Tíminn - 16.02.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.02.1996, Blaðsíða 4
4 Yfiutoit Föstudagur 16. febrúar 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Risavaxið verk- efni Nato Hinn nýi framkvæmdastjóri Nato hefur nú lokið opinberri heimsókn til íslands. Heimsókn hans er þáttur í að kynnast sjónarmiðum ráðamanna hér- lendis í upphafi ferils hans sem framkvæmda- stjóra. Javier Soiana, fyrrverandi utanríkisráðherra Spánar, tók við stjórnartaumunum í Nato á mikl- um örlagatímum í sögu bandalagsins. Það stendur nú frammi fyrir stærsta skipulagsverkefni á hern- aðarsviðinu í sögu sinni, sem er að tryggja fram- kvæmd Dayton- samkomulagsins um Bosníu. Það verkefni er risavaxið og ástandið í landinu er ólýs- anlegt. Tvær milljónir manna hafa hrakist frá heimilum sínum í átökunum á Balkanskaga og tal- ið er að 250 þúsund manns hafi fallið og önnur 200 þúsund særst, þar af fjöldi kvenna og barna. Tveir þriðju alls húsakosts í Bosníu hafa skemmst og níu af hverjum tíu íbúum treysta á utanaðkom- andi aðstoð sér til lífsviðurværis. Meðaltekjur hafa lækkað um tvo þriðju og iðnaðarframleiðsla er nú aðeins 5% af því sem áður var. í slíku andrúmslofti er erfitt verk að tryggja frið- inn. Sár, sem átök á borð við þau sem hafa verið í landinu í þrjú og hálft ár, gróa ekki á skömmum tíma. Þar við bætist að herlið Natoríkjanna í landinu er fjölþjóðlegt og það kostar mikið skipulag að samhæfa það að einu marki. Verkefni Solana er því risavaxið og á hans herð- um hvílir að sætta aðildarþjóðirnar við þetta verk- efni og tryggja samvinnu við stjórnvöld í viðkom- andi ríkjum í gegnum stjórnarstofnanir Nato. Hins vegar er við vandasöm verkefni að glíma á fleiri vígstöðvum. Umræður eru í hámarki um stækkun bandalagsins, þar sem ríki Austur- og Mið-Evrópu þrýsta á og telja öryggishagsmunum sínum borgið með því móti. Ekki er verjandi að loka þessum dyrum, en stækkun má þó ekki veikja öryggi álfunnar þannig að Rússum finnist að sér þrengt eða þeir einangrist. Slíkt gæti orðið þjóð- ernisöfgamönnum og einangrunarsinnum drjúgt tæki í stjórnmálabaráttunni þar heima fyrir. Javier Solana hefur lýst því yfir í viðtölum við ís- lenska fjölmiðla að Atlantshafstengslin séu afar mikilvæg kjölfesta fyrir Nato. Sá skilningur fram- kvæmdastjórans er mikilvægur. Tengsl Bandaríkj- anna og Kanada við Evrópuþjóðir í gegnum bandalagið hafa framar öðru gert það að sterku afli. Það skiptir gríðarlega miklu máli að friðargæsla Nato í Bosníu beri þann árangur að hægt verði að framfylgja Dayton-samkomulaginu. Fari hún út um þúfur, er fátt til ráða á þessu stríðshrjáða svæði og það gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir öryggismál álfunnar. Stjórn á þessu verkefni er ekkert smámál, og því má segja að byrðin á herð- um Javiers Solana sé einhver sú þyngsta sem nokk- ur stjórnmálamaður ber um þessar mundir. Hver stal senunni? Alþýöublaðið er fyrir margra hluta sakir hið gagn- merkasta blað og þó flokksmálgögn þyki ófín í dag, er það þó sennilega það besta við blaðið hvað það er grímulaust í stuðningi sínum við Alþýðuflokkinn sinn. Garri þarf því ekkert að velkjast í vafa um hvaða pólitísku sjónarmið lita frásagnir blaðsins, öf- ugt við t.d. Moggann sem yfirleitt litar frásagnir sín- ar með felulitum, en túlkar sjónarmið íhalds og fjár- magns undir yfirskrift hlutleysis. Ánægbastur af öllu er þó Garri með þá stefnu Alþýðublaðsins ab hika ekki við að birta lang- sóttar og torræöar sam- særiskenningar á for- síbu, eins og um hverja aðra frétt væri að ræða. Þaö er almennileg blaðamennska, en ekki þessi eilífu leiðindi sem eru svo áberandi í fréttum annarra miðla. Á Alþýðublaöinu lifa menn greinilega eftir kenningum Indriba G. um fréttamennsku, en Indriði lýsti því einu sinni yfir ab ekkert gagn væri að blaöamennsku lengur, því blaðamenn væru sí- hringjandi út og suður út af góðum málum til þess eins að láta einhverja menn ljúga því að sér að frétt- in væri ekki frétt. Indriða þótti — í orbi kveðnu í þab minnsta — ekki mikið koma til þessara eilífu til- rauna nútíma blaðamanna aö fá alla skapaða hluti staðfesta. Garri þykist þó vita ab Indriða þótti þrátt fyrir allt sjálfum betra að hafa traustar heimildir fyrir fréttum sínum og helst vildi hann horfa á þær gerast — eins og t.d. gerðist þegar hann skrifaöi eftirminnilegu frétt um að kviknað hafði í jólaskreytingu á hlað- borði undir fyrirsögninni: Tólf dúka bruni á Hótel Borg. Safarík samsæri En í Alþýðublaðinu í gær er mikib flug á kenning- um, og satt ab segja bjargaði þab alveg deginum hjá Garra ab kynna sér þau safaríku samsæri sem þar eru höfð eftir leyndardómsfullum „áhrifamiklum fram- sóknarmanni". Samsæri gærdagsins snerist að sjálf- sögbu um forsetaframbob Davíðs og var fimmdálka fyrirsögnin „Davíð er ab stela senunni". í stuttu máli gengur málið út á það ab Davíð ætlar að eigna sér heiðurinn af hugsanlegri vaxtalækkun viðskiptabankanna, vegna þess að það sé svo gott fyrir menn, sem eru að fara í forsetaframboð, að hafa veriö „maðurinn sem lækkaði vextina", eins og sagt er. Bendir Alþýðublaðiö á að Davíð hafi viljað fresta fundi ráðherra með seðlabankastjórum um einn dag, til aö geta tekið þátt í honum sjálfur ásamt Finni Ingólfssyni viðskiptaráðherra. Davíb ætli svo augljóslega ab skýra sjálfur frá niöurstöðunum um að vextir muni lækka, og baða sig síðan í þakklæti þjóðarinnar og láta hana kjósa sig sem forseta að launum. Inn í kenninguna er síðan fléttaö svona hliðaratburðarásum, eins og því að fram- sóknarmenn séu orbnir „pirrabir" á samstarfinu út af hin- um og þessum móðgandi aðgerð- um af hendi sjálfstæðismanna upp á síðkastið. Steingríms þáttur Hermannssonar Allt er þetta hið besta mál og samsæriskenningin — eða „fréttin" eins og Alþýðublaðið stillir þessu upp — í raun hin besta skemmtun. Hins vegar verð- ur ekki hjá því komist að gagnrýna örlítið uppsetn- ingu og mat Alþýðublaösins á þessari leikfléttu for- sætisráðherra. Alþýðublaðið gleymir nefnilega alveg Steingríms þætti Hermannssonar, sem er Iöngu bú- inn að stela glæpnum frá Davíð. Steingrímur baðabi sig nefnilega í fyrradag í Tím- anum í þessu sama vaxtalækkunarsviðsljósi, sem Al- þýðublaðið ætlar að úthluta Davíð. Það væri nú orð- inn þunnur þrettándi fyrir Davíö sem forsetaefni, ef hann þarf aö láta sér lynda notab baövatn og ætlaði að fara að láta Seðlabankann lækka einhverja vexti, sem Steingrímur er þegar búinn aö lýsa yfir að hljóti ab verða að lækka. Hitt væri nær, að spyrja hvort kenningin um forsetaefnib, sem er „maðurinn sem lækkaði vextina", ætti ekki frekar við um Steingrím en Davíð. Steingrímur hefur jú Iíka verið orðaður viö framboð, og ef samsæriskenningin í Alþýðublaðinu er rétt og Davíð hefur ætlað aö „stela senunni" frá Finni Ingólfs, þá er eiginlega spurning hvort það sé ekki Steingrímur sem sé hinn mikli senuþjófur — hann hafi stolið senunni frá Davíð. Garri Þau góbu áhrif góöærisins Islendingar hafa búib vib betra veðurlag í vetur en flestar eba allar Evrópuþjóðir og þótt víðar sé leitað. Hið eina sem skyggir á einmunatíðina er hvellurinn sem brast á og tók sinn dýra toll fyrir vestan á haustmánuðum. Ýlir, mörsugur og þorri hafa einkennst af stilltu veðri og hlý- indum. Snjóleysib er beggja blands, jörðu er þá ekki skýlt í frostum og skíðafólk veröur að finna sér eitthvað annað til dundurs en að renna sér upp og niður brekkur. Þeir, sem selja skíðavörur af öllu mögulegu tagi, verða fyrir tekjumissi og eins þeir sem eiga og reka snjóruðningstæki og þéna vel þegar illa vibr- ar og stórhríðir geisa. En þab er nú svo ab eins dauði er annars brauö og ríkib og sveit- arfélög spara stórfé á því ab ekki þarf að ryðja vegi og götur nema í undantekningatilfellum. hendir sveitarstjórnarmönnum menntakerfin. Sama er upp á teningnum hjá ríkisbankamönnum, sem fara á að láta starfa hjá hlutafélögum og mörgum þykir ekki kunna góöri lukku ab stýra. Og svo eru starfsmenn Pósts og síma felmtri slegnir yfir þeim ósköp- um, aö Halldór Blöndal hætti að vera þar hæstrábandi til sjós og lands og fyrirtækið verði gert að hlutafélagi. Vanagangur Verst er að góðærið til lands og sjávar nýtist ekki nema að takmörkuðu leyti. Góðar gæftir gera litla stob, þegar ekki má fiska nema takmarkaðan kvóta og hann veröur ekki stækkaður vegna blíð- vibra. Til landsins eru bændur líka háðir fram- leiðslukvóta og þótt fé geti gengið úti og gjöf spar- ast, stækka búin ekki við þaö. Hægt er ab spyrja sig hvaö veðurlagið skiptir miklu máli þegar upp er staöið. Það er bannað að fiska í vetrarblíöunni og mikil búvöruframleiðsla skaðar efnahaginn fremur en hitt. Verksmiöjur ganga sinn vanagang, misjafnlega skrykkjótt, og heilbrigbiskerfið er í sífelldu uppnámi og er óháð veðurlagi. í skólum taka nemendur punktapróf og kennarar sífra yfir lágum launum og vondri að- stöðu og það gera þeir líka í norðanáhlaupunum. Og svo er þeim meinilla við að hætta að vera rík- isstarfsmenn þegar hin máttuga hönd ríkisins af- Vegir Gubs Allar fara þessar rábagerbir fram í góðærinu, sem ætti ab auka mönnum bjartsýni og þakka Guði-fyrir það. En Drottinn minn góbur! Hvernig —------------------------- gengur aö rata IJans vegi á okkar A víl^3V3nflÍ síðustu og bestu tímum? Hverjir 1 ryðja Hans þrönga stíg á meðan breiði vegurinn er heflabur og greiðfær eins og endranær? En það er erfitt að velja þarna á milli og þótt vegir Guðs séu órann- sakanlegir, hefur vígður maður upplýst opinber- lega ab Drottinn sé hættur að aka Langholtsveg- inn, að manni skilst vegna þess að Hann velur fremur krók en keldu. Nú er komið út á hálar brautir í skrifum um góðærib. Það á að láta guðfræðinga, lögfræðinga og tónlistarmenn um hvort himnafaðirinn vill heldúr hlýöa á músík eða boðskap ritningarinnar, og hvort altari á að víkja fyrir hljóðfæri. Mildur vetur virðist ekki hafa mikil áhrif á þjóð- lífið, sem ávallt er samt við sig. Nú eru þeir farnir að deila um vextina rétt einu sinni og þykja sum- um þeir of háir, öbrum of lágir, og breytingar á vinnulöggjöfinni eru alltaf öruggt rifrildisefni, eins og hvort ríkissjónvarpið sé skemmtilegt eba leiðinlegt. En blessuð sé veðurblíðan fyrir það eitt, að hún gerir allt staglib heldur bærilegra fyrir þá sem þurfa að búa við það. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.