Tíminn - 16.02.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.02.1996, Blaðsíða 3
Föstudagur 16. febrúar 1996 3 Stofnunin Póstur og sími hefur reynst ríkissjóöi happadrjúg tekjulind og skilar um 3.000 krónum í hreinan hagnaö á mínútu hverri allt áriö um kring. Olafur Tómasson, veröandi for- stjóri Pósts og síma hf., í samtali viö Tímann: Ekki veriö að ræða um hópuppsagnir starfsfólks Fyrirtækiö Póstur & sími hf., sem taka á til starfa 1. október næstkomandi, fær í arf frá rík- issjóbi 6,5 til 8 milljaröa króna framtíðar lífeyrisskuld- bindingar vegna starfsmanna. Póstur og sími borgar nú þeg- ar 100 milljónir króna áriega þab sem á vantar til þeirra sem nú þegar eru komnir á eftirlaun. Auk þess greiðir Póstur og sími eiganda sínum, ríkissjóði, hátt í 900 milljónir af hagnaöi sínum sem verið hefur um 1,5 milljarðar und- anfarin ár. Ólafur Tómasson, póst- og símamálastjóri, segir þab fráleitt að starfsfólki verbi greidd biðlaun við formbreyt- inguna. Fyrirtækib þyrfti ab greiba 2-3 milljarba í biblaun, ef til þess kæmi. Slíkt gengur ekki ab mati Ólafs. Menn megi ekki missa sjónar á ebli biblauna, þau séu til þess ab brúa bilib ef starfs- grein er lögb nibur, þá fái vib- komandi biblaun ef hann miss- ir atvinnu sína meban hann fær abra vinnu. Ólafur segir starfs- fólk afar traust og vilji sinni stofnun og væntanlegu fyrir- tæki vel. Hann telur ab form- breytingin muni ganga vel fyrir sig. „Þessi breyting sem fyrir dyr- um stendur mun hafa þab ab segja ab hægt verbur ab taka hrabari ákvarbanir. Vib höfum haft ágætt samstarf og batnandi vib fjárlaganefnd Alþingis, vib höfum beinlínis fengib ab fjár- festa í tækni sem síban hefur skilab auknum arbi. Engu ab síbur er erfitt í samkeppnisum- hverfi ab segja einu eba einu og hálfu ári fyrirfram hvab þú ætl- ar ab gera. Oft þarf ab bíba lengi eftir samþykki manna, en í dag er þab svo ab naubsynlegt getur verib ab taka ákvörbun meb nokkurra daga fyrirvara, sem gerist hreinlega ekki hjá ríkis- stofnun," sagbi Ólafur Tómas- son póst- og símamálastjóri í samtali vib Tímann í gær. Ólafur er hlynntur „háeffun" stofnunar sinnar. Meb breyting- unni sé ætlunin ab gera fyrir- tækib sjálfstæbara, öflugra og sveigjanlegra og þar af leibandi betur undir samkeppnina búna. „Póstur og sími hefur skyld- um ab gegna sem eini rekandi fjarskipta- og póstkerfis í land- inu gagnvart öryggi og verbur ab veita grunnþjónustu inn í hvern afdal ef svo má segja," sagbi Ólafur Tómasson. Ólafur segir eblilegt ab starfs- Ólafur Tómasson. fólk sé sumt hrætt vib breyting- ar, uppstokkun og fækkun í starfslibi. Hann segir ab ekki sé ætlunin ab starfsfólki veri sagt upp vib breytinguna, og síban hluti þess endurrábinn. Nútíma tækni hefur leitt til fólksfækk- unar hjá símafyrirtækjum. „Vib höldum ekki fólki í vinnu hérna ef þab hefur ekkert ab gera. Víba erlendis hafa menn sagt upp fólki fljótlega eftir breytinguna. En hér tel ég þetta minni þörf, vegna þess ab vib erum ekki meb svo mikla yf- irmönnun hérna," sagbi Ólafur Tómasson. Hann segir ab ætl- unin sé ab fólk flytjist yfir til nýja fyrirtækisins og haldi sín- um biblaunarétti. Hagnabur af rekstri Pósts og síma árib 1994 var rétt rúmlega 1,5 milljarbar króna. Þab þýbir ab Póstur og sími tekur inn í hreinan hagnab um 3.000 krón- ur á hverri mínútu, allan sólar- hringinn, alla daga ársins. Fyrir- tækib hefur góba eiginfjár- og eignastöbu. Þab hefur ekki þurft ab leita eftir lánum vib innkaup á nýjum kerfum, ef undan er skilinn nýi sæsímastrengurinn. Ólafur segir ab allgóbum ár- angri hafi verib náb í rekstrin- um á undanförnum árum, beinn arbur til ríkisins 850 milljónir auk áburnefndra skuldbindinga lífeyrissjóbsins upp á 100 milljónir króna. Ólaf- ur segir ab ísland sé meb lægstu símagjöld allra OECD- land- anna, og sé í mibjunni í þeim hópi gagnvart millilandasímtöl- um. Ætlunin sé ab efna til enn frekari lækkana á símgjöldum á næstunni. -JBP Best er aö láta Póst og síma í friöi. Hlutafélagaformiö er i sjálfu sér ágcett. Steingrímur J. Sigfússon: Tortrygginn vegna einkavinavæðingar „Ég vil nú bara aö I’óstur og sími sé látinn í friöi. Þetta er gott fyrirtæki, vel rekiö og hefur skilaö prýöisárangri vib upp- byggingu nútímalegs og góbs fjarskiptakerfis í þessu stóra og strjálbýla landi. Viö búum einn- ig vib einna lægstan símkostnab og raunar fjarskiptakostnab í Evrópu og geri aörir betur," seg- ir Steingrímur J. Sigfússon al- þingismaöur og fyrrverandi samgöngurábherra. Hann sagbist í gær ekki hafa séb frumvarpsdrög ab „háef- fingu" stofnunarinnar og því gæti hann ekki tjáb sig um þaö aö svo stöddu. Ef hinsvegar er taliö óhjá- kvæmilegt aö gera einhverjar breytingar á rekstarformi Póst og síma, þá áskilur hann sér all- an rétt til aö þannig verbi geng- iö frá málum ab fyrirtækiö veröi fyrir sem minnstu hnjaski af þeim sökum og varöveitt í heilu lagi. Næst besti kosturinn væri því ab gera Póst og síma ab sjálfs- eignarstofnun, eba ab sérstæbri ríkisstofnun. Hann óttast ab eft- ir ab búiö er breyta fyrirtækinu í hlutafélag, þá muni frjáls- hyggjuhaukarnir koma á eftir og byrja aö selja. Aftur á móti ef þaö væri gulltryggt aö fyrirtæk- iö fengi aö vera í friöi sem hluta- félag, þá væri þab rekstrarform í sjálfu sér í lagi, auk þess sem kjósa ætti stjórn fyrirtækisins meb lýöræöislegum hætti í stab ákvöröunar rábherra. Ástæban fyrir tortryggni manna á þess- um breytingum er einkum vegna þeirrar „einkavinavæö- ingaáráttu vissra afla," segir Steingrímur J. „Ég held ab þab sé ákaflega mikilvægt ab vib missum þetta ekki út í vitleysu, eins og víöa hefur gerst erlendis. Þaö er alveg sérstaklega mikilvægt til þess ab ein þjóö geti haldiö áfram ab búa í landinu, þ.e. ab sú staba Steingrímur J. Sigfússon. komi ekki upp ab t.d. lands- byggöin búi vib stórkostlega lakari kjör o.s.frv." -grh Fjölbreytt þjón- usta meb sam- neti símans Almennur símnotendur geta nú sótt um tengingu við samnet sím- ans (ISDN). Meb samnetinu marg- faldast notagildi þeirra símalína sem liggja inn í hvert hús. Unnt er ab flytja margfalt meira af tölvugögnum en ábur og flutn- ingshrabinn er verulega meiri en meb upphringimótaldi. Meb samnetstækninni er venju- legri símalínu skipt upp í rásir sem fleiri en eitt tæki geta tengst, t.d. sími, fax og tölva. Samnetib er staf- rænt og því þarf ekki mótald til ab hafa samskipti á milli tölva heldur eru notuö sérstök samnetskort. Samnetssamband er stöðugra en ef notað er mótald og samband næst á innan vib sekúndu. Sem dæmi um möguleika sam- netsins hentar það vel til að flytja myndir á tölvutæki formi. Einnig er hægt ab koma á myndsímafundum með sérstökum búnabi til að flytja mynd og hljóð með samnetssam- bandi. Hann er hægt að fá í tölvu eða búnab sem tengdur er við sjón- varp. Þannig er hægt ab sjá þann sem talað er vib á skjánum. Einnig geta tveir aðilar unnið samtímis í sama skjali. Til er tvenns konar samnetsab- gangur. Önnur tegundin er ætluð litlum fyrirtækjum eba heimilum en hin fyrirtækjum með samnets- símstöðvar eða þeim sem þurfa mikinn gagnaflutning. Komið hefur verib upp upplýs- ingasíma samnetsins og er grænt númer hans 800 7007. ■ Loödýrabcendur sýna á Hótel Sögu: Batnandi af- komu si Jákvæbar breytingár hafa orðib á rekstrargrundvelli loðdýrarækt- arinnar á íslandi. Hafa framtíbar- horfur greinarinnar stórbatnab frá liðnu ári og mun hærra verð hafa fengist fyrir skinnin nú en um langa hríb. Aukin gæbi framleiðslunnar ásamt jákvæbri verðþróun á erlend- um mörkuðum skiluðu loðdýra- bændum um 86% hækkun á verði minkaskinna og 72% hækkun á refaskinnum nýverið. 81 loðdýrabú eru nú á landinu og er reiknað með að búin framleiði á þessu ári um 120.000 þús. minka- skinn og 29.999 refaskinn. Af þessu jákvæba tilefni hafa ís- lenskir loðdýrabændur ákveðið að efna til sýningar á skinnum á morgun, laugardaginn 17. febrú- ar, á Hótel Sögu, Súlnasal. Dag- skráin stendur frá kl. 16.00 til 23.00. Aðgangur er ókeypis og öll- um opinn. -BÞ Réttur starfsmanna Pósts og síma hvergi sjáanlegur í frumvarpi samgönguráöherra. Formaö- ur Félags ísl. símamanna: Ótti og óöryggi hjá starfsfólki „Þetta frumvarp er eins og illa sniðin flík sem vantar á bábar ermar og annan boðunginn," segir Ragnhildur Guðmunds- dóttir formaður Félags ísl. símamanna. Hún segir að við kynningu samgönguráðherra á frumvarpi til laga um ab gera Póst og síma ab hlutafé- lagi í fyrrakvöld hefbi þab komib á óvart hvemig það er fram sett, þ.e. meb mjög pólit- ískum hætti þar sem ráðherra sagði frá sínum „óskum, von- um og þrám." Á þeim fundi voru fulltrúar stéttarfélaga starfsmanna, Póst- mannafélaginu, rafeindavirkjar, háskólamenn og símamenn. Þar kom einnig fram að ástæðan fyrir áformaðri breytingu á rekstrar- formi stofnunarinnar væri aö gera Póst og síma hæfari í samkeppn- inni. „En hann, þ.e. ráðherra, rök- studdi þaö ekkert nánar," segir Ragnhildur. „Hinsvegar vitum við það vel að það er verið að sníða til öll frumvörp svo að einkavæðingin passi inn í flíkina. Þaö er verið að sníöa nýtt frumvarp að lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna þar sem biblauna- rétturinn er felldur niður og frum- varp um samskipti á vinnumark- aðnum." Formaður Félags ísl. síma- manna segir að með frumvarpinu sé hreinlega verið að skapa „að- gengi að peningum." Hún segir að í frumvarpiö vanti allt sem snerti starfsfólkiö og skiptir það máli, énda sé farið ab gæta bæði ótta og óöryggis meöal þess. I því sambandi bendir hún á 8. gr. frumvarpsins. Þar segir m.a.:„Fast- ráðnir starfsmenn Póst- og síma- málastofnunar skulu eiga rétt á störfum hjá nýja félaginu og skal þeim vera boðnar sambærilegar stöður og þeir áður gengdu hjá stofnuninni. Enda haldi þeir hjá félaginu réttindum sem þeir höfbu þegar áunnib sér hjá stofn- uninni." Ragnhildur segir ab þetta sé málleysa vegna þess aö þegar búið er að breyta stofnuninni í hlutafé- lag, þá halda starfsmennirnir ekki sínum réttindum. Það er vegna þess að þá heyra þeir undir önnur lög en lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Auk þess kemur ekki fram í frumvarpinu hverjir eigi ab semja um kaup og kjör starfsmanna né heldur hvernig og þá vib hverja. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.