Tíminn - 20.02.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.02.1996, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 20. febrúar 1996 11 Ingunn St. Svavarsdóttir: Ferbaskýrsla frá FAO-rábstefnu Dagana 18.-21. janúar s.l. sat ég fyrir íslands hönd ráö- stefnu FAO, sem er Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sam- einuðu þjóðanna. Ráöstefnan var haldin í alþjóða landbún- aðarmiðstööinni í Wagening- en í Hollandi. Tilefni fundarins var staða dreifbýlisins í Evrópu og var einkum stuðst við úttektir frá fimm Austur- Evrópulöndum, en einnig upplýsingar frá full- trúum landa þrettán annarra Norður- og Mið-Evrópuríkja á ráðstefnunni. Það er ótrúlegt, en margt virð- ist líkt með bændum og dreif- býlinu víða í Evrópu. Svipuð vandamál eru uppi á teningn- um, þ.e. samdráttur í fram- leiðslu landbúnaðarafuröa. Það er því bráðnauðsynlegt ab skapa ný störf í hinum dreifðu byggðum og finna leiðir til sjálfsbjargar fyrir bændur og dreifbýlinga. Ég gef mér þaö ab íslenska þjóðin sé einhuga um að sem fæstir neyðist til ab rífa sig og sína upp með rótum og flýja átthagana vegna bjargar- skorts. Staða kvenna í dreifbýli virð- ist víðast hvar slæm. í Litháen eru konur í strjálbýli t.d. yfir- leitt vel menntaðar, en það sem setur þeim stólinn fyrir dyrnar að nýta sér hæfileika sína og menntun í viðleitni þeirra til nýsköpunar, er m.a. skortur á fjármagni, ekki síst til markaðs- leitar. í Svíþjóð varb félagsleg ein- angrun strjálbýliskvenna til þess að sveitarfélög þar í landi tóku höndum saman um ab skapa þeim aðstöðu hvert í sínu sveitarfélagi til þess, er þær kysu, hver á sínum stab. Nýbreytni í störfum til sveita eru hins vegar lítil takmörk sett í nútímasamfélögum með bætt- um samgöngum og fjarskipta- tækni. Um getur verið að ræða úrvinnslu eba fullvinnslu mat- væla í smáum stíl, hvers konar handverk og listsköpun, þjón- ustu ýmiss konar eða ferða- mennsku. Það sem dreifbýlisfólk rekur sig hins vegar víða á, er skortur á áhættufjármagni, jafnvel þótt um lágar upphæðir sé oft að ræða. Því var það að ég kom þeirri ósk minni á framfæri á ráðstefnunni, að við beittum okkur fyrir stofnun „micro- credit" banka til handa þeim sem þurfa á fjármagni í smáum stíl að halda. Hugsunin að baki slíku fjár- festingafélagi er sú að lána t.d. hámark hálfa milljón í einu og skilyrði er að lántakandinn- (sem oftar en ekki er kona, sem vill koma upp smáiðnaði eba rekstri) þarf að mæta mánaðar- lega á samráðsfund hjá stubn- ingshópi, sem honum/henni er úthlutab, þangað til lániö hefur verið borgað upp. Á Indlandi hefur þetta gefist vel og reyndar víðar í heiminum. Creinarhöfundur ásamt fulltrúa Ungverjalands á rábstefnunni. Frá setningu rábstefnunnar. For- mabur Evrópudeildar FAO í rœbu- stól. Landbúnabarrábherra Hol- lands annar frá hœgri. Við náðum saman fulltrúar ís- lands, Noregs, Svíþjóðar, Finn- lands, Eistlands og Litháen um að freista þess að stofna Nor- disk-Baltisk micro-credit banka og efna til rábstefnu þar um í Noregi 13. og 14. maí næstkom- andi. Auðvitað þarf víðtæk sam- staða að nást um málið í hverju landi. Ég skora á alla, sem láta sig málið varða, að veita lið. Við þurfum að sjá til þess að íslensk- ar byggöir lifi áfram, en leggist ekki í auðn og niöurlægingu. Ef við tökum höndum saman, hvar í flokki sem við stöndum, dreifbýlið og þéttbýlið, karlar og konur, þá mun okkur takast að laga okkur að nýjum háttum með nýrri öld. Þess má að lokum geta ab í lok ráðstefnunnar kom fram áhugi á að næsta ráðstefna FAO verði haldin á íslandi. Höfundur er sveitarstjóri í Öxarfiröi. Meistarar 20. aldar í víölesnum fjölmiðli mundi ég tæplega viðurkenna að mér þóttu tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur í Listasafni íslands 12. febrúar ansi leiöinlegir — en í Tímanum getur maður leyft sér að segja sannleikann án þess að stíga ofan á tána á einum eba neinum. Ekki vant- aöi að vel var að tónleikunum staðið: Kjarval og Ásgrímur í löngum röðum eftir veggjun- um og vandaðir listamenn Kammersveitar Reykjavíkur í hverju rúmi. En þessi tónlist, sem kölluð var framúrstefnuleg á árunum 1920-1950 og síöan hefur verið borin fram af nem- endum frumherjanna, er í aðal- atribum svo tilgerðarleg og andlaus — öll meira eða minna eins, og ibulega svo hæggeng að líkast er æfingu í innhverfri íhugun. í rauninni er hún hrein tímaskekkja á vorri öld hrabans, og hefði einmitt sómt sér miklu betur á 19. öldinni þegar lífið var svo óumræðilega langt vegna þess hve tíminn leib hægt. Þarna voru flutt fimm verk jafnmargra tónskálda: Konsert op. 24 eftir Anton Webern (1883-1945), Octandre eftir Edgar Varése (1883- 1965), Kvintett op. 50 eftir Jón Leifs (1899-1968), Serenata I fyrir einleiksflautu og 14 hljóðfæri eftir Luciano Berio (f. 1925), og Madrigalar I-IV eftir Georges Crumb (f. 1925). Hljóðfæraleik- arar voru 17 að tölu og spiluðu á 19 hljóöfæri, og Marta G. Halldórsdóttir söng Madrigala Crumbs. Eins og allir vita, dugir ekki annað en að hafa framfarir, en veröldin er illu heilli þannig í laginu að menn verða ósjaldan að láta breytingar nægja í stað- inn. Á fyrsta hluta þessarar ald- ar greindist tónlistarþróunin í ýmsar stefnur, og ein þeirra, seríalisminn, átti fjóra fulltrúa af fimm á þessum meistaratón- leikum 20. aldar — fimmta tón- skáldið var auðvitað Jón Leifs, sem sennilega lendir í einhverj- um sérflokki. Þarna var semsagt enginn Stravinsky (f. 1882), Prókófjeff (f. 1891), Hindemith (f. 1895) eða Sjostakóvitsj (f. 1906), svo dæmi séu nefnd um meistara 20. aldar sem ekki að- hylltust seríalismann, og senni- lega hefðu dáðst að vönduðum flutningi en harmað andlítil TÓNLIST SIGURÐUR STEINÞÓRSSON tónverk þarna í Listasafni ís- lands. Konsert Weberns (1934) fyrir níu hljóðfæri sem skiptast í þrjá hópa, strengi, tréblásturs- og málmblásturshljóðfæri, er byggbur upp af þriggja nótna „frumi" sem gengur fram og aftur í ýmsum myndum milli hljóðfæranna. Sennilega var þetta heilsteyptasta verkið á tónleikunum. Um Octandre eftir Varése (1924) segir í skránni að það fjalli, með vísan til titilsins, um „átta fræfla". „Fræflarnir" eru stefin, sem ummyndast og eru til staðar í öllum þáttunum, en brjótast út í lokin sem fagnað- aróp, „jubilatore". Ekki held ég að þetta standist grasafræði- lega, en miklu athyglisverðari var kvintett Jóns Leifs (1960), sem skráin hefur líka athyglis- verða tilraun til skýringar á. Kvintettinn er í 3 köflum, Inn- gangur, grafartónlist (Funébre) og fjörugur lokaþáttur, Scherzo. Með vísan til þess, að Jón Leifs hafbi yfirleitt „pró- gramm" í huga vib tónsmíðar sínar, er getum að því leitt að þessi kvintett sé saminn um ISCM-hátíðina í Köln 1960, sem skáldib var óánægt með. Fyrsti þátturinn lýsi baráttu og loks dauða samtakanna, hægi kaflinn útförinni og hinn þriðji erfidrykkjunni. Sá íðilsnjalli flautuleikari Martial Guðjón Nardeau lék einleik í Serenötu I fyrir flautu og 14 hljóðfæri eftir Berio (1957). Eins og í öðrum verkum þarna var flutningurinn afar vandaður og útfærbur af mikilli alvöru, undir stjórn Bernharös Wilkinsonar. Marta G. Halldórsdóttir söng Madrigala I-IV eftir Bandaríkja- manninn Georges Crumb (1969) vib meðleik slagverks, hörpu, flautu og kontrabassa. Textinn er einstakar línur úr ýmsum kvæðum García Lorca. Þetta verk er líkast kínverskum lystigarði, þar sem smáatriðin skipta máli en ekki heildar- myndin, og hlýtur raunar ab standa og falla með flutningn- um. Og Marta Halldórsdóttir flutti þetta vandasama verk frá- bærlega vel, raunar snilldar- lega. Lofið 100 blómum að vaxa, sagði Maó, og ekki væri gró- skulegt um að litast ef engir hefðu samið tónlist aðrir en Mozart, stóru B-in þrjú og þeirra sporgöngumenn. Hvort einhverjir hafa raunverulega gaman af tónlist eins og þeirri sem þarna var flutt, veit ég ekki — þeir mundu aldrei viður- kenna annað — en a.m.k. er hún ein af staðreyndum okkar aldar, líkt og kúbisminn, kommúnisminn og súrrealism- inn, svo nokkrir ismar séu nefndir sem sennilega munu einskorðast við 20. öldina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.