Tíminn - 16.02.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.02.1996, Blaðsíða 11
Föstudagur 16. febrúar 1996 11 fyrirtœkin sem ákveði hvað er prentað og hvað ekki í Banda- ríkjunum. „Nýlega hafði blaöamaður á vísindaritinu Nature í London samband við mig. Hann spurði mig um álit mitt á John E. Mack, sálfræðingnum í Har- vard-háskóla sem hefur verið að skoða brottnám fólks í sam- bandi við UFO-fyrirbærin. Mér fannst það undarlegt að Nat- ure skyldi vera að skoða þetta undarlega mál eins manns. Og þá er ég ekki að gagnrýna að hann megi ekki rannsaka hvað sem honum sýnist innan ramma akademíska frelsisins. Ég spurði blaðamanninn: Hvers vegna hafiö þið aldrei skrifað um breytingarnar sem eru að eiga sér stað innan Iæknisfræðinnar? Og svar hans var: Vegna þess ab þeim, sem auglýsa hjá okkur, myndi mis- líka það! En bókin mín tekur einnig á málum, sem eru að koma meir og meir upp á yfirborðið til endurskoðunar og ná allt aftur til Pasteurs og sýklakenningar hans. Viðurkennda skoðunin í dag er að sýklar hafi aðeins eitt form hver tegund. Fjölforma- fræðin segir að þeir geti breytt um form inni í lifandi verum, þar sem hið eðlilega umhverfi þeirra er. Sýklar geta t.d. farið inn í lifandi frumu og komið þaban aftur í breyttu formi. Eða þeir gefa horfiö og orðið, að því er virðist, eðlilegur hluti líkamans. Síban koma þeir fram á ný við nýjar aðstæður og smita okkur t.d. þegar lík- aminn er veikur fyrir. Það er því mjög náið samband milli örvera og lifandi líkama. Önnur spurning, sem er ósvarað, er þessi: Hvers vegna eru 100 sinnum fleiri örverur inni í líkama okkar en lif- andi frumur í öllum líkam- anum? Og hvað eru þær allar raun- verulega að gera?" Sýklar og menn- ing „Menning okkar á stöb- ugt í sjúklegri baráttu við að losna við sýkla meb þvotti, sótt- hreinsun, gerilsneyðingu og svo framvegis. Hérna eru vissu- lega margar spurningar, sem enginn veit svör við. Sam- hengið milli lifandi fruma og örvera er mjög ótvírætt, svo mjög að við gætum hæglega skobað örverurnar sem stærsta hluta líffræðilegrar tilvistar okkar: vib erum samansafn ör- vera! Nú á síðustu árum höfum við svo fengið æ fleiri nýja sjúkdóma að glíma við, eins og eyðni, nýja gerb berkla og Eb- óla-veikina, svo dæmi séu nefnd. Gæti þarna hugsanlega verið á ferðinni vistfræðileg umbylting á sviði innri starf- semi líffæra mannsins? Sem þýðir, að með því að eyði- leggja umhverfi okkar eyði- leggjum við einnig ab síðustu innri iíffæri okkar. Þau sem lifa í gagnvirku samlífi vib örver- urnar, sem taka einnig breyt- ingum. Það er hugsanlegt að við höfum gengið svo langt, að við séum að því komin ab kippa grundvellin- um undan innra vist- kerfi okkar. Gæti0 þetta verið breyt- ing sem gengur ekki til baka? Er það þess vegna sem við upplifum alla þessa nýju sjúk- dóma? Þess- um spurn- ingum er öll- um ósvarað, en breyting- arnar blasa við okkur þrátt fyrir kenningar Pasteurs, sem ekki duga lengur sem fullnaðarskýring." Könnun lyfja/nýtt forrit „Gervilyfja-samanburðurinn fer til dæmis þannig fram, að fólki er gefin sykurpilla og ekki sagt hvað það er sem þab fær. Þannig eru viðbrögð þeirra könnuð. En ef því síðan batn- ar, án þess að hafa fengið raunverulegt lyf, þá drögum við það frá niðurstöðunum og lítum aðeins á áhrif raunveru- legu lyfjanna, sem voru gefin öðrum á sama tíma. í stað þess að líta á samanlögð áhrifin: efnafræðileg áhrif og sjálf- læknandi áhrif líkamans. Þetta er einkennileg vísinda- mennska. Og niburstaðan er því þessi: Við höfum aðeins áhuga á tilbúinni læknisfræði, en ekki á innibyggðum nátt- úrulegum lækningaviðbrögð- um líkamans. Að mínu viti er ekki lengur skynsamlegt að nota þessar gömlu aðferðir. Nú er komið að því að við endur- hönnum þær. En sönnun er ennþá sönnun eftir gamla forritinu. Þetta er mjög svo skondið viðfangs- efni. Við höfum val um tvennt: Að búa til nýtt forrit til þess að geta skoðað óhefð- bundnu lækningarnar. Eða við getum skoðað óhefðbundnu lækningarnar út frá ramma, sem gamla forritið skilur. í seinna tilfellinu verðum vib því miður vitni að því, að við það missum við fótfestu skiln- ingsins á óhefðbundnu lækn- ingunum." Þetta er orðið nokkuð flókið fyrir undirritaðan, þó að hann sjái það í hugskoti sínu að Be- verly Rubik hefur lög að mœla. Svo að ncesta spuming til hennar verður sjálfkrafa þessi: Er það mögulegt að hér standi ein þróun í vegi fyrir annarri? Efvið tökum dcemi til skýringar: Við finnum upp nýtt einkafarartceki án hjóla. Þá kemur kerfið og segir: Nci, við getum ekki notað þetta, því að við erum búin að fjárfesta svo mikið í teinum og vegum! Hið garnla lifr þá á slíkri röksemda- fœrslu? „Það tel ég vera. Við höfum öll þessi lyf og við höfum allt tilbúið til ab framkvæma margs konar Iæknisfræðilegar tilraunir með efnafræði og skurðaðgerðum. En við höfum ekki skilning á því hvað er nægjanleg viömiöun, þegar mæla skal sjálflæknandi viö- brögð líkamans. Við höfum ekki einu sinni skoðað vísinda- legan bakgrunn slíkrar læknis- fræði. Forrit efnafræðilegrar og vélrænnar læknisfræði standa í veginum." Lokaorð / þann tnutid sem undirritaður er að standa upp og kveðja Be- verly Rubik og þakka henni fýrir kjark hennar og upplýsandi sam- tal, þá dettur henni eitthvað í hug. Og huguritm fœr skilaboð utn að hér komi bestu lokaorðin: „Niðurstaða mín er sú, að við séum að fara yfir í nýja hugs- un, nýjan skilning á tilverunni. Tilveru, sem er handan vib efnafræði-manneskjuna. Það gerist þegar við skiljum það, að við höfum fleiri hæfileika sem mannverur en bara efnislega og vélræna þáttinn. Það hefur nú myndast mikil gjá milli þeirra, sem eru að reyna að varðveita gamla tím- ann, gamla forritið, vegna þess að þeir eru hagsmunalega tengdir málinu, bæði fjárhags- lega og vegna sjálfsvirðingar sinnar. Síðan eru það hinir, fulltrúar annarra tilveruvið- horfa, þeir sem finnst þeir hafa vaxið frá núverandi fyrirkomu- lagi. Fólk sem vill finna ný vís- indi, nýja læknisfræði. Já, al- veg nýtt heimsskipulag, þegar allt kemur til alls. Þegar vib loks köstum af okkur tötrum vélræna gervis- ins, þá munum við byrja að byggja heim vísinda og læknis- fræði, sem er endurspeglun af þeim margbreytilegu þáttum sem samsamast í okkur. Því sem við erum í raun og sann- leika. Þetta er þýðingarmikil and- leg umbreyting: Fólk er ab vakna upp til nýs skilnings á eigin tilveru, og þegar það ger- ist mun þab skilja að veröldin, sem við höfum nú byggt, er ófullkomin mynd af því sem við erum raunverulega." Einar Þorsteinn Ásgeirsson Einar Þorsteinn Ásgeirsson, höf- undur vibtalsins. Grunnvatn er auölind i. Menn keppast vib að lofa íslenskt vatn og reyna að selja það til útlanda. Dapurlegt að svo skuli víba komiö fyrir neysluvatni erlendis. Reyndar geta ís- lensk fyrirtæki hagnast af vatnssölu, svo þarna sannast að „eins dauði er annars brauð". En eitt er jafn víst: Við ættum ab hafa mörg víti til varnaðar og skoða grannt hvab það er sem skemmt hefur æ fleiri neysluvatnslindir í þéttbýli heims- ins. Slíkt má ekki gerast hér meir en orð- ið er (sbr. nokkur vatnsból á Miðnes- heiði). II. Grunnvatn er úrkoma sem sígur í jarðlög og fellur þar fram. Vatnið hvarf- ast vib geymslubergið, síast um setlög í því og verður hæfilega aubugt ab svo- nefndum uppleystum steinefnum og lofttegundum. Vatn, sem fer djúpt í lög hérlendis, telst jarðhitavökvi og er ekki notaður sem neysluvatn. Kalda grunn- vatnib nýtist lífverum í jarðvegi að svo- litlu leyti og svo mönnum og stærri dýr- um í vötnum og á þurru landi. Mikið nær til sjávar án þess að koma nokkru sinni fram á yfirborðinu. Afrennsli neöanjarðar á íslandi er UM- Ari Trausti Cuömundsson jarbeblisfræbingur i áætlað í milljörðum lítra á ári, en af 2000 millimetra meðalársúrkomu fara samt abeins u.þ.b. 30-60 mm til grunn- vatnsins, langt innan við 5%! Af öllum ám og lækjum landsins færa lindár og - lækir aðeins fram um 20% alls vatns í vatnsföllunum. Svo ber þess að gæta ab mest er um grunnvatn á þeim fjórðungi landsins sem er innan virka gosbeltisins. Víða annars staðar er skortur á nýtan- legu grunnvatni. III. Grunnvatn er því bæði dýrmæt og takmörkuð auðlind, sem ber að umgang- ast meö varúð og virðingu. Ógætileg meðferð spilliefna, óþarfa framræsla mýra (gróinna grunnvatnsdælda) og óþarfa jarörask er ekki hlutar skynsam- legs vatnsbúskapar. Og annað: Eitt gramm af dísilolíu gerir 1000 tonn af vatni ónothæf. Hér á landi fer umtals- vert magn af spilliefnum, einkum úr far- artækjum, út í grunnvatnið og við erum fræg fyrir tilgangslausa þurrkun mýra og jarðrask, sem veitir grunnvatni út í yfir- borðsvatn. Staðsetning margra rusla- hauga er slík að hæg upplausn og leki efna úr þeim á eftir að menga sjó eða grunnvatn víða um land um langan ald- ur. IV. í mörgum löndum eru nú þegar í gildi strangar reglur um vatnsvernd. Þar dytti fáum í hug að aka vélsleðum yfir aub vötn, sem geyma grunnvatn, eða uröa málningu, bílhræ og sláturleifar efst í skriðu ofan við bæi og þorp. í íslenskum lögum er rætt í almennum vendingum um umgengni við vatnsból og til eru náttúruverndarreglur um fribun vatns- tökusvæða. En mikib vantar upp á að vel sé fyrir málum séb, því gleymst hefur nær alveg aö gera ráð fyrir því hvaðan vatnib berst og setja skynsamlegar reglur um umgengni við vatn hvar sem er og á öll- um tímum. Vatnið, þab erum vib. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.