Tíminn - 13.02.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.02.1996, Blaðsíða 5
Þri&judagur 13. febrúar 1996 5 Ingvar Gíslason: j Hver eru völd forseta Islands? Bessastabir. Mér þykir Tíminn reiöa hátt til höggs gegn Svavari Gestssyni al- þingismanni í leiöara á miðviku- daginn var (7. febr.). Eg fæ ekki séö að Svavar þurfi að þola köpuryrði þótt hann lýsi því hvaða skoðun hann hefur á 26. gr. stjórnarskrárinnar, sem fjallar að sínu leyti um valdsvið forseta íslands. Um það efni er hver skynsamur maður frjáls að sinni túlkun, hvort sem öbrum líkar betur eba verr. Um skilning á þessari grein liggur ekki fyrir neinn óhagganlegur úrskurður einhvers lagapáfans, enda mætti nú fyrr vera. Ekki er neitt óeblilegt vib það, þótt Svavar Gestsson, kjósandi í forsetakosningum, vilji vita það, áður en hann kýs, hvaða skiln- ing frambjóðendur leggja í efni umræddrar greinar stjórnar- skrárinnar. Það er háttur kjós- enda að spyrja frambjóðendur í opnum kosningum um hvað- eina áður en þeir kjósa. Fram- bjóbendur til forsetaembættis eru ekki yfir það hafnir að svara fyrirspurnum sem til þeirra er beint. í raun ber það keim af hót- fyndni að væna reyndan stjórn- málamann sem Svavar Gestsson um að hann geti ekki hjálpar- laust mótað sér skoðun á því, hvert sé efnisinnihald ívitnaðs stjórnarskrárákvæðis og raunar annarra greina grundvallarlag- anna. Svavar er vel að sér í al- mennri lögfræði, stundaði laga- nám um eitt skeib, þótt ekki lyki hann lagaprófi, og hefur „júri- dískan þankagang" á við hvern sem er. Það er vesæll stjórnmálamaður sem ekki hefur fyrir því að spyrja á þessum misserum hvert sé vald forseta íslands. Það verbur hins vegar ab ráðast, hvert menn ber um svarið. Ég held að reyndir og vel lesnir stjórnmálamenn hafi burði til að skýra stjórnarskrár- ákvæði um valdsvið forseta ís- lands til jafns við útvalda fræba- jöfra í lögvísi, sem sumir eru þar að auki elskari að stjórnmála- skoðun sinni en því sem nemur ástinni á sannleika fræðanna. Og sjá menn það ekki í hendi sér, að „lögviska", söguskilning- ur og stjórnmálaskobanir takast á þegar menn ráðast í það að skýra ýmis ákvæbi stjórnarskrár- innar? Stjórnarskrá er og verbur pólitískt plagg, enda ekki komin af himnum ofan, og missir ekki gildi sitt þótt hún sé bara mannaverk og háð mannlegum skilningi. Stjórnmálamönnum ber að hafa skoðun á efni stjórn- arskrárinnar. Þab gerir Svavar Gestsson og á þakkir fyrir, en ekki ákúrur. VETTVANGUR „Annar þáttur löggjafar- valdsins" Ekki þarf að vefjast fyrir nein- um að ég skrifa þessi orð vegna þess að ég er sammála Svavari Gestssyni um skilning á 26. gr. stjórnarskrárinnar og vil taka undir við hann í því efni. Og ég er ekki eini framsóknarmaðurinn og Tímavinurinn sem er sömu skoðunar og Svavar um þetta. Eft- ir minni reynslu er unginn úr fylgismannahópi Framsóknar- flokksins sama sinnis. Því kynnt- ist ég vel, þegar ég tók þátt í því á sínum tíma ab safna undirskrift- um undir áskorun á forseta ís- lands að beita þessu valdi sínu um málskot til kjósenda, þegar Sjálfstæbisflokkur og Alþýðu- flokkur ákvábu ab nota meiri- hlutavald sitt á Alþingi til þess ab sniðganga þjóðaratkvæða- greiðslu, þótt fullveldi íslands væri stórlega skert með samningi um Evrópskt efnahagssvæði. Stórum hluta þjóðarinnar blöskr- aði þetta. Því mibur báru áskor- anir á forseta ekki tilætlaöan ár- angur og rek ég þá dapurlegu sögu ekki aö öbru leyti en því að fyrir mér og mínum skoðana- systkinum stendur forsetaemb- ættið veikara eftir (og var þó veikt fyrir) og verður ekki styrkt nema því aðeins ab nýr forseti standi fast á rétti sínum sem löggjafi, þegar mikið liggur vib. Vil ég leggja höfubáherslu á þann skiln- ing — sem er augljós — að forseti íslands er „annar þáttur löggjaf- arvaldsins" eins og dr. Björn Þórbarson forsætisráðherra orö- aði það'skilmerkilega í ræbu á Al- þingi 1944, þegar lýbveldisstofn- un stóð fyrir dyrum. Svavar J raun ber það keim af hótfyndni að vœna reynd- an stjómmálamann sem Svavar Gestsson um að hann geti ekki hjálpar- laust mótað sér skoðun á því, hvert sé efnisinnihald ívitnaðs stjómarskrár- ákvaeðis og raunar ann- arra greina gmndvallar- laganna. Svavar er vel að sér í almennri lögfrœði, stundaði laganám um eitt skeið, þótt ekki lyki hann lagaprófi, og hefur „júri- dískan þankagang" á við hvem sem er." Gestsson er ekki að búa til nýjan skilning á þessu málsatriði. Og við, sem erum sama sinnis, höf- um full rök fyrir okkar skoöun, hvort heldur við notum lögskýr- ingaraðferöir sem kenndar eru í háskólanum eða þau pólitísku rök sem standa stjórnmálamönn- um næst. Nú fara í hönd forsetakosning- ar. Af því tilefni gefst gott tæki- færi til þess ab ræba ítarlega um stöðu forseta íslands, hlutverk hans og völd. Hingab til hefur umræban um þab efni leiðst út á villigötur, einkum upp á síðkast- ið, í stab þess að haldast á þeim vegi að sýna fram á að forseta- embættið er alvöruvaldastofnun, forsetinn hefur tiltekin völd, þ.á m. það vald, sem felst í 26. gr. stjórnarskrárinnar. Forseti Is- lands er ekki eingöngu „embætt- ismabur", hann er einnig þjóð- kjörinn löggjafi samhliða Al- þingi. Þessi skipan er lýðræbinu augljós styrkur. Hitt er annab mál ab forseta ber að gæta þess að misbeita ekki valdi sínu. Forseti sem gerbist ber ab ofríki út á þessa grein er ekki hæfur í starfi sínu fremur en að mannsbragð sé ab forseta, sem ekki lætur að sér kveða þegar nokkuð er í húfi og þjóðin væntir sér einhvers af for- setanum. En verður ekki að treysta því að til forsetadóms séu ekki abrir kjörnir en þeir sem hafa dómgreind og skapstillingu til að meta af skynsemi tilefni slíkrar valdbeitingar eða annars atkvæðis forseta án íhlutunar rábherra? Þótt stjórnarskráin segi að for- seti lýðveldisins sé ábyrgðarlaus í stjórnarathöfnum (11. gr.) og hann láti rábherra framkvæma vald sitt (13. gr.) þá er víst að þessar greinar eiga ekki við, þegar forseti ákveöur ab synja laga- frumvarpi staöfestingar samkv. 26. gr. Þetta kom skýrt fram í at- „Forseti íslands er ekki eingöngu „embœttismað- ur", hann er einnig þjóð- kjörinn löggjafi samhliða Alþingi. Þessi skipan er lýðrœðinu augljós styrkur. Hitt er annað mál að for- seta ber að gœta þess að misbeita ekki valdi sínu. Forseti sem gerðist ber að ofríki út á þessa grein er ekki hæfur í starfi sínu fremur en að mannsbragð sé að forseta, sem ekki lætur að sér kveða þegar nokkuð er í húfi ogþjóðin væntir sér einhvers affor- setanum. En verður ekki að treysta því að til for- setadóms séu ekki aðrir kjömir en þeir sem hafa dómgreind og skapstill- ingu til að meta afskyn- semi tilefni slíkrar vald- beitingar eða annars at- kvæðis forseta án íhlutun- ar ráðherra?" hugasemdum við nefnda stjórn- arskrárgrein þegar lagt var fram frumvarp til stjórnskipunarlaga um lýðveldisstjórnarskrá 1944. Þar standa þessi orð: „Ákvörðun um slíka staðfestingarsynjun eba málskot til þjóðaratkvæðis tekur forseti án þess ab atbeini ráðherra þurfi ab koma til." Siguröur Lín- dal vék að þessu efni í athyglis- verbri grein í Skími 1992. Hann sýnir þar fram á ab forseti hefur sem handhafi löggjafarvalds sjálf- stœðar heimildir og er ekki háður atbeina ráðherra í því falli. „Öbr- um kosti væri hann ekki annað en handbendi einstakra rábherra um þetta efni," segir Siguröu:. Og er það sannmæli, sem forseta- frambjóöendur, alþingismenn, ráðherrar, fjölmiðlamenn og kjósendur ættu ab leggja á minn- ið. Svo ég hverfi til upphafsins um tilefni þessarar greinar, vil ég ít- reka ab Svavar Gestsson gerir vel í því ab ræða hin alvarlegu mál forsetaembættisins. Nógu púbri er eytt, ab því er tekur til sjálf- sagbra hluta og hégómamála. Er ekki óhætt ab gefa sér það að sá eða sú, er þjóðin kýs til forseta- dóms, klæbi sig forsvaranlega, hversdagslega og hvenær sem er, kunni almenna mannasiði, sé al- mennt talab veisluhæf persóna og verði sér ekki til skammar á mannamótum? Áhyggjur manna út af tungumálakunnáttu forseta eru óþarfar. Ólíklegt er ab abrir bjóði sig fram til forsetadóms en fólk, sem hefur viðunandi færni í því efni eða er fært um að bæta sig, ef á reynir! En af því að forseti íslands er forseti íslensku þjóðar- innar og starfar á íslensku mál- svæði, ættu menn ekki að engjast svo mjög af áhyggjum út af kunnáttu frambjóðenda í erlend- um tungumálum, en hlusta frem- ur eftir því hversu vel þeir eru mæltir á sína eigin tungu. Höfundur er fyrrv. ritstjóri Tímans. Atvinnuleysi í hagfræbi samtíðarinnar Enn segir Paul Krugman: „Margs konar skýringar hafa verið fram settar á þeirri hækkun náttúrulegs stigs atvinnuleysis, sem orðið hef- ur. ... í þessu erindi set ég aðeins fram skýringu í tveimur liðum. Hinn fyrri er sá, að viðvarandi mik- ið atvinnuleysi verði einungis skýrt með því, að framfylgd stefnumiða í velferðarríki dragi úr athafnasemi. Hinn síðari er, að fyrir sakir mark- aðsafla, sem hníga að vaxandi launamun, beri áhrif velferðarríkis- ins enn frekar til vaxandi atvinnu- leysis." (Bls. 57) „Velferðarríkiö verður lauslega skilgreint sem kerfi skattheimtu frá íbúum þess til að styrkja fátæka, at- vinnulausa og aðra hópa, sem taldir eru hjálparþurfi. Öll þróuð lönd eru velferðarríki að nokkru marki. Á umfangi þessarar tekjujöfnunar er samt sem áður mikill munur landa á milli. Sérstaklega ber að minnast, að nær á sérhvern mælikvarða eru bandarískir skattar lægri og banda- rísk framlög til atvinnulausra lægri en í Evrópulöndum. í Bandaríkjun- um hefur heldur ekki sagt til þeirrar hækkunarhneigðar atvinnuleysis, sem að kveður í Evrópu. Naumast verður þó þeirri hugsun varist, að EFNAHAGSMAL 3. GREIN þetta tvennt tengist: að gjafmildi velferðarríkja Evrópu beri í einhverj- um skilningi ábyrgð á hækkandi at- vinnuleysisstigi þeirra." (Bls. 57) „Skattar, svo sem áskilin framlög atvinnurekenda tii félagslegra tryggingarsjóða, og reglugerðir kunna að hækka tilkostnað fyrir- tækja af boðinni vinnu og þannig ab færa niður laun, sem þau eru fús til að greiða; hins vegar kunna bæt- ur svo sem atvinnuleysisstyrkir að letja verkamenn til vinnu og þann- ig að hækka þau laun, sem þeir krefjast. (Bls. 58) ... Trauðla verður því þó trúað, að þetta sé lykilþáttur. Þótt skattar í Evrópu hafi hækkað frá 1970, einkum vegna félagslegra trygginga, var örlæti velferðarríkja Evrópu tiltakanlegt snemma á átt- unda áratugnum, meðan atvinnu- leysi var enn lítið. Flestir athugend- ur hafa þess vegna ekki leitað skýr- inga á hækkunarhneigð atvinnu- leysis í stefnubreytingu í efnahagsmálum, heldur í breyttum aðstæðum." (Bls. 60) „Raunin er vissulega sú, að í Bandaríkjunum hefur launamunur stórlega aukist. Út frá þeirri aukn- ingu hafa margir athugendur álykt- að, 3Ö vaxandi launamunur í Bandaríkjunum og vaxandi at- vinnuleysi í Evrópu séu tvær hliðar á sama peningi. Skiptar skoðanir eru um þennan vaxandi launamun í Bandaríkjunum, en hagfræðing- um, sem fyrir sig leggja launamál, kemur saman um, aö frá 1970 hafi launabil breikkað og æ meira kveð- ið að umbun fyrir verkfærni.'" (Bls. 62) ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.