Tíminn - 17.02.1996, Side 1

Tíminn - 17.02.1996, Side 1
AKUREYRI Wkakm Séb yfir fjöruna og hluta innbœjarins á Akureyri á góövibrisdegi. Mynd: Þl Björn Snœbjörnsson, formaöur Einingar: Verkalýðsfélögin verba aö þjappa sér betur saman „í framtíöinni tel ég ab verka- lýösfélögin veröi aö þjappa sér betur saman og í ljósi þess er ekki óeölilegt aö einstök félög ræöi saman um sam- starf eöa jafnvel sameiningu," segir Björn Snæbjörnsson, formaöur Verkalýösfélagsins Einingar. „Félögin veröa aö geta veitt félagsmönnum sín- um ákveöna þjónustu og eftir því sem þau eru stærri eru þau betur í stakk búin til þess aö geta sinnt aökallandi verk- efnum." Björn kveöst ekki vilja spá neinu um samein- ingu verkalýösfélaga á Norö- urlandi en viöræöur muni fara fram um þau mál. Björn segir aö launamunur fari vaxandi og þörfin fyrir öfl- ugt starf verkalýðsfélaga sé síst minni en áöur. Þar sé komið að kjarna málsins og sú óánægja sem brotist hafi út um síðustu áramót sé aðeins dæmi um þessa þróun. Hún hafi einnig vakið menn til umhugsunar um aö viö þetta veröi ekki unað og grípa þurfi til einhverra aö- geröa. Björn kveöst ekki hafa fundið fyrir ööru en að ákveö- inn hugur væri í fólki og hafi það meðal annars komið fram í því aö fólki hafi fundist það vera að vinna fyrir málstaö sinn meö því að hafna desem- beruppbót á laun þótt slíkt létti pyngju þess í jólamánuðinum. Björn segir aö viö undirbúning næstu kjarasamninga veröi aö leggja megináherslu á aö hækka grunnlaunin — undan því veröi ekki vikist vegna þess að hinir lágu launataxtar eigi sinn þátt í því hvaö launamun- ur hafi vaxið. Varðandi atvinnumál á Akur- eyri segir Björn aö heldur sé bjartara framundan en veriö hafi um nokkurt skeiö. Ekki sé þó um neina stóra sveiflu að ræöa heldur lægist þetta hægt og sígandi. Það sé heldur ekki neikvætt því slík þróun geti komið til með aö veröa varan- legri en ef um stærri uppsveiflu væri að ræða. „Stór uppsveifla getur endaö meö miklu falli," segir Björn og kveöst ekki hafa trú á slíku gengi í atvinnulíf- inu. Hann segir að bæjaryfir- völd veröi aö fylgja þeirri upp- byggingu eftir sem rætt hafi veriö um varðandi Sölumiöstöö hraðfrystihúsanna og tryggja aö við þau fyrirheit sem gefin hafi veriö verði staðið. Mikils sé um vert aö sá árangur náist sem boðaður hafi veriö. Björn bend- ir á aö gott atvinnulíf sé einnig nauösynlegt vegna skólamála því þaö sé bæöi undirstaða þess aö fá hæfa starfskrafta aö menntastofnunum og einnig verði fólk aö eiga von um var- anleg viöfangsefni aö námi loknu. Þetta gildi ekki síst um Háskólann á Akureyri en eigi einnig viö um aörar mennta- stofnanir. Björn Snæbjörnsson segir aö samdráttur í landbúnaöi eigi verulegan þátt í því atvinnu- leysi sem myndast hafi á Akur- eyri. Landbúnaöurinn hafi dregist saman í Eyjafirði ekkert síöur en annarsstaðar á landinu og þess sjái víöa merki í at- vinnulífinu. Minna sé aö gera viö vinnslu landbúnaðarafurba og þjónustu við framleiðsluna í sveitunum. Þá hafi fólk einnig hætt búskap og flutt til Akur- eyrar þar sem þaö hafi sóst eftir störfum og einnig sé nokkuð um að sveitafólk hafi brugðið búi en sitji áfram á jörðunum og sæki vinnu til Akureyrar. Þannig liggi rætur atvinnu- vandans víöa en ekki megi van- meta þau áhrif sem samdráttur- inn í landbúnaði hafi. -ÞI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.