Tíminn - 16.02.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.02.1996, Blaðsíða 7
Föstudagur 16. febrúar 1996 7 Einar K. Guöfinnsson, formaöur samgöngunefndar Alþingis, segist búast viö líflegum umrœöum á þingi um Póst og síma hf.: Persónulega opinn fyrir sölu á hlutabréfum P&S hf. Einar K. Gu&finnsson alþing- ismabur og formaöur sam- göngunefndar þingsins segist persónulega vera opinn fyrir því aö hlutabréf Pósts og síma hf. fari á almennan hluta- bréfamarkaö. Hann bendir þó á aö meö frumvarpinu um hlutafélagavæöingu PStS sé ekki veriö aö taka slíka ákvöröun. Þaö sé sjálfstæö, pólitísk ákvöröun Alþingis, ef til sölu á bréfunum kemur. „Viö eigum enga kosti í þessu. Tæknin hefur einfald- lega gert þaö aö verkum aö þaö sem menn héldu aö tæki ein- hver ár tekur miklu skemmri tíma. Sú samkeppni sem menn héldu aö hægt væri aö verjast, henni veröur ekki varist. Hún er komin. Tæknin hefur ein- faldlega innleitt samkeppni sem Póstur og sími horfist í augu við í dag. Þá er þetta bara spurning hvort stjórnmála- menn ætla sér að vera eins og nátttröll og láta eins og þeir taki ekki eftir því að tæknin hefur breytt umhverfinu, eöa hvort menn ætla að fylgja þró- uninni," sagði Einar K. Guö- finnsson alþingismaður, for- maöur samgöngunefndar í samtali við Tímann í gær. Samgöngunefnd hefur nú fjallað um lagafrumvarp um „háeffun" eöa einkavæðingu Pósts og síma. Einar segir aö innan samgöngunefndar hafi ríkt eining um formbreyting- una, svipaða breytingu,og aörar þjóðir hafa gert hjá sér og reyndar gengið skrefi lengra sumar. Biðlaunamál voru ekki rædd í samgöngunefnd, en nefndin fylgdist almennt með þeim málum. Biölaunamálin eru sett í ákveðinn farveg sem sam- gönguráðherra telur að eigi að standast að sögn Einars K. Guð- finnssonar. Einar sagði að lög og reglur um ríkisfyrirtæki væru mjög að breytast í Evrópu. Ennfremur væri tæknin farin að kalla á þær breytingar sem nú eru fyrirhug- aðar á póst- og símarekstri landsmanna. „Ég geri alveg ráð fyrir að um- ræður í þinginu verði miklar, enda um að ræða stórt mál, stóra stofnun, sem snertir hag hvers einasta manns í landinu. En ég á erfitt með að sjá að ís- lendingar fari leiðir í þessum efnum sem eru frábrugðnar þeim sem aðrar þjóðir hafa far- ið," sagði Einar K. Guðfinns- son. -JBP Stefán Konráösson, sendill á hjóti, kom talsvert viö sögu íritstjómarpistlinum „/ tímans rás" sl. laugardag. Meö pistlinum var birt mynd af Stefáni á hjóli, en sú mynd kom úr myndasafni blaösins og var oröin nokkuö gömul. A myndinni sem birtist var Stefán meö lánskerru á hjólinu og var sú kerra merkt ööru sendibílafyrirtœki en hann vinnur hjá, en Stefán er hjá Sendibílastööinni. Hér aö ofan er ný mynd af Stefáni meö sína réttu kerru og er beöist velviröingar á þessum mistökum. -BC Tímamynd: sc Megas spjallar um fjandsamlegt viömót, níraeöa unglinga, vélmenni í Kaffi Reykjavík og velgengni Bjarkar: Er enn aö súpa seyðiÚ vegna textagerðar um Jónas Hall. Megas. Megas stendur um þessar mundir í stórræöum en hann heldur nú tónleikaröö ásamt dúettnum Súkkat á Hafnar- kránni undir heitinu MEGA- SUKK. Opnunartónleikarnir voru í gærkvöld en „mega- sukkaöir" aödáendur sem misstu af fyrstu tónleikunum geta bariö goöin augum og eyrum í kvöld og annaö kvöld. Blaðamaður Tímans hitti Megas að máli á Hafnarkránni í fyrradag. Eftir að hafa skipst á kveðjunr settist Megas á hækjur sér á eldhúsgólfi kráarinnar og undirritaður fylgdi fordæmi gamla rokkarans. Stellingin var verulega óþægileg. -Hvernig koin samstarf þitt viö Súkkat til? Það var bara stillilögmálið, það gat ekki öðruvísi farið. Þeir eru á afskaplega svipaðri bylgju- lengd og ég. Við eigum sameig- inlega ákveðna tegund af non- sense-afstöðu gagnvart veru- leikanum. Það þarf að afeitra veruleikann, skilurðu? -Hvernig er hljóðfœraskipan hjá ykkur? Þetta er algjörlega beisik. Ég er með kassagítar, Gunni með kassagítar og svo syngur Hafþór. -Og prógrammið? Þeirra lög, mín lög og allt sem okkur finnst fitta. -Hvað varð til þess að þið völd- uð Hafnarkrána sem tónleikast- að? Sko, Hafnarkráin er eini dís- ent pöbbinn í Reykjavík. Menn er farnir að heimta bindi og all- an djöfulinn, snobb og ógeð. Það er ekki sniðugt þetta mikil- mennskubrjálæði semær komið upp í kaffihúsa- og pöbbamenn- ingunni. Þetta er eini staðurinn sem virkar á mann sem krá, staður sem gerir ekki manna- mun eins og maður þekkir í Englandi. Hér fá allir persónu- lega afgreiðslu en þú færð t.d. ekki persónulega afgreiðslu á Kaffi Reykjavík. Manni líður eins og vélmenni þar. -Eruð þið ekkert smeykir um að mun fxrri komist að, en vilja vegna smœöar staðarins? Ja, þetta eru nú fjögur kvöld. Og það er hægt að hafa fram- hald á þessu ef vilji er fyrir. -Verður allt lagt í þessa tón- leika? Maður leggur alltaf allt í tón- leika. Hver einasti orkudropi er gjörnýttur. Maður stendur og fellur með þessu. Ekki karríer- inn heldur maður sjálfur. „Ignorabur af útvarps- stöövunum" -Áður en samstarfið við Súkkat hófst var búið að vera hljótt um þig í nokkum tíma. Nei, það hefur aldrei verið neitt hljótt um mig. Stundum er ég að vísu ignoraður af frjálsu útvarpsstöðvunum, stundum bannaður. Ég undirritaði samn- ing við mann sem leit á mig sem dánarbú en gaf út eina plötu 1992 sem konan hans dró til baka. Þá var kominn tími til að konurnar sýndu mér í tvo heimana. Ég er no good texta- smiður hvað varöar kvenna- hreyfinguna. Konur ákváðu að þessi plata væri vond, hún væri kvenfjandsamleg. -Hvað finnst þér annars um ís- lenska tónlist í dag? Er jákvceð þróuti í því sem unga fólkið er að gera? Ja, unga fólkið er bara sætt og fallegt og allt í lagi með það. -En tónlistin? Nei, það er eitthvað að þegar tvítugir unglingar eru sáttir við tilveruna eins og þeir væru ní- ræðir unglingar. Það bara stemmir ekki sko. Sá sem kemur tvítugur út í tilveruna á að vera fullur af reiði út í alla þessa vit- leysu. Ef hann er sáttur við hana er hann annað hvort ab falsa, eða bara vitlaus. -Er œskilegt eða jafhvel nauð- synlegt atriði fyrir tónlistannann að vera gagnrýnitm? Tónlistarmaður hlýtur að vera það til að byrja með ef hann er sannur listamaður. Hann sér hvað allt er öfugsnúið og hlýtur að kommentera á það annars er hann ekki ekta. Ég kom fram á sjónarsviðið í kjölfar ungmennahreyfingar- innar, þab er það langt á milli generasjóna hjá mér. Afi minn er t.d. fæddur 1850, faðir minn um aldamótin. Ég byrjaði á að velta við íslenskum goðsögnum og ég er enn að súpa seyðið af því. Eg gerði t.d. texta um Jónas og ég er enn hataöur af góðum mönnum í bókmenntafræði uppi í Háskóla fyrir aö hafa sagt eitthvað ljótt um Jónas. En þab er ekki hægt að segja neitt ljótt um menn sem eru svona meist- arar eins og Jónas var. Ógleymanlegt samstarf meb Björk -Að öðnt. Nú störfuðuð þið Björk mikið saman og þú átt kanttski einhvem þátt í tónlistar- legu „uppeldi" hennar. Ertu stolt- ur afhenni? Hún er í dansmúsík í dag sem ég þekki ekkert. Ég er fyrst og fremst epíker. Þegar við vorum að vinna saman þá var þab í vaxandi mæli ab hún kíkti á uppleggið, valdi það sem henni leist best á, kynnti sér textann ogf bjó sér til línur út frá því. Þetta er mikill hæfileiki. Þetta samstarf var yndislegur tími. Ég var með Hilmari Erni líka og við gátum náð tónum út úr Björk sem ég held að enginn annar hafi náð. Sem dæmi um fjöl- hæfnina hjá henni var að í einu laginu söng hún um fljótabát, nuddstofu, nakin börn í fljóti og umferðargný í Bangkok. -Áttu þá von á að velgengni Bjarkar muni haldast? Ég sé ekkert því til fyrirstöðu. Hún er það mikil listakona. Það mun kannski ekki fara jafn mik- ið fyrir henni, kannski dettur hún úr tísku, en þaö skiptir engu. Hún mun gera betri og betri hluti, enda vaxandi lista- kona. Artistinn fær ekki neitt -En hvað með þig sjálfan. Hver er framtíðin hjá Megasi sem tónlistar- matmi? Ég er að vinna við að taka upp plötu og það er allt ókei nema út- gáfan. Hún kostar peninga og það eru engir peningar til. Þab er eng- inn alvöru útgefandi til á þessu landi. -Hvað meinarðu með því? Sko, þeir sem eru í þessu eru bara með eitt í huga. Að hrammsa alla þá peninga sem hægt er að fá. Eitt prinsipp gildir. Artistinn á ekki að fá neitt. Það er mjög fjandsamleg afstaða gegnvart art- istum almennt í þjóðfélaginu í dag. -Hvað þá tneð að stofna samtök til að berjast fyrir auknum réttind- um? Artistarnir hafa ekki félagslegan þroska til að stofna nein samtök. -Þannig að þetta er ykkar eigin sök? Einmitt í og með. -Að lokum, er engin þurrð í sköp- unargáfunni? Ég myndi ekki segja sköpunar- gáfan heldur sköpunarþörf. Ég myndi ekki lifa lengi ef ég hefði hana ekki. -Þakka þér fyrir Megas, ertu ekki kominn með strengi afþví að sitja í þessari stellingu? Nei, en ég man núna að ég þarf að kaupa strengi í gítarinn minn. Viðtal: Björn Þorláksson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.