Tíminn - 20.02.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.02.1996, Blaðsíða 3
Þri&judagur 20. febrúar 1996 fórántiftt 3 Sameiningarmál ekki á dagskrá á fundi miöstjórnar Alþýöubanda- lagsins, en verkalýösarmurinn sendir skýr skilaboö: Launafólk eignist bakhjarl á Alþingi Sameining jafnaöarmanna á íslandi var ekki til umræöu á mi&stjórnarfundi Alþý&u- bandalagsins um helgina. „En þab var viss tónn í verkalý&smálaályktuninni, krafa um a& menn myndi pól- itískan bakhjarl á alþingi, að menn leggi ýmis ágreinings- mál til hliðar og einbeiti sér að því að mynda pólitískan bak- hjarl samtaka launafólks á þingi. Sú krafa kom skýrar fram þarna en hún hefur gert í mörg ár," sagði Einar Karl Har- aldsson framkvæmdastjóri Al- þýðubandalagsins í gær. Einar Karl segir að greinilega hafi komið fram að bakhjarl samtaka launafólks sé of veik- ur. Krafan um að jafnaðar- menn standi saman hafi aldrei verið sterkari en nú. -JBP Frumvarp um helgidagalöggjöf: Dans laugardag fyrir páska Heimilt verður að halda dans- leiki á laugardagskvöldum fyrir páska og hvítasunnu verði nýframkomið frumvarp um helgidagafrib að lögum. Almennt bann við samkomu- haldi og annarri starfsemi á jóladag, föstudag langa og páskadag verður framlengt til klukkan 06. a& morgni. Þá verður öll almenn starfsemi heimiluð á sunnudögum en samkvæmt gildandi lögum er tiltekin starfsemi á veitinga- stöðum bönnuð fram til kl. 15.00 og einnig er í gildi versl- unarbann þótt undanþágur frá því hafi verið veittar auk takmarkana á vinnu. Um ný- ársdag munu gilda sömu lög og sunnudaga hvað heimildir til samkomuhalds og annarr- ar starfsemi varðar. í frumvarpinu er lagt til að dansleikir og einkasamkvæmi á opinberum veitingastöðum, op- inberar sýningar og skemmtanir þar sem happdrætti, bingó eða önnur svipuð spil fara fram auk markaðs- og viðskiptastarfsemi verði bönnuð á jóladag, föstu- daginn langa, páskadag og hvítasunnudag auk aðfanga- dags jóla eftir kl. 18.00 og verði bannið í gildi fram til kl. 06. að morgni næsta dags nema á hvítasunnudag. Starfsemi ein- stakra þjónustuaðila er þó und- anþegin þessu banni og má þar nefna lyfjabúðir, bensínstöðvar, flugvalla- og fríhafnaverslanir, blómaverslanir, söluturna og myndbandaleigur auk starfsemi gistihúsa. Er það nýmæli í lög- um og hugsað til þess að hindra skemmtanahald í framhaldi þessara helgidaga. Sú hefð hefur skapast, að minnsta kosti í ein- hverjum umdæmum landsins, að heimila skemmtanahald eftir miðnætti þessa tilteknu daga og er þaö talið ganga gegn megin markmiðum þessara laga. í greinargerð með frumvarpinu segir meðal annars að skemmt- anahald hafi óhjákvæmilega áhrif á helgi föstudagsins langa og jóladags og því megi ætla að undanfari slíkra skemmtana valdi ónæði fyrr um kvöld. í greinargerðinni segir að þessi takmörkun á samkomuhaldi sé í samræmi við ályktun 19. kirkju- þings frá 1988 þar sem lögð hafi verið áhersla á að sporna gegn samkomuhaldi eftir miðnætti þessa daga. -ÞI Átök í Nesbúö Til handalögmála kom í Nesbúð á Nesjavöllum sl. laugardags- kvöld milli meðlima úr Hjálpar- sveit skáta í Garðabæ og lög- reglumanna á frívakt úr Reykja- vík. Óljóst er hvað olli upptökum slagsmálanna, sem urðu mjög al- menn og fóru að minnsta kosti tveir hjálparsveitarmenn á slysa- dejld. í átökunum hlutu mennirnir högg og bitsár og er j)eim lýst sem mjög höröum. Lögreglumennirnir voru í Nesbúð á Þorrablóti en Hjálparsveitarmennirnir voru í öðrum sal með ásshátíð. Eftir að stympingarnar byrjuðu breiddust þær fljótt út og var m.a. losaö úr duftslökkvitæki yfir hjálparsveitar- mennina sem tölu að það væri tára- gas. Báðir aöilar hafa lýst yfir leiða vegna þessara endaloka á skemmt- uninni. Bolla; bolla. bolla Bolluátiö er árlegur viöburöur sem flestir telja rétt aö taka þátt íaffullum krafti. í kjölfariö verö- ur ýmsum bumbult af ofáti rjóma og súkkulaöi og taka því sprengidegi fegins hendi meö sínum þykka baunavellingi og saltaöa kjöti. m Þótt dagvinnulaun danska fiskverkamannsins séu 100% hœrri hefur sá íslenski álíka eyöslufé: Um 150% launamunur jafnaður út gegnum yfirvinnu og skatta „Það sem fyrst og fremst vek- ur athygli við samanburð slíkra launatalna er það, að maður kemst jafnan að því að íslendingurinn nær yfirleitt að jafna launamuninn tölu- vert með yfirvinnunni. Það er alveg ótrúlegt hvað dagvinn- an er í raun lítill hluti heildar- teknanna hér hjá okkur. Og það skapar svo mikib óöryggi, vegna þess a& yfirvinna er svo ótrygg", segir Edda Rós Karlsdóttir hagfræð- ingur hjá Kjararannsóknar- nefnd. í samanburði sem hún gerði fyrir nokkru á launum þriggja hópa danskra og ís- lenskra verkamanna kemur m.a. í ljós að greidd dagvinnu- laun eru þar 106% til 165% hærri en hér. En þegar yfir- vinna, skattar og föst launa- gjöld ásamt mismunandi verð- lagi hafa veriö reiknuð inn í dæmið verður útkoman sú að íslenski bílstjórinn og fiskverka- maöurinn hafa álíka upphæb til ráöstöfunar og danskir starfs- bræður hans en byggingaverka- maburinn um 20% minna. Danskur fiskverkamaður hefur rúmlega 162 þús.kr. mánaðar- laun fyrir dagvinnuna, en ís- lenskur aðeins tæplega 79 þús.kr. Sá danski þarf að borga rúmlega 72 þús.kr. í tekjuskatt og gjöld (lífeyrissjóð, félagsgjald og atvinnuleysistryggingu) en sá íslenski tæplega 12 þús.kr. hjá þeim íslenska, þannig að tekjubilið fyrir dagvinnuna hef- ur minnkað úr rúmlega helm- ingi niður í fjórðung. Og að teknu tilliti til hærra verölags í Danmörku hefur danski fisk- verkamaðurinn sem svarar 85.000 kr. úr að spila en sá ís- lenski 67.200 kr., eða um 20% minna. Eftir að rúmlega 51 stunda meöalyfirvinna íslenska fiskver- kakarlsins hefur einnig verið tekin inn í dæmið hefur sá ís- lenski orðib heldur hærri (4%) upphæð úr að spila en hinn danski. Vegna helmingi minni yfirvinnu en karlinn hefur fisk- verkakona okkar aftur á móti um 7% minna til ráðstöfunar en dönsk. Dagvinnulaunamunurinn er Mánaöartekjur bifreiðastjóra 1994 Danmörk dagvirma lsland dágvinna Mism. % Island dag- ogyfirv. Mism. % Mánaðarlaun 184.400 74.800 147% 123.200 50% Tekjuskattur -73.800 -6.100 1110% -25.500 189% Lífeyrissj. félagsgj. og atvinnuleysistrygging -10.900 -3.700 195% -6.200 76% Til ráðstöfunar 99.700 65.000 53% 91.500 9% Til ráðstöfunar miðað við kaupmáttarjöfnuð 94.500 65.000 45% 91.500 3% Fjöldi yfirvinnut. á mán. 0 0 65,8 Hvernig tœplega 150% munur á dagvinnulaunum íslenskra og danskra bílstjóra getur endaö í nokkuö svipubum ráöstöfunartekjum er sýnt á þess- ari töflu. Líklega kemur Ýmsum ekki síst á óvart aö í kaupmáttarjöfnubi er reiknaö meö því aö verölag sé heldur hœrra í Danmörku en hér á landi. þó miklu meiri hjá bílstjórum °g byggingaverkamönnum. Með rúmlega 184.000 kr. mán- aðarlaun er danskur bílstjóri á nærri 150% hærra kaupi en ís- lenskur — sem hins vegar bætir sér upp muninn með 66 stunda yfirvinnu á mánuði. Að teknu tilliti til skatta, launagjalda og verðlags eru rábstöfunartekjur þess danska komnar niður í 94.500 kr., en sá íslenski hefur 91.500 úr að spila. íslenski byggingaverkamaðurinn verður hins vegar að láta sér nægja mun lægri upphæb, vegna tak- markaðrar yfirvinnu. Edda Rós tekur fram að hún hafi ýmsa fyrirvara við þessar tölur. í fyrsta lagi að íslending- urinn hafi eignast lífeyrissparn- ab upp á 10% af launum en Daninn aðeins 3-4%, sem sé verulegur munur. Daninn sé aftur á móti betur tryggður gegn atvinnuleysi, þ.e. hann fái hærri atvinnuleysisbætur, gegn nokk- uð háu iðgjaldi sem er dregið af laununum hans. í þriðja lagi séu skattgreiðslur ekki eins gegnsæj- ar og ætla mætti, því Danir hafi fjármagnstekjuskatt og vaxta- frádrátt. í samanburöinum sé gengið út frá einstaklingum sem hvorki eigi sparifé eða skuldir. Edda Rós bendir jafnframt á ab þetta fyrirkomulag hjá okkur leiði síban til þess að á samdrátt- artímabilum geti ráðstöfunar- tekjur íslensks verkafólks minnkað gífurlega án þess að launataxtarnir sem slíkir hafi lækkað. Minni yfirvinna geti hreinlega kippt stoðunum und- an fjárhag fjölda fólks. Þetta fyr- irkomulag bitni líka enn meira á konum en körlum, þar sem þær hafi yfirleitt takmarkaðri yfir- vinnumöguleika. Það sé því mikið hagsmunamál fyrir fólk að fá stærri hluta heildartekn- anna inn í dagvinnuna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.