Tíminn - 16.02.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.02.1996, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 16. febrúar 1996 Tíminn spyr,.. Á ab banna framleibslu á tón- listarmyndböndum, þar sem reykingar eru áberandi? Jakob Magnússon, bassaleikari „Nei, mér finnst ab þaö eigi ekki aö gera þaö. Ég reyki ekki sjálfur en mér finnst samt aö öll þessi boö og bönn í sambandi viö reykingar hafi gengiö út í öfgar. Ég held aö þetta væri ein- um of langt gengiö." Gubni Björnsson, starfsmab- ur Fræbslumibstöövar í fíkni- vörnum „Já. Siöferöislega séö veröum viö aö skoöa atriöi sem snúa aö forvörnum barna og unglinga. Tónlistarmyndbönd eru aug- ljóslega óbeinar auglýsingar og þau hafa áhrif. Ég er á alfariö á móti ritskoðun á tónlistar- myndböndum en þarna dreg ég línuna. Viö getum ekki flokkaö 'tóbak meö öörum vörum sem er verið aö auglýsa óbeint. Þetta er vara sem er á markaði, ólíkt því ef maöur sést t.d. sprauta sig. Þetta er vara sem er börn- um og unglingum hættuleg og þaö eru miklir fjárhagslegir hagsmunir þarna í húfi. Ef tób- aksframleiðendur fá aö hafa þessi áhrif á unglinga erum við í raun siöferbislega blind á muninn á tóbaki og öbrum fíkniefnum annars vegar og hins vegar öörum varningi sem sést í myndböndum eins og t.d. fatnaði." Rúnar Júlíusson, tónlistarmabur „Ég reyki ekki sjálfur þannig að þetca snertir mig ekki og ég hef ekki myndað mér sérstaka skoðun á málinu. Ég get hins vegar ímyndaö mér aö þaö yrði erfitt aö framfylgja slíku banni." Skólalíf srcrADs EFTIR FJÖLMANN BLÖNDAL Þegar Doddi kom í símann heyrði hann ab Hrappi var mikið niðri fyrir. -Þú verður að bjarga mér, sagði hann nefmæltur og hraðmæltur um leið. - Það á ab fara að banna mér að kenna dýrafræöi hérna heima hjá mér. Doddi hafbi áður hjálpað vini sínum við svipaðár að- stæbur þegar hann var grunnskólastjóri, en nú var það erfiðara. -Þú veist að í framhaldsskólanum er ekki kennd dýra- fræbi, sagbi hann. Ég get ekki sagt að þú sért á mínum vegum nema þú sért að kenna eitthvaö sem gæti fallið undir námsskrána hjá mér. Þetta áttu að vita, Hrappur minn. Hrappur þagði um stund. Hann hafbi alltaf náð sínu fram eftir einhverjum leiðum og þótt hann hafi á end- anum fengið alla þá upp á móti sér sem ná- Tj lægt honum störfuðu, hafði hann bara fundið sér nýjan vettvang, ný fórnarlömb. ----------- Nú virtist hann hins vegar hafa farið svo víða að hvergi urðu fyrir honum nema brunnir akrar eftir hann sjálfan. Það síðasta sem honum hafði hugkvæmst var að fara að kenna dýrafræði heima hjá sér, einkum fugla- fræbi, en hann hafði alltaf haft gaman af fuglum, helst hröfnum, og kynnt sér alveg sérstaklega þjófótt og und- irförult eðli dýrategundarinnar sem þetta nafn bar. -Hvab meinaröu? spurði Hrappur forviba. Ertu alveg valdalaus, maður? Geturbu ekki hjálpað gömlum vini? Hvab þá meb bíósýningar í skólanum? Get ég ekki sýnt bíó fyrir þig? -Hrappur minn, sagbi Doddi föburlega. -Auðvitað er ég ekki valdalaus, en þab sem ég geri verbur ab rúmast innan námsskrár. Skiluröu þab ekki? Þeir félagar luku samtalinu, bábir heldur daprir. Páll Pctursson félagsmálarábhcrra sat daglangt frammi fyrir cinskonar jafnrcttis„dómstóli" hjá Sameinubu þjóbun- um. Islcnsk jafnréttismál hátt skrifub, jjrált fy'rir nokkrar brotalnmir: Stöðu íslenskra sveita- kvenna þarf að lagfæra -dOGGt' ÆXtr/ Sfyf? M/WCSF /?£) SVE/r/fM/i/Z/Y- Í/VUM / Frá undirritun samkomuiagsins í gær. Ab undirritun lokinni voru samningarnir settir í trékassa sem eru alíslensk framleibsla. Samiö um eflingu skógrœktar og frœöslu: Landgræðsla og skógræktar- störf verði markvissari í gær undirrituöu fulltrúar Skógræktar ríkisins, Land- græöslu ríkisins og Garö- yrkjuskólans á Reykjum samning um eflingu skóg- ræktar og Iandgræöslu- fræöslu fyrir almenning og fagfólk. Markmiöiö meö fræöslunni er aö auka þekk- ingu fagfólks og áhuga- manna á hvers konar land- bótastarfi og gera land- græöslu og skógræktarstörf markvissari og árangursrík- ari. í máli Guömundar Bjarna- sonar, umhverfis- og landbún- aöaráöherra, kom fram viö undirritunina aö mikil vakning heföi oröiö meöal almennings varöandi mikilvægi skógræktar og landgræöslu á síöustu árum, enda yröi árangri í gróöur- vernd ekki náö nema öll þjóö- in yröi þátttakandi í því starfi. Hann sagöi t.d. bændur gera sér betur og betur grein fyrir mikilvægi landverndar. „Ég hef nú reyndar alltaf haldið því fram að bændur hafi e.t.v. ver- ið best meövitaðir um þaö á hverjum tíma aö þaö er nauð- synlegt aö ganga þannig um landið að það geti haldið áfram aö gefa arö og sinna sínu hlut- verki," sagöi ráöherra. -BÞ Sagt var... íslendingur tilnefndur „Atribi úr kvikmyndinni Batman Forever sem tilefnd er til nokkurra óskarsverðlauna í ár, m.a. fyrir besta hljóöib. Pétur Benjamín Hliðdal, sem er hálfíslenskur, stjórnaði hljóðblönd- un í myndinni og er mebal fjögurra manna sem fá tilnefningunna. Pétur, sem erfimmtugur, hefurverib bú- settur í Bandaríkjunum frá þriggja ára aldri en fæddist í Reykjavík." Hann skal vera íslendingur. DV í gær á forsiðunni undir fyrirsögninni íslend- ingur tilnefndur til óskarsverblauna. Þess má geta ab Pétur hefur ekki komib hingab í 30 ár. Betra seint en aldrei „Kona á fertugsaldri hefur kært til sibanefndar Prestafélagsins meðferð á klögumáli sínu á hendur herra Olafi Skúlasyni, biskupi íslands. Konan hef- ur fullyrt í greinargerb, sem prestur í Reykjavík hefur fengið í hendur, ab biskup hafi áreitt sig fyrir sautján ár- um. Hann var þá prestur í Bústaða- sókn og hún sóknarbarn hans." DV í gær. Pempíur. „Það eru íslensku sundmennirnir sem hafa á hinn bóginn lýst því yfir að þeir muni ekki keppa nema 50 metra yfirbyggö sundlaug verði komin fyrir leikana." Seglr Steinunn V. Óskarsdóttir, formab- ur íþrótta- og tómstundarábs í Tíman- um í gær. Kannski svo fari ab haldnir verbi Smáþjóbaleikar á íslandi án þátt- töku íslendinga enda of góbir til ab synda í 25 metra innilaug eins og abrar smáþjóbir. Háeffingin „Reynslan af því er sú sama og vib höfum lýst. Þjónustan versnar, at- vinnuöryggiö minnkar hjá starfs- mönnum og launin lækka". Segir Ragnhildur Cubmundsdóttir í Tímanum í gær um reynsluna af einka- væbingu breska símans. í pottinum í gær var maður stabkunn- ugur í þingflokki sjálfstæbismanna. Hann fullyrti ab 3/4 hlutar þingflokks- ins hefbu rætt vib Davíb Oddsson einslega um forsetaframbobib eftir ab þeir komu úr jólaleyfi sínu á dögunum. Skilabobin sem þeir hafa verib ab bera formanni sínum eru öll á einn veg: ekki fara íframbob! Þingmennirnir telja sig hafa fundib þab hjá sínu flokksfólki úti í kjördæmunum ab stemmningin kallabi á ab hafa Davíð áfram í formannsstóln- um og að forsetaframbob væri slæmt fyrir flokkinn. Og á sama tíma og þessar skobanir þingmanna koma í Ijós heyrist úr her- búbum stubningsmanna Gubrúnar Pétursdóttur ab þar sakni menn þess ab Björn Bjarnason frændi frambjób- andans hafi ekki gefib sig upp sem stubningsmann, en þar á bæ telja menn sig nokkub örugga meb stubn- ing ýmissa annarra stjórnmálamanna úr frændgarbi frambjóbandans. í pott- inum vildu menn túlka þetta sem svo ab Björn styddi Davíb vin sinn, en þessi sem þekkti til í þingflokki sjálf- stæbismanna sagbi þab ekki óeblilegt ab þingmenn vildu ekki gefa sig upp ab svo stöddu. Þannig væru margir þingmenn í persónulegum tengslum vib Gubrúnu, ekki síst þeir fyrir vestan, en vildu samt ekki gefa formlega upp stubning sinn. • Einar Oddur var raunar búinn ab lýsa yfir stubningi vib Pétur Kr. Hafstein. Pétur mun hafa verib ab kanna lands- lag stubnings ab undanförnu og í pott- inum er fullyrt ab þó þeir sem þekki Pétur vilji endilega stybja hann, þá meti Pétur þab sjálfur þannig ab hann sé ekki nógu þekkktur til ab eiga raun- hæfa möguleika og líkur á frambobi hans hafi því minnkab.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.