Tíminn - 14.02.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.02.1996, Blaðsíða 2
2 Mibvikudagur 14. febrúar 1996 Tíminn spyr... Á borgarsjóbur ab kaupa hluta Hafnarhússins undir starfsemi Listasafns Reykjavíkur? Da&i Guðbjörnsson, listmálari „Ég held aö þaö sé hiö besta mál. Það er viss skömm aö því hvernig hefur veriö staðið aö þessum málum, sérstaklega gagnvart Erró. Það er kominn tími á aö þaö sé búiö um þessi verk fyrst þaö var tekið á móti þeim. Þaö yröi líka mjög mikill styrkur fyrir myndlistina í land- inu aö fá stórt og gott listasafn í borginni. Þá væru hér tvö söfn sem gætu kannski verið með ólíka áherslu." Guörún Gunnarsdóttir, textíl- hönnuöur og myndlistar- maöur „Alveg tvímælalaust. Þaö yröi hiö besta mál fyrir listina aö færa hana nær fólkinu í miö- bænum og lífga upp á miöbæ- inn í leiöinni. Þetta yröi líka gott fyrir feröamennina sem koma hingaö, því þeir rata kannski ekki í myndlistarhús sem eru lengra frá bænum." Einar Hákonarson, listmálari „Mér finnst þessi hugmynd alveg ágæt. Ég tel þetta mun skynsamlegri ráöstöfun en aö gera upp Korpúlfsstaöi og væntanlega mun ódýrari. Þetta er líka vel staösett í borginni, þannig aö ég get ekki ímyndaö mér annaö en þetta veröi myndlist til framdráttar. Þaö vantar algerlega sýningarsali í borginni fyrir nútímalist sem er í deiglunni. Kjarvalsstaöir eru jú lokaöir nema fyrir fáum út- völdum. Þetta yröi kannski til aö rýmka um þar, þannig aö menn fengju aö sýna þar án þess aö vera óskaprinsar Gunn- ars Kvaran." Oddviti Skútustaöahrepps telur ólíklegt aö meirihluti Mývetninga muni leggjast gegn því ef ákveöinn hópur manna gerir alvöru úr klofningi sveitarfélagsins: Ekki á valdi eins manns aö kljúfa sveitarfélagið Leifur Hallgrímsson, oddviti Skútustaöahrepps, segir aö tillaga aö svari viö athuga- semd félagsmálaráðuneytis- ins veröi væntanlega lögö fyr- ir næsta sveitarstjórnarfund en viöbrögö ráöuneytisins muni ekki endilega hafa úr- slitaáhrif á aögeröir meiri- hluta sveitarstjórnar í skóla- deilunni í Mývatnssveit. Leif- ur segir þaö misskilning ef Hjörleifur Siguröarson telji sig geta klofið sveitarfélagiö vejgna málsins. I frétt Tímans í gær kom fram aö Hjörleifur Siguröarson, bóndi á Grænavatni og einn aöstandenda einkaskólans á Skútustöðum, sagöi vel koma til greina aö kljúfa sveitarfélag- ið og stofna nýtt ef ekki yröi farið aö vilja suöursveitunga. Um þaö segir oddviti hrepps- nefndar: „Ef Hjörleifur heldur að þaö sé á hans valdi hvort Skútustaöahreppi sé skipt í tvö sveitarfélög er þaö afar mikill misskilningur." -En ef hópur fólks er sömu skoðunar? „Jú, það kann að vera og ég hef sagt þaö á opinberum vett- vangi aö ef þeir kjósa að skipta þessu sveitarfélagi og fara lög- legar leiðir til þess, þá efast ég um að meirihluti sveitarbúa muni leggjast gegn því. Af hverju ættum við aö halda þeim í sveitarfélagi sem þeir vilja losna úr? Við höfum eng- an áhuga á því." Leifur segir skóladeiluna snú- ast um uppbyggingu og þjón- ustu en ekki akstursvegalengdir nrilli Skútustaöa og Reykjahlíö- ar. Þaö hafi veriö stefna síðari tíma sveitarstjórna að uppbygg- ing færi aö mestu fram í Reykja- hlíð en þó heföi óskum minni- hlutans einnig verið sinnt. Þaö væri aö æra óstöðugan aö ætla að byggja upp samskonar þjón- ustu á tveimur stööum í sveitar- félaginu og engir peningar til slíks. Rekstur einkaskóla sé allt annað mál. „Ef þeir ætla aö reka einkaskóla á Skútustöðum er þaö velkomiö. Þaö veröur hins vegar ekki gert meö tilstyrk sveitarfélagsins." Leifur segir aö meirihlutinn hafi glaðst yfir því þegar suöur- sveitungar fengu leyfi fyrir rekstri einkaskóla. Máliö sé hins vegar þaö aö suöursveit- ungar sætti sig ekki viö aö fá ekki allan kostnað greiddan af opinberu fé. Engin skólagjöld hafi t.d. veriö innheimt í einka- skólanum og aöstandendur hafi ekki þurft aö standa í nein- um kostnaði og ætli sér auðsjá- anlega ekki aö gera þaö. „Enda höfum viö heyrt aö ýmsir for- eldrar sunnan vatns hafi sagt það að þeir séu tilbúnir að taka þátt í þessu á meðan þeir þurfi ekki aö borga neitt úr eigin vasa. En ef þeir þurfa aö borga úr eigin vasa þá gangi þaö ekki lengur." Leifur bendir einnig á 56. grein grunnskólalaganna þar sem stendur að einkaskólar eigi ekki kröfu á styrk af almannafé. „Þar meö er þetta eingöngu pól- itísk ákvörðun sveitarstjórnar hvort hún styrkir rekstur einka- skólans eða ekki. Og þaö hvern- ig sveitarstjórn aflar þess fjár er allt annað mál. Þeir eru hins vegar að biöja um styrk úr sveit- arsjóði. Styrk sem er það hár að hann nægir til aö borga allan rekstur einkaskólans þannig aö þeir þurfa ekki að borga neitt. Hvað er þá orðiö eftir af einka- skólanum, þegar ríkið borgar kennaralaunin og Skútustaöa- hreppur aksturskostnaöinn og laun ráðskonu? Hvaö er þá lengur „einka" við þennan skóla?" spuröi Leifur aö lokum. -BÞ Skólalíf ^rDs EFTIR FJÖLMANN BLÖNDAL Svo mikiö leiddist Dodda á kennarafundun- um aö hann vissi ekki einu sinni hvernig hann ætti aö sitja. Hann var löngu hættur aö sitja eins og menn sitja venjulega viö fundarborö. Þess í staö hall- abi hann sér aftur í stólnum, lagöi fæturna upp á pallinn undir fundarstjóraboröinu og ók sér sí- fellt í sætinu. Aö viröa fyrir sér kennarana var meira aö segja nokkuð sem hann var oröinn dauöleiöur á. Eba aö hlusta á langlokur sem engu skiptu — þaö var hvort sem er hann sem tók allar ákvarð- anir. Ein hnáta var þó í deildarstjórahópnum sem svolítið var gaman aö hafa þar. Þetta var Bogga hjúkka. Bogga var lítil og nett hnáta sem haföi orðið deildarstjóri fyrir orö Dóru, en þær voru miklar vinkonur. Reyndar lét Boggu hjúkku ekki aö fást viö þau alvörumál sem því fylgdu aö vera deildarstjóri, henni fannst svo miklu meira gaman aö vera sæt og kekk. Því gleymdi hún oft alvörunni og brosti þegar best heföi átt viö að setja upp al- vörusvip. Þetta geröi hana stundum svolítiö kjánalega og þegar hún reyndi aö setja upp al- vörusvip, sáu menn alltaf stelpuskottuna í gegn. Henni heföi veriö nær aö halda sig viö aö vera skólahjúkrunarkona og kenna svolítið meö, en aö setja hana yfir heilsufræðisviöið allt var sennilega of mikiö á veikburða heröar lagt. -En þetta vildi Dóra, hugsabi Doddi og yppti öxlum, og hvaö gerir maöur ekki fyrir heimilis- friöinn? Sagt var... Hjúskaparmiblun ferbaskrifstofanna „Hann viti um par sem hittist í röð- inni í fyrra, og hafi nánast ekki séö hvort af ööru síöan!" Segir Helgi Jóhannsson, forstjóri Sam- vinnuferba-Landsýnar, í Tímanum í gær til ab réttlæta samkeppnina á milli ferbaskrifstofa. En um þessar mundir eru tugir íslendinga sem gista í frostinu fyrir utan ferbaskrifstofur til ab komast í sól og hita í sumar án þess ab fara á hausinn. Davíb skelfir t „Þú verbur aö skilja hvaö Davíö hefur mikil völd. Hann ræöur öllu sem hann vill, smáu sem stóru... En mér fyndist furöulegt ef hann færi í for- setaframboö, maöurinn ræöur bók- staflega öllu". Sagbi ónefndur þingmabur Sjálfstæbis- flokksins vib blabamann Alþýbublabsins í gær. Þessir ónefndu þingmenn vaba nú um síbur dagblabanna en þora ekki fyrir sitt litla líf ab láta nafngreina sig af ótta vib einræbisherrann. Hvab ætli Davíb geri vib óþægu strákana? Hrífandi grímulaus „Koma Michaels var mjög hrífandi. Hann lenti í þyrlu, rykiö þyrlaöist um allt, hann var ekki meö grímu eöa hanska og allir viöstaddir öskruöu nafniö hans". Sagbi formabur íbúasamtaka fátækra- hverfisins þar sem tökur á myndbandi Michaels Jacksons fóru fram fyrir stuttu. DV í gær. Er erfa skulu land „Flestar rannsóknir sýna aö íslensk börn eru oröin of feit, stirö og út- haldslaus." Clæsileg lýsing á börnum vorum í til- veru DV í gær. Geirfuglar á Hvalfjarbarströnd „Blaöamaöur hefur heimildir fyrir því aö sums staöar á Hvalfjaröarströnd sjáist börnin ekki inni í húsi nema þegar þau þurfa aö fara afsíöis eöa fylla magann." Óljúgfróbur mabur hefur skotib því ab blabamanni DV ab enn væri dýrateg- undin „börn sem leika sér úti" ekki út- daub á íslandi. En í útrýmingarhættu þó. Davíö Oddsson forsætisráöherra var gestur á kjördæmisþingi sjálfstæöis- manna á Noröurlandi eystra um síö- ustu helgi. Davíb fór vítt um völl í ávarpi sínu til fundarmanna og skaut fast á bába bóga en viöstaddir töldu sig merkja að honum hafi ekki staðið á sama um ummæli Matthíasar Bjarnasonar, sem féllu ÍTÍmanum í siöustu viku. Davíö sagbi ab Matthí- as hefði kosiö aö gleöja gamla fjand- menn flokksins — Tímann og Al- þýöublaöið ... • Frá kjördæmisþinginu bárust jafn- framt þær fréttir í pottinn ab Davíb hafi talab um — ekki þó úr ræöustól — ab framboðsfrestur til forseta rynni ekki út fyrr en í lok mars og hann færi þá að huga að svörum um forsetaframboð í apríl. Fyrr væri slíkt nú varla tímabært enda málib ekki á dagskrá fyrr en þá. í pottinum voru menn sammála aö um ab gengi þab eftir yrði erfitt aö vera sjálfstæbis- maöur næsta einn og hálfa mánuð- inn eða svo... • Ámundi Ámundason, sá landsfrægi og hugljúfi umbobsmaöur og aug- lýsingastjóri, sem lengi hélt Alþýbu- blabinu á floti, hefur enn á ný sagt lausu skipsrúmi. Hann starfaði hjá Helgarpóstinum frá síðustu áramót- um, en kvaddi vinnustabinn meb huröarskellum á föstudag. Ekki er vit- ab hvað Ámundi tekur sér næst fyrir hendur, en vitab ab Alþýbuflokkur- inn vill gjarnan fá hann til starfa aft- ur, enda fjárhagur Alþýðublaðsins slakur eftir brotthvarf hans þaðan á síbasta hausti...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.