samanburb- sinn fara offari. inum var að Steini virtist ekkert skopskyn hafa, en -Þaö á ekki að sparka í liggjandi mann, sagði hún það haföi skólastjórinn í ríkum mæli. stundum þegar þau voru komin upp í á kvöldin og En þar kom einmitt einn pirringurinn enn: Þrjót- ræddu málin. urinn bar nafn sem svo margir nánir ættingjar -Þú ert búinn að fá það sem þú vilt og mátt vera Dodda báru líka, að uppnefni á honum mætti snúa ánægður með að hann skuli ekki vera skólastjóri til föðurhúsanna og því hafði Doddi látið ógert að núna. Eða ertu kannski búinn ab gleyma því ab hann var settur skólastjóri um hríb? uppnefna hann. ■ Sagt var... Vígbúinn fribur „Þorvaldur Ottósson segist verða ab vígbúast til ab fá frið." DV í gær. Þorvaldur er íbúi viö Lauga- veginn. Of ódýrir? „Hærra minkaverð núna þýðir að ýmsar vörur sem ekki áttu möguleika á að komast inn á markaðinn vegna þess hversu ódýr minkurinn hefur verið, ná núna inn á markabinn." Segir Eggert feldskeri, sem er NB korn- ungur mabur en ekki á sjötugsaldri eins og titillinn gefur til kynna, er giabbeitt- ur þrátt fyrir hækkun skinnaverbs. Tím- inn um helgina. Hressandi bílslys „Ég vil segja þab ab mér fannst mjög gott að lenda í þessu bílslysi. Mabur er búinn ab vera eitthvað „down" í janúar og febrúar og mér fannst þetta mjög hressandi." Páll Óskar alltaf sama jabartilfellib en hann lenti í árekstri á föstudag skv. DV í gær. Slökkvið á útvarpinu!! „Kaupmaðurinn sagði ab starfsfólk verslunarinnar hefði lítib ferbaútvarp á borði í kaffistofu sem væri opiö öbru hverju og vera kunni ab ómi frá því fram fyrir afgreiösluborb á stund- um. Tónlist væri hins vegar ekki dreift um verslunina með hátalara- kerfi eða á annan hátt þannig ab unnt sé ab ræba um opinberan flutn- ing og gjaldskyldu samkvæmt því." Þessi málflutningur hlaut ekki náb Hér- absdóms og var kaupmaburinn dæmd- ur til ab borga STEF-gjöld. Tíminn bendir fólki vinsamlegast á ab loka öll- um gluggum og kítta upp í óþétta karma svo ómur af útvarpi berist ekki til nágranna. Mogginn um helgina. DNA býttar engu „Ástæðulaust að efast í barnsfaðern- ismálum ... Cunnlaugur segir ab ekki sé ástæba til að tala um að sakamál standi og falli með DNA-rannsókn- um, því slík mál séu fjölþætt og því ýmis önnur sönnunargögn og vitnis- burður sem liggi fyrir." Segir forstöbumabur rannsóknarstofu í réttarlæknisfræbi vib Moggann um helgina. En þjóbin veit hvaba vægi vitnisburbur þeirra er áttu abild ab fisk- sölumálinu í Þerney fyrr í vetur hafbi þegar dæmt var í málinu. Skólamálaráð Reykjavíkur mun í síðustu viku hafa boðað skóla- stjórnendur í Reykjavík, skólastjóra og aðstoðarskólastjóra á daglang- an fund í Nesbúð til að undirbúa yfirfærslu grunnskólans til sveitar- félaganna. í pottinum fréttist af þessum fundi að Hulda Ólafsdótt- ir, einn fulltrúi R- listans í skóla- málaráði, hafi gert hreyfifærni og vinnuaðstöðu í skólastofum aö umtalsefni eftir að formlegum fundi lauk. Mun þab hafa orðib kveikjan að samræbun um hreyfi- færni barna og hversu lengi menn byggju að hreyfiþjálfun í æsku. Sigrún Magnúsdóttir borgarfull- trúi og formabur skólamálarábs greip þá þrjú epli úr nærliggjandi skál og „gerbi meb þremur" af mikilli list eins og hún hafði gert sem smástelpa vib fögnub reykv- ískra skólastjórnenda. Sannfærðust umsvifalaust um gildi hreyfiþjálf- unar í æsku en töldu þó ab erfðir skiptu máli í dæmi Sigrúnar og rifjuðu upp að Magnús Scheving er bróbursonur hennar... Átakiö Stöðvum unglingadrykkju gaf út bók á dögunum um þab hvernig foreldrar gætu brugbist vib gagnvart hugsanlegri vímu- efnaneyslu unglinga sinna og var bókinni dreift í tugúsundum ein- taka um land allt eins og frægt er orðið. Nú heyrist ab Grænlending- ar séu hrifnir af þessu og sé ab hugsa um að þýða bókina og dreifa henni um Grænland ...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.