Tíminn - 17.02.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.02.1996, Blaðsíða 5
Laugardagur 17. febrúar 1996 AKUREYRI 5 raun eini íslenski mynd- höggvarinn sem notað hefur meitilinn að einhverju ráði. Mikilvirkir myndhöggvarar á borð við Einar Jónsson mót- uðu fremur og steyptu." Sólveig kallar því listsköpun sína fram úr grjóti og er þessa dagana að leggja síðustu hönd á undirbúning sýning- ar, sem opnuð verður í Gerð- arsafni í Kópavogi í mars, og síðan hyggst hún sýna í Lista- safninu á Akureyri í maí. Þannig er hún trú þeim um- mælum sínum að listamenn þurfi að vera hreyfanlegir og að búseta þeirra skipti ekki öllu máli fyrir þann sköpun- arkraft sem þprfi til að kalla listaverkin fram. Jónas segir að sér finnist dá- Iítið metnaðarleysi ríkja í myndlistarlífinu á Akureyri, og bætir við að myndlistar- menn verði að leggja talsvert á sig til þess að ná árangri. Það eigi bæði við um lista- mennina sem einstaklinga og einnig þegar litið sé á heild- ina. Ef myndlistarmenn stæðu betur saman, þá næðu þeir meiri árangri, næðu að byggja meira upp. Með nýju fólki ætti að vera unnt að efla þróunina, en veg'na sam- stöðuleysis þá nýtist þetta fólk ekki nægilega vel. Sólveig kveðst telja að þetta eigi eftir að breytast. Það þurfi ef til vill fleiri nýja og metnaðarfulla einstaklinga á sviði myndlist- ar til þess að hrinda frekari þróun af stað. Jónas segir að myndlistin eigi sér ekki mjög langa sögu á Akureyri eða hefð í bæjarfé- laginu. Hún sé tiltölulega ung listgrein í samfélagi, sem sé mun þekktara fyrir að hafa fóstrað andans menn á sviði rit- og tónlistar. Hann nefnir séra Matthías Jochumsson og Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi sem dæmi um skáld er tengist sögu og nafni Akureyr- ar, og einnig Björgvin Guð- mundsson sem tónskáld, en enga þekkta myndlistarmenn sé að finna frá fyrri tímum. Það geti átt nokkurn þátt í að þróun myndlistar sé skemmra á veg komin en annarra list- greina. Skortur á skírskotun til fortíðarinnar eigi nokkurn þátt í því aö myndlistarmenn séu ekki nægilega stoltir af því að vera Akureyringar. Ekkert gerist með því ab sitja í fíla- beinsturni Jónas segir að með tilkomu Listagilsins hafi orðið nokkur Gób nýt- ing á flot- kvínni Góð nýting hefur verið á flot- kví Akureyrarhafnar eftir aö hún var tekin í notkun í sept- ember. Heildarkostnaður við kaup og byggingu aðstöðu fyrir kvína var um 290 millj- ónir en mannvirkið sjálft kostaöi frá skipasmíðastöð í Litháen um 207 milljónir króna. Vegna framkvæmda hafnar- innar á sl. ári var skuld ríkis- sjóös við hafnarsjóð um 135 milljónir um áramót en gert er ráð fyrir að fjórðungur þeirrar fjárhæöar verði greiddur á þessu ári. -ÞI breyting, og sú starfsemi sem þar fari fram gefi bænum ákveðna ímynd. Sólveig segir að Listagilið sé andlit bæjarins hvað myndlistina og raunar einnig annað menningarlíf snertir, en metnaðarleysið komi engu að síður fram. Hún segir að hreyfanleiki sé mynd- Iistinni nauðsynlegur. Mynd- listarmenn, sem starfa á Akur- eyri, þurfi að fara með sýning- ar í meira mæli í aðra lands- hluta og þá einkum til höfuð- borgarsvæðisins, á sama hátt og nauðsynlegt sé að fá fleiri myndlistarmenn annarstaðar frá til þess að sýna verk sín á Akureyri. Þannig skipti ekki máli hvar verkin verði til, og það sé raunar undirstaða þess að þau hjónin hafi kosið að búa í 15 þúsund manna bæ úti á landi fremur en á Reykjavík- ursvæðinu. Jónas segir að miklu skipti á hvern hátt listamenn kynni sig og komi sér á framfæri. Al- mannatengslin séu stór þáttur í starfi hvers listamanns, því ekkert gerist með því að sitja í fílabeinsturni. Ef til vill harbasti heimurinn „Heimur listamannsins er harður — ef til vill sá harð- asti," segir Sólveig, og Jónas bætir við að virkilega þurfi að hafa fyrir listinni. Sólveig segir að listsköpun- in sé raunar aðeins helming- urinn af vinnu listamannsins, hinn helmingurinn sé kraftur- inn sem þurfi til þess að skapa og vinna. „Þjóðfélagið hefur einnig verið að breytast," seg- ir Jónas. „Lífsbaráttan fer harðnandi á flestum sviðum og fólk verður að hafa meira fyrir lífinu en var fyrir nokkr- um árum. Þetta gildir ekki síð- ur um listamenn en aðra, að því ógleymdu að störf lista- manna hafi ætíð byggst á miklum sjálfsaga og baráttu. Ég held að hver sem leggur út á listabrautina verði að gera sér grein fyrir því." ÞI. Úr höfubstöbvum Sölumibstöbvar hrabfrystihúsanna á Akureyri. Mynd: þ Friörik Pálsson, forstjóri SH: Aðeins um varanleg störf á Akureyri að ræða „Það hefur gengib ágætlega aö framfylgja þessari áætlun og nú eru komin um 70 til 72 störf af þeim 80 sem um var samið í byrjun síðasta árs," sagbi Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraöfrystihúsanna, í samtali við Tímann. „Þetta hefur gengiö hraöar fyrir sig en vib gerðum ráð fyrir, en upphaf- Iega var hugmyndin ab gefa sér tvö ár til að ná þessu markmiði ab fullu." Friðrik sagði að lögð hafi veriö mikil áhersla á að öll störf, sem komið væri á fót á Akureyri, væru varanleg, en ekki um skammtímalausnir að ræða. Nokkuð hafi borið á efa- semdum varðandi flutning á starfsemi á vegum Nóa- Síríus- ar til Akureyrar og raddir heyrst um að verið væri að fara út fyrir sjávarútvegsgeir- ann í því máli. Aldrei hafi þó verib ætlunin að binda sig ein- göngu við sjávarútvegsstarf- semi, þótt hún væri uppistað- an í þeirri atvinnusköpun sem lagt yrði í. Eftir að starfsemi Lindu hf. var hætt hafi skapast ákveðib tómarúm í sælgætis- iðnaði, sem tækifæri hafi gefist til að nýta. Friðrik sagði að auk þeirra starfa, sem væru bein afleiðing af þessu atvinnuuppbygging- arátaki á Akureyri, kæmu fleiri þættir til greina. Sölumiðstöð- in hafi keypt hluta í Slippstöð- inni Odda hf. ásamt fleiri fyr- irtækjum og nú væri starfsemi þar að eflast eftir langt erfið- leikaskeið. Einnig væru bundnar ákveðnar vonir við siglingar Eimskips frá Akureyri til meginlanda austan hafs og vestan og með því væri Akur- eyri og einnig útflutnings- hafnirnar á Eskifirði og ísafirði komnar í beinna samband við umheiminn. ÞI. í glæsilegri '96 árgerðinni frá ARCTIC CA1 er að finna fjölda athyglisverðra nýjunga sem allir áhugamenn um vélsleða kunna að meta. Dæmi um veri Teg.: Phanther Liquid ........ Bearcat 550 Widetrack .... EXT 580 EFI ............ Pantera ............... ZRT 600 ................ Wildcat EFI Touring .... Thundercat ............. Stgr.verð 758.000 849.000 839.000 897.000 929.000 997.000 1.098.000 ÁRMÚLA 13 SÍMI: 568 1200 BEINN SÍMI: 553 1236 Ef þú ert að leita að vönduöum og nýtískulegum vélsleðafatnaði, finnur þú hann örugglega i '96 Ifnunni frá Arctic cat. Umboðsaðilar: Ólafsfjöröur: Múlatindur • Akureyri: Straumrás, Furuvöllum 3 • Egilsstaðir: Bilasalan Ásinn —T

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.