Tíminn - 17.02.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.02.1996, Blaðsíða 6
 Laugardagur 17; febrúar 1996 Borgarleikhúsib. Borgarleikhúsið skapi sér eigin prófíl skapandi listaafl „Þa& eina, sem ma&ur getur stóla& á í leikhúsi, er a& þar er aldrei á vísan a& róa," segir Vi&ar Eggertsson, sem ný- lega var rá&inn leikhússtjóri Borgar- leikhússins. Ásamt samstarfsfólki hefur hann byrja& a& móta verkefnaskrána fyrir næsta vetur, en formlega tekur Vi&ar ekki viö fyrr en í haust. Sú stefna hefur verið mjög greinileg í Borgarleikhúsinu í vetur a& setja upp svo- nefnd „aösóknarvæn" verk, leikrit í léttari kantinum og íslensk leikrit. Auk þess hef- ur húsnæ&iö verið notað undir ýmsa aöra starfsemi, tónleika o.fl. Einhverjir gagn- rýnendur hafa farið heldur ómjúkum höndum um leikhúsib og þótti nokkrum tíðindum sæta í vetur, þegar gagnrýnend- ur einstakra leikverka tóku upp á því að gagnrýna leikhússtefnu Borgarleikhússins í heild sinni. Ab hinu leyti hefur fjöl- breytt starfsemin skilað sér í ágætri að- sókn að leikhúsinu. Viöar sagði, abspurb- ur undir hvaða formerkjum hann hygbist reka leikhúsið á næsta ári, aö hann myndi og gæti einungis stólað á sína eig- in tilfinningu fyrir því hvað sé góð leik- list. „Mabur verður ab byggja á því inn- sæi sem maður hefur, þegar maður velur verkefni. Ég tel að eftir 25 ára reynslu í leikhúsi hafi ég innsæi sem ég get notað sem leiðarljós í starfseminni. Fyrst og fremst hlýtur leikhúsrekstur ab byggjast á því sem maöur hefur sjálfur trú á. Auövit- að reynum við eins og ábur að setja á svið" ný íslensk verk, en þau verða að falla undir sama gæðastaðal og önnur verk. Þau verba ab vera samkeppnisfær við það besta sem gerist annars staðar. Það hlýtur að vera eftirsóknarvert fyrir leikhús að geta speglað sinn samtíma með nýjum ís- lenskum verkum." Gott leikhús er teygjanlegt hugtak og þar hlýtur einstaklingsbundinn smekkur að ráða miklu um, en Viðar segir erfitt að ákvarða það nákvæmlega hvað honum finnist gott leikhús. „Ef til væri slík upp- Vibar Eggertsson. Tímamynd CVA skrift, þá myndi ég dreifa henni til allra íslenskra leikritahöfunda." Prófíll leikhúsanna „Sú verkefnaskrá, sem ég hef verið ab smíða fyrir LR næsta vetur, verbur tölu- vert öðruvísi en hefur verið hér síbustu árin og mun væntanlega líta dagsins ljós með vorinu. Það verða töluvert aðrar áherslur, enda ekki ástæba til annars. Við erum hér meb tvö stór leikhús í Reykja- vík, Þjóðleikhús og Borgarleikhús, og það hlýtur alltaf ab vera spurning um hversu lík þau eigi að vera í verkefnavali." Viðar vill ab leikhúsin tvö skapi sér meiri sérstöðu en nú er, „þannig að þab sé ákveöinn prófíll á hvoru leikhúsi, þau hafi ekki sama andlit. Ég hef fullan hug á því að skapa LR svolítið öðruvísi andlit." Viðar segir erfitt að skýra væntanlegan prófíl Borgarleikhússins nokkuð nánar, þar sem það verði verkin sem tali fyrir stefnu leikhússins og því verður þab lagt í dóm áhorfenda hvort til hafi tekist á næsta ári. Aðsóknarfjandsamleg verk Aðsóknarvæn verk reynast stundum aðsóknarfjandsamleg á fjölunum, en Við- ar segir að meðal leikhúsfólks sé oft rætt um hvers konar verk geti laöað fólk ab leikhúsinu. „Smekkur fólks breytist sem betur fer, bæði áhorfenda og listamanna, þannig ab það sem var vinsælt fyrir tíu árum þarf ekki endilega að vera vinsælt í dag. Við þurfum aö fylgja æðaslætti mannlífsins, þess þjóblífs sem við erum hluti af." Má ekki misbjóða áhorf- endum vitsmunalega Ýmsir hafa orbið til ab tortryggja þá hugmynd ab aðsóknarvæn verk séu ein-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.