Tíminn - 20.02.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.02.1996, Blaðsíða 1
EINARJ. SKÚLASON HF ^fóffi STOFNAÐUR1917 80. árgangur Þriðjudagur 20. febrúar 35. tölublaö 1996 Formanns- og stjórnar- kjör í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar: Þnr í kjon til formanns Óvíst er hvenær talningu lýkur í formanns- og stjórnarkjöri í Starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar en kjörfundi íýkur í kvöld kl. 20. Alls eru rúmlega 3100 manns á kjörskrá, en kjör- fundur stóð yfir í gær, mánudag frá kl. 15-20 og í morgun frá kl. 9. Að þessu sinni bjóða þrír ein- staklingar sig fram til formennsku í félaginu, þau Sjöfn Ingólfsdóttir formaður, Grétar Jón Magnússon starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Marías Sveinsson vagnstjóri hjá SVR. Þá berjast 7 manns um fimm sæti í ellefu manna stjórn félagsins en kosið er á tveggja ára fresti. Sjöfn Ingólfsdóttir hefur verið formaður St. Rv. frá árinu 1990 þegar hún sem varaformaður tók við formennsku í félaginu við frá- fall Haraldar Hannessonar. Síðan þá hefur hún ávallt verið endur- kjörinn. Grétar Jón fékk hinsveg- ar flest atkvæði sem formannsefni hjá uppstillingarnefnd félagsins og munaði einu atkvæði á hon- um og Sjöfn. -grh Miöstjórn ASÍ um heil- brigbismál: VinnuhÓpUr UUl Endurskoöuö flugmálaáœtlun vegna mikilla tekna umfram fjárlög: mótun stefnu Mibstjórn ASÍ hyggst skipa sérstakan vinnuhóp til að móta heilsteypta stefnu í heil- brigöismálum. í þeirri stefnu- mótun verður gengið út frá þeirri forsendu að allir eigi að hafa almennan og hindrunar- lausan aðgang að þeirri þjón- ustu sem heilbrigbiskerfið á að veita. Hinsvegar mótmælir mið- stjórn ASI harðlega niðurskurði og aukinni gjaldtöku ríkis- stjórnar í heilbrigðismálum. Miðstjórnin lýsir sig einnig al- gjörlega andsnúna hugmynda- fræði ríkisstjórnar sem gengur út á það að neita sjúklingum um þjónustu með lokun deilda eða með því að gera sjúkdóma og veikindi almennings að sérstök- um skattstofni. -grh bTTirVC&ntinCJin Cr Oröin ZQlSVCrO hjákrökkunumfyriróskudaginn,semerámorgun.Þabertals- vert mál ab útvega sér búning og ígœr voru þessir reykvísku krakkar ab máta búning íLeikbœ vib Laugaveg. Öskudagsskemmtanir verba meb hefb- bundnu snibi víba um land á morgun. Tímamynd: cs Júmbófarmar Bahamafara stórauka framkvæmdafé „Þessi gríðarlega umferbar- aukning var aðallega á síðustu þremur mánuðum ársins. Þetta voru heilu júmbófarm- arnir af fólki til Bahama- eyja, gríbarleg fjölgun í flutningn- um og fleiri erlendir feröa- menn," sagði Jóhann H. Jóns- son, framkvæmdastjóri Flug- málast jórnar í samtali viö Tím- ann um ástæður þess að Flugmálastjórn hafi um 50% meira framkvæmdafé til ráð- stðfunar á þessu ári en gert var ráð fyrir á tveggja mánaða gömlum fjárlögum. Vegna aukinna tekna af flugvallar- gjaldi og eldsneytisgjaldi á síð- asta ári og á þessu ári eykst fé til framkvæmda um 100 millj- ónir, fer úr 203 milljónum á fjárlögum upp í 300 milljónir og segir Jóhann að ekki hafi verið hægt að sjá þessa aukn- Steingrímur hefur ekki geb í sér aö svara Sverri: íslandsbanki lækkar vexti Bankastjórn íslandsbanka hefur tilkynnt lækkun á vöxt- um bankans frá og meö degin- um á morgun, sem er vaxta- breytingadagur. Mest Iækkun vaxta verður á óverbtryggð- um útlánum eöa 0,5%. Ríkis- bankarnir höfðust ekki ab í gærdag, en samkvæmt heim- ildum þar má búast vib ákvörðun um lækkun vaxta í takt vib íslandsbanka á morg- un, öskudag, sem er vaxta- breytingadagur. Steingrímur Hermannsson seðlabankastjóri sagði í samtali við Tímann í gær að hann hefði ekki geð í sér að fara að skattyrð- ast við Landsbankastjórann Sverri Hermannsson. Sverrir ræddi um vaxtamálin á sinn hátt í fjölmiðlum um helgina og lét skeytin fljúga um víðan völl, gagnrýndi þá meðal annars Seðlabankann og ráðherra bankamála. Steingrímur sagði ab hann hrifist af kjarki íslandsbanka og frumkvæði að ríða á vaðið með lækkun vaxta fyrstur banka. Bankastjórn Islandsbanka seg- ir að nú séu góðar líkur á að vextir á peningamarkaði muni lækka á næstunni og kveðst vilja stuðla að lækkun. Segir bankastjórnin augljóst ab aðgerbir stjórnvalda sem áhrif hafa á markaðsvexti muni mestu ráða um hvort framhald verði á vaxtalækkunum. Boltinn er því hjá ríkinu að matj banka- manna í íslandsbanka. -fBP ingu fyrir enda hefbi hún eink- um orbib á síbustu þremur mánubum ársins. Flugmálastjórn hefur sent frá sér endurskoöaða flugmálaáætl- un með hliðsjón af þessum um- framtekjum síðasta árs til sam- gönguráðherra og mun hann meta hvort áætlunin verði lögð fyrir alþingi eða ekki. Á kjör- dæmisfundi sjálfstæðismanna á Norðurlandi eystra fyrir skömmu lofaði Halldór Blöndal, samgönguráðherra, að hluta þessa „fundna fjár" yrði strax varíð í endurbætur á Akureyrar- flugvelli sem taldar eru kosta tugi milljóna króna. Aðspurður sagðist Jóhann telja að breikkun flugbrautar á Akur- eyri væri forgangsmál þar sem þotuumferð á Akureyrarflugvelli hefði aukist gríðarlega á undan- förnum árum. Hann gat þó ekki gefið upp hvort breikkunin væri með í endurskoðuðu áætluninni þar sem hún væri nú í höndum ráðherra. „Málið er að breikkun- in var í upphaflegri áætlun hjá okkur á þessu ári. En vib uröum fyrir töluverðum niðurskurði í framkvæmdum á þessu ári og þetta var eitt af því sem lenti undir niðurskurðarhnífnum." Tekjustofn flugmálastjórnar til framkvæmda hefur komið frá sértekjum stjórnarinnar, þ.e. nánast eingöngu af flugvallar- gjaldi og eldsneytisgjaldi. Samt sem áður er hægt að tala um nið- urskurð í þessu sambandi þar sem lögunum um flugvallar- gjaldið var breytt í lok síðasta árs. „Flugvallargjaldib var áður eyrnamerkt eingöngu til fram- kvæmda en núna er einnig heimilt að nota það til reksturs flugvalla." Þessi lagaheimild leiddi til þess að á fjárlögum voru fram- kvæmdum í flugmálum skammtaðar 203 milljónir, sem er um 190 milljónum minna en síðustu ár. Áætlaðar sértekjur voru á fjárlögum 530 milljónir en þar af á að taka tæpar 300 milljónir til reksturs flugvalla. Þegar upplýsingar um sértekjur síðasta árs lágu fyrir kom í ljós að þær hefðu aukist um 50 milljón- ir. Umframtekjurnar frá síðasta ári og ný tekjuáætlun fyrir þetta ár, til samræmis við aukninguna í fyrra, gera það að verkum að flugmálstjórn hefur 100 milljón- um meira en gert var ráð fyrir til ráðstöfunar í framkvæmdum. -LÓA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.