Tíminn - 15.02.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.02.1996, Blaðsíða 1
EINARJ. SKÚLASON HF ^WÍÍgJ STOFNAÐUR1917 80. árgangur Fimmtudagur 15. febrúar 32. tölublaö 1996 Einstaka loönuverksmiöjur hafa lœkkaö verö á flokk- aöri loönu til brœöslu um nœr helming. Síldarvinnsl- an og sjómenn: Engin rök fyrir verð- lækkun Finnbogi Jónsson framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar hf. í Nes- kaupstab segir ab þab séu engin rök fyrir því ab lækka verb á flokkabri lobnu nibur í allt ab þrjú þúsund krónur hyert tonn. Hann segir ab flokkub lobna sé ab mörgu leyti jafn gób til bræbslu og þab hráefni sem fer beint til bræbslu úr skipunum. En Síldar- vinnslan greibir um 5 þúsund krónur fyrir lobnutonnib hvort sem þab er flokkab ebur ei. Mikil óánægja er meðal sjó- manna á loðnuskipum vegna þeirra ákvörðunar einstakra loönuverk- smiöja í Eyjum og suðvestanlands að lækka verð á flokkaðri loðnu, eða á svokölluðu „hrati" til bræðslu. Benedikt Valsson framkvæmda- stjóri Farmanna- og fiskimanna- sambandsins telur það mjög óeðli- legt og raunar sé ekkert tilefni til þess að lækka yerð á flokkaðri loðnu um nær helming, eða úr rúmum 5 þúsund krónum í um 3 þúsund kr. hvert tonn. Hinsvegar sé hægt að hugs'a sér einhverja verðlækkun t.d. 5% vegna þess að flokkaða loðnan kann að vera eitthvað erfiðari til bræðslu. Hann segir að svo virðist sem ríkjandi sé einhliða verðákvörðun á loðnu upp úr sjó, en frjáls verð- myndun er á loðnu. Engu að síður virðist sem sjómenn hafi mjóg lítil áhrif í þeim efnum. Hann minnir einnig á að við gerð síðustu kjara- samninga sjómanna hefði þessi „verðmyndunarvandi" verið mjög uppi á borðum. Hann segir að þessi vandi sé enn óleystur innan loðnu- geirans sem kristallast m.a. í þess- um einhliða verðákvörðunum loðnuverksmiðja gagnvart sjó- mönnum. -grh Barnalæknir á faraldsfæti kominn heim Sjá bls. 8 Lobnufrysting er ífullum gangi víba um land og úti á mibum. Hjá Granda íReykjavík er unnib afkrafti í lobnufrystingu og Sandra Sigurbardóttir var í stubi þegar Tímann bar ab garbi ígœr. Tímamynd: G5 Endurskoöun á biblaunarétti opinberra starfsmanna auöveldar ríkinu aö einkavceöa ríkisfyr- irtœki. Símamenn: Lögleysa, spilling og 19. aldar hugsunarháttur Ragnhildur Gubmundsdóttir formabur Félags íslenskra símamanna segir ab þab sé engin tilviljun ab á sama tíma og ríkisstjórnin hyggst breyta Pósti og síma í hlutafélag séu lagbar fram tillögur um endur- skobun á réttindum og skyld- um starfsmanna þar sem bibla- unarétturinn er felldur nibur. Á þann hátt sé hægt ab breyta Pósti og síma í hlutafélag án teljandi erfibleika fyrir ríkib vegna biblaunaréttar starfs- manna og annarra lögskipabra réttinda, öndvert vib gildandi lög. Formaður Félags ísl. síma- manna minnir á að ekki alls fyrir löngu hefði ríkið veriö dæmt til að greiða starfsmanni SR-mjöls hf biðlaun vegna breytts rekstrar- Samgöngunefnd hefur fjallab um einkavœöingu nœststœrsta ríkisfyrirtœkisins, Pósts og síma. Umrœöur á Alþingi eftir helgina: , Póstur og sími verður hlutafélag Fyrirtækib Póstur og sími hf. kann ab vera skammt undan. Einkavæbing stofnunarinnar verbur til umræbu á Alþingi í næstu viku ab sögn Ólafs G. Ein- arssonar forseta Alþingis. í gær- morgun fengu þingflokkarnir í hendur frumvarp um einkavæb- ingu stofnunarinnar frá sam- göngunefnd þingsins. Starfs- menn Pósts og síma bobubu fund um málib í gærkvöldi meb stutt- um fyrirvara. Samkvæmt frumvarpinu er hinu nýja hlutafélagi heimilt að stofna og gerast eignaraðili í öörum fyrir- tækjum. Þá er fyrirtækinu heimilt að stofna nýtt félag eða félög sem alfarið verða í eigu þess til að annast ákveðna þætti í starfseminni, póst- mál, símamál og væntanlega tækja- sölu í söludeild. Gert er ráð fyrir að allt hlutafé Pósts og síma hf. verði í eigu ríkisins við stofnun hlutafélagsins. Alþingi eitt getur síðan heimilað endursölu hlutabréfanna. Hlutafélagsvæðing- in er sögö koma til móts við kröfur um eðlilega samkeppni eins og þær eru túlkaðar í löndum Evrópusam- bandsins. Póstur & sími er annað stærsta ríkisfyrirtæki landsins á eftir Lands- banka íslands. Fyrirtækið var með rúmlega 10 milljarða veltu á árinu 1994. Eigið fé var upp á 13 milljarða króna, og heildareignir upp á 15 milljarða. Starfsmenn eru rúmlega 2.200 talsins. -JBP forms á þessu fyrrverandi ríkis- fyrirtæki. Hún segir að fjármála- ráðherra hefði ekki hugnast þessi niðurstaoa í Héraðsdómi Reykja- víkur og því sé ætlunin ab breyta lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Með nýj- um lögum getur ríkib gert þab sem það ætlar sér án þess að þurfa að taka tillit til eins eba neins. „Þetta er ísland í dag. Lögleysa, spilling og 19. aldar hugsunar- háttur," segir Ragnhildur Guð- mundsdóttir. Starfsmenn Póst og síma voru í gær boðaðir með fimm tíma fyr- irvara á svokallaban samráðs- fund meb samgönguráðherra og yfirmönnum Pósts og síma vegna stjórnarfrumvarps um ab breyta stofnuninni í hlutafélag. Fundurinn var haldinn kl. 20 í gærkvöldi þar sem átti að kynna fyrir starfsmönnum efni frum- varpsins og fyrirhugabar breyt- ingar á rekstrarformi stofnunar- innar. Formabur Félags ísl. síma- manna segir það vera einkenni- legt samráð að kynna teknar ákvarðanir fyrir fólki. Ragnhildur sagði fyrir fundinn í gær ekki búast vib að frumvarp- ið væri efnislega mikið frábrugð- ib þeim hugmyndum sem stjórn- völd höfðu á prjónunum vegna Póst og síma á síðasta kjörtírha- bili. Hún segir að svo virðist sem stjórnvöld telji sig hafa meira fylgi við að breyta stofnuninni yfir í hlutafélag um þessar mund- ir en þau höfðu áður. Hún telur ab þessi fyrirhugaða breyting á rekstrarformi stofnun- arinnar sé „aðferb til að komast yfir peninga." Hún minnir jafn- framt á að þegar þessar hug- myndir um að „háeffa" Póst og síma komu fyrst fram á síðasta kjörtímabili hefði BSRB fengib hingað til lands ritara Alþjóða- sambands póst- og símamanna, sem hefði gert grein fyrir því hvaða afleiðingar það heföi haft í Bretlandi þegar breski síminn var einkavæddur. „Reynslan af því er sú sama og við höfum lýst. Þjónustan versn- ar, atvinnuöryggib minnkar hjá starfsmönnum og launin laekka," segir Ragnhildur Gubmunds- dóttir. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.