Tíminn - 14.02.1996, Blaðsíða 13

Tíminn - 14.02.1996, Blaðsíða 13
Mibvikudagur 14. febrúar 1996 13 Framsóknarflokkurinn Ingibjörg Hjálmar Ólafur Örn Siv Hádegisfundur um heil- brigbismál Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigöisráöherra veröur frummælandi á hádegisveröar- fundi á Hótel Borg, fimmtudaginn 15. febrúar n.k. kl. 12-13.30. Hún ræðir um markmið og aðgeröir í heilbrigðismálum. Þarna gefst okkur gott tækifæri til þess aö fá upplýsingar beint frá heilbrigöisráöherra og leggja fyrir hana þær spurn- ingar sem vib höfum. Ahuginn fyrir þessum fundi er mikill og því höfum vib framsóknarþingmenn í Reykjavík og á Reykjanesi sameinast um ab boða til hans fólk úr báöum kjördæm- unum. Vonandi hittumst vib sem flest n.k. fimmtudag. Opið hús á fimmtudagskvöldi Framsóknarfélag Reykjavíkur veröur meö opið hús á flokks- skrifstofunni öll fimmtudagskvöld í febrúar frá kl. 20.30- 23.30. Ólafur Örn Haraldsson alþingismaður veröur gestur okkar og bjóbum vib alla framsóknarmenn velkomna til okkar til skrafs og ráðagerða. Heitt á könnunni og alltaf er von á óvæntum gestum. Framsóknarfélag Reykjavíkur Jafningjafræösla — Foreldrarölt Fundur um forvarnamál verbur haldinn íkvöld, mibvikudag- inn 14. febrúar, ab Digranesvegi 12 kl. 20.30 (fundurinn átti ab vera í gærkvöldi, en var frestaö). Gestir fundarins verba: Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigöis- og tryggingamálaráb- herra. Fulltrúi frá „jafningjafræbslu". Fulitrúi frá „foreldrarölti". Fundurinn er öllum opinn. Stjórn Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi Framsóknarvist Vegna fjölda áskorana hefur veriö ákvebib ab bæta vib 3 spilakvöldum í vetur. Félags- vist verbur næst spilub í Hvoli sunnudagskvöldið 18. febrúar n.k. kl. 21. Vegleg kvöld- verblaun. Næstu spilakvöld verba sunnudagana 25. febrúar og 3. mars. Geymiö auglýsinguna. Framsóknarfélag Rangœinga Mosfellsbær — Almennur stjórn- málafundur Framsóknarfélag Kjósarsýslu heldur almennan stjórnmála- fund ab Háholti 14, Framsóknarsalnum, fimmtudaginn 15. febrúar kl. 20.30. Ræbumaöur kvöldsins verbur Páll Pétursson félagsmálaráð- herra. Mosfellingar og abrir nærsveitungar, mætum öll og heyrum hvab félagsmálarábherra hefur ab segja. . Stjórn Framsóknarfélags Kjósarsýslu e Landsvirkjun Forval Endurnýjun á stjórn- og varnarbúnabi Landsvirkjun óskar hér meö eftir umsóknum verktaka um aö fá aö taka þátt í lokuöu útboöi vegna endurnýjunar á stjórn- og varnar- búnaöi fyrir Ljósafossstöö, Irafossstöö og Steingrímsstöö í sam- ræmi viö forvalsgögn SOC-06. Verkiö felur m.a. í sér deilihönnun, efnisútvegun, framleiöslu, sam- setningu og prófun á stjórn- og varnarbúnaöi fyrir 8 vélasamstæö- ur, 3 tengivirki og 8 lokuvirki auk tilheyrandi hjálparbúnaöar í stöövunum öllum. Forvalsgögn veröa afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitis- braut 68, 103 Reykjavík, frá og meö miövikudeginum 14. febrúar 1996 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð 3.000 krónur m. VSK fyrir hvert eintak. Umsóknum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar í Reykjavík, fyrir kl. 12.00 mánudaginn 18. mars 1996. Dóttir kola- námu- mannsins Eva Herzígova olli umferöar- öngþveitum þegar flennistór- ar myndir af henni í þrýstni- aukandi brjóstahaldara frá Wonderbra prýddu þjóövegi Evrópu fyrir skömmu. Á síð- astliðnu ári hitti hún núver- andi kærasta sinn, Tico Torr- es, meðlim í rokksveitinni Bon Jovi, á blindu stefnumóti sem sameiginlegur vinur þeirra í samtökunum Björg- um regnskógunum skipu- lagöi. Eva og hinn kúbanski Tico ætla að gifta sig síðar á þessu ári, þegar hljómleika- ferðalagi Bon Jovi um hálfan hnöttinn veröur lokið. Eva er fædd í Tékklandi og er dóttir kolanámumanns. Þetta er svona stúlka sem fer allra sinna ferða í fylgd gamla bangsans síns. Samt sem áður ákvað hún að setjast að í Mó- nakó, enda segir hún Mónakó ætíð hafa verið í sínum huga mesta glamúrborg heimsins. Það á fyrir mörgum fyrir- sætum að liggja að koma fram í kvikmyndum og hefur Eva nú leikið í sinni fyrstu bíó- mynd, Les Anges Gardiens, með ekki minni leikara en Gérard Depardieu. Hún fór í prufu fyrir hlutverk eigin- konu Depardieus og leikstjór- inn kunni vel við leik hennar. Seinna var hún kölluð til og tilkynnt að hún væri of ung fyrir eiginkonuhlutverkið, en var boðið annað hlutverk í staöinn, sem hún þáði. Eftir sýningu myndarinnar hafa henni borist nokkur tilboð, en vill ekkert láta uppi um hver þau séu né hvort hún taki þeim. í SPEGLI XÍIVIA.NS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.