Tíminn - 15.02.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.02.1996, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 15. febrúar 1996 Sá um gjörgœslumeöferö síamstvíbura frá Pakistan í fyrra, lœknar grœnlensk ungabörn á Landspítalanum í ár: Barnalæknir á faraldsfæti, en samt alkominn heim Pakistönsku síamstvíburarnir Nida og Hira jamai. Stúlkurnar voru sam- vaxnar á höfbi og vakti þaö mikla athygli þegar þœr voru skildar aö fyrir rúmu ári. Þóröur sá um gjörgœslumeöferö stúlknanna eftir aögeröina. Eins og fyrírfram var búist viö, liföi aöeins önnur stúlkan aögeröina af. Þórbur Þórkelsson, barna- læknir á Landspítalanum, er meöal þeirra íslensku lækna sem hafa annast grænlensku börnin, sem voru flutt hing- a& til lands vegna skæörar veirusýkingar í síöustu viku. Þóröur komst í fréttirnar fyr- ir rúmu ári, þegar hann sá um gjörgæslumeöferö síams- tvíburasystra frá Pakistan eftir aöskilnaö þeirra. Þá starfaöi hann á sjúkrahúsi í Toronto í Kanada. Þóröur og fjölskylda hans, eiginkona og þrjú börn, komu alkomin heim til íslands sl. sumar eftir níu ára dvöl í Bandaríkjunum og Kanada. Á þessum níu árum sérhæfði Þóröur sig fyrst í almennum barnalækningum, síöan í ný- buralækningum og loks barna- gjörgæslu, bæöi nýbura og eldri barna. Þóröur hóf störf á Barnaspítala Hringsins á Land- spítalanum í júlí á síöasta ári. Kunnáttan nýtist hérlendis Aöspuröur neitar Þóröur því ekki aö þaö hafi verið töluverö breyting aö koma til starfa á Landspítalanum eftir starf hans á sjúkrahúsum í Banda- ríkjunum og Kanada. „Þaö er auðvitaö ekki eins mikiö um að vera á mínu sér- sviði. En þótt allt sé smærra í snið- um og bráðveik börn færri en er- lendis, koma alltaf ööru hverju mjög erf- iö tilfelli þar sem virkilega reynir á reynslu nranns og kunnáttu. Þess vegna er mjög mikilvægt aö þeir læknar, sem hér starfa, jafnt sem annars staðar hafi sem mesta reynslu og kunnáttu." Þóröur segist allan tímann hafa stefnt að því aö koma aft- ur heim og mið- að sérnám sitt viö aö það gæti nýst hér heima. Hann hafi því vitab ab hverju hann gekk, þegar hann kom heim aftur. „Aðstæöur hér eru nokkuö góöar, þ.e. viö erum ágætlega búin tækjum á þeim sviöum sem viö stundum lækningar. Aöalmunurinn er aö viö stund- um ekki lækningar á ýmsum sviöum, eins og til dæmis líf- færaflutninga, en ég fékk mikla reynslu af því úti aö annast sjúklinga eftir slíkar aögeröir. Einnig er gert mikið af hjarta- aögerðum á sjúkrahúsinu sem ég starfaði á í Kanada, en þaö er lítiö gert af hjartaaðgerðum á börnum hér enn sem komið er. Þaö eru reyndar líkur á því aö viö förum aö gera meira af þeim hér, sem er auðvitað til góðs. Þaö er öll þekking til staöar til þess og menn sem hafa nauösynlega þjálfun. Það eina sem strandar á er fjár- magn til tækjakaupa og ráön- ing starfsfólks. Það myndi samt sem áöur spara umtalsvert fé, þegar upp er staðið, aö gera aö- geröirnar hér heima. Varðandi líffæraflutningana er líka í um- ræöunni aö fara aö flytja þá heim ab einhverju marki." Gott ungbarna- eftirlit Þóröur segist almennt telja stööu barnalækninga hér á landi mjög góöa. „Hér eru mjög vel menntaðir læknar, senr hugsa vel um sína sjúklinga. Allt ungbarnaeftirlit er líka í góöum skorðum og aö mörgu leyti betra en þaö senr ég kynntist úti. Til dæmis heyrir til undantekninga aö börn séu ekki bólusett hér, en þaö er algengt úti meðal lægri stétta þjóöfélagsins. Næringar- ástand barna er líka gott hérna." Grænlensku börnin á batavegi Þóröur sá um að flytja græn- lensku ungabörnin, sem hafa veriö í fréttum að undanförnu, til íslands. Earnar voru þrjár ferðir til aö sækja fimm börn á Þóröur aö störfum viö The Hospital for Sick Children í Kanada þar sem aögeröin á síamstvíburunum var gerö. aldrinum tveggja vikna til sex mánaða. Öll börnin höföu sýkst af svokallaðri RS-veiru, en Þórður segir þau öll á bata- vegi. „Þaö var mjög ánægjulegt aö fá aö taka þátt í því að hjálpa nágrönnum okkar á Græn- landi. Aö minnsta kosti þrjú af börnunum voru mjög veik og ekki aöstæður til þess á Græn- landi aö sinna þeim sómasam- lega. Auk þess var líka óvenju mikið vinnuálag á starfsfólk- inu þarna þessa dagana." RS-veiran kemur upp hér- lendis svo til árlega, að sögn Þóröar. Hún leggst þyngst á lít- il börn, sem fá slæma sýkingu nebst í lungun og eiga erfitt með andardrátt. Eldri börn og fullorðnir fá hins vegar miklu vægari einkenni. Kominn heim. Þóröur starfar nú á Barnaspítala Hringsins á Landspít- alanum og sá m.a. um aö flytja grcenlensku ungabörnin, sem komu hingaö í síöustu viku, til landsins. Þóröur er hér aö sinna sjúklingum á vökudeild. Tímamynd BC Að lokum var Þórður spurður um síamstvíburana sem hann tók þátt í aö aðskilja fyrir rúmu ári. Eins og búist var viö, lifði aðeins önnur stúlkan af eftir aðskilnaöinn. „Hin stúlkan var meö lítils- háttar máttminnkun í öðrum handleggnum sem síðan gekk til baka, þannig aö hún er al- veg heilbrigð. Þaö var ekki um annað aö ræöa en aö aðskilja þær, því þaö var fyrirsjáanlegt ab þær mundu annars deyja báðar. Aðgeröin heppnaðist þannig mjög vel hvaö varðar þá stúlkuna sem lifir og hún er farin aftur til síns heimalands." -GBK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.