Tíminn - 17.02.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.02.1996, Blaðsíða 5
Laugardagur 17. febrúar 1996 5 efnahagurinn og vextirnir Jón Kristjánsson: Loðnan, Torfufiskar hafa alltaf snert veiði- mannshjartað í íslendingum með sér- Stökum hætti og þegar fréttist af mok- veiði af loðnu eða síld fara athafna- menn af stað til þess að taka þátt í æv- intýrinu. Nú er loðnunni mokað upp á miðunum fyrir Suðausturlandi og þús- undir smálesta renna í bræðslurnar og svartir plastpokar eru fylltir af loðnu og frystir á Japansmarkað. Umsvifin vaxa við sjávarsíðuna og þess sér víða stað. Ég var á ferðinni fyrir austan í vikunni og á flugvellinum á Egilsstöðum sagði Þráinn Jónsson bílaleigukóngur mér að meira væri að gera í þeirri grein núna heldur en í ágúst. Viðskiptavinirnir eru eftirlitsiðnaðurinn og hersveit Japana sem fylgist með vinnslu loðnunnar í fiskvinnsluhúsunum. Þeir menn eru hagvanir fyrir austan og það þýðir ekki að bjóða þeim neitt rusl. Vítamínsprauta Loðnuvertíðin er mikil vítamín- sprauta fyrir útflutningsstarfsemina og verðmætasköpunin í kring um hana er mikil. Verð er tiltölulega gott og mark- aðshorfur einnig. Þar við bætist að loðnubræðslurnar hafa víða verið end- urnýjaðar og skila betri vöru en áður. Það er líka gagn að vel veiðist því að boginn er hátt spenntur um áætlanir um tekjur af loðnunni. Reiknað var með loðnuveiðum upp á um eina milljón tonna þegar þjóðhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár var gerð. Magnið er þó ekki nema önnur hlið þessara mála. Gífurlegu máli skiptir að verð- mætin verði sem mest sem unnin eru úr þessum mikla afla. Útlitið með það er gott eins og er þegar frystingin geng- ur svo glatt sem raun ber vitni þessa dagana. Hins vegar er ljóst að mikil veiði og aukið framboð af þeim sökum getur haft áhrif á verðið. Þannig er sá frjálsi markaður sem unnið er á. Mikill afli hefur þegar þau áhrif að prúttað er um verðið og sjómenn una því illa. Loðnuveiðarnar koma inn í atvinnu- lífið á góðum tíma. Eftir áramótin er lægð í ýmsum framkvæmdum, og það kemur sér vel fyrir kvótasvelta fisk- vinnslu að geta notað þennan tíma til þess að færa sig yfir í loðnufrystingu og vinna af fullum krafti. Hins vegar stendur ævintýrið stutt yfir. Þetta er vertíðar og skorpu- vinna eins og hún ger- ist dæmigerðust. Vaxtahækkun á grunni svartsýni Meðan að þessu vindur fram við sjávar- síðuna berast fréttir af því úr bönkun- um að vextirnir hafi hækkab. Ástæð- urnar sem greindar eru fyrir þessari ákvörðun eru hætta á þenslu og verð- bólgu. Þessi vaxtaákvörðun hefur verið umdeild og er þab að vonum. í nóvember síðastlibnum var gengið frá samningum um stækkun álversins í Straumsvík og í kjölfar þeirrar ákvörð- unar voru miklar umræður um stór- framkvæmdir í landinu. Laglegur mað- ur frá Bandaríkjunum kom hingað og ræddi um möguleika á því að byggja ál- ver á Grundartanga. Rætt var um stækkun þeirrar verksmibju og fluttar voru fréttir af því að Atlanta hópurinn væri farinn að funda á ný vegna álverk- smiðju á Keilisnesi. Það var talað um allt þetta eins og það væri að bresta á. Jafnframt var rétt fyrir áramótin snarað inn í þingið frumvarpi um ríkisábyrgð vegna ganga undir Hvalfjörb sem lá svo mikið á að það hefði mátt ímynda sér að ekkert væri eftir nema sprengja fyrstu sprengihleðsluna. Bjartsýnishviða Allar þessar bollaleggingar uröu til þess að bjartsýni fór vaxandi og fróbir menn sögðu að hennar hefði gætt í innkaupum landans sem er þannig af gubi geröur að hann vill verða fljótur til að gera út á hagnað í framtíbinni. Reiknimeistarar reiknuðu það út að bresta mundi á bullandi þensla og verðbólga og á þessum útreikningum eru vaxtahækkanir byggðar, því að bankarnir vilja vera fljótir til að hækka vextina. Einnig bar nokkuð á því fyrir ára- mótin að viöskipta- vinir bankanna yoru að taka út innistæður til þess að versla fyrir hjá bílaumboðum og fleiri aöilum. „Langtímabollalegging- ar/y Hins vegar varb það svo eins og oft áður að bollaleggingar um orkufrekan iðnað hér á landi eru „langtímabolla- leggingar" og ekkert er í hendi enn af þeim stóru verkefnum sem rætt var um fyrir áramótin. Öðru hvoru koma fréttir um ab geng- ið verði frá samningum um Hvalfjarð- argöngin eftir viku til hálfan mánuð eins og verið hefur í nokkur ár. Ekkert hefur því gerst annað en að byrjað er að grafa fyrir grunni nýs kerskála í Straumsvík sem er auðvitað mikilvæg framkvæmd, og einnig hefur það gerst sem er afar ánægjulegt að framleiðslu- aukning hefur orðið í almennum iðn- aði í landinu. Hins vegar hefur aftur dregib úr þeim kipp í almennri eftir- spurn sem varb vart eftir áramótin og veröbólguspár eru 2,5% í stað þess að spáð var að minnsta kosti 4% verð- bólgu fyrir áramótin. Auðvitað var þab stabreynd að lægð var í atvinnulífinu, svo að það á að þola aukin umsvif án þess að þensla myndist. Háskaleikur Bankarnir virðast ekki hafa tekið mið af þessum aðstæðum en gripið svart- sýnustu verðbólguspár til skamms tíma og miðað sínar vaxtaákvarðanir við þær. Þetta er háskaleikur. Atvinnulíf sem er að rétta úr kútnum og er að greiða niður skuldir þarf á flestu öðru að halda en hærri vöxtum ef aðrar efna- hagslegar forsendur krefjast þeirra ekki. Fregnir berast af betri afkomu bankanna og lægri framlögum í af- skriftarsjóði. Verðbólguspár eru lægri en í helstu viðskiptalöndum okkar og vextir erlendis fara lækkandi. Allar þessar staðreyndir gera ákvörðun bankanna um vaxtahækkun nú enn óskiljanlegri. Vib þetta bætist að ríkis- valdið hefur markað þá stefnu að draga úr lánsfjárþörf ríkissjóðs og hún hefur farið lækkandi þó enn þurfi að gera betur. Ummæli Þórbar Friðjónssonar Það er því brýnt að þessar ákvarðanir verbi endurskoðaðar því alveg er ljóst hvernig þær eru tilkomnar. Það hefur einfaldlega verið spilað á svartsýnustu efnahagsspárnar, sem þar að auki voru ekki nema til skamms tíma. Efnislega segir Þórbur Fribjónsson forstjóri Þjóð- hagsstofnunar um þetta mál í útvarps- sviðtali þann 13. febrúar síðastliðinn: „Ég held að matið hafi veirð mjög svartsýnt og ef að það er rétt að þeir hafi byggt á því að verðbólga yrði 3-4% á þessu ári, þá held ég ab það sé mjög svartsýnt mat því mér finnst flest benda til þess að verðbólgan liggi ná- lægt 2,5% og verði jafnvel minni held- ur en meiri þegar fram í sækir." Þar sem Þórður er gætinn maður og prúður er ástæba til þess að gefa sér- stakan gaum að þessum orðum hans þegar þessi mál eru rædd. ■ EMenn málefni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.