Tíminn - 14.02.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.02.1996, Blaðsíða 9
Mi&vikudagur 14. febrúar 1996 9 UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND ✓ Ovœnt stefnubreyting kaþolsku kirkjunnar í Frakklandi í málefnum alncemis: Hlýtur almennt lof fyrir ab mæla með smokkanotkun Helstu dagblöö Frakklands lofuðu í gær ákvöröun kaþ- ólsku kirkjunnar þar í landi um að viðurkenna smokka sem naubsynlega í baráttunni gegn alnæmi. A mánudaginn gaf Franska biskuparáðstefnan út skýrslu þar sem segir m.a.: „Margir hæf- ir læknar halda því fram aö smokkar séu í dag eina vörnin gegn alnæmi. í þessu tilliti eru þeir nauösynlegir. Notkun smokksins er þar með skiljanleg í þeim tilvikum þar sem einstak- lingur, sem þegar lifir kynlífi, þarf að forðast að taka alvarlega áhættu ..." Þessi afstaða kirkjunnar er óvænt frávik frá opinberri stefnu páfastóls í sambandi við alnæmi, getnaðarvarnir og al- mennt siðferði í kynferðismál- um. Vinstrisinnaða dagblaðið Liberation skrifaði að „úr því að biskuparnir viðurkenna nú nyt- semi smokksins í Frakklandi, þar sem staða alnæmis hefur verið tiltölulega stöðug, er nú hægt aö ímynda sér að þeir hafi kjark til ab flytja boðskap sinn þangað sem hann kæmi raun- verulega ab mestum notum: til Grískir og tyrkneskir um- hverfisverndarsinnar hafa lagt til lausn á deilu ríkjanna um eyjuna litlu í Eyjahafi, sem Grikkir kalla Imia en Tyrkir Kardak. En litlu-mun- aði að til stríðsátaka kæmi milli ríkjanna fyrir skömmu vegna deilna um þab hvoru þeirra eyjan tilheyrir. Lausnin felst í því að umráða- rétt yfir eyjunni hafi eingöngu þær lífverur sem á henni eru bú- Afríku til dæmis." Og hið vinsæla dagblað France-Soir sagði að ákvörðunin bæri ótvíræðan vott um „það gífurlega óöryggi sem ríkir inn- an frönsku kirkjunnar gagnvart þjóðfélagsþróuninni, sem hefur ruglað fólk í ríminu, og afdrifa- ríkustu ágöllum hennar." Það segir einnig að það sé e.t.v. fyrst og fremst gífurleg fjölgun í sér- trúarsöfnuðum og efld starfsemi þeirra sem hefur valdiö þeirri byltingu í hugsunarhætti kirkj- unnar sem þessi ákvöröun ber vott um. Þessi þróun gæti einn- ig valdið svipaðri hugarfars- breytingu meðal kaþólskra í Afr- íraksstjórn hvatti í gær Kúrda í norðurhluta landsins til þess ab taka upp viðræður vib stjórnina, en Kúrdar stjórna nú eigin málum að miklu leyti sjálfir undir sérstakri vernd Vesturveldanna. settar: geitur, kanínur og nokkrir selir. „Dýrin eiga sér hvorki þjóð- erni, né heldur þekkja þau nein landamæri," segir talsmaður um- hverfisverndarsamtakanna Fri- ends of the Earth, eða Vinir jarð- ar. Og í staðinn fyrir að gríski eða tyrkneski fáninn blakti við hún á eyjunni mannlausu, hafa sam- tökin lagt það til að félagsfáni þeirra verði dreginn þar upp til staðfestingar því hverjir þar rába ríkjum. -GB/Der Spiegel íku og Suður-Ameríku, þar sem sértrúarsöfnuðum vex ásmegin jafnvel enn hraðar en í Frakk- landi - - og alnæmi sömuleiðis. í skýrslu frá Lýðfræðistofnun Frakklands segir að dauðsföll af völdum alnæmis muni væntan- lega aukast á næstu tveimur ár- um. 100.000 manns eru sýktir af HlV-veirunni í Frakklandi, og um 30.000 manns hafa látið líf- ið af völdum alnæmis frá því ár- iö 1985. 5.400 alnæmissýktir létust á síðasta ári, og búist var við að um 6.500 láti lífið árib 1997. Jóhann Páll páfi er gjörsam- lega andvígur því ab hvatt sé til Þetta er í annað sinn á tæpri viku sem írakar hvetja Kúrda til að mæta til viðræðna, en íraks- stjórn á nú í viðræðum við Sam- einuðu þjóöirnar um að heimil- ub verði takmörkuö olíusala frá írak gegn því ab hluta kaup- verðsins, sem greitt verður í formi matvæla,Jyfja og annars nauðsynjavarnings, verði veitt til þess að aðstoða Kúrda í norb- urhluta landsins. „Fyrsta skrefið ... felst í því að teknar verði upp viðræður milli ríkisins og kúrdískra hópa og einstaklinga. Viðræðurnar mega snúast um hvaða málefni sem er," sagbi Nouri al-Marsoumi, yfirmaður við menningar- og upplýsingaráðuneyti íraks. Tvöfaldar olíuleiðslur frá írak liggja í gegnum landsvæði Kúrda í noröurhluta landsins og þaðan áfram inn í Tyrkland. Ef viðræöurnar bera einhvern ár- angur verða írakar að dæla ol- íunni í gegnum þessar leiðslur og eru því háðir því ab Kúrdar séu hafbir með í rábum. Samkvæmt samþykkt Örygg- smokkanotkunar til varnar gegn alnæmi, og heldur því fram að sjúkdómurinn dreifist vegna „óábyrgrar kynlífshegð- unar" og að skírlífi sé eina ásættanlega leibin til þess að berjast gegn sjúkdómnum. La Croix, dagblað kirkjunnar, tók enda fram í gær að í skýrslu Frönsku biskuparáðstefnunnar kæmi fram hörö gagnrýni á „brennuvarga" í samfélaginu, og er þá átt við samtök sem taka málstað samkynhneigðra, en „stuöningur þeirra við ákveðnar kynlífsathafnir er undirrót sjúk- dómsins," að því er segir í blað- inu. -GB/Reuter isráðs SÞ nr. 986 frá 1991 má heimila írak ab selja olíu fyrir einn milljarb bandaríkjadala á sex mánaða tímabili, eða sem svarar um 130 milljörðum ísl. króna, þrátt fyrir þær refsiað- gerðir sem samþykktar voru árið 1990 vegna innrásarinnar í Kú- væt. Samþykkt 986 kveður einnig á um það ab af hverjum milljarði sem olía er seld fyrir verði að verja um 130 til 150 milljónum til aðstoðar íröskum Kúrdum sem lið í hjálparstarfi SÞ á svæðinu. írakar óttast að meö því að veita nauösynjavörum þessum til Kúrda muni þeir ennfrekar fjarlægjast stjórnina í Bagdad. Stjórnin hefur þó ekki hafnab þeirri hugmynd að þeim mat- vælum, lyfjum og fleiru sem kemur í stað olíunnar verði dreift jafnt til allra landsmanna, þar á meðal til Kúrdanna. En hún hefur krafist þess ab dreif- ingin verði á sínum vegum og Kúrdar verbi jafnframt að afsala sér sérstakri vernd Vesturlanda. -GB/Reuter Suðurpóllinn „fær&ur til" Vísindamenn á Suöurheim- skautslandinu hafa viðurkennt að þeir hafa árum saman verið að merkja staðsetningu Suður- pólsins á röngum stað. Með hjálp gervihnatta hefur þeim þó nú tekist að finna réttu stað- setninguna, sem er reyndar ekki nema um 45 sentinxetra frá því sem áður var taliö. A hverju ári þarf aö setja nýja merkistiku á Suðurpólinn, vegna þess að ís- hellan ofan á honum færist til. Hún færist í beina línu, þannig að merkistikurnar frá eldri árum eru allar í beinni röð út frá póln- um. Þótt breytingin á staðsetn- ingunni nú sé ekki stór, nægir hún þó til þess að línan hnikast ofurlítið til. Evrópusambandiö: 18 milljónir atvinnulausar Atvinnuleysi í aðildarríkjum Evrópusambandsins jókst í 10,9% í desembermánuði sl., en var 10,7% í nóvember. Skipting- in á milli kynjanna er þannig að 12,6% kvenna eru atvinnulaus, en 9,6% karla. Fram að þessu hefur atvinnuleysið fariö stöð- ugt minnkandi frá því það náöi 11,3% hámarki í júní 1994. Áætlað er að um 18,1 milljón manns hafi verið án atvinnu í desember, sem er um 600.000 rnanns fleira en í nóvember. At- vinnuleysið er langmest á Spáni, eða 22,2%, en minnst í Lúxemborg, 3,8%. Angóla: UNITA skæruliðar afvopnast Ab sögn starfsmanns Samein- ubu Þjóðanna í Angóla hafa 13.824 skæruliða UNITA-hreyf- ingarinnar mætt til skráningar í samræmi við friöarsamninga ríkisstjórnarinnar og UNITA, sem undirritaðir voru í nóvem- ber 1994. Þar af hafa 12.571 skilaö inn vopnum sínum og verið skráöir. 12.144 vopnum hefur verið skilað inn, en a.m.k. 1.200 skæruliðar mættu án vopna og margir komu í hópum með aöeins eitt vopn með sér hver hópur. „Ekki er hægt aö vísa þeim á brott sem komu óvopnaöir, en þeir verða ekki skráðir, en vib munum veita þeim mat og klæði," sagði starfsamður SÞ. Reuter s Iraksstjórn reynir aö ná samningum viö SÞ um olíusölu: Vill fá Kúrda til viðræöna Lausn fundin á deilu Crikkja og Tyrkja? Dýrin á eyjunni fari með umrábaréttinn Persónuleg þjónusta Láttu okkur mæla olíuna eða frostþolið í kælikerfinu, setja á þurrkublöð eða skipta um perur meðan þú bíður. Innan dyra er verslun, salemi og símasjálfsali - og það er alltaf heitt á könnunni. Olíufélagiðhf

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.