Tíminn - 16.02.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.02.1996, Blaðsíða 5
Fö'studagur 16. febrúar 1996 5 Búðardalsá á Skarðsströnd Ein hinna mörgu laxveiöiáa í Dalahéraöi er Búöardalsá, sem er um bæjarleiö innar á Skarösströnd en höfuöbóliö Skarö. Til beggja handa henn- ar, ef svo má segja, eru tvær hliöstæöar ár hennar, Krossá og Fagradalsá, sem upptök eiga í fjalllendinu á Skarös- strönd og í Saurbæ. Viö höf- um áöur vikiö aö náttúrufeg- urö á þessum slóöum, sem þykir einstæö, ekki síst frá Skarösströnd þegar horft er út yfir Breiöafjörö um eyjar og sund. Upptök árinnar eru í svo- VEIÐIMAL EINAR HANNESSON nefndum Búðardalsdrögum, en áin fellur í sjó í Breiðafjörð við svonefnda Leirgróf. Vatnasviö árinnar er 66 ferkílómetrar og lengd hennar 14 km. Til hennar fellur ofarlega Hvarfdalsá, sem kemur úr samnefndum dai, auk nokkurra minni áa og lækja. Fiskræktin Búöardalsá var áður fyrr að- eins fiskgeng göngufiski örstutt frá sjó. Langt er síðan fyrst var farið að tala um að gera ána fisk- genga. En það er fyrst skömmu eftir 1970 að raunhæfar aðgerð- ir hefjast til að hrinda því í framkvæmd. Stofnað var veiði- félag um ána og áin leigð Búð h.f., en það voru eigendur að jörð við ána. Þeir unnu síðan að fiskrækt í formi fiskvega og seiðasleppinga. Hjá Sundafossi, sem er stutt frá sjó, var byggður laxastigi áriö 1975. Þá var sprengd hindrun og gerðar um- bætur hjá Arnarfossi 1978. Við þetta varð áin fiskgeng um 12 km leið án frekari hindrana. Þá var sleppt laxaseiðum af ýmsum stærðum í ána. Nú er sleppt slík- um seiðum af stofni úr ánni sjálfri, sem alin eru upp í eldis- stööinni að Kverngrjóti í Saur- bæ, sem þjónar ánum í Dala- byggð með uppeldi laxaseiða af stofnum ánna sjálfra. Veiðiskapur Eingöngu er veitt á stöng í ánni og notaðar mest tvær stengur samtímis við veiðar. Ár- leg meðalveiði á árunum 1985 til 1994 voru 81 lax í Búðar- dalsá, en mesta árleg veiði 1991 146 laxar. Leigutaki var lengst af Búð h.f., sem fyrr greinir, en starfsfélagar hjá Olíufélaginu h.f. leigðu ána í 4 ár. Leigutaki 1996 og 1997 eru Jóhann Sig- urðarson leikari og nokkrir fé- lagar hans úr leikhúsinu. Þeir hafa til afnota veiðihús við ána í landi Hvalgrafa, sem jarðareig- andi á. Þar geta veiðimenn haft sína hentisemi með gistingu og fæði. Yfirleitt er auðvelt að komast að veiðistöðum. Veíbifélagið Veiðifélag Búðardalsár, sem nær til veiði í ánni og ræktunar hennar, hlaut staðfestingu 1973. Það hefur innan sinna vé- banda 6 jarðir. Formaður félags- ins hefur alla tíð verið Þorsteinn Karlsson bóndi, Búðardal II. Neöri hluti fiskvegar í Búöardalsá, hjá Sundafossi. Ljósm. eh Efri hluti fiskvegar hjá Sundafossi í Búöardalsá. Nauðgun á konum og velsæmi Miðvikudaginn 7. þessa mán- aðar birti DV ljósmynd af bresk- um sjómanni, nánast yfir alla forsíðuna, og þá frétt með, að samkvæmt DNA-rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, væri maöurinn sekur um nauðgun á íslenskri konu. Mál þetta hefur mikið verið rætt í fjölmiðlum undanfarið og því ástæðulaust að rekja það hér í smáatriðum. En viti menn. Daginn eftir birtist lítt áberandi baksíðufrétt í sama blaði, þar sem fréttin frá deginum áður var borin til baka. DNA-rann- sókn FBI reyndist sem sagt end- anlega sanna sakleysi sjó- mannsins. Vitanlega er það forkastan- legt, að DV skuli haga frétta- flutningi með þessum hætti. En ýmsar spurningar vakna. Nið- urstaða FBI barst yfirvöldum föstudaginn 2. febrúar. Hví þögðu þau þar til daginn eftir umrædda frétt í DV? Og hvað- an hafði blaðið fréttina? Mér er ekki kunnugt um, að liðið á þeim bæ sé sérlega náttúraö fyr- ir skáldskap. Getur hugsast, að blessað „kerfið" hafi vifjað draga athyglina frá eigin klúðri með því að leggja gildru fyrir fjölmiðla? Spyr sá sem ekki veit. Reyndar hafði Bretinn þegar hér var komið sögu verið sýkn- aður í Hæstarétti, þannig að dómskerfi íslands hafði veriö forðað frá ævarandi smán. En það bætir ekki hlut Rannsókn- arlögreglu ríkisins né heldur Ríkissaksóknara. Hvernig í dauðanum getur það gerst, að maður, sem kærður er fyrir nauðgun, skuli ekki látinn sæta læknisrannsókn? Slík rannsókn var framkvæmd á konu þeirri, sem kærði. Niðurstaðan varð sú, að hún hafði sýnilega verið beitt ofbeldi. En héðan af verð- ur því tæpast svaraö, hver sé of- beldismaðurinn. Sá maður á rannsóknaraðilum þessa máls skuld að gjalda, sé á annaö borð hægt að greiða sérstaklega fyrir heimsku. En mér er spurn: Þarf DNA- rannsókn til að sanna sakleysi manna, sem kærðir eru fyrir að hafa nauðgað konum, sem af fúsum og frjálsum vilja fara með þeim um borð í skip, haf- andi þegið af þeim veitingar á öldurhúsum? Hvað sem öllum lögum líður, er vændi ein elsta atvinnugrein heims og hafnar- vændi er jafngamalt siglingum. Kona, sem hittir sjómann á knæpu, þiggur í glas og fer síð- an með honum um borð, hefur einfaldlega gengið að ákveðn- SPJALL PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON um viðskiptum. Þannig ganga kaupin fyrir sig í höfnum um heim allan. íslenskum konum er eins gott að fara að skilja þessi einföldu sannindi í sam- skiptum sínum við erlenda sjó- menn. Þetta á ekki aðeins við í því tilfelli, sem hér hefur verið nefnt. Nákvæmlega það sama gildir um mál, sem upp kom um borð í verksmiöjutogara í Hafnarfirði á síðasta ári. Þá fóru tvær konur um borð í verk- smiðjutogara og lögðu svo fram nauðgunarkæru. í framhaldi af því sýndi rannsóknarlögreglan af sér það ótrúlega útlendinga- hatur að raða sjö tugum er- lendra sjómanna upp á hafnar- bakkanum, til að umræddar „hefðarfrúr", sem væntanlega fóru um borð í togarann bein- ustu leið af KFUK-fundi, mættu bera kennsl á meinta kvalara sína. Og ég veit ekki betur en að enn, mörgum mánuöum eftir atvikið, sitji tveir Georgíumenn í gæsluvarðhaldi, annað hvort blásaklausir eða þá vegna þess, að umræddar konur skilja ekki eðli hafnarvændis. Með þessum orðum er ég ekki að saka þessar konur um vændi, né heldur þá sem kærði Bret- ann. En að fara um borð í skip með ókunnugum sjómönnum, sem auk þess hafa verið veitulir á vín, án þess aö reikna með að þeir vilji fá eitthvað fyrir sinn snúð, er álíka gáfulegt og að fá sér „spássitúr" um jarð- sprengjusvæði og verða svo undrun sleginn yfir því að missa undan sér lappirnar. Fáum dylst að nauðgun er með viðurstyggilegustu glæp- um. Fyrir slíkt athæfi ber að refsa af fullri hörku. Yfirvöldum leyfist því ekki að haga sér með þeim hætti, að nauðgunarmál verði að hverjum öörum brand- ara í huga almennings. Þau verða að gera sér ljóst að það er ekki aðeins hægt að nauöga konum — það er einnig hægt að nauðga hugtökum og al- mennum viðhorfum. Og sé við- horfum nógu oft naubgað, taka ný viðhorf gildi. ■ FÖSTUDAGS PISTILL ÁSGEIR HANNES ENN KLJÚFA BESSASTAÐIR ÍHALDIÐ í næsta mannskæbum prestskosn- ingum fyrir löngu sagbi Davíb Oddsson ab prestskosningar og for- setakjör klyfu jafnan Sjálfstæbis- flokkinn í herbar nibur og varb þá hugsab til forsetakjörsins árib 1952. Dr. Gunnar Thoroddsen, frændi Davíbs, var þá borgarstjóri íhaldsins í Reykjavík og studdi tengdaföbur sinn, Ásgeir Asgeirsson, til forseta á móti séra Bjarna jónssyni, fram- bjóbanda Sjallans. Dr. Gunnar hlaut bágt fyrir hjá íhaldinu, sem engu gleymir og aldrei fyrirgefur. Margir íhaldskurfar gengu því hart fram gegn dr. Gunnari, þegar hann baub sig svo sjálfur fram árib 1968 gegn dr. Kristjáni Eldjárn. Nú er sagan ab endurtaka sig rangsælis meb öfugum formerkj- um: Fyrrum borgarstjóri Reykvík- inga hímir nú vib afleggjarann út á Álftanesib og hugsar sjálfum sér gott til glóbarinnar, en ekki tengda- föbur sínum eins og Gunnar frændi. Davíb er hins vegar manna líklegastur til ab halda þjóbinni á tánum fram á kjördag og halda lífi í bæjarumræbunni. Hann er þó ekki einn um hituna frekar en séra Bjarni forbum. Bobab hefur komu sína í forsetar- allib Gubrún Pétursdóttir, sem stób eins og hershöfbingi upp í hárinu á Davíð f rimmunni um rábhúsbragg- ann Ijóta í Reykjavíkurtjörn á sínum tíma. Allt bendir til ab þeim skötu- hjúum Ijósti aftur saman yfir endur- byggbum Bessastöbum meb vfn- kjallara og nýrri eldavél. Sú glfma er eflaust tímans virbi ab bíba eftir fram á vordaga, en þar meb er ekki öll sagan sögb: Gubrún Pétursdóttir er ekki bara prýdd mörgum höfubkostum, held- ur er hún líka betur gift en gengur og gerist um frambjóbendur til for- setakjörs og jafnvel prestskosninga. Auk þess á hún afar merkilegan frændgarb og jafnvel ennþá skraut- legra mágafólk út um borg og bý. Fabir Gubrúnar er Pétur heitinn Benediktsson bankastjóri, af En- geyjarætt og föburbróbir Björns Bjarnasonar Internetrábherra. Pétur Benediktsson fór fyrir þeim íhaldskurfum sem gengu á móti dr. Gunnari árib 1968, enda sagbist hann vera á móti því ab forseta- embættib gengi í arf eins og hvert annab þribja flokks konungsdæmi á fastalandi álfunnar. Pétur vissi hvab hann söng, því hann sat þá sjálfur f þingsætinu sem hann erfbi eftir tengdaföbur sinn, Ólaf Thors. Spurningin er því hvort gamlir Gunnarsmenn verba jafn langrækn- ir á kjördag f vor eins og gamlir En- geyingar voru sumarib 1968. Davíb Oddsson er hvorki ættlaus mabur né búlaus, þegar því er ab skipta, og kominn af Briemsættinni fjölmennu og fleira góbu fólki. Ættir Davíðs skarast meira ab segja vib sjálfa Engeyjarættina og ekki nóg meb þab: Ljóst er ab Björn Bjarna- son tekur vib Sjallanum ef Davíb klófestir Bessastabi, og er þab ekki minni upphefb fyrir Engeyjarættina en Álftanesib. Margir flokksmenn munu kjósa Davíb upp á þau býti. Sjálfstæbisflokkurinn gengur því klofinn til næstu forsetakosninga eins og venjulega, og sjálf Engeyja- rættin er klofin f herbar nibur. Kannski sameinast Briemsættin í fyrsta skipti í sögunni og tryggir út- varp Matthildi nýja spaugstofu á Álftanesinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.